Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ 2003 MENNING 11 í Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Þriðjudagstónleikar (kvöld heldur Snorri Heimisson fagottleikari debut-tónleika sína hér á landi ásamt Arne Jorgen Faea og Berglindi MaríuTómas- dóttur. Þau munu leika verk fyrir fagott og píanó eftir Gabriel Pi- erné, Emil Petrovics, Chick Cor- ea og Roger Boutry og einnig Bachianas Brasilieras fyrirflautu og fagott eftir Heitor Villa- Lobos.Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Snorri Heimisson lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1997 með flautu sem aðal- hljóðfæri og fagott og klarínett sem aukahljóðfæri. Ári síðar hóf Snorri nám við Tónlistarháskól- ann í Kaupmannahöfn. Snorri hefur víða komið fram á tónleik- um, í Danmörku, Svíþjóð, Fær- eyjum, Grænlandi og (slandi. Bónus Britney hittir Birgittu Haukdal Æl, ÉG VIL EKKl GAT í EYRAÐ: Totta (Tinna Hrafnsdóttir) pínir Sandí (Birgitta Haukdal) í Gre- ase. DV-mynd ÞÖK LEIKLISTARGAGN RÝNI Silja Aðalsteinsdóttir Líklega hefur Bjarni Haukur Þórs- son enn hitt á gullæð með því að láta sér detta í hug að setja Birgittu Haukdal og Jón Jósep Snæbjömsson upp á svið í aðalhlutverkunum í söngleiknum Grease. Ailt niður í þriggja ára börn sátu á hnjám for- eldra sinna á uppseldri síðdegissýn- ingu á laugardaginn og biðu and- stutt eftir að Birgitta birtist á sviðinu; vinsældir Jónsa byrja lfklega heldur ofar í aldursstiganum. Aðdáendur Jónsa fá talsvert meira út úr sýningunni en aðdáendur Birgittu, einfaldlega vegna þess að hlutverk Jónsa er bæði stærra og skemmtilegra. Hann fær að dansa, vera fyndinn og töff, laða að sér stúlkur og skemmta sér með strák- unúm; Birgitta fær aðallega að nöldra, æla og vera fúl. Vissulega fær hún að syngja líka, en það er erfitt að líta fram hjá því að hlutverk Sandí í Grease er að loknu fyrsta atriði og fram undir hið síðasta óttalega leið- inlegt. Áður en verkið hefst hafa Sandí og Danni Júst og kynnst í Munaðarnesi (í staðfærðri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar). Fyrsta daginn í Verk- menntaskóla Grafarvogs um haustið segja þau félögunum frá sumarást- inni sinni - hvort á sinn hátt: Hún hefur kynnst ljúfum og góðum strák, hann hefur neglt ofsa kúl stelpu. Þetta fýrsta söngatriði er húð eftir- minnilegasta í söngleiknum, snilld- arlega hugsaður texti sem afhjúpar persónur beggja ungmennanna og hópanna í kringum þau. „Segðu meir, segðu meir," syngja þrýstihóp- arnir hvor sínum megin og ung- menni um víða veröld hafa tekið há- stöfum undir í þrjáú'u ár. Eins og lesendur vita verður Sandí svekkt út í Danna fyrir að segja hana létdyndari en hún er, og hún er um það bil að glata honum með fýlu og pempíuskap þegar hún ákveður - fyrir áhrif ffá töffustu píunni í ldflcunni, hinni óléttu Krissu (Unnur Ösp Stefánsdóttir) - að hætta að vera saklaus og leiðinleg og verða villt og skemmtileg. í söngnum „Björt mey og hrein II" kveður Sandí Bónus Brit- ney Spears, eins og krakkarnir kalla hana, og verður töff og djörf. Þá fell- ur Danni aftur fyrir henni og allt endar með ágætum. Ekki beinlínis boðskapur fyrir smámeyjar enda ósennilegt að þær nái bonum. Jónsi og Birgitta syngja svo vel og eru svo sæt að manni er nokk sama þótt þau leiki viðvan- ingslega. Ýmsir í kring- um þau leika ágætlega og ber þar af Unnur Ösp í bestu rullunni sem í boði er. Jónsi og Birgitta syngja svo vel og eru svo sæt að manni er nokk sama þótt þau leiki viðvaningslega. Ýmsir í kringum þau leika ágætlega og ber þar af Unnur Ösp í bestu rullunni sem í boði er. Hún bætti talsverðu við persónu Krissu, til dæmis var norðlenskan hennar ansi fyndin þegar hún var að gera gys að „nýbú- anum“ Sandí frá Akureyri! Sveinn Þór Geirsson (Kommi), Guðjón Dav- íð Karlsson (Keli), Jón Páll Eyjólfsson (Sjonni) og Jóhannes H. Jóhannes- son (Rabbi) í strákagenginu voru kraftmiklir og sannfærandi. í stelpu- genginu voru þær Iflca fínar Tinna Hrafnsdóttir og Margrét Eir Hjartar- dóttir. Helsti gallinn á þessari uppsetn- ingu er hvað hún er teygð. Sum at- riðin eru beinlínis löng og leiðinleg, til dæmis skólaballið strax eftir Júé. Hrynjandi sýningarinnar - hjart- sláttur hennar - er of óregluleg og er freistandi að kenna þar um of langri leikgerð Gísla Rúnars, þótt sniðug sé, frekar en leikstjórn Gunnars Helga- sonar. Hvorum sem um er að kenna þá finna aðstandendur að eitthvað vantar, því þegar leiknum var lokið tóku leikararnir lagasyrpu úr verkinu með miklu trukki og æstu upp stemningu og hita í salnum sem vantaði talsvert á undir leiknum sjálfum. Lýsing er glæsileg, lærðir dansarar eru fimir og flottir en dansatriði ollu annars nokkrum vonbrigðum vegna tilþrifalítilla spora. Hljómsveitin er á sviðinu eins og vera ber, svið og bún- ingar eru af Júáasta tagi - en þeir sem koma til að heyra Jónsa og Birgittu og aðra flytja þessi marg- sungnu lög hafa áreiðanlega litlar áhyggjur af umgjörðinni. Þeir fá líka sitt. Bjarni Haukur Þórsson sýnir I Borgarleik- húsinu: Grease eftir Jim Jacobs og Warren Casey. Þýðing og staðfæring: Gísli Rúnar Jónsson.Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Danshöfundan Guðfinna og Birna Björnsdætur. Leikmynd: Ólafur Egill Egilsson. Ljós: Halldór Örn Óskarsson. Bún- ingan Guðrún Lárusdóttir og Helga Rós V. Hannam. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Minning Sörens Larsens heiðruð í Seattle Einni stærstu glerráðstefnu heims, GAS, er nýlokið í Seattle í Bandarflcjunum en hún var haldin í 33. sinn. Gallery Global Art Venue í Seattle var einn af samstarfs- aðilum ráðstefnunnar og hélt sýningu meðal annars á verkum Sörens S. Larsens. Á sýningunni var minning Sörens heiðruð en hann lést í bflslysi 28. mars sl. og hafði þá gert samning við galleríið. Hann hafði sent á annan tug verka á sýninguna og hlutu þau verðskuld- aða athygli. Ekkja Sörens, Sigrún Ó. Einarsdóttir gler- listarmaður, sótti ráðstefnuna og hélt fyrirlestur um Sören og verk hans. Seattle er oft nefnd mekka glersins í Bandaríkjunum. Þar býr einn þekktasti glerlistarmaður Bandaríkjanna, Dale Chihuly, en hann sýndi á Kjarvalsstöðum árið afar vel að ráðstefnunni og fór ekki fram hjá neinum, 2000. Söfn borgarinnar, gallerí og glerlistarmenn stóðu sem leið átti um borgina, að glerið var í brennidepli. ÖRKIN HANS NÓA: Eitt verka Sörens S. Larsens á sýningunni í Gall- ery Global Art Venue í Seattle. Ef þú kaupir smáauglýsingu á HAPPDRÆTTIS Aðalvinningurinn, flugmiði frá lceland Express er dreginn út 2. september Svo er einnig hægt að vinna bíóveislu - miða, gos snakk og prinsessu-súkkulaðikassa, auk þess sem að allir vinningshafar munu fá fría áskrift að DV Jóa útherja Sjónvarpsmiðstöðinni Heildversluninni Hvítum stjörnum Stick'n' Sushi Thorvaldsen Café Sólon Galileo r>i | lM»l Hj Tíigji UPii r*j m m TTF Í|*jfíTÍHl m 1 kTf jm 'Sfi! i7ft H B Smáauglýsingar ^ 550 5000 £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.