Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 'f Sport ÍR-Haukar 24-23 Gangur leiksins: Ásgeir Örn, hraðaupphlaup...........0-1 Glatað viti........Bjarni ver frá Guölaugi 1-1....................Guðlaugur, llna Ásgeir Örn, horn...................1-2 2-2.......................Bjarni, lina 3-2 ..............Bjarni, hraðaupphlaup Ásgeir Örn, gegnumbrot.............3-3 4-3 ...................Ólafur, langskot 5-3....................Einar, langskot Ásgeir örn, gegnumbrot.............5-4 6-4...............Ingimundur, langskot Þorkell, gegnumbrot ................6-5 Halldór, viti ......................6-6 7-6...............Ingimundur, langskot 8-6 ..............Sturla, hraoaupphlaup Shamkuts, lina ....................8-7 9-7....................Einar, langskot Pauzoulis, langskot.................9-8 Shamkuts, lína ....................9-9 10-9..............Sturla, hraðaupphlaup Pauzoulis, langskot ...............10-10 - Leikhlé hjá í!( Þorkell, horn ....................10-11 11-11.....................Ólafur, horn - Leikhlé hjá Haukum Vignir, horn.....................11-12 -Hálfleikur- 12-12 .....................Bjarni, lina 13-12.............Sturla, hraðaupphlaup 14-12..............Ingimundur, langskot Halldðr, langskot.................14-13 15-13 ...............Bjarni, gegnumbrot Glatað viti........Bjarni ver frá Guölaugi 16-13 .....................Einar, horn Jðn Karl, horn...................16-14 17-14 ........Ingimundur, hraðaupphlaup Pauzoulis, langskot ...............17-15 Glatað víti..........Bjarni ver frá Sturlu HaUdór víti .....................17-16 18-16.............Sturla, hraðaupphlaup 19-16.....................Fannar, lína Ásgeir Örn, gegnumbrot ...........19-17 Vignir, hraðaupphlaup.............19-18 Glataö vlti ............Ólafur skaut i slá 20-18......................Bjarni, viti Vignir, lina.....................20-19 21-19......................Einar, lína 22-19.....................Sturla, horn Asgeir Örn, langskot ..............22-20 Jðn Karl, horn...................22-21 23-21 ................Kristinn, langskot Ásgeir Örn, gegnumbrot ...........23-22 Andri, hraðaupphlaup .............23-23 - Leikhlé hjá íII 24-23......................Bjarni, viti -LeikhléhjáHaukum Dómarar (1-10): Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson (7). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 900. Maöur leiksíns Bjarni Fritzson, ÍR Samanburður: Sóknarnýting:.........lR 50%, H 47% Skotnýttag: ...........IR 50%, H 56% Vftanýting: ... ÍR 6/2 (33%), H 2/2 (100%) Tapaðir boltar: ............ÍR 5, H 11 Hraðaupphlaupsmörk:.......ÍR 6, H 3 Mörk með langskotum: ......ÍR 7, H 5 Fráköst (í sókn):.......fR 9 (3), H 7 (1) Varin skot:___lR 16 (41%), H 16/3 (40%) Varin skot i vörn:...........ÍR 1, H 3 Brottrekstrar:......ÍR 8 mín, H 16 mín Mðrk/víti (skot/víti): Bjarni Fritzson 6/2 (9/2), Sturla Asgeirsson 5 (9/1), Ingimundur Ingimundarson 4 (7), Einar Hólmgeirsson 4 (12), ólafur Sigurjónsson 2 (4/1), Fannar Þor- björnsson 1 (1), Kristinn Björgulfsson 1 (2), Guðlaugur Hauksson 1 (3/2). Stoðsendlngar (inn á linu): Ingimundur 4 (1), Hallgrímur 3, Fannar 2 (1), Einar 2 (1), Bjarni 2, Kristinn 1 (1), Ólafur 1. Tapaðír boltar: 5 (Ólafur 2, Fannar, Einar, Ingimundur). Mðrk úr nraðaupphlaupunv 6 (Sturla 4, Ingimundur, Bjarni) Fiskuð vitU 6/2 (Bjarni 2, Fannar 2, Ingi- mundur, Ólafur). Varin skot/viti (skot á sig): Hallgrimur Jðn- asson 16 (39/2, hélt 5, 41%). Haukar: Mðrk/viti (skot/viti): Asgeir Örn Hallgríms- son 7 (9), Vignir Svavarsson 3 (4), Halldór Ing- ólfsson 3/2 (6/2), Robertas Pauzoulis 3 (7), Þor- kell Magnússon 2 (3), Aliaksandr Shamkuts 2 (3), Jðn Karl Björnsson 2 (3), Andri Stefan 1 (1), Aron Kristjánsson (5). Stoðsendingar (inn á linu): Aron 7 (2), Hatl- dór 3 (1), Asgeir 1 (1), Bjarni 1 (1), Andri 1, Þorkeil 1. Tapaðir boltar: 11 (Aron 3, Halldór 2, Asgeir 2, Þorkell, Pauzoulis, Vignir, ein leiktöf). Mörk úr hraoaupphlaupum: 3 (Asgeir, Andri, Vignir). Fiskuð viti: 2/2 (Andri, Shamkuts). Varin skot/víti (skot á síg): Bjarni Frostason 16/3 (40/5, hélt 4, 40%, eitt víti I slá). HaukaMR 1-1 6/5 Haukar-ÍR ..... 8/5 ÍR-Haukar ..... ...... 25-22 ...... 24-23 Góöur varnarleikur lagöi grunn- inn aö sigri ÍR-inga í gærkvöld. Hér sjást Halldór Ingólfsson og Porkell Magnússon í Haukum fá óblíöar móttökur hjá þeim Bjarna Fritzsyni og Einari Hólm- geirssyni DV-myndir Siguröur Jökull Önnur viðureign ÍR og Hauka í úrslitum Esso-deildarinnar f - liö ÍR kom ákveðiö til leiks og sigraði eftir háspennuleik í ÍR-ingar opnuðu einvígið um ís- landsmeistaratitilinn í handknatt- leik upp á gátt með sigri á Hauk- um í Austurberginu í gærkvöld í mögnuðum spennuleik. Þar með er staðan 1-1 en sigur þarf úr þremur leikjum til að hampa titlinum - því er ljóst að einvígið fer að minnsta kosti í fjóra leiki og fram undan eru skemmtilegir tímar fyrir hand- boltaáhugamenn. Frábær skemmtun Leikurinn i gærkvöld var eins og úrslitaleikir gerast bestir - gríðar- leg stemning hjá áhangendum beggja liða allt frá fyrstu mínútu setti skemmtilegan svip á leikinn og hitinn í fullu húsinu setti allt á suðupunkt. Þá var harkan í leikn- um talsvert mikil enda gáfu dómar- ar leiksins, þeir Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson, leikmönnum nokkuð lausan tauminn. Þótt hart væri tekist á og leikmenn oft alveg á mörkunum fóru þeir sem betur fer aldrei yfir þau. Eins og í fyrsta leiknum voru það ÍR-ingar sem byrjuðu betur og þeir höfðu frumkvæðið fram yfir miðjan fyrri hálfleikinn þótt ekki væri það mikið. Haukarnir - af sinni alkunnu seiglu - hrifsuðu síð- an frumkvæðið til sín og þeir höfðu eitt mark yfir í leikhléi, 11-12. Þeir voru hins vegar komnir í nokkur vandræði því þeir Aron Kristjánsson og Robertas Pauzuolis fengu tvær brottvísanir í fyrri hálf- leik. Pauzolis sá rautt Haukar hófu síðari hálfleikinn tveimur leikmönnum færri. Það voru heimamenn fljótir að nýta sér, tóku forystuna aftur og hana létu þeir aldrei af hendi en Haukum tókst einu sinni að jafna, 23-23, einni mínútu og þrjátíu fimm sek- úndum fyrir leikslok. ÍR-ingar náðu nokkrum sinnum þriggja marka forskoti í síðari hálfleik en Haukarnir biðu færis. Þegar rétt rúmar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk síðan Pauzuolis sína þriðju brottvis- un fyrir brot á Ólafi Sigurjónssyni, sem þurfti að yfirgefa völlinn í kjöl- farið og kom lítið við sögu eftir það. Andri Stefan kom inn á miðjuna eft- ir þetta og Aron fór í skyttustöðuna vinstra megin. Lokakaflinn var síðan æsispenn- andi - Haukarnir sóttu á og taugar ÍR-inga virtust vera að gefa sig. Áð- urnefndur Andri jafnaði metin úr hraðaupphlaupi en pilturinn stóð sig vel í erfiðu hlutverki. Síðasta sókn heimamanna var við það að renna út í sandinn - dómararnir voru komnir með hend- ur á loft þegar ÍR-ingar tóku leik- hlé, þrjátíu og fimm sekúndum fyr- ir leikslok. Eftir leikhléið fengu ÍR- ingar tvær sendingar og það dugði því Bjarni Fritzson náði að komast fram hjá Jóni Karli Björnssyni í hægra horninu og fiska vítakast þegar tuttugu og níu sekúndur voru eftir. Bjarni tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi, aðdáendum ÍR- inga til mikils léttis en áður en að þessu víti kom hafði Bjarni Frosta- son, markvörður Haukanna, varið þrjú af fjórum vítum þeirra. Haukar tóku í framhaldinu leik- hlé og héldu síðan í lokasóknina tuttugu og tveimur sekúndum fyrir leikslok. Þeir settu upp ágæta sókn sem endaði með þvi að Ásgeir Örn Hallgrímsson komst inn úr hægra horninu sjö sekúndum fyrir leiks- lok en Hallgrímur Jónasson varði glæsilega frá honum - boltinn aftur fyrir endamörk og ÍR-ingar hrósuðu gríðarlega mikilvægum sigri - frábær endurkoma eftir afar dapran síðasta leik. Vörnin geröi gæfumuninn Frábær 3-2-1 vörn ÍR-inga lagði grunninn að þessum góða sigri og þá var Hallgrímur Jónasson veru- lega góður fyrir aftan hana og var þrautgóður á raunastund i lokin. Fyrirliðinn, Bjarni Fritzson, lék mjög vel og Sturla Ásgeirsson óx eftir því sem á leið. Ingimundur Ingimundarson var drjúgur og Einar Hólmgeirsson átti spretti, var með fínar línusendingar en skotnýtingin var ekki nógu góð. Júlíus Jónasson var, eins og venju- lega, hjartað í vörninni og það sló í.réttum takti og aðrir fylgdu hon- um. Hvar var Birkir ívar? Hjá Haukum var Ásgeir Örn Hallgrímsson virkilega góður og skoraði meðal annars fjögur fyrstu mörk liðsins - þá var hann sterk- ur í seinni hluta síðari hálfleiks en var óheppinn með síðasta skotið. Hann getur þó borið höfuðið hátt eftir þennan leik. Bjarni Frostason var góður í markinu, sérstaklega í byrjun og svo á lokakaflanum. Hins vegar má spyrja hvað það þurfi til að halda sæti sínu í þessu Haukaliði - Birkir ívar Guðmunds- son lék stórkostlega í fyrsta leik liðanna en fékk svo ekki einu sinni að koma inn á í þessum leik. Bjarni er vissulega góður en þetta hlýtur að teljast undarleg ákvörðun hjá +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.