Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Side 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 DV FORMATION OREV uf*» 4** mtri* étt *rmm» im tittxihfivt* dmt **»« jm*H*bt* " JOt RNEE m 13 M Vl 2003 Us dmdotífrns' ti-opré* son» prévuos ’mn»* ******* é* REUTERSMYND Lestaráætlunln skoöuö Lestarfarþegar í Frakklandi skoöa tímaáætlun í gær. Allsherjarverkfall í Frakklandi Verkalýðsfélög í Frakklandi standa fyrir eins dags allsherjar- verkfalli í dag til að mótmæla endur- skipulagningu eftirlauna þar i landi. Fjórar af hverjum fimm flugvél- um munu ekki hefja sig á loft í dag og tveimur þriðju hlutum af áætluð- um lestarferðum dagsins hefur ver- ið aflýst. Neðarjarðarfestakerfl Par- ísar liggur að mestu niðri sem og rútuferðir og því gengu eða hjóluðu borgarar, sem ekki keyra sjálfir, í vinnuna í morgun. Kennsfu hefur einnig verið aflýst í skólum fands- ins í dag. Samkvæmt nýja eftirlaunakerfínu þurfa Frakkar nú að borga meira og fengur í eftirlaunasjóð sinn. Vaxandi gagnrýni vegna gjöreyðingar- vopna sem finnast ekki Bandaríkjamenn sæta nú sívax- andi gagnrýni fyrir að finna ekki meint gjöreyðingarvopn íraka. Ýmsir sérfræðingar eru meira að segja farnir að efast um gildi upp- lýsinga frá bandarisku leyniþjón- ustunni, svo og um hvernig stjórnvöld réttlættu stríðið í írak. Rúmur mánuður er nú liðinn síðan átökunum í írak lauk en sérstakir feitarffokkar bandaríska hersins hafa enn fundið lítið sem réttlætt gæti fullyrðingar stjórn- valda í Washington um að írakar hefðu falið miklar birgðir af efha- og sýklavopnum og væru jafn- framt að reyna að smíða kjarn- orkusprengju. „Við getum ályktað að sá mikfi fjöldi efnavopna sem stjórnvöld sögðu að írakar ættu sé ekki til. Við getum líka ályktað að kjarn- orkuáætfun íraka var ekki nærri jafnfullkomin og haldið var fram,“ segir David Albright, fyrr- um vopnaeftirlitsmaður í írak. Sprengjutilræöi í Riyadh í gærkvöld varö minnst 10 aö bana: Vinnubpögö al-Qaeda einkenna sprengjutilræöiö - árásinni beint gegn erlendum borgurum sem starfa í borginni Óttast er um líf 10 manna eftir að 3 sjálfsmorðsárásir voru fram- kvæmdar samtímis í Riyadh, höfuð- borg Sádí-Arabíu. Meira en 160 manns slösuðust, flestir Bandaríkja- menn eða aðrir erlendir aðilar sem vinna í borginni, en tilræðunum var beint gegn húsaþyrpingu þar sem þessir erlendu starfsmenn bjuggu. Colin Powell, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, var í gær staddur í Jórdaníu en flaug til Ri- yadh nokkrum klukkustundum eft- ir sprengingarnar. Poweil sagði á blaðamannafundi í Jórdaníu að sprengjutilræðin bæru öll einkenni ai-Qaeda-hryðjuverka- samtaka Osama bin Ladens. „Enn og aftur erum við minnt á að hryðju- verkastarfsemi lætur til sín taka í öllum heiminum,“ sagði Powell. Að sögn ónefnds bandarlsks emb- ættismanns munu sprengjumar REUTERS Powell í Jórdaníu Colin Powell hélt blaöamannafund í Jórdaníu áöur en hann hélt til Riyadh. hafa verið minnst fjórar, en einni sprengjunni var beint gegn fyrir- tæki sem var í eign bandarískra og sádi-arabískra aðUa. Húsaþyrpingamar þrjár em vitan- lega vel varðar en tilræðismennimir réðust til atlögu á sendibifreiðum, fulfhlöðnum af sprengiefnum, og skiptust á skotum viö öryggisverði á staðnum. Sprengjumar sprungu síð- an nánast samtímis, laust fyrir kl. 23.30 að staðartima í gær. Powell er á ferð um Mið-Austur- lönd og var á leið til Riyadh þegar tilræðið átti sér stað. Þar mun hann ræða við Abdullah bin Abdul-Aziz krónprins um hugsanlegan stuðn- ing Sádi-Araba við bandaríska frið- artiflögu um mál ísraels og Palest- ínumanna. Bandaríkjamönnum í Riyadh hefur verið ráðlagt að halda sig heima fyrst um sinn. REUTERSMYND Þaulskipulögð sprengjutllræði Eyöileggingin var mikil eftir sprengjutilræöin í höfuöborg Sádi-Arabíu í gærkvöld. Taliö er aö 10 hafi látist og meira en 160 slasast, þar af 40 Bandaríkjamenn, en sprengjutitræöunum var beint gegn þremur húsaþyrpingum þar sem erlendir starfsmenn í borginni bjuggu. Bílasturtan Bílaþvottastöðin með bílinn á þakinu Bíldshöfða 8 - sími 5871944 Verðskrá Vetrarþvottur fólksbíll 1.290 kr. Vetrarþvottur jeppi og stærri bílar 1.590 kr. 10tímakort fólksbílar 9.900 kr. lOtímakort jeppar og stærri bílar 12.700 kr. Áfylling á rúðupiss (fer ekki eftir magni) 500 kr. Prógrömm 1. sápuþvottur, burstaþvottur, hjólaburstaþvottur, skolun, bón og blástur. 2. sápuþvottur, burstaþvottur, hjólaburstaþvottur, undirvagnsþvottur, skolun, bón og blástur. 3. tjöruleysis- og háþrýstiþvottur, sápuþvottur, burstaþvottur, hjólaburstaþvottur, skolun, bón og blástur. 4. tjöruleysis- og háþrýstiþvottur, sápuþvottur, burstaþvottur, hjólaburstaþvottur, skolun, bón, blástur og undirvagnsþvottur. , ATH. !! TOKUM EKKI ABYRGÐ A LOFTNETUM, VINDSKEIÐUM, SPEGLUM EÐA ÖÐRUM LAUSUM HLUTUM. Frúin hlær í hreinni bíl frá Bílasturtu Guðfinns Áfall fyrir hvalveiðimenn: Vanfærum konim ráöið frá að borða hvakjöt Norskir vísinda- menn eiga eflaust ekki upp á pallborð- ið hjá hvalfóngurum um þessar mundir. Við upphaf hval- veiðivertíðarinnar í gær sendu hinir lærðu menn nefni- lega frá sér viðvör- un til vanfærra kvenna: Borðið ekki hvalkjöt vegna hás hlutfalls kvikasiifurs í kjötinu. „Ráðieggingar okkar eru þær að vanfærar konur og mæður með börn á brjósti ættu ekki að borða hvalkjöt," sagði Janneche Utne Skaare, aðstoðarforstöðumaður norsku dýrafæknastofnunarinnar, í samtafi við frétta- stofu Reuters. Hún átti jafnframt sæti í nefnd þeirri sem komst að þessari nið- urstöðu. Ráðleggingar vís- indanefndarinnar byggjast á sýnishom- um sem tekin voru úr 125 hvölum og að sögn Skaare eru þær samhljóða ráðlegging- um til kvenna um að borða ekki heldur sverðfisk eða stóran silung á meðan þær eru vanfærar eða með börn á brjósti. Flestum öðr- um er aftur á móti óhætt að borða hvalkjöt, þrátt fyrir að í spiki hrefnu séu eiturefnin PCB. Hvalkjöt f Nóatúni. um lerðamenn Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra Þýska- lands, flaug til Al- sírs í gær til að spyrjast fyrir um afdrif 31 evrópsks ferðalangs, þar á meðal þrettán Þjóðverja, sem hvarf í Sahara- eyðimörkinni fyrir meira en tveimur mánuðum. Talið er að fólkið sé á valdi mannræningja. Ekki jafnréttháir Sú krafa grænlensku heima- stjómarinnar að sitja við sama borð og danska stjórnin og Bandaríkjamenn þegar rætt er um sameiginleg mál, svo sem herstöðina í Thule, næst ekki fram í þeim rammasamningi sem undirritaður verður á morgun. Bush skoðar hamfarasvæðin George W. Bush Bandaríkjafor- seti mun fara til Missouri í dag til að skoða með eigin augum skemmdirnar af völdum ský- strokkanna í síðustu viku. Enn fellir bráðalungnabólgan Heilbrigðisyfirvöld á Taívan til- kynntu í morgun um sex ný hugsanleg dauðsfóll af völdum bráðalungnabólgunnar og þrettán nýja smitaða einstaklinga. Bremer kominn til Bagdad Paul Bremer, nýr yfirmaður uppbyggingar- starfs Bandaríkja- manna í írak, kom til Bagdad í gær og bar við það tækifæri mikið lof á manninn sem hann mun leysa af hóimi eftir að- eins þrjár vikur í starfi, hershöfð- ingjann fyrrverandi, Jay Garner. Bremer neitaði að spá um hve- nær írakar fengju eigin stjórn. Sætir bófar sleppa betur Myndarlegir bófar eru líklegri tii að fá vægari refsingar en hinir sem eru ekki jafnmikið augna- yndi, að því er fram kemur í nið- urstöðum norskrar rannsóknar. Stór Evrópa gæti keppt við BNA Silvio Berlusconi, forsæt- isráðherra Ítalíu, sagði í gær að að- eins „stór Evr- ópa“, með aðiid bæði Tyrkja og ríkja úr fyrrum Sovétbiokkinni, gæti verið mótvægi við efnahags- og hemaðarmátt Bandaríkjanna. Lýðræðið á undanhaldi Indverska skáfdkonan Arund- hati Roy sagði í gær að bandarísk stjórnvöld væru að heyja „óekta stríð gegn hryðjuverkum“ sem hefði kostað Bandaríkjamenn bæði frelsi þeirra og lýðræði. Fischer ræðir Kvikmyndahátíðin í Cannes hafin Franska Miðjarðarhafsborgin Cannes vaknaði svo sannariega til lífsins í morgun þegar 56. kvikmyndahátíðín hófst þar. Há- tíðin mun standa næstu tvær vik- umar með tilheyrandi fjöri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.