Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Page 37
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003
37
- keppni i hveriu orði
Tveir leikir fóru fram í meistaradeild Evrópu í gærkvöld:
Kassa b
- leikmenn Real Madrid sýndu sínar bestu hliöar gegn
Evrópumeistarar Real Madrid
sýndu allar sínar bestu hliðar þegar
liðið tók á móti Manchester United
á Santiago Bernabeau-leikvangin-
um í gærkvöld í fyrri leik liðanna í
8-liða úrslitum. Real Madrid fór
með sigur af hólmi í leiknum, 3-1,
og var aldrei spuming hvoru megin
sigurinn myndi lenda. Luis Figo
kom spænska liðinu yfir á 12. mín-
útu með fallegu marki og Raul
Gonzalez bætti öðru marki við á 28.
mínútu. Á þessum kafla fóru leik-
menn Real Madrid hreinlega á kost-
um og léku sér að leikmönnum
Manchester United eins og köttur
að mús. Fjórum mínútum eftir að
flautað var til síðari hálfleiks skor-
aði Raul þriðja mark Real Madrid
og annað mark sitt og staða enska
liðsins varð enn skuggalegri. Hol-
lenski markahrókurinn Ruud Van
Nistelrooy náði að minnka muninn
í 3-1 þremur mínútum síðar og get-
ur það mark reynst Manchester
United dýrmætt í seinni leiknum
eftir tvær vikur. Fleiri mörk voru
ekki skoruð í leiknum - öruggur
sigur Real Madrid staðreynd og
tveggja marka forysta fyrir ferðalag-
ið til Manchester.
Sanngjörn úrslit
Alex Ferguson, knattspymustjóri
Manchester United, var brattur eft-
ir leikinn þrátt fyrir að úrslitin hafi
verið mikil vonbrigði en sagði þau
sanngjöm.
„Mér fannst þetta vera sanngjörn
úrslit. Við áttum okkar möguleika
og ég var ánægður með sóknarleik-
inn í síðari hálfleik. Við skoruðum
mikilvægt mark á útivelli og það er
sennilega það besta sem gerðist í
kvöld,“ sagði Ferguson eftir leikinn.
„Þeir gerðu okkur lífið leitt með
frábærum sendingum og sýndu og
sönnuðu að þeir eru með stórkost-
legt lið. Við getum síðan sjálfum
okkiu- um kennt með mörkin sem
við fengum á okkur - þau voru af
ódýrari gerðinni," sagði Ferguson
og bætti við að það væri gífurlega
mikilvægt fyrir sina menn að verða
fyrri til að skora á Old Trafford í
seinni leiknum.
„Ef við skorum fyrsta markið þá
tryllist allt á vellinum og möguleik-
a‘r okkar aukast til muna - þetta er
langt frá því að vera búið.“
David Beckham var mjög ósáttur
við byrjunina hjá Manchester
United og sagði að hún hefði eyði-
lagt leikinn.
„Fyrri hálfleikur var mjög erfið-
ur. Við bárum alltof mikla virðingu
fyrir þeim og leyfðum þeim að gera
það sem þeir vildu. Leikurinn var
jafnari í seinni hálfleik og markið
sem við skoruðum gefur okkur
möguleika fyrir seinni leikinn."
Pögn í búningsklefanum
Englendingurinn Steve Mc-
Manaman, sem sat allan tímann á
varamannabekk Real Madrid í
leiknum, sagði að stemningin í bún-
ingsklefanum hjá Real Madrid hefði
verið róleg eftir leikinn þrátt fyrir
sigurinn.
„Við hefðum ekki átt að fá þetta
mark á okkur. Það ríkti þögn í bún-
ingsklefanum eftir leikinn enda
voru menn mjög ósáttir við að halda
markinu ekki hreinu. Mér fannst
leikmenn Manchester United spila
mjög varfæmislega og ég hef aldrei
séð liðið gefa okkur jafnmikinn
tíma með boltann eins og í kvöld.
Það hjálpaði okkur mikið,“ sagði
McManaman.
Fernando Hierro, fyrirliði Real
Spænski framherjinn Raul Gonzalez skoraöi tvö marka Real Madrid í
sigrinum á Manchester United og hér aö ofan sést hann fagna seinna marki
Roberto Carlos, Claude Makalele og Zinedine Zidane fagna hér ásamt Luis
Figo en hann skoraöi fyrsta mark Real Madrid í leiknum. Reuters
sínu í leiknum.
Madrid, sagði eftir leikinn að
tveggja marka sigur gegn Manchest-
er United gæti ekki talist slæm úr-
slit.
„Þetta voru góð úrslit þó að það
hefði að sjálfsögðu verið betra að
vinna 3-0. Markið gefur leikmönn-
um Manchester United meiri von
fyrir seinni leikinn en þetta voru
ekki slæm úrslit því við vorum að
spila á móti frábæru liði,“ sagði Hi-
erro.
Frábær varnarleikur Milan
Vamarmenn AC Milan lögðu
grunninn að markalausu jafntefli
gegn Ajax í Hollandi í gærkvöld í
fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum
meistaradeildarinnar. Þeir Al-
essandro Nesta, Paolo Maldini, Al-
essandro Costacurta og Dario Simic
reyndust ókleifur múr fyrir sóknar-
menn Ajax sem vom mun meira
með boltann en tókst varla að skapa
sér færi, þökk sé frábærum leik fjór-
menninganna. Leikurinn endaði,
eins og áður sagði, með markalausu
jafntefli; góð úrslit fyrir ACMilan
en að sama skapi geta leikmenn
Ajax reynst þeim skeinuhættir í
seinni leiknum þegar ítalamir
þurfa að sækja.
Fengum varla færi
Ronald Koeman, þjálfari Ajax,
var hundfúll eftir leikinn en viður-
kenndi að það hefði reynst sínum
mönnum þrautin þyngri að brjóta
vöm AC Milan á bak aftur.
„Við ætluðum okkur að skora í
þessum leik en því miður fengum
við varla tækifæri í leiknum. Fyrstu
tuttugu mínútur leiksins vom erfið-
ar fyrir.okkur en eftir að við náðum
tökum á leiknum hleyptum við AC
Milan aldrei aftur inn í hann. Ég er
Reuters
ánægðastur með hversu sterkir við
vorum í vöminni. Leikmenn AC
Milan sköpuðu sér nánast engin
færi í leiknum og miðað við mann-
skapinn sem þeir hafa í sókninni
hjá sér er það ekki lítið afrek. Þrátt
fyrir þessi úrslit erum við ekki úr
leik. Við höfum áður sýnt það í
þessari keppni að við getum auð-
veldlega skorað á erflðum útivöllum
og það er nákvæmlega það sem við
ætlum okkur að gera i Mílanó að
tveimur vikum liðnum," sagði
Koeman eftir leikinn.
Allt enn opið
Carlo Ancelotti, þjálfari AC Mil-
an, var ánægður með vamarleikinn
hjá sínum mönnum en að sama
skapi ónægður með sóknarleikinn.
„Jafntefli er jákvætt fyrir okkur
en það sem veldur mér áhyggjum er
að við leyfðum Ajax að stjóma
leiknum. Við vorum ekki nógu
kraftmiklir í sókninni og það gerði
það að verkum að við lentum meira
og minna í því að spila vöm. Við
spiluðum mjög góða vöm í leiknum
en það gekk lítið upp í sókninni.
Við sköpuðum okkur varla færi og
það er eitthvað sem þarf að breytast
fyrir seinni leikinn í MOanó. Það er
enn allt opið og við höfum áður sýnt
að við getum spilað frábæra knatt-
spymu á heimavelli,“ sagði Carlo
Ancelotti eftir leikinn.
í kvöld fara fram seinni tveir leik-
imir í átta liða úrslitunum. Þá tek-
ur Inter Milan á móti Valencia á
San Siro-leikvanginum og
Barcelona sækir Juventus heim á
Delle Alpi í Tórínó.
Seinni leikir liðanna fara fram að
tveimur vikum liðnum og þá spila
liðin sem léku í gærkvöld á mið-
vikudag og öfugt. -ósk
Mörg HðáefOr Reyni
Reynir Þór Reynisson, sem varið hef-
ur mark Aftureldingar i Essó-deildinni
undanfarin ár, mun að öllum líkindum
ekki standa á milli stanganna hjá félag-
inu næsta vetur.
Mörg lið hafa sett sig í samband við
Reyni Þór en samkvæmt áreiðanlegum
heimildum DV-Sports bendir allt til
þess að hann haldi í heimahagana og
spili með Víkingi á komandi vetri.
MEÍSTARADEILD
m
Átta liða úrslit, fyrri leikir
Real Madrid-Man Utd ..........3-1
1- 0 Luis Figo ................12.
2- 0 Raul Gonzalez.............28.
3- 0 Raul Gonzalez.............49.
3-1 Ruud van Nistelrooy........52.
Real Madrid: Iker Casillas, Miguel
Salgado, Fernando Hierro, Ivan
Helguera, Roberto Carlos, Luis Figo,
Flavio Conceicao, Zinedine Zidane,
Claude Makelele, Raul Gonzalez, Ron-
aldo (83., Jose Maria Guti).
Man. Utd: Fabien Barthez, Gary
Neville ( 86., Ole Gunnar Solskjaer),
Rio Ferdinand, Wes Brown, Mikael
Sílvestre (58., John O'Shea), David
Beckham, Roy Keane, Nicky Butt,
Ryan Giggs, Paul Scholes, Ruud van
Nistelrooy
Gul Spjöld: Gary Neville, Roy Kea-
ne, Paul Scholes, Ruud van Nistel-
rooy (Man. Utd).
Áhorfendur: 75.000.
Dómari: Anders Frisk (Sviþjóð).
Ajax-AC Milan ................0-0
Ajax: Bogdan Lobont, Hatem Tra-
belsi, Christian Chivu, Petri Pasanen
(73., Nigel De Jong), John O'Brien,
Tomas Galasek (67., Wesley Sneijder),
Steven Pienaar, Andrede Maxwell,
Abubakari Yakubu, Rafael Van der
Vaart, Zlatan Ibrahimovic (73., Jari
Litmanen).
AC Milan: Nelson Dida, Paolo Mald-
ini, Alessandro Nesta, Dario Simic,
Alessandro Costacurta, Gennaro
Gattuso, Rui Costa, Clarence Seedorf
(26., Serginho), Massimo Ambrosini,
Andriy Shevchenko (79., Rivaldo),
Filippo Inzaghi (73., Jon Dahl Tomas-
son).
Gul spjöld: Massimo Ambrosini,
Gennaro Gattuso (AC Milan)
Áhorendur: 50.967.
Dómari: Terje Hauge (Noregi).