Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Síða 6
6 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ 2003 Bæri vott um litla dómgreind Fleiri kynferðisbrot hjá KFUM VARNARMÁUN: „Hafi Bandaríkja- stjórn tilkynnt einhliða rétt fyrir alþingiskosningar að fáeinum vik- um eftir kosningarnar yrði gjör- breyting á fyrirkomulagi varna landsins og tvíhliða varnarsamn- ingi þjóðanna er það til marks um litla þólitíska dómgreindsegir Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, í grein í Morgun- blaðinu í dag.Telur Björn að ein- hliða áform Bandaríkjastjórnar um breytingar hafi ekki náð fram að ganga. Því til stuðnings nefnir hann að enginn hafi túlkað bréf Bandaríkjaforseta til forsætisráð- herra á þann veg að í því felist úr- slitakostir. (öðru lagi byggist við- ræðurnar nú á því að varnar- samningur þjóðanna sé tvíhliða samningur sem ekki sé hægt að breyta einhliða. Björn Bjarnason. Þremur mönnum hefur verið vikið úr starfi hjá KFUM & K á síðustu 15 árum vegna gruns og ásakana um kynferðisbrot gegn börnum, en sagt var frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Einn þeirra starfaði sem formaður deildar KFUM á suðvesturhorninu og var rekinn fyrir 11 árum vegna ásakana um að hann hefði leitað á unga drengi. Sá starfar nú sem grunnskólakennari á höfuð- borgarsvæðinu. Annar maður, sem gegndi trúnaðarstarfi fyrir KFUM & K, var látinn hætta eftir að hann var kærður fyrir kyn- ferðisbrotgegn þroskaheftum einstaklingi árið 1988. Brotið var framið á einkaheimili. Þriðja málið hefur svo áður verið gert oþinbert í fjölmiðlum. Bensínhækkun Verð á bensíni hækkar um tvær krónur og þrjátíu aura lítrinn í dag. Olíufélögin Esso, Olís og Skeljungur hækka öll um sömu uþphæð. Dísilolía og svartolía hækka um eina krónu og fimm- tíu aura. Samkvæmt upplýsing- um á vefsíðum olíufélagana skýrist hækkunin af heimsmark- aðsverði á oiíu og vegna hækk- unar á gengi Bandaríkjadollars. DV er í stórsókn JÁKVÆÐAR BREYTINGAR: Breytingar á útliti og efnistökum DV hafa mælst vel fyrir en meðallestur blaðsins hefur aukist um þriðjung. Aukning er á lestri DV alla viku- daga. Aukningin er mest á lestri fimmtudagsblaðsins, 9,3 pró- sentustig, og föstudagsblaðs- ins, 8,5 prósentustig. Aukning á lestri Helgarblaðs DV mælist 7,2 prósentustig. Niðurstöður könnunar Gallups voru annars á þann veg að Frétta- blaðið, sem dreift er ókeypis til les- enda, er mest lesið. Meðalllestur þess mældist 65,9 prósent, Morg- unblaðsins 53,4 prósent og DV 29,1 prósent. Þegar litið er á tölur yfir „eitthvað lesið í vikunni" mælist Fréttablaðið, sem dreift er ókeypis til lesenda, hins vegar með 89,8 prósenta lestur, Morgunblaðið með 75,7 prósenta lestur og DV með 57,3 prósenta lestur. Þróunin er sú að það dregur saman með blöðunum, DV vinnur á. Meðallestur á tölublað hefur aukist um þriðj- ung frá síðustu könn- un, hefur stokkið úr 22,1 prósenti í 29,1 pró- sent. Greinilegt er því að nýlegar breytingar á útliti og efnistökum DV hafa mælst vel fyrir meðal lesenda. Þegar ry ít er frekar í niðurstöður fjölmiðlakönnunar Gallups vekur athygli að DV er stærra en Morgun- blaðið þegar uppsöfnuð dekkun yfir vikuna er mæld á landsbyggð- inni. Þá mælist lestur DV 65,1 pró- sent, Morgunblaðsins 64,9 prósent og Fréttablaðsins 82,1 prósent. Fjölmiðlakönnun IMG Gallup var framkvæmd vikuna 30. maí til 5. júní síðastliðinn. Úrtakið var 800 manns á aldrinum 12-80 ára. End- anlegt úrtak var 507 manns og nettó-svarhlutfall því 62 prósent. Sendar voru út dagbækur til þátt- takenda og þeim fylgt eftir með 1-3 símhringingum yfir könnunar- tímabilið. Nh@dv.is MEÐALLESTUR Á TBL. (AUKNING FRÁ SÍÐ. KÖNNUN) 31,7% Mbl. Fréttabl. DV EITTHVAÐ LESIÐ ÍVIKUNNI (AUKNING FRÁ SÍÐ. KÖNNUN) Eldur í einbýlis- húsi á Suður- landsbraut Ráðist á Ijósmyndara á staðnum Eldur kom upp í Álfabrekku á Suðurlandsbraut í morgun. Eldur- inn kom upp í forstofu hússins en að sögn slökkviliðsins gekk vel að ráða niðurlögum hans þar sem hann var á afmörkuðu svæði í hús- inu. Ekki er enn ljóst hver upptök eldsins voru en íbúa hússins sakaði ekki. Töluverðar skemmdir eru á húsinu, aðallega vegna mikils reyks, en þegar búið var að slökkva eldinn var hafíst handa við að reyklosa húsið. Þegar ljósmyndari DV mætti á staðinn réðst maður á hann og reyndi að ná myndavélinni af hon- um. Maðurinn hélt því fram að ljósmyndarinn, sem var að sinna störfum sínum á brunavettvangi, væri á einkalóð. Lögreglan brást skjótt við og tók manninn. Þrjá lög- reglumenn þurfti til að halda manninum sem var mjög æstur. Atvinnutæki ljósmyndarans skemmdust ekki í átökunum. -EKÁ BRUNII MORGUN: Eldur kom upp i einbýlishúsi við Suðurlandsbraut í morgun. Vel gekk að ráða niðurlögum hans. DV-mynd E.ÓI. 1 ......... .... ■k____________________________________________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.