Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 14
74 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003
Útlönd
Heimurinn í hnotskurn
Umsjón: Erlingur Kristensson / Kristinn Jón Arnarson
Netfang: erlingur@dv.is / kja@dv.is
Sími: 550 5828
Gífurlegur stríðskostnaður
ÍRAKSSTRlÐIÐ: Bandaríkja-
menn hafa lýst því yfir að (raks-
stríðið hafi kostað þá sem sam-
svarar 3700 milljörðum króna
frá upphafi þess. Jafnframt
áætla þeir að kostnaðurinn á
næstunni verði um það bil 300
milljarðar króna á mánuði.
Þessi mikli kostnaðurer ein
ástæða þess að methalli verður
á fjárlögum landsins næstu ár-
in, en þar spilar líka skatta-
lækkunarherferð George Bush
stórt hlutverk.
En stríðið kostar líka mannslíf
og í nótt féll einn bandarískur
hermaður þegar sprengja
sprakk nálægt þjóðvegi. Þar
með er tala látinna Bandaríkja-
manna í stríðinu komin í 147,
sem eru jafn margir hermenn
og létu lífið í fyrra [raksstríðinu.
Tólfára telpu og 31 árs hermanns leitað í Frakklandi:
Hafa bæði látið
heyra frá sér
Hin tólf ára gamla Shevaun
Pennington frá bænum Wigan í
Englandi, sem stakk af með
bandarískum 31 árs gömlum
fyrrum hermanni, Toby Studa-
baker, hafði í gærkvöldi sam-
band við foreldra sína eftir að
hafa verið saknað síðan á laug-
ardagskvöld.
Að sögn talsmanns lögreglunnar
í Manchester-umdæmi, sem
stjórnað hefur leitinni að Shevaun,
talaði hún við móður sína í síma í
gærkvöld og sagðist enn vera með
Toby Studabaker og að ekkert
amaði að sér. Hún hefði þó ekkert
viljað segja um það hvar hún væri
niðurkomin og var það lögreglunni
og foreldrunum enn hulin ráðgáta í
morgun.
Áður hafði fjölskylda Studabak-
ers upplýst að hann hefði einnig
haft sfmasamband í gær til þess að
láta vita að ekkert amaði að Shev-
aun og hefði hann fullyrt að hún
væri ekki lengur með honum.
Hann mun heldur ekki hafa sagt
hvar hann væri staddur en sagðist
mundu hafa samband við alríkis-
lögregluna, FBI.
„Hann virtist bæði
hræddur og vand-
ræðalegur og jafnframt
reiður yfir því sem hefði
gerst. „Shevaun hefur
það fínt. Ég hefekkert
gert henni og hún er
ómeidd."
Að sögn lögreglunnar í Manch-
ester tókst ekki að rekja símtölin
enda erfitt nema vitað sé að von sé
á þeim.
Leitað í Frakklandi
Breska, franska og bandaríska
SHEVAUN PENNINGTON: Þykir mjög
þroskuð eftir aldri.
lögreglan vinna nú saman að leit-
inni að parinu og er aðaláherslan
lögð á Frakklandi eftir að slóð
þeirra hafði verið rakin þangað, en
flugbókanir sýndu að þau höfðu
bókað flug frá Manchester til París-
ar með millilendingu á Heathrow-
flugvelli í Lundúnum.
Fulltrúar bresku lögreglunnar
flugu til Frakklands í gær og að-
stoða nú frönsku lögregluna við
leitina þar þrátt fyrir efasemdir
frönsku lögreglunnar um að þau
séu enn í landinu, en talsmaður
þeirra sagði í gær að Shevaun hefði
snúið aftur til Bretlands skömmu
eftir komuna til Parísar.
Þau voru sögð hafa eytt um það
bil tveimur klukkustundum í flug-
stöðinni á Charles de Gaulle-
flugvelli eftir að þau komu þangað
frá Lundúnum.
Lögreglan rugluð í ríminu.
Talsmaður lögreglunnar í Man-
chester staðfesti að upplýsingar
hefðu borist frá alþjóðalögregl-
unni, Interpol, um að einhver S.
Pennington hefði bókað sig í flug til
Liverpool í hópi með fimm öðrum,
en sagðist þó efast um að það væri
Shevaun.
Þetta hefur að vonum ruglað
lögregluna í ríminu en franska lög-
reglan telur að Studabaker hafi ekki
verið í þeirri vél.
Franska lögreglan mun þó
standa fyrir öflugri leit í dag í von
um að parið gefl sig fram og hætti
feluleiknum en frekar er búist við
því að þau sé enn saman.
Reiður og sár
Að sögn Sherry Studabaker,
mágkonu Tobys, sagðist hann ekki
hafa snert Shevaun en auðheyrt á
honum að hann var reiður og sár
vegna þess að hún hefði logið að
honum um aldur.
„Hann virtist bæði hræddur og
vandræðalegur og jafnframt reiður
yfir þvf sem hefði gerst,“ sagði
Sherry. „Shevaun hefur það fínt. Ég
hef ekkert gert henni og hún er
ómeidd og allt í lagi með hana,"
segir Sherry að Toby hafi sagt.
„Hann trúði okkur einnig fyrir
því að Shevaun hefði gefið sér
skriflega yfirlýsingu um að hann
hefði ekki gert neitt rangt. Hún
hefði tælt hann og logið til um ald-
ur og sannfært hann um það á
spjallrásinni að hún væri nítján ára
framhaldsskólanemi. Hann var í
raun mjög reiður yfu þessu en um
leið mjög leiður yfir því hvað hann
hefði komið sér í,‘‘ sagði mágkonan
og bætti við að Toby hefði sagt að
það væri einnig önnur ástæða fyrir
því að Shevaun hefði strokið að
heiman, en hafi þó ekki viljað
greina frá því hver hún væri.
Tvisvar grunaður
Að sögn talsmanns bandarísku
alríkislögreglunnar, FBI, hefur
Studabaker, tvisvar sinnum verið
grunaður um ósæmilega hegðun
gagnvart börnum en ekki hlotið
dóm þar sem formleg ákæra hefði
ekki verið lögð fram og frekari
rannsókn því hætt.
Vegna þessa er óttast um heilindi
Studabakers og jafnvel talið að
hann hafi tælt Shevaun.
Hann var liðsmaður í bandaríska
sjóhernum í þrjú ár og dvaldi þar af
eitt ár í Afganistan áður en hann
hætti hermennsku í vor.
Eins og áður hefur komið fram
kynntist hann Shevaun á spjall-
rásinni og hélt þar stöðugu sam-
bandi við hana f heilt ár án vit-
undar foreldranna.
Kjarnorkuvopnadeila Norður-Kóreu og Bandaríkjanna:
Tilbúnir til viðræðna
Ráðamenn í Norður-Kóreu eru
tilbúnir að halda marghliða
viðræður um kjarnavopna-
áætlun sína ef Bandaríkja-
menn reyna ekki að grafa und-
an ríkisstjórn Kims Jong-il.
Þetta hefur japanskt dagblað
eftir ónefndum kfnverskum emb-
ættismanni í dag. Hann segir að
tilboðið hafi norður-kóreskir emb-
ættismenn fært bandarískum kol-
legum sínum þegar þeir funduðu
óformlega hjá Sameinuðu þjóðun-
um þann 8. júlí síðastliðinn.
Bandaríkjamenn hafa ávallt vilj-
að að auk þeirra og Norður-Kóreu-
manna taki Japan, Kína og Suður-
Kórea þátt íviðræðunum. Norður-
Kóreumenn hafa hins vegar hing-
að til staðið fastir á því að þeir vilji
bara tvíhliða viðræður við Banda-
ríkjamenn.
Gæti leitt til stríðs
Utanríkisráðherra Kína, Li Zha-
oxing, og Colin Powell, utanrfkis-
ráðherra Bandaríkjanna, ræddu
kjarnorkumál Norður-Kóreu í
nótt. Kínverska ríkisfréttastofan
sagði að umræðurnar hefðu verið
uppbyggjandi og ákveðið hefði
verið að halda viðræðum áfram.
Þeir sem til þekkja segja að Kín-
verjar leggi um þessar mundir til
viðræðugrundvöll fyrir stjórnvöld í
Washington og Pyongyang sem
geti orðið til þess að fari að þokast
í samkomulagsátt.
Málið er á umtalsvert alvarlegu
stigi og segir William Perry, sem
var varnarmálaráðherra Bills
Clintons í stjórnartíð hans, að
smíði kjarnavopna í Norður-
Kóreu gæti leitt til strfðs milli
Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.
Mögulegt sé að slíkt stríð gæti haf-
ist strax á þessu ári ef lausn finnst
ekki fljótlega og ríkin komi sér að
samningaborðinu fýrir alvöru.
Á LANDAMÆRUNUM: Suður-kóreskur hermaður (til vinstri) og norður-kóreskur standa
vörð við landamæri landanna tveggja. Kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna
hefur leitt til vaxandi ólgu í samskiptum þeirra við nágranna sina og Bandaríkjamenn.-