Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 Menning 3D>"V Álfa- og huldufólkstrú íslend- inga hefur alltaf vakiö forvitni útlendinga sem ferðast um land- iö. Erkndis hefur trúin á huldar vættir nánast horfiö og því þykir merkilegt hversu lífseig hún er á íslandi. Þýska kvikmyndagerðarkon- an Doerthe Eickelberg hefur dvaliö hér á landi að undan- fórnu og unnið að heimildar- mynd um álfa og huldufólkstrú á íslandi. Doerthe er að ljúka námi við kvikmyndaakademí- una í Baden-Wurttemberg, hún valdi myndina sem lokaverkefni sitt og fékk styrk frá Stofnun Gunnars Gunnarssonar til að dvelja á Skriðuklaustri í mánuð meðan á vinnslu hennar stóð. Hvar er huldufólkið? „Mig hefur alltaf langað til að koma til íslands og skoðaði margar bækur um landið þegar ég var barn og þar kynntist ég huldufólkinu," segir Doerthe. „Það tók mig því ekki langan Hvar er huldufólklð? Þýska kvikmyndageröarkonan Doerthe Eickelberg segist stund- um stoppa fólk úti á götu og biðja það að fylgja sér heim til huldu- fólksins. götu með myndavélina í gangi og spyr það hvar álfana og huldufólkið sé að finna og hvort það geti farið með mig í heim- sókn til þess. Níutíu og níu pró- sent svara undir eins og sýna engin merki um undrun. Flestir eru ófeimnir að tala um áifa og huldufólk en gera það í góðlát- legum tón. Einlægustu viðtölin eru við fulla íslendinga og ég er búin að mynda mikið af þeim." Trú og aðdáun Doerthe segist reyna að grafa dýpra þegar fólk segist trúa á huldar vættir. „Sumum finnst sniðugt að svara spurningunni játandi og þess vegna reyni ég að spyrja nánar út í trúna, hvað- an hún sé upprunnin og hvers vegna fólk trúi. Ég hef þaö leit að álfum og huldufólki - fyrir heimildarmynd sem líka notar teiknimyndir til aö túlka hinar huldu vættir tíma að gera upp hug minn þegar kom að þvi að velja lokaverkefni." Að sögn Doerthe kemur myndin til með að heita „Fairies and other Tales" og verður um klukkustundar löng. „Þetta Huldar vættlr á ferö Doerthe segist hafa það á tilfinningunni að vættir tengist a einhvem hátt aðdáun fólks verður blanda af heimildarmynd og teiknimynd, huldufólkið er feimið við myndavélina og þess vegna gríp ég til þess ráðs að hafa hluta hennar sem teiknimynd en það er óvenjulegt í heim- ildarmynd. Teiknimynda- formið auðveldar mér líka að túlka hugmyndir manna um álfa og huldufólk og ger- ir yfirbragð myndarinnar skemmtilegra." Doerthe segir að í mynd- inni sé hún að leita að áúum og spyrji fólk hvar þá sé að finna. „Ég byrjaði á því að tala við álfafræðinga í Reykjavík en ákvað fljótlega að fara út á land og tala við venjulegt fólk og fá þess skoðanir og viðhorf. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og það kemur mér á óvart hvað fólk er ófeimið við að tala fyrir framan myndavél. Ég geng stundum að fólki úti á trúin á huldar á náttúrunni. stundum á tilfinningunni að trúin á huld- ar vættir tengist á einhvern hátt aðdáun fólks á náttúrunni. Að minnsta kosti talar fólk um hvort tveggja í senn og stundum rennur huldufókið og náttúran saman í eitt." Að sögn Doerthe eru hún og kvik- myndatökumaðurinn búin að fara víða til að taka myndir. „Við tókum til dæmis myndir af álfasteininum við Álfhólsveg í Kópavogi og vorum um tíma í Borgarfirði eystra þar sem álfar eða huldufólk virðast vera úti um allt." Doerthe kom til landsins í fyrra til að kvikmynda en stór hluti þess eyðilagðist. Ekki hefur fundist nein skýring á því. „Þess vegna þurftum við að koma aftur og mynda upp á nýtt. Sumir segja að huldu- fólkið hafi skemmt filmurnar vegna þess að við báðum það ekki um leyfi til að mynda en ég á erfitt með að trúa því þar sem ég trúi ekki á huldar vættir. Eg held að fólk verði að finna fyrir tilvist þeirra til að trúa og ég finn ekki fyrir álfum og huldufólki i umhverfi minu." -Kip Afturhvarf til upprunans - Gunnlaöarsögu Svövu Jakobsdóttur vel tekiö í Frakklandi Gunnlaðarsaga eftir Svövu Jakobsdóttur er komin út í Frakklandi á vegum bókaút- gáfunnar José Corti sem auk þess gefur út verk þekktra rit- höfunda á borð við Honoré de Balzac, Charles Baudelaire, Flaubert, Rimbaud og Jorge Luis Borges. Bókmenntatímaritið Le mat- ricule des Anges fjallaði um bókina undir fyrirsögninni Norrænn seiður og komst gagnrýnandinn meðal annars svo aö orði: „Svava Jakobs- dóttir sýnir fram á það - í skáldsögu sem sveiflast milli raunsæis og hins yfirnáttúr- lega - að goðsógnin er raun- veruleikanum yfirsterkari. Afturhvarf til upprunans með léttu ívafi vitfirringar." í lok dómsins segir: „Gunnlaðar saga er marghliða skáldsaga um vitfirringu, einsemd, útskúfun og um það hversu lífseig goösögnin getur verið, það er fallegasti kostur hennar." Gunnlaðarsaga kom upphaflega út hjá Forlaginu árið 1987 og hefur einnig verið gefin út á dönsku, sænsku, finnsku og norsku, auk frönsku. Hún hefst á því að ung íslensk stúlka er tekin höndum í Þjóðminja- safni Dana þar sem hún stendur við brotinn sýningarglugga með forsögulegt gullker í höndunum, óviðjafnanlegan þjóðardýrgrip. Móðir stúlkunnar fer til Kaupmannahafnar á fund hennar en saga dótturinnar verður að leiðangri á vit goðsögunnar um Gunn- Svava Jakobsdóttir Skrifar marghliða skáldsögu um vit- firringu, einsemd, útskúfun. Régis Boyer Besti vinur íslenskra bókmennta í Frakklandi. löðu Suttungsdóttur sem gætti skáldskapar- mjaðarins samkvæmt frásögnum Snorra- Eddu. Gunnlaðar saga var tilnefnd af íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs og hlaut enn fremur Henrik Steffens- verðlaunin árið 1997. íslenskar bókmenntir á frönsku Þýðandi frönsku útgáfunnar á Gunnlaðar sögu er Régis Boyer, prófessor emerítus við Sorbonne-háskóla í París og einn helsti sér- fræðingur Frakka í norrænni menningu. Hann hefur þýtt stóran hluta íslenskra forn- sagna, skrifað um íslenskar miðaldabók- menntir og auk þess þýtt mörg skáldverk eftir íslenska sam- timahöfunda: Einar Braga, Stef- án Hörð, Sigurð Pálsson, Álf- rúnu Gunnlaugsdóttur, Pétur Gunnarsson, Steinunni Sigurð- ardóttur og Halldór Laxness, auk Svövu. Sjálfstætt fólk er væntanlegt á frönsku í þýðingu hans í vor, hann skilaði nýlega af sér þýðingu á Brotahöfði Þór- arins Eldjárns og situr nú við þýðingu á sjálfri Sturlungu. „Það sem höfðar til Frakka við norrænar bókmenntir er þessi frumlegi háttur á að segja sögu," sagði Boyer í viðtali við DV þegar hann var hér á landi fyrir síðustu jól. „Norrænir höf- undar nálgast veruleikann á sérstæðan hátt, lífið og náttúr- una, og yfirbragðið verður allt öðruvísi en við eigum að venjast. Ég er ekki að segja að bókmenntir ykkar séu framandi en þær eru öðruvísi. Hugmyndaflugið er annað, tilfinn- ingarjáningin er önnur. Okkur finnst við vera að uppgótva eitthvað nýtt, að við séum annars staðar og rifhöfundarnir ykkar skrifi um lífið þar." Boyer undirbýr nú nýja ritröð sígildra norrænna bókmennta í samvinnu við hið aldagamla bókaforlag Les belles lettres. Röð- in byrjar aö koma út á þessu ári og þar verða meðal annars nokkrar íslendingasög- ur, Passíusálmarnir og Sturlunga saga. Umsjön: Silja Aöalsteinsdóttír silja@dv.is Leifur áfram Listahátíðarnefnd Seltjarnar- neskirkju vekur athygli á að sýning á verkum Leifs Breið- fjörð, sem staðið hefur yfir í kirkjunni frá því á páskadag, verður opin á kosningadaginn 10. maí frá kl. 9 um morguninn og til kl. 18. Tilvalið er fyrir kjósendur að koma við í kirkj- unni á leið heim af kjörstað og skoða þessa fal- legu sýningu okkar fremsta kirkjulistamanns. Stefnumót viö Georg Guðna Gunnar J. Árnason heimspek- ingur og Georg Guðni eiga stefhumót í Listasafni íslands kl. 15 á sunnudaginn þar sem þeir munu ræða um verkin á sýn- ingu Georgs Guðna og samtím- ann sem þau eru sprottin úr. Þetta er síðasti sýningardagur- inn og ástæða til að hverja myndlistaráhugamenn og unnendur íslenskrar náttúru að drífa sig, hafi þeir ekki þegar séð sýninguna. Listasafn íslands verður lokað daganna 12.-23. mars en 24. maí verður opnuð Sumarsýning í öllum sölum þar sem sýnd verða verk úr eigu safnsins frá helstu umbrotatímum íslenskrar listasögu. Vorvindar Árlegar viðurkenningar Barna og bóka - ís- landsdeildar IBBY fyrir menningarstarf í þágu barna og unglinga verða veittar í Norræna hús- inu á sunnudaginn klukkan 15. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Vorhátíð listnema Fyrsta Vorhátíð Listaháskóla íslands hefst með opnun útskriftarsýningar myndlistar- og hönnunarnemenda í Listasafni Reykjavikur - Hafnarhúsi á morgun kl. 14. Daglega í hádeginu verður leiðsögn um sýninguna. Dagskrá Vorhátíðarinnar er fjölbreytt því auk myndlistar sýna útskriftarnemar í leiklist Tvö hús sem byggt á tveimur leikritum eftir Lorca, tónleikar verða haldnir, tískusýningar, leiklestr- ar og sýningar á videoverkum og stuttmyndum. Miðstöð hátíðarinnar verður í Hafnarhúsinu, en sýningar á Tveimur húsum verða í Smiðjunni, leikhúsi skólans við Sölvhólsgötu. NV, «vB Aukasýningar á Gestinum Vegna fjölda áskorana verða tvær aukasýn- ingar á Gestinum eftir franska leikritahöfund- inn Eric-Emmanuel Schmitt í Borgarleikhúsinu næstkomandi tvö sunnudagskvöld, 11. og 18. maí. Gesturinn var frumsýndur á síðasta leikári i Borgarleikhúsinu í samstarfi Þíbilju og Leikfé- lags Reykjavíkur og hlaut frábæra dóma og mjög góðar undirtektir áhorfenda. Leikritið gerist í Vínarborg áriö 1938 í þann mund sem nasistar taka völdin í Austurríki og ofsóknir á hendur gyðinga hefjast. Sigmund Freud fær tvo gesti sömu nóttina, dularfullan mann í kjólfötum og annan i einkennisbúningi. Gunnar Eyjólfsson fer með hlutverk Sigmunds Freud en Ingvar Sigurðsson leikur dularfulla gestinn. Þór Tulinius leikstýrir. Hátíðin heldur áfram Vegna fjölmargra fyrirspurna verða nokkrar af myndum á Heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík sýndar áfram i Háskólabíói. Mynd Ara Alexanders og Sigurðar Guðmunds- sonar, Ég er Arabi, og Gamla brýnið eftir Hjálmtý Heiðdal verða sýndar saman í dag kl. 17.30, á morgun laugardag kl. 18 og sunnudag kl. 20.15. Fyrsta ferðin eftir Kára G. Schram og Við byggjum hús eftir Þorstein Jónsson eru sýndar saman á morgun kl. 20 og sunnudag kl. 16. Biggie & Tupac eftir Nick Broomfield verður sýnd í kvöld kl. 22.15, á morgun kl. 22 og sunnu- dag kl. 22. Stevie eftir Steve James verður sýnd á morgun kl. 22 og sunnudag kl. 17.45. og Ruthie og Connie eftir Deborah Dickson á morgun kl. 16 og sunnudag kl. 17. Verið er að athuga með sýningar á nokkrum vinsælustu erlendu myndunum í næstu viku. Nánar verður tilkynnt um það síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.