Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Side 29
LAUGARDAGU R 24. MAÍ 2003 He Igct rb lað H>V 29 Hin ótrúlega strengjasveit Sumar hljómsveitir eru endurreistar þótt enginn sýni þeim áhuga meðan aðrarsem þögnuðu fgrir áratugum þuerskallast við áskorunum um „comeback“. Eitt sérstæð- asta dæmið um vel heppnaða endurkomu vegna fjölda áskorana er The Incredible String Band sem mun koma fram ííslensku óperunni 30. maínk. Það er í tísku að hafa verið vinsæll og vera kominn aft- ur. Hvert sem við lítum blasa við endurreistar hljóm- sveitir, endurgerð tíska og gömul tekkhúsgögn. Hippa- tískan hefur lengi verið vinsæl í endurgerð en virðist vera að láta undan síga fyrir tísku áttunda áratugarins. Hringurinn virðist því stöðugt vera að þrengjast og hóp- urinn sem þráir ekkent heitar en fortíðina virðist stækka og stækka. Rolling Stones eru enn á ferðinni, Pétur Kristjánsson og Pops eru enn að og Hljómar eru alls ekki dauðir. Það virðist varla hafa verið til sú hljómsveit á árunum 1960 til 1980 að það taki því ekki að endurreisa hana, ef hún heíúr þá nokkum tímann lagt upp laupana. Sennilega er leitun á uppvakningum sem hafa vakið eins mikla athygli með endurkomu sinni og verið tekið betur en hinni undarlegu hljómsveit The Incredible String Band. Þessi stórundarlega hljómsveit naut mikilla vinsælda á sjöunda áratugnum, var þá lögð niður en end- urreist og síðan aftur lögð flöt en endurreist vegna blank- heita meðlima. Sveitin naut feikna vinsælda og má segja að frægðarsól hennar hafi risið hvað hæst á hippahátíð- inni Woodstock árið 1969, en eftir það var sveitin enn Mike Heron ásamt Clive Palmer og Lawson Dando. Saman skipa þeir hljómsveitina The Incredible String Band sem mun konia til íslands 30. maí og halda tónleika. Almennt er hátindur ferils sveitarinnar talinu liafa verið á tónlistarliátíðinni Woodstock árið 1969. lögð niður og meðlimir hennar dreifðust hver í sína átt- ina. Endurreisnin hefst Þannig má segja að The Incredible String Band hafi eiginlega aldrei troðið tónlist sinni upp á vamarlausan almúgann. Þvert á móti hafa þeir starfað að list sinni á eigin forsendum og hefðu sennilega aldrei risið aftur úr öskuhaug gleymskunnar nema vegna þess að haldið var upp á 25 ára afinæli Woodstock-hátíðarinnar árið 1994. Skyndilega reis upp her listamanna af yngri kynslóðinni sem lýsti því hvemig tónlist The Incredible String Band hefði mótað þá og Robert Plant, söngvari risasveitarinn- ar Led Zeppelin, lýsti því yfir í viðtölum að tónlist sveit- arinnar hefði mótast af Incredible String Band á sínum tíma og Led Zeppelin hefði litið á þá sem tákn og inn- blástur. Hinar þjóðsagnakenndu plötur sveitarinnar vorú þeg- ar i stað endurútgefhar og seldust eins og mjólk. Fljótlega var flestum meðlimunum safnað safnað saman og haldn- ir nokkurs konar reynslutónleikar með endureistri sveit. Fólk dreif að úr öllum hornum heimsins og þá varð eiginlega ekki aftur snúið. Gervöll tónlistarpressa heimsins virtist vera með á nótunum því á sama tíma birtust langar út- tektir á áhrifum og störfum Incredi- ble String Band í helstu tónlistar- tímaritum heimsins. Afraksturinn af þessari vel heppn- uðu endurreisn má svo sjá á sviði ís- lensku óperunnar hinn 30. maí og verður það í fyrsta sinn á samtals nærri 40 ára ferli hljómsveitarinnar sem hún leikur á íslandi og fetar þannig í fótspor helstu poppara nú- tímans þar sem ísland er í tísku og enginn poppari með poppurum nema hafa stigið á svið í Bangkok noröurs- ins. Ekkert hefur breyst nema nafn sveitarinnar sem heitir ekki lengur The Incredible String Band heldur incrediblestringband2003, en þessi nafnbreyting er í virðingarskyni við Robin Williamson fiðluleikara sem er ekki með hljómsveitinni. Byrjaði allt í Skotlandi Allt byrjaði þetta á miðjum sjö- unda áratugnum þegar Williamson stofnaði þjóðlagatríó ásamt banjóleikaranum Clive Pal- mer og gítarleikaranum Mike Heron. Þeir ferðuðust um Skotland og léku sina sérkennilegu blöndu af bluegrass- tónlist og keltneskri þjóðlagatónlist. Það voru einkum Heron og Williamson sem sömdu tónlistina á fyrstu plöt- uxrni sem framleiðandi þeirra, Joe Boyd, taldi réttilega aö gæti vel náð eyrum fleiri en þjóðlagaunnenda. Fyrst eftir endurreisn sveitarinnar árið 2000 var hún skipuð þeim Williamson og Heron ásamt Clive Palmer, Lawson Dando og Bina Williamson, sem öll höfðu komið meira og minna við sögu sveitarinnar á árum áður. End- urreisn þeirra fékk gríðarlega góðar viðtökur en eins og áöur sagði verður Williamson ekki með á tónleikunum á íslandi. Hann hefur enn einu sinni dregið sig í hlé til að sinna margvíslegum hugðarefnum sínum. í staö hans var Claire Smith, sem leikur á fjölda hljóðfæra, bætt í hópinn. Búist er við að hápunktur tónleikanna verði flutningur á lagi Herons, A Very Cellular Song, sem er af mörgum talið eitt besta lag sveitarinnar en er flókin tónsmíð sem tekur 13 mínútur í flutningi og mun ekki hafa verið flutt á sviði í heild síðan 1968. Deutsche Post sr World Net MAIL EXPRESS LOGISTICS FINANCE Nýtt fyrirtæki hefur litið dagsins Ijós sem skapar nýtt viðmið á sviði hraðflutninga, vöruflutninga og vörustjórnunar. Eftirtalin fyrirtaeki hafa sameinast undir nafni DHL til að bjóða jafnvel enn fjölþættari þjónustu: DHL Worldwide Express, leiðandi fyrirtæki í hraðflutningum á heimsvísu, Danzas, sem er í fararbroddi í flug- og skipafrakt á heimsvísu, og Deutsche Post Euro Express, leiðandi evrópskt fyrirtæki í bögg- ladreifingu. Nú getum við boðið þér meiri afköst, meiri þjónustu og fleiri möguleika í yfir 220 löndum. Einu gildir hverjar þarfir þínar eru, við getum uppfyllt þær. Hringdu í okkur I síma 535 1100 eða kíktu á www.dhl.is svo kraftur DHL geti stutt við bakið á rekstri þínum. VIÐ FÆRUM ÞÉR HEIMINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.