Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Síða 20
20
Helcjorbloö DV FIMMTUDAGUR 17. APRfL 2003
Svo lengi lærir sem lifir
Það er stundum sagt um alla skapaða hluti að það sé
aldrei ofseint að bregta til og ganga ngjar slóðir.
Þetta hefur verið leiðarljós Háskólans íRegkjavík
sem fgrir rúmum tveimur árum ákvað að bjóða upp á
viðskiptafræðinám fgrirfólk íatvinnulífinu. DV
hegrði ídeildarstjóranum og þremur einstaklingum
sem sitja á skólabekk samhliða vinnu sinnu.
„Það virðist hafa verið mikil þörf fyrir nám af þessu
tagi,“ sagði Þóranna Jónsdóttir, deildarstjóri HR, sem sér
um framkvæmd „Háskólanám með vinnu“ (HMV). „Undir-
tektimar eru margfalt betri en forstööumenn skólans höfðu
þorað að gera ráð fyrir. Fyrsta árið sem þessir nýju náms-
möguleikar voru auglýstir bárust hvorki meira né minna
en 300 umsóknir en samtals 150 af þeim settust síðan á
skólabekk. Árið eftir bárust aftur nærri 300 umsóknir og þá
voru 120 nemendur samþykktir," segir Þóranna og bætir
við að reiknað hefði verið með því að drægi úr aðsókn eft-
ir fyrstu árin en engin merki sæjust um það enn þá.
Nemendahópurinn er mjög fjölbreytilega samsettur.
Þarna er fólk á öllum aldri og ýmsum námsstigum. Þarna
sitja hiið við hlið forstjórar, heilaskurðlæknar, flugmenn
og fólk úr öllum starfsgreinum. Sumir vilja breyta til eða
hafa haslað sér völl í annarri starfsgrein en upphaflegt
nám þeirra gerði ráð fyrir, aörir vilja einfaldlega afla sér
nýrrar þekkingar og enn aðrir hafa færst upp metorða-
stigann í sinni starfsgrein og vilja því fylgjast með.
Námið fer þannig fram að þrjá daga í viku mæta nem-
endur í skólann milli klukkan 16 og 19 en þess á milli
stunda þeir sjáifsnám. Meö þessum vinnuhraða geta þeir
lokið náminu á fimm önnum samtals.
„Við gefum engan afslátt í þeim skilningi að þetta er
jafnþungt nám og aðrir nemendur þurfa að takast á við og
sömu kröfur gerðar til allra," sagði Þóranna. Hver önn
kostar 89 þúsund krónur.
Margvíslegir möguleikar á námi bjóðast í Háskólanum
í Reykjavík og ætti hver nemandi að geta fundið verkefni
við sitt hæfi, hvort sem hann kýs að stefna að MBA-gráðu
eða fást við svokallað „undergraduate" nám. Þóranna seg-
ir að þaö séu ekki bara nemendurnir sem læri af skólan-
um heldur læri skólinn af nemendunum.
Námið sem fjallað er um er nám á svokölluðu „und-
ergraduate" stigi
(stundum kallað nám
á fyrsta háskólastigi) þ.e. til BS-gráðu
(90 ein.) eða Diplomagráðu (45 ein). Það er mjög mikil-
vægt að rugla þessu ekki saman við MBA-nám (Master of
Business Administration) eða MS-nám (Master of
Science) sem er nám á meistarastigi og eru tekin eftir að
„undergraduate" námi lýkur.
„Það er hörkupúl að stunda háskólanám og vera í
vinnu um leið, svo ekki sé minnst á ef fólk ætlar einnig
að sinna fjölskyldu eða öðru. Sumir nemendur kvarta yfir
því að þeir hafi ekki verið búnir nægilega undir hversu
mikið álag þetta væri, og því höfum við lagt áherslu á aö
nefna þennan þátt í kynningarefni okkar og annarri um-
fjöllun um námið
Þetta er gríðarlega áhugasamur hópur og þarna er sam-
an komin mikil og fjölbreytt reynsla úr atvinnulífinu og
þekking á því að leysa verkefni við raunverulegar að-
stæður. Þess vegna geta þessir nemendur lagt sitt af
mörkum til skólans með nokkuð öðrum hætti en „venju-
legir“ nemendur,“segir Þóranna að lokum.
Lögreglumaðurinn Bjarni hefur gefið egóinu góða
vítamínsprautu með viðskiptafræðináminu.
Gott fyrir egóið
„Það var nú svona aðallega upp á egóið sem ég fór í
þetta nám. Ég kláraði stúdentinn 1986 og útskrifaðist úr
Lögregluskólanum 1992 og hafði löngun til þess aö llæra
meira. Því var þetta viss áskorun fyrir mig persónulega
að hella mér út í þetta.“ Þetta segir Bjami Ólafur Ólafs-
son, 38 ára 1-greglufulltrúi í Alþjóðadeild Ríkislögreglu-
stjórans. „Lögreglustarfið var í upphafi einungis hugsað
sem sumarstarf en hér hef ég ílengst, enda starfið
skemmtilegt og áhugavert," segir Bjarni sem verið hef-
ur í lögreglunni í 13 ár, fyrst í almennri deild
lögreglunnar í Reykjavík, síðan hjá útlendingaeftirlitinu
og nú á alþjóðadeildinni.
Bjami, sem er giftur, viðurkennir að vissulega sé ekki
alltaf skemmtilegt að búa með sér því það koma tímabil
sem hann geri fátt annað en lesa skólabækumar. „Þaö
hefur gengið ágætlega að samræma vinnuna, skólann og
fjölskylduna en vissulega hefur námið bitnaö á fjöl-
skyldulífmu, t.d. á sumrin þegar maður hefur verið að
taka sumarnámskeið í stað þess að vera í fríi með kon-
unni. Sum verk hafa einfaldlega þurft að bíða,“ útskýr-
ir Bjami. Það sér þó fyrir endann á þessari töm þvi í
sumar lýkur hann Diplomaprófi og eftir 2 ár ár ætti
hann að útskrifast sem viðskiptafræðingur. „Ég veit
ekki alveg hvað ég ætla mér að gera viö þessa gráðu, ég
hef allavega ekki hugsað mér að fara yfir á annan starfs-
vettvang, en vissulega víkkar þetta sjóndeildarhringinn
og veitir mér ýmsa möguleika," segir Bjami og bætir
við að ef til vill hefur þetta vakið áhuga sumra félaga
hans á frekara námi.. „Þeir hafa verið að skoöa þetta og
hugsa sinn gang en það er auðvitað meira en að segja
það fyrir fjölskyldufólk að fara í svona nám, það þarf að
skipuleggja slíkt vel.“
Ragnheiður vinnur sem fiugmaður hjá Icelandair og
tekur oft bækurnar með í flug og les þær í stoppum.
Ný viðhorf í gegnum nýtt fólk
„Mig langaði til þess að víkka sjóndeildarhringinn og
læra eitthvað nýtt því menntun mín er mjög sérhæfð,"
segir Ragnheiður Guðjónsdóttir, flugmaður hjá
Icelandair og förðunarfræðingur, um ástæðu þess að hún
settist á skólabekk í Háskóla Reykjavíkur haustið 2001.
Ragnheiður hefur unnið við flugið í sex ár en hún er 27
ára gömul. Ekki segist hún hafa hugsað sér að skipta um
starfsvettvang þegar hún verði búin með viðskiptafræð-
ina, heldur telur hún að námið geti komið að góðum not-
um í framtíðinni og einnig í núverandi starfi.
„Ég hef lagt áherslu á mannauðsstjórnun í viðskipta-1
fræðináminu en það er vettvangur sem mun örugglega
nýtast í minu starfi. Flugmannsstarfinu fylgir samvinna
margra mismunandi aðila og mér fmnst mjög gaman að
velta því fyrir mér hvemig fólk „fúnkerar" í starfsum-
hverfi almennt," segir Ragnheiður. Hún bendir einnig á
þá staðreynd að ef heilsa hennar bilaði alvarlega þá yrði
hún ekki flugmaður mikið lengur. „Ég fer í læknisskoðun
einu sinni á ári og ef ég yrði t.d. flogaveik eða fengi insúl-
ín-háöa sykursýki yrði ég að finna mér eitthvað annað að
gera. Með þetta í huga finnst mér góð tilhugsun að hafa
einhveija aðra menntun upp á að hlaupa, svo ég standi
ekki á götunni einungis með stúdentspróf og mjög sér-
hæfða starfsreynslu. Ég hef líka alltaf litið á hvers konar
menntun sem gulls ígildi og ég er bara rétt að byija. Það
kæmi mér ekki á óvart ef ég yrði enn á skólabekk þegar
ég verð komin á heldri manna heimili," segir Ragnheiöur
og glottir. Hún segir að námið hafi sóst vel með vinnunni
en þó sé stundum erfitt að plana tímann, sérstaklega á há-
annatímum. Námið er kröfuhart, verkefnavinna og próf
tíð og tímaplön þess vegna oft mikið púsl. En yfirleitt
| gengur þetta upp. „Vissulega hljómar þetta ekki sem sér-
lega spennandi líf, vinna, skóli, vinna, en þetta er samt
ótrúlega upplífgandi þó strembið sé. Nemendahópurinn í
HR er mjög fjölbreyttur og þar kemur saman fólk á öllum
aldri. Það hefur verið virkilega gaman að kynnast nýjum
viðhorfum og eignast nýja vini,“ segir Ragnheiður. Hún
segir að hún eigi það til að missa úr kennslutíma vegna
vaktavinnu en hún taki alltaf bækumar með í flug og
reyni að nýta tímann í stoppunum til lesturs. „Starfsfélag-
ar mínir hafa sýnt náminu áhuga og spyrja talsvert enda
er ég oft með bækumar á lofti eða að kvabba í vinnufélög-
unum um skipti á vöktum til að komast í skólann. Nokkr-
ir hafa meira að segja hafið nám. Ég held ég verði að fara
að biðja Háskólann um prósentur, svo vel hef ég auglýst
námið enda afskaplega ánægð í HR,“ segir Ragnheiður og
skellir upp úr.
Gunnhildur er 45 ára þriggja barna móðir sem segir að
það sé aldrei uf seint að sctjast á skólahckk.
Hvatning til frumsköpunar
„Hvað sem ég vil gera í framtíðinni þá gefur þetta nám
mér aukna möguleika. í skólanum fer fram mflcið frum-
kvöðlastarf og em nemendur hvattir til frumsköpunar og
því aldrei að vita nema ég eigi eftir að stofha eigið fyrir-
tæki,“ segir Gunnhfldur Amardóttir, 45 ára húsmóðir og
nemandi í HMV í Háskólanum í Reykjavík. Gunnhfldur,
sem er með verslunarpróf frá Verzlunarskólanum, hefur
mestan sinn starfsaldur unnið sem starfsmanna- og skrif-
stofustjóri hjá Samvinnuferðum. Hún hefur samhliða
vinnu stundað nám m.a. við öldungadefldina í Hamrahlíð
og stjórmálafræði í Háskóla íslands. Það var síðastliðið vor
sem áhugi hennar kviknaði á HMV-náminu í gegnum nám-
stefnu sem Háskólinn í Reykjavík hélt en Gunnhfldur var
fengin til þess að halda utan um. „Háskólinn í Reykjavík á
í samstarfi við erlenda háskóla og þessa námstefnu sóttu er-
lendir nemendur og leiðbeinendur. í gegnum þetta verkefni
kynntist ég starfsfólki skólans og hefllaðist af þeim góða
anda sem þar ríkti,“ segir Gunnhildur og er greinilega mjög
hrifin af öllum aðbúnaði og andrúmslofti skólans.
„Rektor Háskóla Reykjavíkur er kona sem býr yfir ótrú-
legum krafti, manni finnst allir vegir færir og að allt sé
hægt eftir að hún hefur talað yfir hópnum.“ Þrátt fyrir að
Gunnhfldur sé heimavinnandi þá er í nógu að snúast. Hún
á eiginmann, þijú böm og móður komna á efri ár sem hún
nýtur þess að eyða tíma með. Einnig er hún nýbúin að fá
sér hund, hann Nask litla, svo það er mikið að gera á fjör-
ugu heimili. „Ég hlakka alltaf tfl þess að mæta í skólann og
fiölskyldumeðlimimir verða bara að bjarga sér án mín með
kvöldmatinn. Þaö er gaman að segja frá því að ég og marg-
ir kvenkyns samnemendur mínir höfum verið að uppgötva
nýja hliö á mökum okkar, þeir em oft tilbúnir með matinn
þegar við komum heim úr skólanum. Við konur erum oft
svo stjórnsamar, en þarna hefur mörgum eiginmanninum
gefist tækifæri tfl þess að sýna hvað í honum býr hvað
heimflið varðar á meðan konan er í skólanum," segir
Gunnhfldur og hlær. Hún segir marga samnemendur sína
vera virkilegar hetjur, því alls ekki era allir með sérlega
góðan grann fyrir námið. „Við þurfum mörg hver að ná
upp mjög miklu t.d varðandi tölvukunnáttu því þar eru
gerðar sömu kröfur til okkar og þeirra sem eru í dagskóia,"
segir Gunnhildur og minnir á að stúdentspróf sé ekki skfl-
yrði fyrir inntöku í HMV-námið og því sé óneitanlega erfitt
fyrir marga að stíga það skref að byrja aftur í skóla. „Ég
verð 48 ára þegar ég klára en ég segi að maður sé aldrei of
gamall til þess að læra. Ég á t.d. frænku, Friðnýju Péturs-
dóttur, sem var 64 ára þegar hún útskrifaðist með ágætis-
einkunn úr sögu frá Háskóla íslands. Svo lengi lærir sem
lifir, það er svo gaman að fræðast og læra eitthvað nýtt.“
-snæ/PÁÁ