Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 x>v 9 Fréttir Argentína: Bjartsýnin snýst í andhverfu sína Samfélagiö snarbreytist þegar kemur aö skuldadögum Vonsviknlr Argentínumenn mótmæla ákvöröunum alþjóölegra peningastofnana um aö fella gengl gjaldmiðils þeirra og gera bankana gjaldþrota. Þeir mlsstu bæri sparifé sitt og atvinnu vegna óstjómar í fjármálalífi. Glæpir í Argentínu hafa tekið stakkaskiptum síðustu árin og er helsta ástæðan kollsteypur í efnahags- lífmu. Áður sáu herforingjastjómir um pólitíska glæpi og borgaralegir pólitikusar voru duglegir að græða á spiilingu sem þeir stjórnuðu beint og óbeint. Nú er þetta allt oröið lausara í reipunum og glæpaalda ríður yfir landið, þar sem fjórði hver vinnufær maður er atvinnulaus og enginn sér færa leið út úr kreppunni sem fylgdi í kjölfar hremminganna í Suðaustur- Asíu þegar „tígramir“ þar kiknuðu undir lánabyrðinni. Rán og oíbeldi aukast hraðfara og er enginn óhultur fyrir þeim ófógnuði og löggæslan er áiíka ráðvillt og fjármálastjórnin. Um aldamótin síðustu var Argent- ína meðal 10 ríkustu þjóða heims og var landið langauðugast allra ríkja Rómönsku Ameríku. Eftir Falklands- eyjastríðið tók lýðræðisleg stjóm við og uppgangstímar gengu í garð með mátulegri spillingu ráðandi stjóm- málamanna og þeirra sem tóku að sér að sjá um fjármálin. Tekin voru mikil lán og alit lék í lyndi um skeið. En efnahagshmnið í sunnanverðri Asíu 1997 dró dilk á eftir sér viða um heim og ekki síst í Argentínu, þar sem þó ríkti meiri velferð og jöfnuður mllli ríkra og fátækra en í nokkra öðra ríki í heimshlutanum. Það var svo um aldamótin að vera- lega tók að harðna á dalnum. Ekki var hægt að standa í skilum við erlenda lánardrottna og alþjóðlegar peninga- stofnanir neituðu að framlengja lán eða bæta á skuldasúpuna. Fjármagns- flótti var eðlileg afleiðing og bankar fóra á hausinn. Vel stöndugur al- menningur missti sparifé sitt og drjúgur hluti vinnandi stétta varð at- vinnulaus. Stöðugleiki þessarar 37 milljóna manna þjóöar var rokinn út í veður og vind og stjómleysið tók við. Áður var ástandið í borgum og bæj- um álíka tryggt og gerist og gengur í Vestm--Evrópu og efnahagur almennt svipaður. En nú er ástandið orðið eins og í Mexíkóborg, Rio de Janeiro eða New York áður en Giuliani borgar- stjóri lét hreinsa þar til svo um mun- aði. Nú hefúr glæpatíðni aukist fram úr öllu hófi í borgum Argentínu en of- beldisglæpir í auðgunarkyni vora nær óþekktir fyrir efnahagshranið. Rán, morð, bílaþjófnaðir og mannrán þar sem krafist er lausnargjalds era meira en daglegir viðburðir og í Buen- os Aires era framin að meðaltali tvö bankarán á dag. Allt snýst á veni veg Kreppan og gengishrun gjaldmiðils- ins sem hófst fyrir tveimur árum hef- ur breytt þjóðfélagsmyndinni mjög til hins verra. Stöndugt samfélag, þar sem borgaraleg gildi vora í heiðri Áður sáu hershöfðingja- stjómir og spilltir stjóm- málamenn um glœpastarf- semina. Nú varð sú breyt- ing á að vonsviknir at- hafnamenn og menn sem rúnir eru sparifé og at- vinnu gerast glœpamenn og rœna og rupla hver sem betur getur og ofbeldis- glcepir í auðgunarskyni eru tíðari en nokkru sinni áður í sögu landsins. höfð, breytist í stjómleysi, glæpaflokk- ar vaöa uppi og kvíði og vonleysi gríp- ur um sig. Efnahagshrunið hefúr al- varlegri afleiðingar en þær sem varða lífskjörin ein. Siðleysið á öllum svið- um keyrir úr hófi og máttlaus stjóm- völd fá lítið við ráðið. Morðtíðni í höfuðbroginni og út- borgum, þar sem þriðjungur lands- manna bý, hefur tvöfaldast á tíma kreppunnar. 300 bílaþjófnaðir era kærðir daglega og aðrir þjófnaöir og mannrán aukast að sama skapi. Eftir því sem kreppan harðnar eykst glæpa- tíðnin og fer hvergi á milli mála að fylgnin er augljós. Áhrifin á þjóðlífið era augljós. Fólk er farið að setja jámrimla í glugga og kaupa alls kyns öryggiskerfi til að verja heimili sín sem líkjast æ meir fangelsum sem íbúamir loka sig inni i. Erfitt er að fá leyfi til að kaupa byss- ur í Agrentínu en mikil sala er í úða- brúsum sem konur nota sér til varnar þegar á þær er ráðist. Mikill uppgang- ur er í einum atvinnuvegi, þ.e. nám- skeiðum þar sem bílstjóram er kennt að verjast því að þjófar ryðjist inn í bílana þeirra og ræni þeim. Ungir sem gamlir hírast heima hjá sér á kvöldin því ekki er öraggt að vera á ferð, hvorki akandi né gang- andi, eftfr að skyggja tekur. Það er mikil breyting á venjum íbúanna sem era frægir fyrir mikið og glæsilegt næturlíf þar sem miðbæimir iðuðu af mannlífi. Mannrán era meðal þeirra glæpa sem Argentínumenn óttast hvað mest og þau geta líka gefið vel af sér. Þar era hinir ríku í mestri hættu og veit í raun enginn hve tíð þau eru vegna þess að oft er lausnargjald greitt án vitneskju lögreglu eða annarra. Samt er margt vitað um þá starfsemi. Ný- lega var bróður dáðrar fótboltahetju rænt og sömuleiðis fóður frægs sjón- varpsleikara. Lausnargjaldið var 200 þúsund dollarar á haus. Fólki er líka rænt af handahófi. Það er tekið á götunni og haldið á afvikn- um stað um stund á meðan eigur þess era hirtar og fómarlömbin neydd til að taka út peninga með bankakortun- um sínum og afhenda ræningjunum. Þeir era stundum lítilþægir og láta sér nægja að hirða sem svarar nokkrum hundraðum dollara áöur en þeir sleppa gíslimum lausum. Einangrun einstaklinga og þjóðar í uppsveiflunni um miðjan tíunda árauginn vora tekin mikil erlend lán og almenningur, ekki síst millistéttin, hafði mikið handa á milli og naut vel- gengninnar. En hún reyndist vera tek- in að láni. Árið 2001 var gengið fellt verulega samkvæmt kröfu alþjóðlegra peningastofnana sem fengu ekki greiddar umsamdar afborganir af lán- um og kreppan með öllu sínu atvinnu- leysi og örvilnan breytti þjóðféalginu á nær svipstundu. Áður sáu hershöfðingjastjórnir og spilltir stjómmálamenn um glæpa- starfsemina. Nú er orðin sú breyting á að vonsviknir athafnamenn og menn sem rúnir era sparifé og atvinnu ger- ast glæpamenn og ræna og rapla hver sem betur getur og ofbeldisglæpir í auðgunarskyni era tíðari en nokkra sinni áður í sögu landsins. Fátæktarlýður hefúr ekki áður sést á götum argentínskra borga, er haft eftir gömlum lögregluforingja í Buen- os Aires, en nú er hann þar í stórhóp- um. Og glæpamennimir era ófyrir- leitnari en nokkra sinni fyrr. Landið er að einangrast og annars félagslyndir og opnir íbúar finna til óöryggis utan heimila sinna og loka sig þar inni og allt svipmót borga og þjóðfélagsins yfileitt tekur stakka- skiptum. Undirrótin er óstjóm í fjármálum ríkis og fyrirtækja þegar eyöslulán vora tekin óspart á timum þegar flest- ir vildu trúa að efnahagsleg uppsveifla væri stöðug. Þegar svo kom að skulda- dögum var búið að stórskemma allt samfélagið og nú súpa Argentínu- menn seyðið af bjartsýni sem fremur stjómaðist af óskhyggju en raunvera- legu efnahagsástandi heimsins. (Heimild: Washington Posí) -20% afsláttur af dekkjum Ef þú lætur umfelga hjá okkur fyrir Páska þá færöu -20% afslátt af dekkjum. Líttu viö, það borgar sig. Bílkó Smiðjuvegi 34 Kópavogi Rauð gata s. 557 9110 Opið 8-18 mán-fös og 10-16 lau SJMAREíÆ>ieSK4Ta- ÚLFLJÓTSVATNI UTILIFS- OG ÆVINTYRANAMSKEK) I SUIAAk -fyrir hressa krakka og unglinga INNRITUN ER HAFIN í SKÁTAMIDSTÖDINNI ARNARBAKKA 2 Opið 9-17 virka daga - Sími 550 9800 - ulfljotsvatn@skatar.is Upplýsingar og skróning á netinu: WWW.skatar.is/SUmarbudir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.