Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 16
16 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 16.JÚU2003_ Ræktun lýðs oglands Umsjón: Páll Guðmundsson Netfang: palli@umfi.is Sími: 568 2929 Styttist í Unglinga- landsmót UMFÍ Ánægjulegt: Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Islands, segir það ánægjulegt fyrir félagið að leggja ungmennafélaginu lið og koma að ung- lingalandsmótinu þar sem áherslan sé lögð á Qölskylduna og heilbrigða skemmtun. Undirbúningur fyrir Unglinga- landsmót UMFI stendur nú sem hæst og mótshaldarar á ísafírði eru að leggja lokahönd á undir- búning mótsins. Um tólf hundruð keppendur eru skráðir í forskrán- ingu í átta íþróttagreinum. Gera má ráð fyrir að milli sex og sjö þús- und gestum á mótið og því ljóst að umferð vestur um verslunar- mannahelgina verður mikil. Frá Reykjavik til Isafjarðar eru um 490 kílómetrar en ekki nema rétt rúm- lega hálftímailug frá Reykjavík til ísafjarðar. Flugfélag íslands er einn af aðalsamstarfsaðilum UMFÍ vegna unglingalandsmóts. Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Islands, segir það ánægjulegt fyrir félagið að leggja ungmennafélaginu lið og koma að unglingalandsmótinu þar sem áherslan sé lögð á fjöl- skylduna og heilbrigða skemmt- un. „Þegar leitað var til Flugfélags- ins var það í raun einfalt mál að ákveða að gerast samstarfsaðili um unglingalandsmótið á ísafirði. Við erum mjög ánægð með sam- starfið fram til þessa og hlökkum til samvinnunnar á næstu vikum." Jón Karl segir að það séu nokkrar ástæður fyrir því að Flugfélagið teljum ungmennafélagsmótið heppilegan samstarfsvettvang. „Fyrst má nefna að málefnið er gott og fyrri mót hafa verið mjög glæsileg og þeim til sóma sem að þeim hafa staðið og samkomur af þessu tagi eru mjög mikilvægar fyrir ferðaþjónustuna á þeim svæðum þar sem þær eru haldnar. Flugfélag Islands er í ferðaþjón- ustu og Isafjörður er mikilvægur áfangastaður fyrir félagið. Það er trú okkar að unglingalandsmótið muni stórlega efla þekkingu á Vestfjörðum og leiða til frekari NEMENDUR í VINNUSKÓLA ÍSAFJARÐAR: Hver veit nema einhverjir þessara krakka taki þátt í hæfileikakeppninni sem haldin verður á unglingalandsmótinu. ferðalaga um það svæði í framtíð- inni.“ Að sögn Jóns Karls mun Flugfé- lagið bjóða upp á sérstök netfar- gjöld en auk þess verður boðið upp aukaferðir til að mæta eftir- spurn. „Félagið býður ferðir kvölds og morgna alla daga á milli Reykja- víkur og ísafjarðar og við höfum þegar ákveðið að bætta við þriðju ferðinni á fimmtudag, föstudag og mánudag í kringum mótið." BMX I SOUNNI: Isfirska hljómsveitin BMX, ein efnilegasta hljómsveit landsins í dag, sendi nýlega frá sér lagið „15 þúsund fet". BMX mun skemmta gestum unglingalandsmótsins um verslunarmannahelgina. móti UMFl, ásamt vöskum sveinum sem ætia taka þátt í mótinu. Tungudalur, útivistarsvæði Isfirðinga, í baksýn. NÝR GERV1GRASVÖU.UR: Strákar í 7. flokki Bl á nýlögðum gervigrasvellin- um á ísafirði en mótshaldarar eru nú að leggja lokahönd á framkvæmdir við íþróttasvæði á Torfnesi. Velkomin UNGLINGA LANDBMÓT UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ Isafirði verslunarmannahelgina 1.-3. ágúst Frábær fjölskyldhátíð þar sem gleði, ánægja og heilbrigði ráða ríkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.