Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Side 21
20
MIÐVTKUDAGUR 9. APRÍL 2003
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003
21
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aöalritstjóri: Óli Bjöm Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, bladaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 5S0 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Rltstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyrl: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Sér er hver staðfestan
Rétt í þann mund sem herir
Bandaríkjamanna og Breta eru
aö ganga af karlinum Saddam
Hussein dauðum suður á bökk-
um Tígris og spítalar eru að yf-
irfyllast af blóöugum borgurum
landsins rikir á að giska grafar-
þögn um níðingsskap ísraela í Palestínu. Fimmtíu ára
hefð fyrir landstuldi gyðinga á þessu svæði er vitaskuld
sterkari en svo að hún verði rofin af alþjóðaherjum.
Óþægilega oft snúast alþjóðalög ekki um grundvallarrétt
heldur pólitiska duttlunga.
ísraelsmenn eru ekki arabar. Það eru hugsanlega þeirra
forréttindi. Allir vita hvemig málum væri háttað ef sög-
unni væri snúið á hvolf í landinu helga. Alþjóðaherir
stæðu þar gráir fyrir jámum á hverju götuhorni ef Palest-
ínumenn væru búnir að stela stærstum hluta af landi ísra-
ela og brjóta heimili þeirra og skóla og sjúkrahús. Þvílík-
ur yfirgangur og óréttlæti væri vitaskuld ekki liðinn og
næsta auðvelt að vísa í þeim efnum í ibyggnar samþykkt-
ir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Þannig háttar málum í Austurlöndum nær að einum
lýðst að brjóta alþjóðalög en öðrum ekki. Einum lýðst að
níðast á nágrönnum sínum en öðrum ekki. Enda þótt
Saddam Hussein vegi vísast þyngra en Ariel Sharon og
fyrirrennarar hans í djöfulskap og vonsku er enginn eðl-
ismunur á því hvernig þessir þjóðarleiðtogar hafa brotið
alþjóðlega sáttmála og lög. Og er nú svo komið að annar
er réttdræpur hvar sem hann finnst en hinn er aufúsu-
gestur á meðal staðfastra rikja.
Nágrannaerjur ísraelsmanna og Palestínumanna verða
ekki leystar nema að tilstuðlan erlendra sáttasemjara.
Enda þótt athygli heimsins sé öll á írak þessa dagana
sprengja ísraelar upp heilu fjölskyldurnar í leit að bófum,
nú síðast í gær. Sambúð þjóðanna er erfiðari en nokkru
sinni og mun liklega versna enn frekar á næstunni. Það
er einkum vegna þess að alþjóðasamfélagið hefur ekki
þorað að taka á vandanum og leyft lögbrjótunum að fara
sínu fram.
Nýtt járntjald er að falla. Það er ekki fyrr búið að lyfta
því af Evrópu en það fellur í landinu helga. Landtöku-
byggðirnar breiðast út um alla Palestínu. Palestínumenn
ráða nú aðeins yfir tíunda hluta þess lands sem þeir höfðu
til umráða eftir að ísrael var stofnað fyrir ríflega hálfri
öld. Og landtakan hefur aukist svo mjög á allra síðustu
árum að fullyrða má að Palestínumenn séu fyrir löngu
orðnir fangar í eigin landi. Og það litla sem þeir eiga er
eyðilagt með jöfnu millibili.
Tvískinnungurinn sem nú ríkir í þessum heimshluta er
augljós þótt athyglin beinist annað. Hann er í hæsta máta
aumkunarverður. Það er á þessum tímum sem orðið stað-
festa fær nýja merkingu og staðfastar þjóðir leyfa sér að
leggjast í víking gegn einum bófa á meðan aðrir hafa þög-
ult einkaleyfi á þjösnaskap og þjóðarníði. Og þetta einka-
leyfi er endumýjað með reglubundnum hætti og hefur nú
dugað hálfa mannsævi. Sér er nú hve staðfestan og sér er
nú hver samkvæmnin.
ísraelsmenn hafa á allra siðustu mánuðum eyðilagt um
tvö hundruð heimili Palestinumanna til að vinna land fyr-
ir nýja járntjaldið sitt. Frá þvi palestínska þjóðin tók sig
saman og mótmælti yfirgangi ísraela í september 2000
hafa herir og jarðýtur Ariels Sharons stökkt á sjötta þús-
und aröbum á flótta frá fóðurlandi sínu. Og svona rétt i
anda smekkvísinnar hafa ísraelsmenn á þessum tima
eyðilagt að jafnaði um 40 flóttamannaskýli á mánuði. Með
okkar þögla leyfi.
Sigmundur Emir
Skoðun
Þegar skoöanakönnun DV á
landsvísu, sem birt var í blaðinu
síðastliðinn fostudag, er borin sam-
an við úrslit síðustu þingkosninga
viröast einna mestar sviptingar
liggja í loftinu í Norðausturkjör-
dæmi. Einhverra hluta vegna sker
þetta kjördæmi sig úr að ýmsu
leyti.
Margir óákveðnir
Úrtakið í könnuninni var 1.800
manns, 300 í hverju kjördæmi. At-
hygli vekur að í Norðausturkjör-
dæmi voru flestir óákveönir eða
40% aðspurðra. Að jafnaði voru
31,1% óákveðin í könnuninni. Nið-
urstöðunum ber auðvitað að taka
með þessum fyrirvara. Engu að síð-
ur eru í könnuninni vísbendingar
um talsverðar sviptingar.
Samfylkingin á flugi
Samfylkingin fær 33,3% fylgi í
könnuninni og er fylgi flokksins
hvergi meira nema í Suðvestur-
kjördæmi. Þetta yrði algjör við-
snúningur frá síðustu þingkosning-
um en þá var flokkurinn hvergi
veikari en á þessu svæði.
Samkvæmt könnuninni myndi
flokkurinn nær tvöfalda fylgi sitt á
svæðinu frá síðustu kosningum;
vegið meðaltal úr gömlu kjördæm-
unum tveimur gaf Samfylkingunni
18,3% i kosningunum.
Frjálslyndi flokkurinn margfald-
ar fylgi sitt og fer úr rúmum 2% í
tæp 9% og nær kjördæmakjörnum
manni.
Þess má geta að oddvitar beggja
þessara lista eru frá Siglufirði, þeir
Kristján L. Möller og Brynjar S.
Sigurðsson. Báðir eru „nýliðar“ í
kjördæminu því að Siglufjörður til-
heyrði áður Norðurlandskjördæmi
vestra. Þar eru ríflega eitt þúsund
manns á kjörskrá og ef marka má
úrslit sveitarstjórnarkosninganna í
fyrra ætti Samfylkingin að njóta
góðs af, því að Siglufjarðarlistinn
(sem á rætur í Alþýðuflokki og Al-
þýðubandalagi) fékk hreinan
meirihluta en eitt framboð hefur
ekki fengið hreinan meirihluta á
Siglufirði frá 1938.
Bullandi vandræði
Aðrir flokkar eiga í miklu basli í
þessu nýja kjördæmi samkvæmt
könnuninni. Þetta er langsamlega
veikasta kjördæmi Sjálfstæðis-
flokksins sem fær þarna 22,2%,
næstum því þriðjungi minna fylgi
en í Norðvesturkjördæmi þar sem
fylgi flokksins er þó næstminnst.
Að vísu voru gömlu kjördæmin tvö
einhver veikustu kjördæmi flokks-
ins í síðustu kosningum, en þótt
fylgið væri minna en víðast annars
staðar tókst Halldóri Blöndal þó að
leiða flokkinn til sigurs í Norður-
landskjördæmi eystra.
Samkvæmt úrslitum síðustu
kosninga ættu gömlu kjördæmin
tvö á þessu svæði að mynda
sterkasta kjördæmi Framsóknar og
flokkurinn ætti að eiga sigurinn
nokkuð vísan. í könnun DV var
Framsókn hins vegar þriðji stærsti
flokkurinn í kjördæminu og Suöur-
landskjördæmi tekið við sem
sterkasta kjördæmi flokksins.
Vinstri-grænir eiga ekki síður í
vandræöum. Miðað við síðustu
kosningar ætti Norðausturkjör-
dæmi að vera þeirra langsamlega
sterkasta kjördæmi; flokkurinn
hefði raunar orðið stærri en Sam-
fylkingin í sameinuðu kjördæmi
1999. Samkvæmt könnuninni er
fylgi Vinstri-grænna aðeins þriðj-
ungur af fylgi Samfylkingarinnar
og formanninum, Steingrími J. Sig-
fússyni, gengur verr að afla flokkn-
um fylgis en flokkssystkinum hans
í Norðvesturkjördæmi og Reykja-
vík-suður.
Toppsætiö ekki tryggt
Enn eiga 40% kjósenda í Noröausturkjördæmi eftir aö gera upp hug sinn en miöaö viö þá sem taka afstööu yröi oddviti
Sjálfstæöisflokksins - og forseti Alþingis - 3. þingmaöur kjördæmisins. Fylgi Sjálfstæöisflokksins er hvergi minna en í
kjördæmi hans og Ijóst aö allt kapp veröur lagt á aö höföa tii þeirra sem enn eiga eftir aö gera upp á milli flokkanna.
[ Sviptingar í Norðausturkjördæmi: B D | m s U
Alþingiskosningar 1999: Noröurlandskjördæmi eystra 29,2% 29,8% ! 1,9% 16,8% 22,0%
] Austuriandskjördæmi 38,4% 26,3% ! 2,9% 21,2% 11,0%
I Noröausturkjördæmi 31,6% 29,0% 2,2% 18,3% 18,6%
Könnun DV 3. apríl 2003: Noröausturkjördæmi 24,5% 22,2% | 8,9% 33,3% 10,6%
Kristián L.
Moller
Oddviti lista
Samfylkingarinnar
er aö brjóta
undir sig ný
lönd því að
Siglufjöröur
var áöur í
Noröuriands-
kjördæmi
vestra.
Brynjar S.
Sigurösson
Þessi tiitölulega
óþekkti oddviti
lista Frjálslynda
flokksins færi
samkvæmt könn-
un DV meö flokk-
inn úr rúmum 2%
upp í tæp 9% og
yröi kjördæmakjör-
inn þingmaöur.
Ingibjörg Sólrún?
„Ég held að þegar menn fari að
skýra stefnu sína hér í kjördæminu
þá verði þetta ekki raunverulegt
fylgi Samfylkingarinnar,“ segir
Arnbjörg Sveinsdóttir, þriðja á
lista Sjálfstæðisflokksins. „Þau
fara fram með fyrningarleið í
kvótakerfinu, voru haldin ákvarð-
anafælni í sambandi við álver og
virkjanir, þannig að ýmislegt sem
þau hafa verið að gera hér passar
ekki inn í landslagið í þessu kjör-
dæmi,“ segir Ambjörg. Hún segir
að stjórnarflokkarnir hafi haldiö
vel á málum gagnvart kjördæminu
og því trúi hún ekki öðru en að
fólk treysti sjálfstæðismönnum bet-
ur en stjórnarandstöðunni.
Steingrímur J. segist ekki hafa
trú á að Vinstri-grænir veröi svona
neðarlega í kosningunum. En
hvernig skýrir hann sveifluna? Er
hún til dæmis oddvita Samfylking-
arinnar Kristjáni Möller aö þakka?
„Ætli það sé nú ekki meira þessi
Ingibjargar Sólrúnar-sveifla," segir
Steingrímur, „enda hefur hún ver-
ið að funda mikið í kjördæminu og
henni hampað. Það hanga risastór-
ar myndir af henni upp um alla
veggi þama en ekki af frambjóð-
endum kjördæmisins; það er þvert
á móti öfugt og þeir eru nú hafðir í
felum. Þannig að ég held nú
kannski að þegar baráttan í sjáifu
kjördæminu fer að yfirtaka athygl-
ina og fólk áttar sig betur á því
hveijir eru í framboði í Norðaust-
urkjördæmi breytist þetta kannski
eitthvað."
Steingrímur segir að vitanlega
horfist flokkurinn í augu við aö
sigurinn í Noröurlandskjördæmi
eystra hafi verið mikill síðast og
erfitt gæti orðið að endurtaka slíkt.
„Það var náttúrlega alveg sérstök
bylgja með okkur þá. En ég held að
við eigum mikið inni. Okkar tak-
mark er að fá þarna tvo kjördæma-
kosna menn og ég er bjartsýnn á að
það takist."
Þægileg staða
Stöðu Samfylkingarinnar verður
að meta með hliðsjón af þvi að
flokkurinn fékk slæma útreið í
Norðurlandskjör-
dæmi eystra í
síðustu kosning-
um, hugsanlega
vegna umdeilds
prófkjörs í að-
draganda þeirra.
Kristján L.
Möller segir að
flokkurinn hafi sett sér það tak-
mark í upphafi kosningabaráttunn-
ar að ná þremur þingmönnum
kjömum og haldi sig við það mark-
mið. Óneitanlega bendi könnunin
til að staðan sé þægileg fyrir flokk-
inn. Hann þakkar hana öflugri
kosningabaráttu og vel heppnuðu
prófkjöri.
„Við tókum hér mjög gott próf-
kjör sem um það bil 70% skráðra
flokksfélaga tóku þátt í. Við stillt-
um í framhaldinu upp mjög góðum
lista sem hefur góða skírskotun í
allt kjördæmið. Síöan höfum við
verið mjög dugleg við fundaherferð
í kjördæminu, haldið mjög fjöl-
menna fundi og sums staðar
sprengt utan af okkur húsnæðið,
og eigum nokkra fundi eftir.
Það er þægilegt að vera með
svona stöðu í skoðanakönnun - al-
veg eins þægilegt og það er að
keyra um kjördæmið 8. apríl á
marauðum og þurrum vegum!“
segir Kristján. „Ég er að fara Lág-
heiðina á Siglufjörð. í venjulegu ár-
ferði væri þar fimm til sex metra
snjódýpt. Þetta er hvort tveggja
jafnyndislegt og verður vonandi
hvort tveggja svona að minnsta
kosti fram til 10. maí.“
Kristján minnir hins vegar á
hátt hlutfall óákveöinna í könnun
DV. Og fyrst frambjóðandinn leitar
í veðrið að samlíkingum er líklega
óhætt að segja að í hinu pólitíska
landslagi Norðausturkjördæmis sé
allt á floti. Það ræðst á næstu vik-
um hvert vötnin falla. -ÓTG
Ummæli
Heilræði
„9. Ef þú
ert formað-
ur/talsmaö-
ur/forsætis-
ráðherra-
efni/stall-
ari/kansl-
araefni/stór-
moffi/in-
spector
scholae hjá
Samfylking-
unni... þá
lofarðu að taka ísland af lista þjóða
sem styðja stríðið - nokkrum mán-
uðum eftir að stríðið er búið.“
Ármann Jakobsson á Múrnum.is.
„Heilræbum til frambjóöenda* I tðlf
liðum um hver eigi aB vera
viBbrögB þeirra viB spurningum um
striöiB í írak.
flmöphunum
H„Stundum
dettur manni
í hug, að
pistlahöfund-
ar hins
óhlutdræga
ríkisútvarps
noti tækifær-
ið rétt fyrir
kosningar til
að ganga
eins langt á
svig við óhlutdrægnina og þeir
frekast mega í trausti þess, að þeir
verði ekki reknir fyrir að brjóta
gegn henni, þar sem það þætti sér-
stakt hneyksli og til marks um of-
riki í ritstjóm á þessum viðkvæma
pólitíska tíma - sérstaklega af því
að útvarpsráð er kjöriö á alþingi.“
Björn Bjarnason á vef sínum, um
pistla GuBmundar Steingrimssonar
í Víösjá.
Önnur niðurstaöa
„Tíu þús-
und króna
hækkun
skattleysis-
marka skil-
ar lágtekju-
og meðal-
tekjufólki
miklu
meira en
flöt 4%
lækkun á
tekjuskatti.
[...] Einstaklingar með 2,2 milljónir
í árstekjur, en 70% einstaklinga
eru undir þeim mörkum, og hjón
með 4,4 milljónir en 40% hjóna era
undir þeim mörkum, fá lægri
skatta með 10 þúsund króna hækk-
un skattleysismarka en 4% flatri
tekjuskattslækkun."
Jóhanna Siguröardóttir á vef sínum.
Samkvæmt útreikningum DV liggja
mörkin viö u.þ.b. 1,3 milljóna
árstekjur hjá einstaklingum.
„Kosninga-
barátta Sjálf-
stæðisflokks-
ins einkenn-
ist af ábyrgð-
arleysi, þar
sem er ýtt
stórkostlega
undir vænt-
ingar lands-
manna um
meint góðæri
fram undan.
Formaður flokksins varpar kosn-
ingaloforöum á báðar hendur, og
eys milljörðum einsog karamell-
um.“
Össur Skarphéöinsson á vef
Samfylkingarinnar.
Nammi
Af aldamótaskáldum
Einar var bodberi einkaframtaks en ekkert einkafyrirtœki myndi taka
100 milljarða lán fyrir von um jafn lítinn ágóða og rík þjóð með óbilað
sjálfstraust myndi aldrei fóma landi og ímynd fyrir jafn veikan málstað.
JAndri Snær
Magnason
aldamótaskáld
„Já, mikið má hann þola,
aumingja Einar Ben. Einar
var manískur og innblás-
inn athafnamaður,
einskonar sambland af
Magga Scheving og
Kára Stefáns."
Þegar guðinn Belda steig úr vél-
inni fyrir austan um daginn og
samningar við Alcoa voru undir-
ritaðir var vitnað í Geir H. Haarde
sem sagði eitthvað á þá leið að „nú
hafi draumar aldamótaskáldanna
loksins ræst.“ Ekki veit ég með
hvaða skáldum hann djammaði í
aldamótapartíi en ég get illa kom-
ið fyrir mig í hvaða skáld hann er
vitna. Hákon Aðalsteinsson, Stein-
unn Sigurðar, Guðbergur Bergs-
son, Pétur Gunnarsson, Elísabet
Jökuls, Sjón og margir fleiri hafa
gagnrýnt fómimar harðlega og ég
kannast ekki við að þriðja ál-
bræðslan hafi orðið Einari Má eða
Matthíasi Johannessen innblástur
í stórbrotin jörmunljóð þótt ég viti
annars ekkert um afstöðu þeirra
að öðru leyti.
Ekki getur maður sagt að
draumur tónskáldanna hafi ræst
vegna þess að Björk, Hilmar Örn
og Hjálmar H. Ragnarsson hafa
talað sterklega gegn þessum
áformum, Jónsa í Sigurrós var
hent út úr ráðhúsinu og Jóhann G.
Jóhannsson samdi lag til verndar
hálendinu. Hvað athafnaskáldin
varðar þá man ég ekki betur en að
Ólafur Jóhann hafi sagt í viðtali
að hann skildi ekki hvers vegna
ríkasta þjóð í heimi ætlaði að setja
svo mörg egg í sömu körfu. Maður
þarf líklega að leita aftar í tímann.
Halldór Laxness var harðorður í
grein sinni um hemaðinn gegn
landinu og Geir var eflaust ekki að
tala um aldamótakynslóðina enda
lét hún drauma sína rætast og
rúmlega það, skilaði okkur hreinu
og riku landi sem heimurinn öf-
undar okkur af.
Stórir draumar Einars Ben
Fari maður enn aftar þá loksins
kemur í ljós hann Einar gamli Ben
sem fæddur var 1864. Að öllum lík-
indum var Geir að tala um Einar
Ben. Já, mikið má hann þola, aum-
ingja Einar Ben. Einar var
manískur og innblásinn athafna-
maður, einskonar sambland af
Magga Scheving og Kára Stefáns.
Einar var ólíkt samtímamönnum
sínum ekki alltaf 30 árum á effcir
heiminum þegar kom að hug-
myndum en hann var ekki spá-
maður, haxm hafði farið til út-
landa og séð tækniframfarirnar
þegar rafmagnið var stóra bylting-
in, það þurfti engan snilling til að
sjá að slíkt hið sama væri hægt að
gera á íslandi. Það þurfti ekki af-
brigðilega frumlega eða frjóa hugs-
un, aöeins einfalda yfirfærslu og
trú á að mannfólkið hér gæti það
sem mannfólk annars staðar get-
ur. Einar fylgdist með nýjustu
tækni sinnar tíðar. Hann vildi
koma á loftskeytasambandi við út-
lönd, hann stofnaði dagblað,
braskaði með hlutabréf og vildi
láta fossa knýja áburðarverksmiðj-
ur og rækta þannig upp sveitimar
og hálendið. Hann var bam síns
tíma og hugmyndir hans bera þess
merki. Hann var fæddur fyrir
kjarnorkuöld, tölvuöld, traktors-
öld, gervihnattaöld, fyrir tíma tog-
ara, þotunnar, ferðaiðnaðar, tón-
listariðnaðar, kvikmyndaiðnaðar,
kvenréttinda og möguleika til
langskólanáms eða öllu heldur:
lífsnauðsyn langskólanáms í al-
þjóðlegri samkeppni. Einar var
fæddur fyrir tíma farsímans og
sjónvarps á tímum örbirgðar,
barnadauða, bamaþrælkunar og
hungiu-s á íslandi þegar offita og
offramleiðsla í landbúnaði hefðu
verið talin absúrd vandamál.
Ljósaperan var fundin upp þegar
Einar var 15 ára. Penicillín kom á
markað eftir að hann dó.
Stórmennskudraumar Einars
Ben rættust fyrir óralöngu og fá-
ránlegt að tengja hann svo óskáld-
legum framkvæmdum. Einar barð-
ist fyrir bláhvíta fánanum, var
draumur hans að rætast þegar blá-
hvíti fáninn var dreginn að húni á
Reyðarfirði? Einar vildi gera
Grænland að íslenskri nýlendu.
Eigum við að láta næsta draum
rætast?
Með eymd í arf
í íslandsljóði ávarpar Einar þjóð
sína „þú fólk með eymd í arf‘. Er
Einar að tala við okkur? „Fólk
með eymd í arf? Erum við eða
Austfirðingar „fólk með eymd í
arf“? Fjölmiðlaumfjöllun hefur
verið á þeim nótum. Ljós eða
myrkur. Á1 eða ekkert. Það er
kaidhæðnislegt en bygging Kára-
hnjúkavirkjunar væri ekki mögu-
leg nema fyrir þá sök að hér býr
rík þjóð sem getur ábyrgst vitleys-
una og tekið á sig kostnaðinn ef
illa fer.
Einar var boðberi einkafram-
taks en ekkert einkafyrirtæki
myndi taka 100 milljarða lán fyrir
von um jafn lítinn ágóða og rík
þjóð með óbilað sjálfstraust myndi
aldrei fóma landi og ímynd fyrir
jafn veikan málstað. Við erum efn-
islega rík en hugsunin ennþá við
hungurmörk. Hvað munu menn
segja eftir 30 ár þegar álverð hefur
fallið og tæknin hefur sannað að
virkjunin var óþörf. Hver verða
eftirmæli stjómmálamanna sem
lögðu allt imdir til að láta 100 ára
gamlar hugmyndir rætast, voru 30
árum á eftir nágrönnum sínum
hugmyndalega en létu martröð
aldamótaskáldanna (2000) verða að
veruleika. Best að láta Einar eiga
lokaorðin: „því aflið, það sem oss
skal fleyta fram, býr hjá oss sjálf-
um, ei hjá dauðum draugum."