Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR MIÐVIKUDAQUR 16.JÚLÍ2003 Ferðir Umsjón: Vilmundur Hansen Netfang: kip@dv.is Glasgow á bökkum árinnar Clyde Þrátt fyrir að höfnin í Glasgow væri rúma þrjátíu kílómetra frá ósum Clyde og aðstaða slæm varð borgin snemma þekkt hafnarborg. Fyrsta farminum af tóbaki, sem flutt var frá Amer- íku árið 1674, var til dæmis skipað upp þar. f kjölfar iðn- byltingarinnar var mikil útskip- un í Glasgow vegna nálægðar- innar við verksmiðjurnar og fyr- ir rúmum tvö hundruð árum var áin Clyde dýpkuð svo hægt væri að sigla stórum skipum upp eftir henni. í dag tengja ellefu brýr og jarð- göng borgarhlutana sinn hvorum megin árinnar en áður en Clyde var dýpkuð var hægt að vaða ána á íjöru. Borgin ber sterkan svip Viktoríu- tfmans enda mikill uppgangur í Glasgow á þeim tíma. Ibúafjöldinn tífaldaðist á hundrað árum og fór úr tæplega áttatíu þúsund árið 1801 í átta hundruð þúsund 1899. í upphafi tuttugustu aldar stóð stáliðnaður í miklum blóma í borginni og skipa- smíðar voru helsta atvinnugreinin. Skipin Queen Mary, Queen Eliza- beth, QE2 og snekkjan Royal Britannia voru til dæmis öll smíðuð á ánni Clyde og The Waverley, síðasta úthafsspaðagufuskip í heimi, var líka smíðað þar árið 1947. Eftir að grundvöllurinn fyrir skipa- smíðum hrundi um 1960 ríkti kreppa í borginni næsta einn og hálfa ára- tuginn og atvinnuleysi landlægt en MACKINTOSH-STfLL: Áhugamenn um hönnun ættu að heimsækja safnið í Mack- intosh House og skoða verk arkitektsins Charles Rennie Mackintosh sem fæddist í Glasgow árið 1866. fjárhagur borgarinnar hefur batnað mikið síðustu tvo áratugina. f dag er Glasgow stærsta verslunarborg á Bredandseyjum fyrir utan London og talin ein besta verslunarborg f Norður-Evrópu. Árið 1990 var Glas- gow valin menningarborg Evrópu og árið 1990 var hún kosin fallegasta borgin á Bretlandi hvað varðar hönnun og byggingarlist. Glasgow-stíllinn í byggingarlist Húsagerðarlist í Glasgow er mjög sérstæð. Rauður og hunangslitur KNATTSPYRNUMINJAR: Áhugamenn um knattspyrnu ættu ekki að láta skoska knattspyr- numinjasafnið í Hampden fram hjá sér fara. Arabískir tónar Arabísk tónlist er í mikilli upp- sveiflu á Vesturlöndum um þessar mundir, sérstaklega ef hún er blönduð vestrænum áhrifum og með sterkum danstakti. Þeir sem hafa gaman af slíkri tónlist eða vilja kynna sér hana ættu hiklaust að leggja við hlustir og kynna sér disk sem nefnist Arabian Travels og er í The Six Degrees Travel Series frá samnefndu fyrirtæki. Á diskinum eru sýnishom af ar- abískri tónlist frá Miðausturlönd- um og Norður-Afríku sem er und- ir sterkum áhrifúm frá vestrænni raf-, ambient-, og danstónlist. Meðal þeirra sem koma fram á diskinum eru dZihan & Kaniien, Arabic Breakbeats, Euphoria og hljómsveitin Fifth Sun. Auk þess sem boðið er upp á endurhljóm- blöndun á arabfskri tónlist frá listamönnum á borð við Banco de Gaia, Dahmane E1 Harrachi, Shantel, Karsh Kale, Ekova og fleiri. Á diskinum er farið um víð- an völl og tónlist ólfkra þjóðar- brota gerð góð skil án þess þó að samhenginu sé fórnað og greini- legt að arabísk hljóð njóta sfn vel f félagsskap við hljóðgervla og „samplera". Sé lagt við hlustir má heyra í vindinum þar sem hann leikur við sandinn f eyðimörkinni og berg- mál tilbeiðslunnar þegar ómur sandsteinninn blandast við miðalda- spírur og myndar kaótíska heild með nýgotneskum turnum sem gnæfa yfir húsþökin í bland við nýlist Mack- intoshar ásamt gleri og stáli nútíma- borga. Frægastí arkitekt Skota, Charles Rennie Mackintosh, fæddist í Glas- gow árið 1866. Byggingar hans þykja þær ailra faUegustu í borginni en Mackintosh er einnig þekktur fyrir sérstæða húsgagnahönnun sem hægt er að skoða í Hunterian-safn- inu eða í Mackintosh House. Mack- intosh og kona hans Margaret, systír hennar Frances og arkitektiim Her- bert McNair lögðu sameiginlega grundvöllinn að því sem í dag nefnist Glasgowstílinn í byggingarlist eða „The Spook School". Glasgow, stærsta borg Skotlands, stendur beggja vegna við ána Clyde. Þeir sem hafa gaman af sögu húsa ættu að líta við á Central-hótelinu í miðbænum því sagan segir að John Logie Baird, sem fann upp sjónvarp- ið, hafi sent út fyrstu sjónvarps- myndirnar úr herbergi þar og að Roy Rogers og Trigger hafi báðir gengið niður aðalstígaganginn í hótelinu. Hamilton-grafhýsið í Glasgow, sem var byggt upp úr 1850, gætí einnig verið áhugavert því það hefúr lengsta bergmál allra bygginga í Evr- ópu - fimmtán sekúndur. Frábært skemmtanalíf Glasgow býður upp á ýmsa áhuga- verða möguleika þegar kemur að því að bregða undir sig betri fætinum og skella sér út á lífið enda borgarbúar þekktír fyrir að kunna að skemmta sér. Hvort sem um er að ræða bar- eðlu, tónlistarfíkil, óperuunnanda, leikhúsáhugamann eða dansfrík er að jafhaði eitthvað íyrir alla í Glas- gow og Clyde Valley. Sýningar í skosku óperunni eða á West End og mjúkir hljómar alþjóð- legu djasshátíðarinnar og mögnuð mantra heimsmeistaramótsins í sekkjarpípuleik vekja verðskuldaða athygli allra sem sækja slfkar uppá- hennar endurkastast úr hvelfingu moskunnar í bland við seiðandi flautuleik og dillandi magadans. African Travels, Asian Travels 1 og 2, og fimrn diska sería Traveler ‘99 til Traveler ‘02. Six Degrees ferðaserfan færst í Tólf tónum við Skólavörðustíg og kostar hver diskur 2.400 krónur. ÚTIKAFFIHÚS í MERCHANT CITY: Miðbærinn í Glasgow iðar af mannlífi nótt sem nýtan dag, þannig að allir ættu að geta fundið sér eitthvað til skemmtunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.