Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 38
38 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 Kluivert um kyrrt á Spáni Chelsea hækkar tilboðið í Duff KNATTSPYRNA: Patrick Klui- vert, hollenski sóknarmaðurinn hjá Barcelona, hefur bundið enda á endalausar vangaveltur ^’varðandi framtíð sína með því að lýsa yfir vilja til að vera um kyrrt hjá félaginu. Kluivert, sem orðaður hefur verið við fjöl- mörg lið í Englandi á undaförn- um vikum, segist ætla að sætta sig við launalækkun hjá Barcelona en hún gerði honum kleift að fara frá Barcelona ef eitthvert lið byði rétt um 200 milljónir í hann. Kluivert varð fokillur þegar honum var tjáð um launalækkunina fyrir tæp- um mánuði og sagðist ætla að fara annað hið snarasta. Hvers vegna honum hefur skyndilega snúist hugur er hins vegar enn- þá hulin ráðgáta. KNATTSPYRNA: Þriðja tilboði Chelsea í írska vængmanninn hjá Blacburn, Damien Duff, var hafnað í gær. Nýjasta tilboðið hljóðaði upp á rétt um tvo milljarða króna en í síðustu viku var tilboðum fyrst upp á 1,5 milljarða og síðan 1,8 milljarða króna í leikmanninn hafnað. Vitað er að Roman Abramovich, hinn nýi og vellauðugi eigandi Chelsea, hefur mikið álit á Duff, og er talinn ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að klófesta leikmanninn. Graeme Souness, stjóri Blacburn, vill hins vegar fyrir alla muni halda Duff í sínum röðum og segist vona að þessi nýjasta tilboðs- höfnun verði til þess að slökkva á áhuga Chelsea á leikmannin- um. Stoke kaupir varnarmann KNATTSPYRNA: Varnarmaður- inn Clint Hill, sem lék við góðan orðstír hjá Oldham í 2. deildinni á síðasta ári, er genginn til liðs við (slendingaliðið Stoke City. Kaupverðið á hinum 24 ára gamla miðverði, sem sagður er skora mikið af varnarmanni að vera, var ekki gefið upp en í til- kynningu frá Stoke segir að upp- hæðin sé með sex tölustöfum í pundum talið. Stoke er orðað við fjöldann allan af leikmönn- um þessa dagana en þekktasta nafnið í þeim hópi er sennilega Ed de Goey, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður Hollands, sem nú er á mála hjá Chelsea, og er vís til að fara frá félaginu í sumar. Hvort hann er reiðubúinn að leika í ensku 1. deildinni er hins vegarallt annað mál. Dregið í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær: Haukar duttu í lukkupottinn íslandsmeistarar Hauka í hand- * knattleik duttu heldur betur í lukkupottinn í gær er þeir dróg- ust gegn portúgalska liðinu San Bernardo Averio í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í hand- knattleik. Liðið leikur í 2. deild- inni í heimalandi sínu og fari svo að Haukar beri sigur úr býtum bíða þeirra leikir gegn liðunum Barcelona og Magdeburg. Liðin mætast heima og að heim- an og fer liðið, sem nær betri sam- r anlögðum árangri í leikjunum tveimur, áfram í riðlakeppni meist- aradeildarinnar. f þá riðla var einnig dregið í gær og fer sigurveg- arinn úr viðureignum Hauka og San Bernardo í B-riðilinn. Þar er að finna ekki ómerkari lið en spænska stórveldið Barcelona og þýska liðið Magdeburg, en eins og flestir vita er það Alfreð Gíslason sem situr þar við stjórnvölinn og með liðinu leik- ur einnig Sigfús Sigurðsson. Þá er einnig firnasterkt lið frá Makedón- íu, Vardar Skopje, í riðlinum. Heppnin með okkur Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var eins og gefur að skilja í skýjun- um þegar DV-Sport ræddi við hann eftir dregið hafði verið í gær. „Jú, það má með sanni segja að heppnin hafi verið með okkur í þetta skiptið, bæði hvað varðar mótherja og ferðakostnað,“ sagði Viggó, en þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Haukar mæta liði frá Portúgal í Evrópukeppni undir stjórn Viggós. í október árið 2000 mættu Hauk- ar liði Braga í tveimur leikjum og töpuðu með einu marki samanlagt. „Það má með sanni segja að heppnin hafi verið með okkur í þetta skiptið." Rétt um hálfu ári síðar mættu Haukar síðan liði Sporting. Þar náðu þeir fram hefndum og sigruðu með einu marki samanlagt. « Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg: Engin miskunn „Það verður mjög skemmtilegt fari svo að Haukar komist áfram í riðilinn og þeir eru verðugir and- stæðingar," sagði Alfreð Gíslason, hinn íslenski þjálfari Magdeburg, við DV-Sport í gær eftir að ljóst var að góð- ar líkur væru á að Haukar og Magdeburg yrðu saman í meistaradeildinni í vetur. „Það er alltaf gaman að koma heim, hvort sem það er að keppa leik eða bara f fríi. Við stefnum á Alfreð Gíslason. að komast áfram í 8-liða úrslit keppninnar og til þess þurfum við að enda í tveimur efstu sætunum. Ég býst við því að Barcelona verði okkar helstu keppinautar, en Haukar eru sýnd veiði en ekki gef- in. Við vitum hvað þeir geta og ég og mitt lið mun ekki sýna þeim neina miskunn ef við mætumst," sagði Alfreð. „Þetta er í sjálfu sér drauma- dráttur fyrir Magdeburg. Ég vildi vera með Barcelona í riðli og svo bætast Haukar mögulega við. Ég gæti ekki verið sáttari," sagði Alffeð að lokum. vignir@dv.is Leikur í 2. deild Eins og áður segir er San Bern- ardo Averio í portúgölsku 2. deild- inni og verður að teljast mun slakari andstæðingur en Braga og Sport- ing. En að 2. deildar lið sé að taka þátt í forkeppni meistaradeildar- innar er auðvitað mjög undarlegt og var Viggó ekki alveg viss um hvernig það kom til. „Það voru að ég held einhver lið í deildinni dæmd úr leik. Hvort það hefur verið vegna brotalaga á rekstri eða annað er ég ekki viss um en það fór svo að þetta efsta lið 2. deildar keppti til úrslita við Porto um titilinn. Þá viðureign vann Pono en forráðamenn félagsins ákváðu síðan að taka ekki þátt í meistara- deildinni. Því tekur San Bernardo Averio þeirra pláss,“ sagði Viggó og bætti við að hann vissi nákvæmlega ekki neitt um þetta lið. „Það er síðan bara næsta verkefni að afla sér upplýsinga um liðið. En FÖGNU0UR: Þaðvarglatt a hjalla hja Viggó Sigurðs- syni og lærisveinum hans ei þeirfögnuðu islands- meistaratitlinum ívor. Hér heldur fyrirtiöi Hauka. Halldór ingolfsson, á sjálfum bikarnum. DV-mynd E.ÓI. það er ljóst að það er töluvert veikara en Porto og ég tel okkur eiga góða möguleika á að komast áfram. Við höfum öðlast mikla reynslu með þátttökunni í Evrópukeppni síðustu ár og eigum að geta klárað dæmið. Það yrði Fjárhagslega erþetta ekki síður mjög gott því Alfreð og Sigfús trekkja." frábært að komast í riðlakeppnina og fá að kljást við Barcelona og Magdeburg. Fjárhagslega er þetta ekki síður mjög gott því Alfreð og Sigfús trekkja," sagði Viggó ennfremur. vignir@dv.is Nýtt frjálsíþrótta- og sýningarhús rís við austurhlið Laugardalshallarinnar: Mun gjörbreyta aðstæðum fyrir iðkendur FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN: Þeir Þórólfur Árnason borgarstjóri og Vilhjálmur Einarsson, silfurhafi á Ólympíuleikum, taka fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu. DV-mynd Pjetur Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýrri íþrótta- og sýningarhöll sem tengd verður Laugardalshöll- inni til austurs. Jónas Egilsson, formaður FRÍ, segir þetta vera byltingu fyrir íþróttina. Hin nýja íþrótta- og sýningarhöll er sú fyrsta sinnar tegundar sem er sérstaklega hönnuð fyrir sýningar en auk 5000 fm sýningarsalar verð- ur aðstaða fyrir fundi óg ráðstefnur. Þá verða 400 ný bílastæði gerð við höllina og eldri byggingar Laugar- dalshallarinnar gerðar upp. Gert er ráð fyrir að verkið kosti um 1400 milljónir króna og að því verði lok- ið í ársbyrjun 2005. Mannvirkið, sem er um 9500 fm að stærð, er hannað af teiknistofunni Tark en verkfræðihönnun er í höndum VST. „Þetta mun umbreyta frjálsum íþróttum í landinu," sagði Jónas Egilsson, formaður Frjálsíþrótta- sambands íslands, í samtali við blaðið í gær. „Loksins almennileg æfingaaðstaða." „í fyrsta lagi hefur ekkert gerst í innanhússmálum Reykvíkinga og íslendinga allra í rúm 40 ár fyrr en Egilshöllin og Fífan risu. Með þess- ari byggingu erum við að fá raun- verulega keppnisaðstöðu innan- húss, sambærilega við þá sem er til staðar erlendis. Frjálsíþróttir inn- anhúss eru að verða jafn mikil keppnisgrein og utanhúss og því gífúrlega mikilvægt að viðunandi aðstaða sé til staðar hér á landi. Annað sem skiptir mildu máli er að á meðan má finna æfinga- aðstöðu fyrir iðkendur í bolta- íþróttum um allt land hefur verið mikill skortur í þessum efnum fyrir frjálsíþróttafólk. Með þessu húsi fær þetta fólk loksins almennilega æfingaaðstöðu sem okkar besta af- reksfólk getur æft í. Okkar besta fólk í gegnum tíðina hefur nefni- lega flest þurft að æfa erlendis úl að ná árangri sem lýsir þvf best hversu mikilvæg þessi nýja bygging er.“ agust@dv.is, eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.