Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson
AÐALRUSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRrTSTJÓRl: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rítstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslngan
auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. DV greiðir ekki
viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir
myndbirtingar af þeim.
EFNI BLAÐSINS
Samkeppnisbrot í flugi
- frétt bls. 4
Færri einbreiðar brýr
- frétt bls. 8
Borg sekkjapípunnar
- Ferðir bls. 10-11
Danski morðinginn grét
- erlendar fréttir bls. 12-13
Orkídeukóngur í haldi
- Heimsljós bls. 19
Skófla og sígaretta
- Fókus bls. 20-21
Ásthildur grasalæknir
-Tilvera bls. 22
Grindavík lagði Val
- DV-Sport bls. 36
DV Bingó
Það er komið
, bingó á O-röðina
og því spilum við
, nú allt spjaldið.
Athugið að sam-
hliða einstökum röð-
um hefur allt spjaldið verið spil-
að þannig að tölurnar sem
dregnar hafa verið í bingóleik
DV til þessa gilda á allt spjaldið.
Sjöunda talan sem kemur upp á
allt spjaldið er23.
Þeir sem fá bingó láti vita í síma
550 5000 innan þriggja daga. Ef
fieiri en einn fá bingó er dregið
úr nöfnum þeirra. Verðlaun fyrir
bingó á allt spjaldið eru afar
glæsileg, vikuferð til Portúgals
meðTerra Nova Sól.
Opið brot eftir vélhjólaslys
Aukinn hagnaður bankanna
Ungur maður slasaðist þegar
hann missti stjórn á vélhjóli
sem hann var að aka nærri Blá-
fjallaafleggjaranum á Krýsuvík-
urvegi í nótt. Sjúkrabíll var
þegar sendur á vettvang og
flutti hinn slasaða á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi þar
sem gert var að sárum hans.
Ekki er með vissu vitað hvernig
slysið bar að en talið er að
ökumaðurinn hafi ekið hjólinu
of hratt þannig að hann missti
stjórn á því og hafnaði utan
vegar. Þegar sjúkraflutninga-
menn bar að fannst ökumað-
urinn svo liggjandi í hrauninu,
um 50 metra frá vélhjólinu.
Hann hafði kastast af því og
hruflast auk þess að hljóta
opið beinbrot. Hann var þó
ekki talinn vera í lífshættu.
V1ÐSK1PT1: Greiningardeild
Kaupþings Búnaðarbanka
spáir því að hagnaður Lands-
banka og íslandsbanka á fyrri
hluta þessa árs aukist um
14%, eða sem nemi tæpum
6.200 milljónum króna. Hagn-
aðinn má að mestu þakka
góðum gengishagnaði þar
sem töluverðar hækkanir hafa
verið á innlendum og erlend-
um hlutabréfamörkuðum á
árinu en einnig varð um 460
milljóna króna hagnaður af
sölu Landsbankans á hlut í VfS
og þá má búast við hagnaði af
sölu bankans á fleiri hlutum.
Þá hækkuðu helstu markflokk-
ar skuldabréfa einnig á fyrri
helmingi ársins sem hefur
einnig leitt til aukins gengis-
hagnaðar.
Starfsmanni Félags einstæðra foreldra vikið frá:
Grunur um fjárdrátt
Starfsmanni á skrifstofu Fé-
lags einstæðra foreldra hefur
verið sagt upp vegna gruns
um fjárdrátt. Endurskoðendur
fara nú yfir bókhald félagsins
en í framhaldinu verður málið
væntanlega kært.
„Á þessari stundu sýnist okkur að
hálfa milljón vanti inn í sjóði fé-
lagsins. Rannsóknin beinist að því
hvort upphæðin sé hærri og vegna
þess fara endurskoðendur ná-
kvæmlega yfir allar færslur í bók-
haldi félagsins,“ sagði Ingimundur
Sveinn Pétursson, formaður Félags
einstæðra foreldra, í samtali við
DV. Hann segir þetta fjárdráttarmál
ná að minnsta kosti eitt og hálft ár
aftur í tímann - og hugsanlega
lengra.
Hann segirþetta fjár-
dráttarmál ná að
minnsta kosti eitt og
hálft ár aftur í tímann.
Aðspurður um peningastöðu fé-
lagsins sagði Ingimundur hana
vera sæmilega.en við erum svo
sem ekkert í góðum málum“, eins
og hann komst að orði. Eignir fé-
lagsins eru um 70 milljónir kr. en
lausaskuldir eru þrettán millj. kr.
Ný stjóm félagsins, sem kjörin var í
síðasta mánuði, hefur einsett sér að
taka á þessum kröggum í fjárhag fé-
lagsins og ætlar í þeim tilgangi að
selja hús félagsins við Öldugötu.
Þar eru nokkar íbúðir sem félagið
getur ráðstafað til síns fólks þegar
og ef það er án húsnæðis og komið
á götuna.
FORMAÐURINN: „Erum ekkert í góðum málum," segir Ingimundur Sveinn Pétursson hjá Félagi einstæðra foreldra. DV-mynd Teitur
Með sölu á húsinu við Öldugötu
á að losa peninga en jafnframt nota
andvirðið til þess að kaupa aðrar
eignir í staðinn - stakar íbúðir sem
em vítt og breitt um borgina. Ann-
að hús á félagið við Skeljanes, en
samtals em í eigu þess sextán
neyðaríbúðir sem kalla má svo.
„Það er mikið leitað til okkar um
þessar mundir og neyðin virðist
víða mikil," sagði Ingimundur
Sveinn. Slfkt sé ekki einasta vegna
húsnæðismála heldur margs ann-
ars. Þannig hefði félagið til dæmis
greitt fyrir böm félagsmanna sinna
sumarnámskeið íþróttafélaga og
sveitarfélaga sem í boði em. Þeim
styrkjum hefði verið mörkuð
ákvéðin upphæð sem nú væri upp-
urin. Hugsanlegt væri þó að hækka
framlög til þess málaflokks.
sigbogi@dv.is
Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp úrskurð í máli Islendings:
Ríkið dæmt til að greiða bætur
Mannréttindadómstóll Evr-
ópu dæmdi í gær íslenska ríkið
til að greiða manni skaðabæt-
ur vegna óréttlátrar málsmeð-
ferðar fyrir Hæstarétti. Maður-
inn var á sínum tíma dæmdur
fyrir líkamsárás sem leiddi til
dauða manns en hann kærði
málsmeðferðina til Mannrétt-
indadómstólsins.
Mannréttindadómstóll Evrópu
úrskurðaði í gær að Hæstiréttur fs-
lands hefði brotið gegn mannrétt-
indasáttmála Evrópu þar sem fjall-
að er um réttláta málsmeðferð.
Kærandi var árið 1997 dæmdur íyr-
ir að ráðast á annan mann á veit-
ingastað í Reykjavík og verða hon-
um að bana.
Tveir menn voru kærðir fyrir lík-
amsárásina, sem átti sér stað á
skemmtistaðnum Vegas á Lauga-
vegi, og var sá sem kærði til Mann-
réttindadómstólsins sýknaður í
undirrétti en félagi hans sakfelldur.
Dómnum var hins vegar snúið í
Hæstarétti og þeir báðir sakfelldir.
Samkvæmt framburði vitna í hér-
aðsdómi átti maðurinn að hafa
sparkað í höfuð mannsins sem síð-
ar lést en hvorki vitni né hinn
ákærði voru kölluð fyrir Hæstarétt
til að bera vitni. Það taldi Mann-
réttindadómstóllinn brot á 1. máls-
grein 6. greinar í mannréttindasátt-
mála Evrópu og segir í úrskurði
dómsins að Hæstiréttur hafi ekki
getað rannsakað málið til fullnustu
án þess að hlýða á framburð hans
og annarra vitna, sérstaklega þar
sem Hæstiréttur hafi snúið við
dómi undirréttar.
Það var því samhljóða niður-
staða dómstólsins að Hæstiréttur
íslands hefði brotið gegn mann-
réttindasáttmálanum og var ís-
MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU:
Mannréttindadómstóllinn hefur tvíveg-
is í ár dæmt íslenska rlkið til að grelða
skaðabætur. Samkvæmt úrskurði dóm-
stólsins frá því gær ber ríkinu að greiða
manni, sem dæmdur var fyrir líkams-
árás sem leiddi til dauða annars manns
árið 1997,8000 evrur I miskabætur
vegna brots á kafla um réttláta máls-
meðferð (mannréttindasáttmála
Evrópu.
lenska ríkinu þvf gert að greiða
kæranda 8000 evrur í miskabætur,
eða um 700.000 krónur. Auk þess
þarf ríkissjóður að bera máls- og
þýðingarkostnað, alls um 13.500
evrur. Kostnaður ríkisins vegna
málsins er því alls 21.500 evrur, eða
tæplega tvær milljónir króna.
Það varþví samhljóða
niðurstaða dómstólsins
að Hæstiréttur l'slands
hefði brotið gegn
mannréttindasáttmál-
anum og varíslenska
ríkinu því gert að
greiða kæranda 8000
evrur í miskabætur.
Mannréttindadómstóllinn úr-
skurðaði fyrr á árinu í máli annars
íslendings en þar var ríkið dæmt til
að greiða skaðabætur vegna þess
að lögmaður gat ekki flutt mál sitt
fyrir óháðum og hlutlausum dóm-
Stóli. agusr@dv.is