Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 16.JÚU2003 TILVERA 35 hasat'mynd ^ Ij^pem af er.'J .com n !★★' ■\v ^ NICK NOLTE Í„Líklegast fcf’ear heppnastp' ofurhetjuajynd allra tijé! | sá græni Ækkar.''* B.Ö.S. FréttáblaðiáP :«raelK1ftjÓra„Crouching Tiger, Hidden Dragon", kemur risamynd sumarsins. Haohoiaoío Sýnd kl.4,7 og 10. Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20. B.i. 14 ára. MATRIX RELOADED: Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. RESPIRO: Sýnd kl.6 og 8.B.Í. 12 ára. NÓI ALBINÓI: Sýndkl.6. Sýnd m.enskum texta. English subtitles. ALFABAKKI Þegar tveir ólikir einstaklingar verða strandaglópar á flugvelli, getur allt gerst. /% juiJEÍTFBlNOCHE | JEAHRfNÖ Sýnd kl. 5,8, og 10. I Lúxus VIP kl. 5 og 8. LIZZIE MCGUIRETHE MOVIE: 2 FAST 2 FURIOUS: DARK BLUE: SKÓGARLlF: Sýnd m. ísl.tali kl. 4. MATRIX RELOADED: Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. 2 FAST 2 FURIOUS HOWTO LOSE A GUY IN 10 DAYS BRINGING DOWN THE HOUSE: Sýnd kl.4 og 6. KANGAROO JACK: Sýnd kl.4,6 og 8. Jean Reno og Juliette Binoche i frábærri rómantískri gamanmynd. ÁLFABAKKI tS 587 8900 KRINGLAN tS 588 0800 FJÖLMIÐLAVAKTIN Ágúst Bogason agust@dv.is Biðíbíói Ég fór í bíó um daginn og varð seinn fyrir á leiðinni þangað. Myndin átti að byrja klukkan tíu og ég var mættur út á bílastæðið á slaginu en átti þá enn eftir að kaupa miða. Kærastan var stressuð yfir að við myndum missa af byrjun- inni á myndinni þannig að ég flýtti mér eins og ég gat að finna stæði og hlaupa inn til að kaupa miða. Sem betur fer var stutt röð í miðasölunni þannig að við vorum komin inn í salinn svona fimm mínútur yfir. Ég var ánægður að sjá að það voru enn auglýsingar á tjaidinu og raunar vissi ég að kvikmyndin myndi aldrei byrja fyrr en um það leyti sem ég kom í bíóið, svona fimm mínútum eftir þann tíma sem auglýstur hafði verið. Þá hófust hins vegar sýning- ar á hinum margfrægu trailer- um þar sem það sem væntan- legt er í bíó á næstu vikum og mánuðum er kynnt fyrir gest- um. Það er svo sem ágætt út af fyrir sig og raunar ákveðinn hluti af því að koma í bíó en það mætti samt alveg íhuga að hafa þetta aðeins styttra. Eða þá bara að byrja að sýna aug- lýsingarnar og trailerana að- eins fyrr þannig að myndin sjálf geti alla vega byrjað nokkurn veginn á réttum tíma. Þetta eru svo sem ekki merkileg tíðindi en það er samt eitthvað skrýtið við það að koma fimm mfnútum of seint í bíó en þurfa samt að bíða í tíu mínútur eftir því að myndin byrji. Þetta er eitthvað sem kvikmyndahúsin mættu skoða. STJÖRNUGJÖF DV ★ ★★★ Nói albínói ★ ★★■A Dark Blue ★ ★★ Respiro ★ ★★ Identity ★ ★★ Agent Cody Banks ★ ★★ Phone Booth ★ ★★ Charlie Angels Full Throhle ★ ★ Hollywood Ending ★ ★ Anger Management ★ ★ 2 Fast 2 Furious ★ ★ Kangaroo Jack ★ ★ Matrix Reloaded ★ ★ Bringing Down the House ★ ★ Lizzie McGuire Movie ★★ Dumb and Dumberer ★ SMÁKRIMMAR: Jón Marinó og Davíð Guðbrandsson í hlutverkum sínum. íslenska myndin USSS frumsýnd á morgun í Háskólabíói: Dagurílífi smáglæpa- manna í miðbæ Reykjavíkur Hugvargur frumsýnir í samvinnu við Púra Productions myndina USSSS í Háskólabíói á morgun, þann 17. júlí nk. Aðalsöguhetjur myndarinnar eru tveir félagar, Sæli og Rebbi, smáglæpamenn sem reka safnarabúð í miðbæ Reykja- víkur sem er í raun skálkaskjól fyrir söiu á þýfi. Sæli er heilinn í sam- starfinu og sér um rekstur búðar- innar en Rebbi er í starfi „inn- kaupastjóra". Myndin lýsir einum degi í lífi þeirra félaga sem tekur undarlega stefnu þegar Rebbi ræn- ir fjallahjóli og leiðir þá inn í spenn- andi og á köflum blóðuga atburða- rás, en aldrei er langt í kolsvartan húmorinn. Inn í þessa sögu fléttast svo skraudegar persónur, svo sem kærasta Sæla, sem er ekki öll þar sem hún er séð, og tveir skuggaleg- ir lögregluþjónar með undarleg áhugamál. USSSS er hugarfóstur leikstjór- ans, Eiríks Leifssonar, og framtak nokkurra kvikmyndagerðaráhuga- manna sem leituðu leiða til þess að gera kvikmynd í fullri lengd sjálf- stætt. Tónlistin er öll íslensk og frekar rokkuð og kennir þar ýmissa gras- róta, enda er myndin mjög tónlist- ardrifin. Leikararnir eru að mestu óreyndir og gáfu vinnu sína eins og flestir sem að myndinni stóðu. Hvað er ísjónvarpinu í kvöld? Friends á Stöð 2 Stöð2kl. 19.30: Hinir sívinsælu Vinir eða Friends eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.30 í kvöld (eins og að- dáendur þáttanna vita). Rachel er flutt inn til Phoebe og vinkonurnar ákveða að skokka saman á hverjum degi en Rachel skammast sín fyrir Phoebe þegar hún uppgötvar að vinkona hennar hleypur eins og krakki. Joey fær sér bráðhuggulegan meðleigjanda og á erfitt með að halda aftur af sér enda súperfyrirsætan Elle MacPherson sem er hlutverki Janine, meðleigjanda hans. Klukkan 23.20 býður Stöð 2 áskrifendum sínum upp á kvik- myndina The Governess eða Kennslukonuna. Myndin fjallar um Rosinu De Silva sem er ung kona af gyðingaættum og býr ásamt fjölskyldu sinni í Lundún- um á fyrri hluta 19. aldar. Þegar faðir hennar er myrtur hyggst hún giftast efnamanni til að sjá fjöl- skyldunni farborða. Aðalhlutverk: Tom Wilkinson, Minnie Driver. LlfÍð .eftir vinnu Bláa kirkjan: Sópransöng- konan Xu Wen og Anna Rún Atladóttir pí- anóleikari halda tónleika í Seyðisfjarðarkirkju í kvöld, 16. júlí, kl. 20.30. Þeir eru liður í tón- leikaröðinni „Bláa kirkjan". Wen æfiar að syngja konsert- og óperuaríur eftir Mozart, Puccini, Meyerbeer og vinsæit lag, Glitter and Be Gay, úr óperunni Candide eftir Bernstein ásamt lögum eftir Joaquin Rodrigo (úr ljóðaflokkn- um Quattro madrigales amatorios / Fjórir ástarmadrigalar), Richard Strauss og Sigvalda Kaldalóns. Einnig syngur hún nokkur kín- versk þjóðlög. Hótel Skaftafell: „í Skaftafelli fyr- ir fimmú'u árum“ nefnist fyrirlest- ur sem dr. Jack D. Ives fjallavist- fræðingur heldur á Hótel Skafta- felli í Öræfum í kvöld. Hann hefst kl. 20.00. Þar mun Ives m.a. greina frá rannsóknum breskra náms- manna í Skaftafelli á árunum 1952 til 1954 og lýsa því hvemig landslag og gróðurfar í þjóðgarðinum þar hefur breyst síðan þá. Einnig mun hann lýsa SkeiðarárMaupi sem hann varð vitni að árið 1954. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku en einnig túlkaður á íslensku. Sam- hhða mun Jack sýna úrval mynda. Aðgangur er ókeypis. Hafnarborg: í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnaríjarðar, er sýning á þjóð- legum listmun- um úr einka- safni Wangs Shucuns frá Kína, en hann er listfræðingur að mennt og hefúr lengi sinnt þar- lendri mynd- og alþýðulist. Á und- anfömum sextfu ámm hefur hann sankað að sér mörg þúsund grip- um í heimalandi sínu, þ.á m. mál- verkum, tréristum, kUppimynd- um, leikföngum úr leir og út- saumsbútum. Sýningin stendur til 28. júlí. f aðalsal Hafnarborgar stendur einnig yfir afmælissýning í tilefni af tuttugu ára afmæli stofnunar- innar. Að þessu sinni em sýnd verk úr eigu safnsins og stendur sýning- in tíl 4. ágúst. Hafnarborg er opin aUa daga nema þriðjudaga, frá kl. 11 til 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.