Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 12
« 12 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 Fréttir jy^r t í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær Fjölskipaður héraösdómur taldi ekki hægt aö taka mark á síbreytilegum og ótrúveröugum framburöi bræöranna Bræður dæmdir fvrir hrottafengna líkamsárás Stefán Logi Sívarsson og Krist- ján Markús Sívarsson voru í gær dæmdir í tveggja og þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa veist að rúmlega tvítugum manni, bæði á heimili þeirra að Skeljagranda og á göngustíg við Rekagranda í ágúst á síðasta ári. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa slegið hann margsinnis í andlitið og líkama með hnefa og bareflum, stungið hann og skorið með eggvopnum þannig að maðurinn hlaut meöal annars tólf stungu- og skurðsár í andlit og líkama, gat á eyra eftir beltisgatara og lífshættulega blæðingu milli heilahimna. Þeir voru einnig ákærðir fyrír að hafa veist að öðrum manni á Eiðistorgi sama dag og slegið hann með skóflu, tekið hann hálstaki og snúið niður, bitið í handlegg hans og sparkað í höfuð hans þar sem hann lá í götunni. Auk fangelsis- vistar var þeim gert að greiða fórnarlambi líkamsárásarinnar á Eiðistorgi 95 þúsund krónur í skaðabætur auk greiðslu réttar- gæsluþóknunar, málsvarnarlauna og sakarkostnaðar. Til frádráttar refsivist þeirra kom gæsluvarð- haldsvist þeirra en þeir hafa setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 3. ágúst 2002. Eftir atlögu bræðr- anna að manninum á heimili þeirra bárust leikar á göngustíg við Rekagranda og enduðu þannig að þeir köstuðu honum yfir girð- ingu og skildu hann eftir í leik- skólagarði meðvitundarlausan og alblóðugan. Bræöurnir játuðu sök að hluta fyrir dómi og viðurkenndi Krist- ján Markús að hafa slegið mann- inn fjórum til sex sinnum í bakið með álröri á heimili þeirra. Hann sagðist hins vegar ekki hafa veriö valdur að heilablæðingunni því maöurinn hefði hlaupið á sig á göngustígnum og fallið við það á gangstéttina. Vörn bræðranna byggðist m.a. á því að ekkert lægi fyrir í málinu að þeir hefðu vald- ið hinni lífshættulegu heilablæð- ingu. Maðurinn hefði verið undir áhrifum áfengis og lyfja og því hugsanlegt að hann hefði falliö sjálfur í götuna og þannig hlotið hina lífshættulegu heilablæðingu. Stefán Logi játaði að hafa kýlt manninn þrisvar sinnum í andlit- ið með hnefa og að hafa gatað á honum vinstra eyra með beltis- gatara. Önnur vopn hefði hann ekki notað. Ótrúverðugur framburöur í niðurstöðum dómsins er tekiö fram að framburður þeirra bræðra hafi verið mjög á reiki og að ekki væri mark takandi á síbreytilegum og ótrúverðugum framburði þeirra um það hvernig maðurinn hefði fallið í götuna. Hefði Stefán Logi fyrst lýst því hjá lögreglu að hann hefði fellt hann á göngustígnum með því að sparka í fótinn á honum, síðan sagði hann að bróðir sinn hefði fellt hann og loks lýsti hann því að hann hefði fallið við að rekast á bróður sinn. Einnig var tekið fram að margt í framburði þeirra fengi ekki staðist þegar tekin væru mið af öðrum gögnum máls- ins, einkum læknisfræðilegum gögnum. Þóra Steffensen réttar- meinafræðingur sagði að áverkar fórnarlambsins hefðu verið eftir ýmis vopn og að höfuðáverkarnir Ómar Stefánsson, verjandi annars bræöranna Verjendurnir sögðu aö ósannaö væri aö bræöurnir heföu valdiö hinni lífshættulegu heilablæöingu. I dómsalnum hefðu verið alvarlegastir. Hefðu þeir leitt manninn til dauða ef hann hefði ekki fundist eins fljótt og raun bar vitni og komist undir læknis- hendur. Dómurinn taldi ljóst af gögnum málsins að atlaga bræðranna að manninum hefði staðið lengi yfir og af áverkum hans mætti ráða að at- lagan hefði verið hrottafengin. Einnig var talið að áverkarnir sem þeir veittu honum á heimili þeirra hefðu verið svo alvarlegir að fall hans á göngustígnum yrði fyrst og fremst rakið til árásar bræðranna á hann. Sagði svo að ef hann hefði hlotið áverka við fallið, sem væri alls ekki víst, bæru bræðurnir fulla refsiábyrgð á þeim afieiðingum. Eft- ir þetta hefðu bræðurnir komið manninum fyrir í rjárunna í leik- skólagarði þar sem mjög erfitt var aö koma auga á hann og taldi dóm- urinn enga skynsamlega skýringu vera á háttsemi þeirra aðra en þá að þeir hefðu gert sér grein fyrir þeim alvarlegu áverkum á mannin- um sem þeir voru valdir að og ætl- uðu að freista þess að koma sér undan ábyrgð á þennan hátt. Sýknaoir að hluta Bræðurnir neituðu að hafa veist að manninum á Eiðistorgi með skóflu og sparkað í höfuð hans eins og þeir voru ákærðir fyrir og gegn eindreginni neitun þeirra voru þeir sýknaðir af þeirri ákæru en hins vegar viður- kenndi Stefán Logi að hafa slegiö manninn eitt hnefahögg í höfuðið. Fram kom í dóminum að Krist- ján Markús hefði hlotið níu refsi- dóma frá árunum 1987, þar af einn dóm Hæstaréttar. Hefði hann verið dæmdur fyrir umferðarlaga- brot, fíkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnað, eignaspjöll og hótun og með brotum sínum nú hefði hann rofið skilorð 16 mánaða dóms fyr- ir þjófnað. Stefán Logi hefur hlot- ið 7 refsidóma frá árinu 1998 fyrir umferðarlagabrot, nytjastuld, þjófnað, gripdeild og líkamsárás- ir. Samkvæmt matsgerð sálfræð- ings voru bræðurnir mótaðir af langvarandi fíkniefnaneyslu og slæmum uppeldisaðstæðum og sögðust þeir fyrir dómi vera að takast á við vandamál sín og lýstu vilja sínum til að breyta um lífsstíl að fangelsisvist lokinni. Samræmdu prófin: Foreldrar fagni með börnunum Samræmdum prófum hjá nemend- um í 10. bekk grunnskólanna lýkur á mánudaginn. Við lok prófanna ætla flestir skólar að fara í ferðalag til að fagna tímamótunum og er það m.a. að frumkvæði og með þátttöku for- eldraféiaganna. Tilgangurinn er sá að draga úr hópamyndun og drykkju meðal barna á þessum tímamótum og með samstilltu átaki margra aðila undanfarin ár hefur tekist að draga stórlega úr því. Félagsþjónustan í Reykjavík, ITR, lögreglan í Reykjavik og SAMFÓK hverja foreldra sérstak- lega til að styðja börnin til þátttöku í slíkum ferðum þar sem því verði við komið, þannig að þau megi eiga ánægjulegar minningar um þennan áfanga. Að öðrum kosti eru foreldrar hvattir til að verja deginum og kvöld- inu með börnunum sínum. Að sögn þessara aðila eru mörg dæmi um að á þessum degi eða næstu helgar neyti börn áfengis í fyrsta skipti og því sé full ástæða til að vera vakandi og læra af reynslu annarra. Foreldrar eru einnig minntir á aö leyfa ekki foreldralaus partí eða ferðir. Ótíma- bær ábyrgö sé lógð á barn að halda slík samkvæmi og þar sem engir full- orðnir séu til staðar geti margt borið upp á. Einnig er foreldrum bent á að það sé grikkur en ekki greiði að kaupa, gefa eða veita barni eða ung- menni undir 20 ára aldri áfengi og þar að auki ólöglegt. -EKÁ Urslit í ver&launasamkeppni Haldin var samkeppni meöal nemenda lönskólans í Hafnarfíröi um merki Bjartra daga og er höfundur verðlaunatil- lögunnar Halla Guöný Erlendsdóttir, nemandi á listnámsbraut. Menning í Hafnarfirði: Bjartir dagar allan júnímánuð Hátíðin Bjartir dagar, sem haldin verður 1. til 23. júní nk., hefur að leiðarljósi að skemmta bæjarbúum og gestum, auk þess að koma ham- firskum listamönnum og hafnfirskri menningu á framfæri. Um 500 manns taka þátt í um 50 dagskrárat- riðum og er efnisval þar af leiðandi fjölbreytt, enda ætlunin að höfða til breiðs hóps. Bjartir dagar hefjast formlega á 95 ára afmælisdegi Hafn- arfjarðarbæjar. Þann sama dag er sjómannadagurinn og því mikið um að vera þennan fyrsta dag hátíðar- innar - m.a. verða opnaðar átta myndlistarsýningar víða um bæinn. í tilefni Bjartra daga og afmælis bæj- arins verður menningarhús fyrir ungt fólk opnað í gamla bókasaminu í Mjósundi. Rekstur hússins verður í höndum Tómstundaskrifstofu Hafnarfjarðar en hluti af dagskrá hátíðarinnar verður haldinn í hús- inu. Meðal dagskráratriða má nefna útitónleika á Norðurbakka með íra- fári, Botnleðju og Jet Black Joe, frumflutning tveggja tónverka eftir þá Finn Torfa Stefánsson, John Speight og Þórð Magnússon, en Kammersveit Hafnarfjarðar flytur verkin ásamt Signýju Sæmundsdótt- ur söngkonu og Hrafnkeli Orra Eg- ilssyni sellóleikara, Víkingahátið í Fjörukránni 17. til 22. júní, tvenna djasstónleika og frumflutning leik- rits í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Auk áður talinna viðburða verður fjöldi kóratónleika á hátíðinni, auk ein- söngs- og einleikstónleika, rithöfund- ar munu lesa upp og þrír hamfirskir listamenn verða heiðraðir á Sverris- degi í Hafnarborg. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.