Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 TILVERA 25 Ljóðaunnendur og skáld UÓÐALEIKUR: Eittafljóða- kvöldunum á vegum Hins hússins verður á Bláa barnum í kvöld en sá staður er fyrir ofan Pasta Basta á Skóla- vörðustíg. Það hefst kl. 21.30 og eftir að hefðbundinni dag- skrá lýkur verður hljóðnem- inn opinn fyrir hvern sem hef- ur einvern kveðskap fram að færa. Það eru tvær stúlkur í Hinu húsinu, þær Steinunn og Guðríður, sem standa bak við dagskrána og leiða saman þá sem áhuga hafa á Ijóðinu, þar á meðal skáld á öllum aldri. „Við hvetjum öll skúffu- skáld til að hafa samband við okkur," segja þær stöllur því þær ætla að halda leiknum áfram. gun@dv.is Sletta úr klaufunum á Borg gunJs LÍNUDANSAMÓT: Sérstakt línudansamót verður haldið að Borg í Grímsnesi dagana 1 .-4. ágúst næstkomandi, það er að segja um verslun- armannahelgina. Þar ættu línudansarar þessa lands að geta dansað óáreittir. Gesta- kennari verður á staðnum til að kenna byrjendum og líka þeim sem lengra eru komn- ir í listinni.Tjaldsvæði er á Borg og stutt í gististaði á Laugarvatni og víðar. En þátttöku þarf að til- kynna til Elsu í síma 698 1750 netfang elsas@islandia.is eða Bödda s. 892 2654. gun@dv.is Sögðum þingfulltrúum sögur afíyrkjaráni og gosi - segir Hera Ósk Einarsdóttir um umdæmisþing Rótary í Eyjum Eyjalíf - fólk - náttúra - um- hverfi - var yfirskrift umdæmis- þings Rótary í Vestmannaeyj- um, sem haldið var nýlega, og voru þessir þættir kynntir með fyrirlestrum, söng og skoðunar- ferðum á milli hefðbundinna þingstarfa. „Þetta tókst vonum framar og veðrið lék við okkur," segir Hera Ósk Einarsdóttir í Rótary-klúbbi Vestmannaeyja. Hún sá ásamt öðr- um konum í stjórn klúbbsins, með Halldóru Magnúsdóttur skólastjóra í forsæti, um skipulagningu um- dæmisþingsins. „Við erum bara 15 í klúbbnum hér en tókum á móti um 140 gestum og kynntum þeim sögu Eyjanna eftir bestu föngum. Meðal annars komu Tyrkjaránið og gosið sterkt inn í þá mynd,“ heldur Hera Ósk lýsingunni áfram. Hún segir þingið hafa verið haldið í Höllinni, ágætu ráðstefnuhúsi Eyjanna, en hefð sé fyrir því að sá klúbbur sem sjái um þingið haldi líka rótar- yfund. Þeim Eyjamönnum hafi fundist við hæfi að skella upp stóru tjaldi í sínum Herjólfsdal og funda þar. „Eins og þeir þekkja sem kom- ið hafa á þjóðhátíð hefur umhverfi dalsins og náttúra sína einstöku töfra og þar myndaðist góð stemn- ing eins og vænta mátti. Vil ég nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu Eyjamönnum sem lögðu okkur lið við þinghaldið." Útrýma barnalömunarveiki Á þinginu kom m.a. fram að á starfsárinu lögðu íslenskir Rótary- félagar tæplega 35 þúsund dollara til Rótary-sjóðsins, menningar- og mannúðarsjóðs hreyfmgarinnar. Þar af fóru 11 þúsund dollarar beint í bólusetningarátak alþjóðahreyf- ingarinnar, Polio Plus, en með því er stefnt að því að útrýma barna- lömunarveiki. Góð von er um að það markmið takist á árinu 2005, á 100 ára afmæli Rótary, en alþjóða Rótary-hreyfingin hefur unnið að þessu verkefni f 15 ár, ásamt Al- þjóða heilbrigðismálastofnuninni og fleiri aðilum, og lagt um 450 milljónir dollara í verkefnið. Þá var á þinginu samþykkt skipu- lagsskrá að Tónlistarsjóði Rótary á Islandi, en hann er afrakstur Stór- tónleika Rótary undanfarin ár og er tilgangur hans að veita ungu tón- listarfólki, sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar, viður- kenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Unga fólkið með Hera Ósk segir ungt fólk hafa sett svip sinn á umdæmisþingið því níu erlendir skiptinemar séu hér í árs- VERÐLAUNAAFHENDING: Kristján Bjarna- son, garðyrkjustjóri Vestmannaeyjabæjar og formaður Skógræktarfélags Vest- mannaeyja, hlaut verðlaun Starfsgreina- sjóðs Rótary fyrir ötult starf við varðveislu og uppgræðslu lands og tilraunir með plöntun trjáa við erfiðar aðstæður. I ræðu- stólnum erGrétar Hrafn Harðarson dýra- læknir sem afhenti verðlaunin. dvöl á vegum íslenskra Rótary- klúbba. .Æskulýðsstarf er um- fangsmikill þáttur í starfi Rótary. í vetur voru átta íslenskir skiptinem- ar erlendis og sjö íslensk ungmenni fara utan í sumarbúðir á vegum Rótary í ár en 12 erlend ungmenni koma hingað," segir hún. Á lokahófinu í Höllinni fóru fram umdæmisstjóraskipti og tók Bjarni Þórðarson, tryggingastærðfræðing- ur í Rótary-klúbbi Hafnarfjarðar, við embætti umdæmisstjóra sem hann mun gegna í eitt ár. Umdæmisþingin eru haldin til skiptis hjá klúbbunum sem mynda net kringum landið. Að sögn Heru Óskar eru þingin góð til að efla tengslin og fara yfir það sem áunn- ist hefur og fram undan er. „Svo kynnist maður svo vel landi og þjóð," segir hún og bætir við: „Ég bý lengi að ferð sem ég fór til Húsa- víkur á þing sem þetta og skoðaði Mývatn og fleira fallegt á svæðinu." gun@dv.is HERA ÓSK: „Allt lagðist á eitt til að þingið tækist vel og það erum við ánægð með," segir Hera Ósk sem er ein stjórnarkvenna í Eyjum. Tómatahús við þjóðveg: Við þjóðveginn milli Laugarvatns og Geysis hefur verið komið upp snotru húsi sem skýtur skjóli yfir nýja tómata í plastpokum. Þarna geta vegfarendur smeygt sér (poka og borgað 150 krónur fyrir í bauk. Tómatahúsið stendur við bæinn Rauðaskóg en þetta uppátæki bænda hefurvakið velvilja þeirra sem fram hjá fara.Tómatarnir eru frá Garðyrkjustöðinni Árbakka við Syðri-Reyki. DV-mynd Óttar Dakótaskógur á Hofsósl: I Konungsverslunarhúsinu á Vesturfarasetrinu á Hofsósi er sýn- ingin Akranna skínandi skart þar sem gestir hafa margir hverjir verið spenntir að skoða skóg sem er í líkingu við það sem maður myndi finna í Norður-Dakóta þar sem forfeður okkar Islendinga settust margir að.Tré og tunglsljós, skordýr og snáka og margt annað ber þarna fyrir augu. Með því að skoða sýninguna og aðrar i hinum fjölmörgu húsum set- ursins í þorpinu á Hofsósi er auðveldlega hægt að komast inn í hugarheim vesturfaranna og sjá hve framandi það er að koma í annað land. DV-mynd Óttar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.