Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Qupperneq 41
LAUCARDAGUR 24. MAÍ2003
Helqarblað 3Z>'Vr
45
Krónan opnar sína stærstu verslun
í endurbættri Húsgagnahöll í dag:
nýtt líf
Rúmt og bjart
Hin eiginlega
Húsgagnahöll, þ.e.
húsgagnaverslunin,
er bjartari og
rúmbetri en fvrr.
Allt að 80%
varanna eru nýjar.
„Við leggjum fyrst og fremst áherslu á gott vöruúrval
og lágt vöruverð. Við höfum verið harðastir í að veita
Bónusverslununum samkeppni i verði þau rúmu tvö ár
sem Krónuverslanimar hafa verið starfræktar og höfum
örugglega vinninginn í vöruúrvali. Nú
hefur hugmyndin að baki verslunun-
um verið fullmótað en hér kemur fólk
inn í bjarta og snyrtilega verslun með
afar flölbreyttu vöruúrvali á lágu
verði. Við erum tilbúnir í harða sam-
keppni og erum hvergi bangin,“ sagði
Sigurður Teitsson, framkvæmdastjóri
matvörusviðs Krónuverslananna, í
samtali við DV.
Krónan opnar í dag níundu og
stærstu verslun sína í Húsgagnahöll-
inni við Bíldshöfða. Miklar breytingar
hafa átt sér stað á húsnæðinu sem færa
það í mun nútímalegra horf. Húsið hef-
ur skipt um lit að utan og þegar inn er
komið blasir við nýtt anddyri. Strax til
vinstri er Bakarameistarinn með bak-
arí, kaffihús og skyndibitaþjónustu og
eru þar sæti fyrir hátt í 90 manns. hm
af anddyrinu er 900 fermetra verslun
Krónunnar og að auki sérverslun með
dönsku Bodum-vörumar. Uppi á lofti
hefúr verslun Húsgagnahallarinnar
fengið umtalsverða andlitslyftingu þar sem breytt skipu-
lag, öðravísi útstiiling á vörum og betri lýsing ljá versl-
uninni léttara yfirbragð. Niðri í kjallara era sem fyrr
Intersport og golfverslun Nevada Bob, stærstu verslanir
landsins á sínu sviði. Húsgagnahöllin hefur því breyst í
nútímalega verslunarmiðstöð, öðlast nýtt líf.
Þegar DV leit við í Húsgagnahöllinni á fimmtudag var
Tilbúnir í harða samekeppni
Friðbert Friðbertsson, framkvæmdastjóri sérvörusviðs Krónunnar, og Sigurður Teitsson, frainkvæmdastjóri
matvörusviðs, eru afar ánægðir með nvju Krónuverslunina í Húsgagnahöliiuni við Bíldshöfða.
Fæstir vita kannski að á hæðinni fyrir ofan Húsgagna-
höllina er önnur hæð, jafnstór, sem notuð hefur verið
sem lager. Það húsnæði verður nýtt undir verslunarpláss
í framtíðinni. Þar fyrir ofan er síðan risastórt þakhýsi
með mögnuðu útsýni. Þakhýsið sem býður upp á fjöl-
marga möguleika en eftir er að ákveða hvemig það verð-
ur nýtt.
í tilefni opnunarinnar verða ýmis spennandi tilboð í
gangi eins og IBM-tölva á 49.000 krónur og gasgrill á 9.900
krónur. Þá munu allir sem gera innkaup í Húsgagnahöll-
inni opnunardagana fá skafmiða og eiga möguleika á að
vinna veglega vinninga. Mikið verður um vörukynning-
ar, uppákomur grill, tertur og leiktæki verða fyrir böm-
in. Þá má ekki gleyma að frítt Krónubrauð er í boð fyrir
alla viðskiptavini Krónunnar í dag. -hlh
Bodum-sérverslun
Á fyrstu hæð Húsgagnahallarinnar er sérverslun nieð vörur fram danska
framleiðandanunx Bodum en þær eru íslendingum að góðu kunnar.
fátt sem benti til að opnunarhátíðin yrði í dag. Iðnaðar-
men og ýmsir starfsmenn á þönum um allt og mikill at-
gangur. Hittum við þá Sigurð og Friðbert Friðbertsson,
framkvæmdastjóra sérvörasviðs, að máli og sögðu þeir
okkur frá breytingunum.
Þeir félagar leggja áherslu á að með þessari Krónu-
verslun geti viðskiptavinir nálgast öll hefðbundin inn-
kaup til heimilisins á einum stað, klárað innkaupin í
einni ferð. Sú breyting hefur orðið að mun meiri áhersla
er lögð á sérvörur en í öðrum Krónuverslunum og allt
vöraúrval mun meira.
„Styrkur okkar er að vera með mikið vöraúrval, lágt
verð og sama afgreiðslutímann alla daga vikunnar, frá kl.
11-19. Við erum mjög vel staðsett, við eina fjölfórnustu
gatnamót landsins þar sem vegir liggja til allra átta. Nóg
er af bílastæðum og á næstunni er fyrirhugað að bæta að-
komu að húsinu. Hér er því tilvalið að koma við áður en
farið er út úr bænum. t.d. i sumarbústað," sögðu þeir Sig-
urður og Friðbert.
Blaðamaður gekk um húnsæðið í fylgd Friðberts. í
Bodum era eingöngu vörur frá samnefhdum framleið-
anda í húsbúnaðar- og eldhúsvörum. Danskur aðili
stjómaði uppstillingu í búðinni sem er hin glæsilegasta.
í Húsgagnahöllinni uppi á lofti er mun bjartara en áður,
léttir básar og rýmra um viðskiptavini.
Nýtt útlit - nýtt lff
HúsgagnahöIIin við Bíldshöfða hefur verið tekin í
gegn að utan seni innan.
Húsið
öðlast
i
c
v
Vióbótarlífeyrissparnadur íslandsbanka
Viðbótarlífeyrissparnaðinum má líkja við risastóran starfslokasamning sem þú
gerir við sjálfa(n) þig. Þín getur beðió vegleg upphæð vió starfslok. Ekki hika,
því fyrr sem þú byrjar að spara því hærri verður „samningurinn“.
Fáðu borgað fyrir að spara!
Vegna mótframlags launagreiðanda og ríkis er vióbótarlífeyrissparnaóur
besti sparnaður sem völ er á. Fyrir hverjar 10.000 kr. sem þú leggur
fyrir í viðbótarlífeyrissparnaó leggjast 6.000 kr. til vióbótar inn
á reikninginn þinn. Þaó jafngildir 60% ávöxtun strax!
Kláraðu málið á isb.is eða komdu
við í næsta útibúi íslandsbanka.
Útibú I Eignastýring I Eignafjármögnun I Fyrirtækjasvid I Alþjódasvid I Markadsvidskipti
(
€
/
www.ísb.is
Verlu með allt á hreínu!
*