Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Síða 10
10 INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3.JÚNÍ2003 Fjaran hreinsuð Bensínlausir og þurftu hjálp Árleg fjöruhreinsunarferð 10. bekkjar Dalvíkurskóla og Sparisjóðs Svarfdæla var farin í vikunni. Krakkarnir hreinsuðu upp heilmikið af rusli á Böggvisstaðasandi ásamt Frið- riki Friðrikssyni sparisjóðs- stjóra. Að verki loknu bauð Sparisjóðurinn upp á veitingar. -HIÁ Björgunarskip Slysa- varnafélagsins Lands- bjargar, Björg frá Rifi var kallað út síðdegis á laug- ardag eftir að boð komu um gervihnött frá Noregi að neyðarsendir væri í gangi á Breiðafirði. Engir bátar eða skip voru skráð á sjó á þess- um slóðum hjáTilkynn- ingaskyldunni og þess vegna voru björgunarsveitirá Snæ- fellsnesi kallaðar út til að fara í hafnir á svæðinu ög athuga um bátsferðir. Fréttir bárust síðan af því að lítill plastbátur með tveimur mönnum hefði farið frá Breiðu- vík fyrr um daginn og engar fréttir hefðu borist af honum. Björgunarskipið fór á þann stað sem neyðarsendirinn átti að vera í gangi og kom þá í Ijós að þar voru á ferð menn- irnir tveir sem farið höfðu frá Breiðuvík en talið er að þeir hafi orðið bensínlausir og látið vita um vandræði sín á þennan hátt. Björgunarskipið fylgdi þeim síðan til hafnar. Hvatti til herferð- ar gegn ofbeldi Hafnarstrætismálið svokall- aða, sem fjallar um þegar Magnús Freyr Sveinbjömsson var barinn til dauða, er um margt sérstakt. Gerendur í þessu máli komu við sögu í síð- asta áramótaávarpi forseta ís- lands. Annar ofbeldismann- anna, sem ákærður var fyrir að sparka f höfuð hins látna auk þess að veita honum hnefa- högg, sendi Ólafi Ragnari Grímssyni bréf þar sem hvatt var til herferðar gegn ofbeldi. Frá þessu var greint í DV f jan- úar. Sami maður er ákærður fyrir tvær aðrar stórfelldar lík- amsárásir í mánuðinum áður en Hafnarstrætisátökin áttu sér stað. Hann mætti með bibl- íu f hönd þegar málið var þing- fest. í bréfrnu til forsetans frá manninum sem borinn er þyngri sökum sagði meðal annars: „Vinur minn hefði aldrei get- að gert sér grein fyrir því að eitt spark gæti leitt mann til dauða. Skilaboðin sem heimurinn sendir inn í hug svo margra ungra drengja eru þau að slags- mál séu töff og þau að fólk geti slegist eins og í kvikmyndum þar sem þau hafa engin áhrif. Gerð er hetja úr manni sem nær að lemja flesta og konur laðast að þeim í kvikmyndum. Sem sagt, þetta er sett upp eins og það sé flott að berja fólk. Enginn getur ímyndað sér að slagsmál leiði til dauða." Þessi „vinur minn“, sem vís- að er til í bréfinu, er sá sami og gefið var að sök að hafa spark- að í fórnarlambið í Hafnar- stræti andartökum áður en það féll þar á götuna. f máli þessu kemur neysla árásarmannanna á áfengi og kókafni einnig við sögu. Fyrir dóm: Gunnar Friðrik Friðriksson og Baldur Freyr Einarsson, sem skýlir sér á bak við biblíu, í fylgd lögreglu. Þriggja ára dómur fyrir 146 þúsund krónur Viðtal við Sveinbjörn Magn- ússon, föður Magnúsar Freys sem lét lífið í fyrravor í kjölfar áverka í hrottalegri líkams- árás, hefur vakið sterk við- brögð. Fleiri hafa líkar sögur að segja um álit á dómnum yfir banamönnum Magnúsar. Einnig hefur fólk bent á fleiri dóma sem það telur ekki vera í nokkru samræmi við eðli mála. Kona ein sem er fyrrverandi verslunareigandi segir farir sínar t.d. ekki sléttar eftir að hafa orðið fyrir því að vera rænd og síðan dæmd fyrir fjárdrátt vegna sömu peninga, sem voru peningar úr lottókassa. „Ég var dæmd í 60 daga fangelsi eða þrjú ár skilorðsbundið fyrir 146 þúsund krónur sem hafði verið stolið af lottófé. Þetta var ég þó búin að borga til baka og var með kvittanir upp á það. Saksóknarinn Við leiði látins sonar og bróður: DV birti viðtal við Sveinbjörn E. Magnússon í gær. Á forsíðu blaðsins var fjölskylda Magnúsar Freys Svein- björnssonar við leiði hans á (safirði í gær.talið frá vinstri: Þorbjörg Finn- bogadóttir, Sveinbjörn E. Magnússon, Laufey Annika Sveinbjörnsdóttir, Stef- án Reyr Sveinbjörnsson og Fannar Halldór Sveinbjörnsson. var meira að segja reiður yfir því að ég væri ekki sett í fangelsi vegna málsins. Ég var því á skilorði í þrjú ár eins og glæpamaður og á saka- skrá fyrir fjárdrátt. Ég trúði þessu ekki þegar ég fékk dóminn afhent- an.“ Þessi kona segir sér hafa verið of- boðið þegar hún sá dómsniður- stöðuna í Hafnarstrætismálinu í DV. „Maður getur drepið annan mann og fengið fyrir það tveggja ára dóm og aðrir sem hafa valdið þvílíku tjóni fá skilorðsbundna dóma, á meðan ég fékk þrjú ár á skilorði fyrir 146 þúsund króna fjár- drátt sem ég framdi þó ekki. - hkr@dv. is Um 1500 manndráps- og líkamsmeiðingarmál Hafnarstrætismálið var þrett- ánda sakamálið á íslandi frá því í júlf 1999 þar sem ákært er fyrir manndráp eða árás sem leiðir til dauða. Fjöldi manndráps- og lík- amsmeiðingarmála síðustu fjögur ár nemur að jafnaði nærri 1500 á ári samkvæmt tölum frá Rfkislögreglu- stjóra. Fjölmörg mál varða mann- dráp af gáleysi en langflest eru mál- in vegna líkamsárása sem ekki leiða til dauða, eða um 1100 á ári. Líkamsárásir og líkamsmeiðing- ar eiga sér langflestar stað sam- kvæmt tölum lögreglu á laugardög- um og á sunnudögum. Á laugar- dögum er hlutfali brotanna innan vikunnar um 17 til 25%, en um 30 til 40% eiga sér stað á sunnudög- um. Fæst slík mál koma hins vegar upp á miðvikudögum og fimmtu- dögum, eða 6 til 8%. Ekki er eins af- gerandi munur á hlutfallslegri skiptingu brota milli mánaða, en þó virðast brot að jafnaði eiga sér flest stað yfir björtustu mánuði árs- ins, eða á tímabilinu frá apríl til september. Tíðni mála sem flokk- ast undir lfkamsmeiðingar á lands- vísu hefur að jafnaði verið um 50 til 55 á hverja þúsund íbúa á undan- förnum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.