Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 FRÉTTIR 15
Fjórir látast í óveðri í Frakklandi
STORMUR: Fjórir létu lífið og um
það bil 60 slösuðust þegar öflugur
stormur gekk yfir suðvesturhluta
Frakklands seint í gærkvöld.
Hinir látnu og slösuðu voru flestir
gestir á tjaldsvæðum eða í ferða-
mannaþorpum. Þriggja til viðbótar
var saknað. Stormurinn braust
skyndilega út eftir að mikil hita-
bylgja hefur ríkt á þessu landsvæði
að undanförnu.Tréféllu á tjöld og
tjaldvagna í Biscarosse, sem er milli
Bordeaux og Biarritz.
Vindinum fylgdi haglél og varð það
þess valdandi að rafmagnslaust varð
á svæðinu og truflaði það lestarsam-
göngur. Mörg hundruð manns
þurftu að leita skjóls í skólum og
öðrum opinberum byggingum
vegna veðursins í nótt. Veðurfræð-
ingar segja þetta vera versta storm á
svæðinu frá árinu 1999.
L
TOBY STUDABAKER: Bandaríkjamaðurinn Toby Studabaker, 31 árs fyrrum hermaður,
hefur að sögn bandarísku lögreglunnar tvisvar verið bendlaður við ósæmilega hegðum
gagnvart börnum en aldrei dæmdur.
Schulz líkir ítölsku stjórn-
inni við kynþáttahatara
Þýski Evrópuþingmaðurinn
Martin Schulz, sem fyrr í mán-
uðinum lenti í orðaskaki við
Silvio Berlusconi, forsætisráð-
herra ítalíu, á Evrópuþinginu í
Strassborg, hefur enn komið af
stað illdeilum eftir að hafa í gær
lýkt allri ítölsku ríkisstjórninni
við kynþáttahatara.
Þessi ummæli Schulz komu fram
í viðtali á þýsku XXP-sjónvarps-
stöðinni og hafa að vonum valdið
mikilli reiði í garð Þjóðverja á Ítalíu.
í viðtalinu fordæmdi Schulz fram
komna tillögu ftalsks ráðherra um
að rétt væri að ítalska strandgæslan
ætti að skjóta á skip og báta sem
reyndu að smygla ólöglegum inn-
flytjendum til landsins. „Þetta er
annað dæmið sem sannar að kyn-
þáttahatarar sitja við völd á Ítalíu,"
sagði Schulz.
í fyrstu hafði Berlusconi lfkt
Schulz við fangavörð í útrýmingar-
búðum nasista í seinni .heimstyrj-
öldinni eftir að Schulz hafði ítrekað
gripið fram í fyrir honum í miðri
ræðu í Evrópuþinginu, sem varð til
þess að Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands krafðist afsökunar-
beiðni frá Berlusconi.
í framhaldi af því lfkti Stefano
Stefani, ferðamálaráðherra Ítalíu,
þýskum ferðamönnum við „ofur-
þjóðemissinnaðar ljóskur".
. A
ÁHRIF NIKÓTÍNS
Guðbjörg Pétursdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
Nikótíniö er aðalástæðan
fyrir því hversu erfitt er að
hætta að reykja. Nikótínið
er grundvallarorsökin fyrir
fíkninni og þó það sé best
að vera alveg án þess, er
það um 4000 sinnum
skárra en tóbakið í hvaða
formi sem þess er neytt! Þar koma nikótínlyfin
til sögunnar, en þau ber aðeins að nota af
þeim sem hafa ákveðið að hætta að reykja,
en treysta sér ekki til að kljást við
fráhvarfseinkennin og vanann um leið. Það
er mikilvægt að nota nikótínlyf þannig að þau
smám saman lækki nikótínmaginið í blóðinu
og minnki þannig fráhvarfseinkenninn. Það
má alls ekki reykja með þeim, , ,--------------------7—
því þá myndast of mikið Nikótínið er grundvallarorsökin Munið að nikótínlyfin eru
nikiótínmagn í líkamanum :Vi !i ^n'nn' °9 sa ^eSí aðeins tímabundin hjálp
sem veldur vanlíðan, td. aðveraalveg án þess,erþað um og eiga ekki að koma í
höfuðverk, ógleði eða ^^00sinnum skárraentóbakiö í stað tóbaksins til
hjartsláttarköstum. hvaða formi sem þess er neytt! frambúöar.
Verkun nikótínlyfja er að
minnsta kosti þríþætt:
1. Þau minnka fráhvarfseinkennin og geta
þannig hjálpað fólki til að hætta að reykja.
2. Þau viðhalda þoli og seðja þannig
lönguninni eftir sígarettum.
3. Þau geta hjálpað tii að ná fram svipuðum
áhrifum og sígaretturnar gerðu áður og
viðhalda þannig æskilegu geðslagi og
einbeitingu. Einnig geta þau komið í veg fyrir
röskun á svefnmynstri og hjálpað til að takast
betur á við daglegt líf og þá sem streitu sem
oft gerir vart við sig hjá þeim sem að hætta
að reykja.
www.dv.is
GERDU SAMNING VIÐ SJÁLFAN ÞIG Á WWW.DV.IS
Nicotinell
Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notaö sem hjálparefni til aö hætta eöa draga úr reykingum. Þaö inriiheldur nikótín sem losnar þegar
tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki (einu, hægt og rólega
til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. tkki er ráðlaat aö nota lytið
lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með
slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiaa ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri
en 15 ára nema í samráði við lækm. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.