Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Síða 30
30
* Islendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára________________________________
Unnur Guöjónsdóttlr,
Hjallaseli 55, Reykjavík.
♦ 75 ára_________________________________
Jón Rósberg Stefánsson,
Furugerði 1, Reykjavík.
Ólafur Ólafsson,
Njálsgötu 43a, Reykjavík.
Ólafur fæddist að Litlu-
Hlíð á Barðaströnd.
Þorbjörg Jóhannesdóttlr,
Holtagerði 61, Kópavogi.
70 ára________________________________
Kjartan Bjarnl Kristjánsson,
Norðurbyggð 31, Akureyri.
Pálml Jón Guömundsson,
Rauöarárstíg 36, Reykjavík.
> 60 ára ________________________________
Björn Levi Pétursson,
Stóruborg syðri, Hvammstanga.
Helgi Helgason,
Þursstöðum, Borgarnesi.
Hildur Gústafsdóttlr,
Fagranesi, Höfn í Hornafirði.
Hilmar Sigurösson,
Kópavogsbraut 5, Kópavogi.
Siguröur Jónsson,
Kríuási 47, Hafnarfirði.
Örn Björnsson,
Ketilsbraut 23, Húsavík.
50 ára________________________________
DagurJónsson,
Álfaskeiöi 35, Hafnarfirði.
Ebenezer Báröarson,
Úthlíð 8, Reykjavík.
Halldór Björnsson,
• Hátúni lOa, Reykjavík.
Halldóra G Guölaugsdóttir,
Garðaholti 8b, Fáskrúösfiröi.
Ingólfur Friögeirsson,
Galtalind 2, Kópavogi.
Jóhannes Þorsteinsson,
Urriðakvísl 12, Reykjavík.
Margrét Báröardóttir,
Bólstaðarhlíö 31, Reykjavík.
María Ingadóttir,
Kambsmýri 14, Akureyri.
Pétur Guölaugsson,
Tjarnargötu 11, Sandgerði.
Þóra Löve,
Skriöustekk 29, Reykjavík.
^ Þórhalla Einarsdóttir,
Hléskógum 1, Egilsstöðum.
40 ára________________________________
Benedikt Hólm Hauksson,
Melteigi 9, Akranesi.
BJörn Ragnar Gunnarsson,
Hraunbæ 178, Reykjavík.
Erlendur Salómonsson,
Miðgarði 1, Húsavík.
Guöni Sigurösson,
Hólagötu 13, Vestmannaeyjum.
Guillermo Cesar Murillo Gutarra,
Kötlufelli 7, Reykjavík.
Helga Ragnarsdóttir,
Hvassaleiti 64, Reykjavík.
Hulda Hákonardóttir,
Leiðhömrum 56, Reykjavík.
Jóhannes Baldursson,
Langholtsvegi 150, Reykjavík.
^ Karl Björnsson,
Veisu, Akureyri.
Lára Hagalín Björgvinsdóttir,
Einigrund 9, Akranesi.
Leifur Gústafsson,
Stigahlíð 97, Reykjavík.
Leifur Lúther Garðarsson,
Karfavogi 27, Reykjavík.
Logi Hauksson,
Ekrusmára 3, Kópavogi.
Ólafur Ingimarsson,
Skálagerði 11, Reykjavík.
Sigríöur María Jónsdóttir,
Herjólfsgötu 16, Hafnarfiröi.
Sigríöur Ósk Þórisdóttir,
Austurbergi 30, Reykjavík.
Andlát
Anna Guðrún Guömundsdóttir, Háengi
9, Selfossi lést 5. 4.
Sigrún Karitas Guöjónsdóttir,
Dofrabergi 11, Hafnarfirði lést 4. apríl.
Guölaug Huld Nlelsen, Hátúni 12,
Reykjavík lést 6. apríl.
Þóra Böövarsdóttir, Leifsgötu 6, lést 5.
apríl.
Herdís Guömundsdóttir, frá Sæbóli, lést
á Sólvangi, Hafnarfirði 4. apríl.
Gróa Eggertsdóttir er látin. Jarðarförin
hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Ólafur Pétursson, frá Vakursstöðum,
Vopnafirði lést í Sundabúð, 4. apríl.
Kristbjörg Jónsdóttir, Ysta-Felli lést á
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 6.apríl.
Elísabet Magnúsdóttlr, áður Hrísateigi
6, lést á Skjóli 6. apríl.
Zhl Lan Wang lést á Landspítala við
Hringbraut 5. apríl.
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003
I>V
Jón Bogason
rannsóknarmaöur
Jón Bogason, rannsóknarmaður,
Sæbólsbraut 32, Kópavogi er áttræð-
ur í dag
Starfsferill
Jón fæddist í Flatey á Breiðafirði,
ólst þar upp og gekk þar í bama-
skóla. Hann stundaði svo nám við
Handíða- og myndlistaskóla íslands
1946-47. Jón fór fjórtán ára til sjós
og stundaði bæði sjómennsku og
verkamannavinnu víðs vegar um
landið þar til hann kvæntist og sett-
ist að í Kópavoginum 1953.
Jón hóf vinnu hjá Hafrannsókna-
stofnun við rannsóknarstörf 1972 og
starfaði jafnframt sjálfstætt að söfn-
un skelja og annarra sjávarlífvera.
Hann hlaut viðurkenningu frá HÍ
1993 fyrir afrek við þrotlausa söfnun
á botndýrum við Island. Þá hlaut
hann viðurkenningu Starfsgreina-
stjóðs Rotary á íslandi og heiður-
sviðurkenningu Lýðveldissjóðs fyrir
rannsóknir á vistfræði sjávar. Um
áramótin 1997-1998 var Jón sæmdur
Riddarakrossi íslensku fálkaorð-
unnar vegna rannsókna sinna á
botndýrum við ísland.
Árið 1998 afhenti hann Náttúru-
fræðistofnun íslands til eignar, safn
hryggleysingja af íslandsmiðum.
Fjölskylda
Jón kvæntist 10.10.1953 Guðrúnu
Berglindi Sigurjónsdóttur, ljósmóð-
ur, f. 19.6.1932, d. 29.11. 2001. Hún
var dóttir Sigurjóns Gestssonar,
leigubílstjóra og Herdísar Jónsdótt-
ur, húsmóður og bónda.
Böm Jóns og Guðrúnar eru Her-
dís, f. 28.2. 1954, kennari, gift Hall-
dóri S. Gunnarssyni kerfisfræðingi
og eiga þau Berglindi Björk, Svan-
hildi Sif, Lovísu Láru og Gunnar
Má; Sigurborg Inga, f. 10.1. 1956,
kennari, gift Einari Hafsteinssyni
húsasmið og eiga þau Auði Ingu,
Jón Inga og Hjört; Bogi, f. 25.5.1960,
blikksmíðameistari, kvæntur
Narumon Sawangjaitham og eiga
þau Charin, Nimit og Jón; Sigur-
björg, f. 1.6. 1963, búfræðingur á
Hvanneyri, böm hennar og Lárusar
Hermannssonar eru Líf Steinunn,
Jakob Elvar og Viktor Freyr; Berg-
lind, f. 18.10. 1967, hjúkrunarfræð-
ingur, í sambúð með Ara Einarssyni
hljómlistarmanni og eiga þau ísar
Kára og Ástrósu Birtu.
Systkini Jóns: Guðmundur, f. 2.1.
1903, d. 15.2. 1975; Ólafía, dó ung;
Olafia Guðrún, f. 13.1. 1906, d. 13.4.
1930; Jónína Sigríður, f. 26.11. 1907;
d. 04.10.2000; Ingvi, f. 26.8. 1909, d.
2.7. 1954; Lára, f. 10.12. 1910, d.
13.11.1997; Sturla, f. 5.2. 1913, d. 17.2.
1994; Þórður, f. 16.5.
1915, d. 2.10.1990; Kristín, f. 29.12.
1916, d. 9.1. 1943; Sigurbergur, f.
18.12.1918.
Foreldrar Jóns voru Bogi Guð-
mundsson, f. 21.1.1877, d. 20.5.1965,
kaupmaður í Flatey á Breiðafirði, og
Sigurborg Ólafsdóttir, f. 7.9. 1881, d.
24.9.1952, húsmóðir.
Ætt
Bogi var sonur Guðmundar Ara-
sonar að Klúku í Bjamarfirði, og
k.h., Guðrúnar Jónsdóttur.
Sigurborg var dóttir Ólafs, frá
Brandsstöðum Ólafssonar, Ög-
mundssonar, á Hamralandi Ólafs-
sonar, í Svefneyjum Sveinssonar, í
Skáleyjum Ámasonar.
Móðir Sigurborgar var Guðrún
Guðmundsdóttir, sjómanns í Flatey,
Halldórssonar, og k.h., Ingunnar
Þórðardóttur.
Fertugur ■HK Sjötíu og fímrrr ára
Runolíun flgustsson
Arni Haraldur Guömundsson
rektor
slökkviliösmaöur og ökukennari
Runólfur Ágústsson, rektor Við-
skiptaháskólans á Bifröst, Jaðarseli
12, Bifröst er fertugur í dag.
Starfsferill
Runólfur fæddist 9. 4. 1963 að
Teigi í Fljótshlið og ólst þar upp til
9 ára aldurs er foreldramir fluttu á
Selfoss. Hann lauk stúdentsprófi frá
MH 1984, nam lögfræði við Laga-
deild Kaupmannahafnarháskóla
1991- 1992 og lauk embættispróf í lög-
fræði frá lagadeild HÍ 1992. Réttindi
til málflutnings fyrir héraðsdómi
hlaut hann 1998.
Runólfur var leikhúsritari Leikfé-
lags Reykjavíkur 1985-1987, fram-
kvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla
íslands 1988 og stundakennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð 1990.
Hann var fulltrúi sýslumannsins í
Borgamesi 1992 og fulltrúi sýslu-
manns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
1992- 1998. Árið 1993 gerðist hann
lektor við Samvinnuháskólann á
Bifröst, aðstoðarrektor þess skóla
1998-1999 og rektor 1999-2000 en síð-
an rektor Viðskiptaháskólans á Bif-
röst.
Runólfur sat í stúdentaráði Há-
skóla íslands 1987-1989, deildarráði
lagadeildar Háskóla íslands 1989-
1991, skólanefnd Samvinnuháskól-
ans á Bifröst 1995-1998 og í nefnd um
erlenda fjárfestingu 1995-1999. Frá
1999 hefur hann setiö í samstarfs-
nefnd um málefni lögreglunnar í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og í
stjóm Sparisjóðs Mýrasýslu 1999-
2003.
Runólfur var í var í stjóm Æsku-
lýðssambands íslands, einn af for-
svarsmönnum Æskulýðsfylkingar
Alþýðubandalagsins til margra ára
og sat í miðstjórn Alþýðubandalags-
ins, oddviti Félags vinstri manna í
HÍ og einn af stofnfélögum Röskvu.
Hann leiddi lista Þjóðvaka í Vestur-
landskjördæmi árið 1995. Að auki
hefur hann skrifað fjölda greina í
blöð og tímarit ásamt því að hafa
tekið virkan þátt í félags- og stjóm-
málum.
Fjölskylda
Kona Runólfs er Ása Björk Stef-
ánsdóttir, kennari og umsjónarmað-
ur fjamámsdeildar Viðskiptaháskól-
ans, f. 22. 1.1965. Þau hafa verið í
sambúð frá 1983 og giftu sig 28.12.
1992
Foreldrar Ásu Bjarkar eru Stefán
Ólafsson, byggingameistari, og
Ragnheiður Jóhannesdóttir, ferða-
þjónustubóndi, Litlu-Brekku, Borg-
arbyggö.
Böm þeirra Runólfs og Ásu
Bjarkar eru: Skarpéðinn Án, f. 20. 6.
1987, Stefán Bjartur, f. 2. 12. 1988 og
Eyvindur Ágúst, f. 3.10.1995.
Systkini Runólfs eru: Unnur
Ágústdóttir, f. 6. 6. 1955, fjárreiðu-
stjóri Eddu, Margrét Ágústdóttir.f.
6.10. 1957, framkvæmdastjóri Nor-
dicaSpa, Jóhann Agústsson, f. 2. 3.
1965, tæknifræðingur hjá Verkfræði-
stofu Guðjóns Sigfússonar á Sel-
fossi.
Foreldrar Runólfs em: Ágúst Jó-
hannsson, fyrrv. bóndi og inn-
heimtumaður. f 31.8.1927 og Sigrún
Runólfsdóttir, fyrrv. bóndi og versl-
unarmaður, f 31.1.1930. Þau bjuggu
blönduðu búi á Teigi í Fljótshlíð til
1972, en síðan á Selfossi.
Ætt
Foreldrar Ágústs voru Jóhann
Jensson, bóndi á Teigi í Fljótshlíð, f.
10.2. 1895, d. 14.11. 1978 og k.h. Mar-
grét Albertsdóttir, húsfreyja, f.
15.12.1900, d. 21.3. 1989.
Foreldrar Sigrúnar voru Runólfur
Runólfsson, vélstjóri og útgerðar-
maöur í Bræðratungu, Vestmanna-
eyjum, fl. 12.12.1899, d. 4.6. 1983 og
k.h. Unnur Þorsteinsdóttir, hús-
freyja, fl. 19.10.1904, d. 16.3.1947.
Runólfur og Ása Björk eru með
opið hús á afmælis-, gleöi- og dans-
kvöldi frá 20:30 þann 11. apríl í Há-
tíðarsal Viðskiptaháskólans á Bif-
röst fyrir vini og vandamenn
Ámi Haraldur Guðmundsson,
fyrrverandi ökukennari og slökkvi-
liðsmaður, Fannborg 8, Kópavogi,
varð 75 ára í gær.
Starfsferill
Árni er fæddur 8.4.1928 í Reykja-
vík. Hann fetaði snemma í fótspor
föður síns og fór á sjó og lá leið hans
eftir það í Stýrimannaskólann í
Reykjavík þaðan sem hann lauk far-
manna- og fiskimannaprófi 1950. Eft-
ir það var hann stýrimaður á Agli
rauða og Guðmundi Júní og síðan
bátsmaður á ms. Heklu til 1962. Eft-
ir það fór hann í Slökkvilið Reykja-
víkurflugvallar og tók einnig próf til
ökukennslu árið 1964. Þessi störf
stundaði hann þangað til hann fór á
eftirlaun. Kenndi m.a. heymarlausu
fólki á bíl með undraverðum ár-
angri, þrátt fyrir samskiptaörðug-
leika og hafa þeir nemendur verið
farsælir bílstjórar.
Árni hefur um árabil verið í
Kiwanis og er einn af stofnendum
Jörfaklúbbsins þar sem hann hefur
gegnt ýmsum störfum. Hann var
heiðraður með Higginsorðunni fyrir
störf sín.
Fjölskylda
Ámi kvæntist Ingibjörgu Sigríði
Stefánsdóttur, f. 9.8.1929, d. 8.2.2002,
flugfreyju, húsmóður og fulltrúa
Ríkisspítalanna.
Böm þeirra Áma Haraldar og
Ingibjargar: Brynjólfur Ámason, f.
22.1.1949, d. 20.7.1994, meðferðarfull-
trúi, síðast í Svíþjóð; Guðmundur
Ámason, f. 11.11. 1957, deildarstjóri,
Jóhannes Sigurösson, Lækjargötu 34 d,
Hafnarfirði veröur jarösunginn frá
Hafnarfjaröarkirkju í dag, kl. 13.30.
Blængur Grímsson, síöast til heimilis
aö Holtageröi 69, Kópavogi veröur
jarösunginn frá Kópavogskirkju í dag kl.
13.30.
Lóa Ágústsdóttir, frá Baldurshaga
Vestmannaeyjum, veröur jarösungin frá
Dómkirkjunni I dag kl. 15.00
Guöríður Aöalstelnsdóttir, Álfholti 56b,
Hafnarfiröi verður jarösungin frá
Víöistaðakirkju 10. apríl kl. 13.30.
búsettur í Reykjavík og er hans
kona Júlíana Ámdóttir, f. 22.12.
1957; Lára Hrönn Ámadóttir, f. 17.1.
1959, sjúkraliði, búsett í Reykjavík
og er hennar maður Ari Jónsson, f.
8.8. 1956, flugvirki; Sigríður Áma-
dóttir, f. 27.1. 1961, búsett í USA og
er hennar maður Kenneth Bruce
Clarke flugvirki; Haraldur Ámason
f. 9.2. 1963, bílamálari; Ámi Áma-
son, f. 2.8. 1966, flugvirki, kvæntur
Aðalheiði írisi Hjaltadóttur, f. 2.9.
1965, röntgentækni.
Systkini Árna eru Kári Guð-
mundsson, fyrrverandi loftskeyta-
maður, og Lára Guðmundsdóttir
Clarke.
Foreldrar Árna Haraldar voru
Guðmundur H. Ámason, f. 27.2.1898
að Gíslastöðum í Grímsnesi, d. 3.2.
1979 og Vigfúsína Katrín Kristófers-
dóttir, f. 1.6. 1900, að Vindási i
Landssveit, d. 31.11.1969.
Smáauglýsingar
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000