Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Síða 25
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 Helqarblctö JOV 25 DV-myndir Sigurður Jökull Þegar turmerik og saffran hefur verið látið krauma smástund í smjörinu er lax- inn settur á pönnuna og litlu seinna afgangurinn af fisk- metinu, hörpudiskur, skötu- selur, r^ekjur, krabbi og kræklingur. Veróníka kveðst ekki geta án mortéls verið í sínuin bú- skap. Þar mer hún saman kryddjurtir, hvítlauk. skalott- lauk, sítrónulauf, genegal, chiliávexti og fleira sem gef- ur matnum bragð. Fiskurinn er tekinn af pönn- unni um stund meðan krvdd- jurtirnar, sem búið er að merja í mortélinu, eru steikt- ar. Síðan er allt soðið saman i kókosmauki og rjóma. SSJéMUÍÍÉ. <fc <%s>ufjach '-tWUR^n; AMlS|fR 2000 - frá víndeildum Austurbakka og Globus Hátíð hafsins, sem haldin verður um næstu helgi, ætti að verða mikil veisla fyrir sælkera enda verður mikið um að vera hjá matreiðslu- snillingum í tengslum við hana. Hér til hliðar er verið að matreiða sjávarfang með austur- lensku ívafi þar sem karrý leikur aðalhlut- verkið. Aðstæður urðu til þess að í þetta skipti bregðum við á það ráð að bjóða upp á bland í poka frá tveimur innflytjendum. Fyrra vínið er fyrirtaks Alsace-vín, Gewur- straminer Cote de Rouffach. Cote de Rouffach línan frá René Muré er framleidd með það í huga að gefa neytendum kost á mjög góðum vínum, vínum sem hafa að geyma það besta sem hið rómaða Alsace-hérað hefur upp á að bjóða. Að auki er lögð áhersla á að bjóða þessi vín á viðráðanlegu verði, að saman fari gæði og gott verð. Þrúgurnar sem René Muré notar gefa frá sér misjöfn einkenni, bæði bragð og angan. Virðast vínin falla íslendingum vel í geð. Gewurstraminer er kryddboltinn í Cote de Rouffach-línunni, þetta vín býður uppá mikið og spennandi bragð og angan sem einkennist af austurlenskum kryddjurtum, hunangi og aprikósum. Vínið virkar sætt og feitt í glasi sem og munni en er í raun þurrt. Þetta vín þykir henta einstaklega vel með austurlensk- um mat, sérstaklega indverskum karrýréttum. Og gildir þá einu hvort kjöt eða fiskur er i rétt- unum. Gewurstraminer Cote de Rouffach kost- ar 1540 krónur í ÁTVR. En þar sem sjávarfang mun setja svip sinn á næstu helgi er sjálfsagt að vekja athygli á öðru afar ljúffengu víni, sannkölluðu sumarvíni frá hinum ástralska Peter Lehmann. Samnefnt fyrirtæki hefur yfir löngu haslað sér völl sem eitt helsta víngerðarfyrirtækið í Barossa-dalnum og gengur oft undir nafninu Baróninn af Barossa. Ef hægt er að tala um innfæddan Barossa-búa þá kemst enginn nær því en Peter Lehmann. Hann er af fimmta ætt- lið fjölskyldunnar sem býr í dalnum. Öll helstu vín Peter Lehmanns eru kennd við hann sjálf- an. Peter Lehmann Chardonnay var aðalmatar- vínið þegar Menningarverðlaun DV voru af- hent í febrúarlok og féll gestum afar vel í geð. Vínið hefur ferskan og ávaxtarikan karakter með mikilli dýpt og suðrænum ávexti. Peter Lehmann Chardonnay smellpassar með salt- fiski og fellur einnig einstaklega vel að feitu sjávarvangi á borð við lax, þorsk og skötusel. Flaskan kostar um 1300 krónur í ÁTVR. Umsjón llaukur Lárus Hauksson Flott vín vín með sjávar- fangi frá Alsace og Astalíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.