Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Qupperneq 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 DV HABL komið frá þefköttum? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hætt að vara fólk við að ferðast til Hong Kong og Guang- dong-héraðs í suðurhluta Kína, þar sem talið er HABL-lungnasjúk- dómafaraldurinn sé þar í rénun. Þá hefur vísindamaður í Hong Kong sagt að einkennin hafi borist í mannskepnuna frá þefköttum, sem þykja lostæti í suðurhluta Kína. Þá tilkynntu stjómvöld á Taívan að upp hefðu komið 55 ný tiifelli í gær og lýsti WHO áhyggjum sínum yfir gangi mála á eyjunni. Ekki er þó búist við að sprengja verði í fjölda tilfella en alls hafa nú 538 manns sýkst á eyjunni. mvm REUTERSMYND Bannaö að spýta Öllum brögöum hefur veriö beitt í Kína til aö halda HABL í skefjum. Við seljum síðustu sætin í þessar tveggja vikna ferðir til Portúgal á frábæru verði. Gististaður er Cantinho do Mar, sérlega vel staðsett íbúðahótei í stuttu göngufæri við ströndina, verslanir og alla helstu veitinga- og skemmtistaði Albufeira. Cantinho do Mar TERRA vylv 'NOVA - 25 ÁRA 0G TRAUSTSINS VERD Stangarhyl 3-110 Reykjavík • S: 591 9000 www.terranova.is ■ flkureyri simi: 466 1600 Skjót viöbrögö Bandaríkjamanna: yarnarnet íraks rifið niöur Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Öryggisráð SÞ samþykkti að aflétta 13 ára gömlu viðskiptabanni á írak og fela Bandaríkjamönnum og Bretum stjóm landsins mátti sjá aðgerðir bandamanna í írak. Paul Bremer, fulltrúi ríkisstjómar Bush í írak, byrjaði á því að leysa upp lykilráðuneyti og samtök innan Baath-flokksins auk þess sem hann rak hundruð þúsunda ríkisstarfs- manna og hermanna úr starfí. Bæði varnar- og upplýsingamálaráðu- neyti voru leyst upp. Bandaríkin unnu mikinn sigur í Öryggisráðinu á fimmtudag þegar ályktun þeirra gekk í gegn, nánast samhljóða, en hún veitir þeim full- an rétt til að byggja landið upp og nota olíuframleiðslu íraks til að fjármagna þá aðgerð. íbúar Bagdad-borgar kipptu sér þó ekki mikið upp við þessar fregn- ir og segja að á meðan ekki sé röð og regla i daglegu lífi og innri starf- semi landsins í molum hafi þeir ekki ástæðu til að gleðjast mikið. „Ekkert gerir mig ánægðan nema venjulegt líf með rafmagni, vatns- forða og öryggisgæslu á götum borg- arinnar," sagði einn íbúinn. Annars tókst bandarískum her- mönnum að komast yfir tvö þúsund 18 kílóa gullstangir sem metnar eru á tæpa 36 milljarða króna. Það er þó háð því hversu hreint guUið er en það fannst i borginni Qaim í vestur- hluta íraks, viö landamæri Sýr- lands. Gullfengurinn mun hafa fundist við hefðbundið eftirlit. Þá sagði ríkisstjóm Póllands að þeir væru vongóðir um að geta komið saman 7000 manna fjölþjóða her sem á að sinna friðargæslustörf- um í miðju sunnanverðu írak. Talið er að Bandaríkjastjóm sé með þessu að verðlauna Pólverja fyrir að hafa stutt sig í aðgerðunum í írak. REUTERSMYND Vonarberi Yousra Hamermiche, tveggja og hálfs árs stúlka, bjargaöist undan rústum 5 hæöa byggingar í Boumerdes í gærdag. Þar meö glæddust vonir þeirra sem enn sakna ástvina sinna eftir jaröskjálftann á miðvikudag. Stúkubarni bjargað 36 tímum efUr skjálftann Björgunarstarfsmönnum í Alsír tókst í gær að bjarga tveggja og hálfs árs stúlkubarni undan rústum 5 hæða húss í Boumerdes, einni þeirra borga sem komu hvað verst út úr jarðskjálftanum á miðviku- dag. Tala látinna hækkar þó enn og var í gærkvöld komin upp í 1600 manns en búist er við að lokatala verði í kringum 2000. Enn finnast lík í húsarústum en björgun bams- ins gaf mörgum þeirra von sem enn sakna ástvina sinna.' Stúlkan unga, Yousra Hamenn- iche, var einungis klædd appelsínu- gulum bol og sagði faðir hennar að björgunarmenn hefðu í fyrstu íhug- aö að taka af henni annan hand- legginn til að losa hana undan rúst- unum. Til þess kom þó ekki en hún var flutt til aðhlynningar um leiö og hún var laus úr prisundinni. Boumerdes hefur komið hvað verst út úr skjálftanum en þegar hafa fundist 835 lík og 1200 er enn saknað. Alsíringar hafa þegar hafið þriggja daga þjóðarsorg en ekkert lát verður þó á björgunaraðgerðum. Erlendir björgunar- og sjúkraliðar hafa verið að koma til landsins víðs vegar að undanfama 2 daga. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafa þegar beðið um 110 milljónir króna í styrk fyrir mat, ábreiðum og lyfj- um. Þónokkuð hefur veriö um eftir- skjálfta og leita íbúar því gistingar undir berum himni, fjarri háum byggingum. En sorg þeirra er nú að breytast í reiði vegna hversu illa mörg íbúðarhús eru byggð í land- inu. Sharon samþykkir Vegvísi Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísra- els, sagði í gær að ísraelar væm til- búnir að samþykkja Vegvísi, friðaráætl- un Bandaríkjanna í ísrael, um stofhun nýs palestínsk rík- is. Vegvísir verður lagður fyrir rík- isstjómina, líklega á morgun. Skattalækkun samþykkt Bandaríska þingið samþykkti í gær skattalækkun upp á 350 milljón- ir dollara, minna en helming þess sem Bush Bandaríkjaforseti fór fram á við þingið. Þó er talið að það sé nóg til að bæta efnahag landsins og styrkja vonir Bush um endurkjör til forsetaembættisins á næsta ári. IMeyðarástand í Aceh-héraðí Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við að neyðarástand geti skapast í Aceh-héraði í Indónesíu þar sem stjórnarherinn hefur látið til skarar skríða gegn aðskilnaðarsinnum. 280 skólar hafa bmnnið til grunna eða eyðilagst á annan hátt og 23 þúsund manns flúið svæðið. Öll læknisþjón- usta mun vera í molum. Varað við trukkasprengjum Reuters-fréttastofan komst í gær yfir skjal frá Öryggisráðuneyti Bandarikjanna þar sem varað er við svokölluðum trukkasprengjum, stórum bifreiðum sem hlaðnar eru sprengiefhum. I skjalinu segir að koma megi í veg fyrir slíkar árásir ef borgarar landsins verði vel á varðbergi. Stærsta blóm heims í Þýskalandi 71 árs gamalt heimsmet var sleg- ið í Þýskalandi þeg- ar blóm af tegund- /! inni Amorphoph- allus Titanium náði 2,74 metra hæð fyr- ir skömmu. Þessari tegund blóms hefur verið lýst sem stærsta og verst þefj- andi blómi í heimi og gefið viður- nefnið „líkblómið“ þar sem lykt þess þykir líkjast rotnandi fiski eða þef af dauðum dýrum. Þrýst á Norður-Kóreu Utanrikisráðherrar G8-landanna svokölluðu, voldugustu landa heims, komu saman í París í gær og var það ályktun fundarins að hvetja N-Kóreu til að hætta við allar kjam- orkuvopnaáætlanir sínar samstund- is. Þá sögðu þeir írana þurfa að leggja fram fleiri sannanir þess efn- is að kjamorkuvopnaframleiðsla fari ekki fram í landinu. Kúariða greinist í Asíu Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn hefur greinst í 61 árs manni í Asíu í fyrsta sinn í ár. Maðurinn, sem er frá Hong Kong, liggur illa haldinn á sjúkrahúsi þar í borg en frá 1996 hafa 22 menn greinst með sjúkdóm- inn og hafa þeir allir látist. Varnarmúr um breska þíngið Reistur hefur verið steinsteypu- vamarmúr um þær byggingar sem tilheyra breska þinginu í Lundún- um. Er þetta merki þess að Evrópu- lönd verða sífellt varari um sig, sér- staklega eftir hryðjuverkin í Sádi- Arabiu og Marokkó fyrir skömmu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.