Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 44
>•—& KOREA^ BARBEQUE 75 cl borðvín frál ¦^rl#\J#" 25% afeiáttur af borovini mánudaga tií fimmtudaga Náttfari hand- tekinn í vest- urbænum Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um grunsamlegar mannaferðir á nokkrum stöðum í vesturbænum í nótt. Sést hafði til manns sem var að reyna að komast inn í híbýli manna en hann hljóp á brott þegar hann varð var við mannaferðir. Hafði hann reynt að spenna upp glugga á Ibúðum og var að sniglast um í nokkrum görðum en forðaði sér áður en honum tókst ætlunarverk sitt. Klukkan sex í morgun var síðan til- kynnt um mann sem hafði farið inn í bifreið og í framhaldinu handtók lögreglan hann. í bílnum fannst þýfi og er maðurinn grunaður um að hafa staðið að öllum innbrotstilraun- unum. -EEÁ Kannanir DV í ár: Frjálslyndir þrefaldir Frjálslyndi flokkurinn hefur meira en þrefaldað fylgi sitt i könnunum DV frá áramótum eða úr 2,7% í 9,3%. Fylgið hefur aukist nokkurn veginn jafnt og þétt en þó hefur það dalað örlítið í síðustu tveimur könnunum. Samfylkingin hefur hins vegar tap- að 10 prósentustigum frá áramótum; farið úr 39,4% í janúar í 29,5% í könnun DV í dag. Fylgi flokksins hef- ur verið svipað í síðustu þremur könnunum eða í rúman mánuð. Framsóknarflokkurinn hefur unnið á, farið úr rúmum 12% í tæp 16%; Sjálfstæðisflokkurinn heldur dalað en sækir þó á i könnuninni í dag; og Vinstri-grænir eru með sama fylgi og um áramót en dala frá síðustu könn- un. -ÓTG DV-MYND GVA Ashkenazy í Háskólabíó f kvöld / kvöld kl. 19.30 flytur Sinfóníu- hljómsveit íslands stórvirki Benja- mins Brittens, Sálumessu stríös, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy ásamt þremur stórsöngvurum. Þeir koma frá Rússlandi, Þýskalandi og Bretlandi, þjóöunum sem bárust á banasþjót í heimsstyrjöldinni síðari. Sálumessan er magnaöur harma- gráturyfír stríöi, og svo merkilega vill til ao vegna anna söngvaranna var þessum flutningi frestað og hann fer nú fram á deginum þegar síðari heimsstyrjöld lauk. Nýjir toppar frá Wearhouse Hallveigarstíg 1 588 4848 Panta á netinu: www.smaar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.