Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 26
26 SKOÐUH MIÐVIKUDAGUR 16.JÚU2003 , Lesendur Innsendar greinar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn I s(ma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahllð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sértil birtingar. Og Fljótagöng Kristinn Ólafsson skrifar: Þeir aetla ekki að gefa neitt eftir, landsbyggðarjöfrarnir, sem nú ólmast hvað mest í ríkisstjórn- inni til að fá hana til að lofa jarð- göngum. Héðinsfjarðargöngin eru óskadraumur fámennis- kaupstaðanna, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. En svo kemur bóndi úr Bjarnargili og segir: Líka göng vestan megin niður í Fljótin því Strákagöngin eru að syngja sitt síðasta. Það verður því að vinda bráðan bug að því að hanna göng í vesturátt frá Siglufirði. Þingmenn kjördæmis- ins hafa áreiðanlega lagt við hlustirnar, tilbúnir í næsta kosn- ingaslag: Skrifaðu Fljótagöng, munu þeir segja við aðstoðar- menn sína. - Já, eða kannski „Og Fljótagöng"! Sterkir hnjáliðir? Cuðrún Pálsdóttir hringdi: Ég öfunda Ingibjörgu Sólrúnu af ferð hennar til Lundúna á krata- þingið hjá Blair og þeim strákun- um. Mest þó af því að hafa séð Bill Clinton „live" eins og sagt er. Ingibjörg sagði hann ótrúlegan ræðumann, snjallan og skemmtilegan. Auðvitað er Clint- on sjarmerandi. Það þarf sterka hnjáliði til að taka í hönd slíks kvennagulls. Ég er ekki viss um að ég hefði staðið óstudd. Ég veit að Ingibjörg er sterk líkam- lega sem andlega og því í stakk búin til að standa á eigin fótum. Furðaði mig á því að ekkert dag blaðanna ræddi við Ingibjörgu daginn eftir heimkomuna. Ekki einu sinni til að spyrja um álit hennar á Blair. - Heybrækur og hérar eru blaðamenn annars. Lengi má gott bæta í Hafnarfirði í HAFNARFJARÐARHÖFN: Haftindur og önnur fögur fley. /*1| KJALLARI Garðar H. Björgvinsson 9É utgeröarmaöur og bátasmiður Hafnarfjörður er yndislegur bær og mannlífið gott. Undir stjórn jafnaðarmanna eru fram- tíðarhorfurnar góðar. Allt án þess að lasta fyrrverandi bæjar- stjóra. En lengi má gott bæta og betur sjá augu en auga. Við bryggju í Hafnarfirði liggur langtímum saman fagurt fley er Haftindur nefnist. Skip þetta var smíðað í Hafnarfirði í kringum 1950 af Júlla Nýborg. Skipið hlaut nafnið Guðbjörg. Systurskip Guð- bjargar var Hafbjörg. Bæði þessi skip stunduðu m.a. sfldveiðar fyrir norðan á gullárunum. Eigandi Haftinds er hugsjónamaður, sem óþarfi er að kynna nánar. öll vitum við, að núverandi sjáv- arútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Indæll drengur, og Hafnarfirði til sóma. Sá er þetta rit- ar er svo lánsamur að hafa kynnst sjávarútvegsráðherra allvel f einka- viðtölum um sjávarútvegsmál. - Og nú vil ég ræða áhugamál mín við Árna sjávarútvegsráðherra í ykkar áheyrn. Skólaskipaútgerð Árni: Þú veist, að hugmyndir mínar eru ætíð heilar og í almanna- þágu, og fela í sér frelsi, jafnrétti og bræðralag. Nú eigum við að hefja brautryðjendastarf. Við setjum 100 tonna aflahámark á Haftind, og nú skal hann heita Guðbjörg. Tonn þessi leyfum við krökkunum sem sitja í blómabeðum víðsvegar um bæinn, með smáhrífu í hægri og kókflösku f vinstri, að veiða sér til heilsubótar á handfæri og læra í leiðinni að vinna alvörustörf fyrir framtfðina. Fyrir þetta fengju þau alvörulaun fyrir skólagöngu. Við setjum á skip- ið 50 tonn í viðbót til línuveiða frá 1. september, þar til skóla lýkur að vori, til þess að standa undir rekstri skipsins yfir veturinn. „Tonn þessi leyfum við krökkunum sem sitja í blómabeðum víðs veg- ar um bæinn, með smá- hrífu í hægri og kók- flösku í vinstri, að veiða sér til heilsubótar á handfæri og læra í leið- inni að vinna alvöru- störffyrir framtíðina" Nú vil ég, Árni, að þetta verði upphaf skólaskipaútgerðar á ís- landi. Það er uppfullt af gömlum skipum víðs vegar á ströndinni í góðu standi. Við áætlum eitt skóla- skip á hverja 1000 íbúa í hverjum bæ á landinu. Og segðu nú ekki, kæri Árni, að það sé ekki til fiskur í sjónum til þess að kenna bömum okkar að þekkja alvörustörf. Þá væri líka eins gott að fara að ráðum Davíðs; loka sjopunni og verða sér úti um far- miða aðra leiðina. Hæstaréttarævintýrið Þú manst, kæri Árni, Vatnseyrar- brandarann og Hæstaréttarævin- týrið því máli samfara. Þú sást von- andi greinina mína í DV 26. júní sl. Hún er háalvarlegt mál. Baráttan gegn náttúruspjöllum á hafsbotni er í raun hafin, m.a. af samtökun- um Framtíð íslands og 22 náttúm- verndarsamtökum úti í heimi. í því sambandi hefur Framtíð ís- lands nú þegar sent Alþjóðahval- veiðiráðinu erindi varðandi ofveiði og rányrkju á íslandsmiðum. Og, kæri Árni; Vertu nú jákvæður hugsjónum þessum til handa. - Það sem lýtir fallega bæinn okkar, Hafnarfjörð, em þessir sjö þúsund hestafla „hryðjuverkatogarar" sem sigla hér út og inn allan sólarhring- inn, allan ársins hring, líkt og sfld- arskipin á gullaldarárunum. En vonandi heyra nú þessar sjóræn- ingjaveiðar nútímans brátt sög- unni til. OTSKALAKIRKJA: Friðuð bygging, vigð árið 1863. Útskálakirkja og prestssetrið Ragnar skrifar: Sl. sunnudag, 13. júlí, var svo- kallaður opinn dagur í kirkjum á öllum Reykjanesskaganum. Ég „ var staddur í kirkjugarðinum við Útskálakirkju til að sinna þar leiði. Garðurinn við kirkjuna er orðinn sannkallaður skrautgarð- ur, svo vel er um hann hirt. Sjaldgæft er að sjá slfka kirkju- garða nú til dags. Kirkjan sjálf var til sýnis; gömul en falleg kirkja og ein sú elsta á landinu, ef ekki sú allra elsta. Hennar er getið f annálum fyrir 1200. Um hana, og þá presta sem þar hafa þjónað, má lesa í bókinni Undir Garðskagavita eftir Gunnar M. Magnúss. - Aðra sögu verður að f segja af prestssetrinu, sem er f fúllkominni niðumíðslu. Það er hroðalegt að sjá þetta fyrrum vel byggða og fallega hús með brotnar rúður og rifúr í veggjum. - Sveitarfélagið á að krefjast fjár- muna til að koma þessu húsi í viðunandi horf. Húsið, eins og það hefur verið um árabil, er k byggðarlaginu til skammar. Vilji er allt sem þarf í þessu efni. Sjónvarpsfrí sumarlangt Jón Helgason skrifar: Það er ekkert sældarbrauð fyrir stofnun eins og Ríkissjónvarpið að halda úti dagskrá alla daga ársins. Stofnun sem er skorinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn til kaupa á tilbúnum þáttum erlendum, hvað þá til dagskrárgerðar með innlendri dagskrá. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Sjónvarps- dagskráin er alla jafna afar þunn og aumkunarverð. Og nú er sumardagskráin alls- ráðandi. Þar er enn minna og ómerkilegra að finna en er þó yfir vetrarmánuðina. Allir „fastir þætt- ir“, svo sem Spaugstofan og þættir Gísla Marteins, horfnir, „komnir í sumarfrí" eins og það heitir á Sjón- varpinu. Kvikmyndir nánast horfn- ar líka. Þá er gripið til framhaldsþátta í allt að 20 hlutum eða meira (Mæðgumar f 22 hlutum, Góðan dag Miami sömuleiðis í 22 hlutum, Njósnadeildin í 6 hlutum, Vestur- álman í 22 hlutum, Borgarbúar í 15 hlutum, o.s.frv.). Síðan em endur- sýningar í tugatali og má nefna sem dæmi Frasier-þættina, Beðmál í borginni, innlenda þáttinn Af fingr- um fram og heimildamyndir hvers konar (t.d. þáttinn Hljóðlát spreng- ing um listamanninn Magnús Páls- son). Og nú sfðast Sögu Forsyte- ættarinnar, sem er náttúrlega ekki svipur hjá sjón ef miðað er við upp- mnalegu þættina fyrir mörgum ámm. Það er sem sé ekkert vit í að vera SUMARLANGT FRÍ SJÓNVARPSINS: Ekki bara æskilegt, heldur björgunartilraun stofnunarinnar. að senda út sjónvarpsdagskrá yfir sumarið upp á þessi býti, finnst mér. Og líklega mögum, mörgum öðmm. Og hvers vegna tekur yfir- stjóm Sjónvarps ekki þá ákvörðun að loka Sjónvarpinu yfir sumar- mánuðina? Sjónvarpið hefur áður verið lokað, þá einn dag í viku hverri auk sumarlokunar í júlí, og ég held að fáir hafi saknað þess ýkja mikið. Nú er lflca allt öðmvísi umhorfs á ljósvakamarkaðinum - lflca í sjón- varpsmálum - en þá var. Nú er Stöð 2 í gangi (í nokkmm útgáfúm), Skjár einn hefur náð miklu áhorfi og vinsældum, raunar ótrúlega miklum. Ekki síst fyrir það að sú stöð er ókeypis. Síðan em margir einkavæddir loftnetsdiskum sem ná útsendingum frá gervihnöttum sem einnig senda út ótmflað og ókeypis sjónvarpsefni vítt um heim. Má þar nefna Astra eitt hnöttinn sem er aðallega með þýska dagskrá, en mjög fjöíbreytta, ekki síst um helgar. Þetta áhorf hef- ur aukist til mikilla muna hér á landi síðustu árin - Það er því ekk- ert launungarmál að fáir byggja viðveru sína við skjáinn á Ríkis- sjónvarpinu. Fáir myndu kippa sér upp við það þótt Sjónvarpið hætti útsend- ingum yfir sumartímann. Þótt ekki væri nema í sparnaðarskyni. Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa í raun þeirri skyldu að gegna að fara vel með þá takmörkuðu fjármuni sem þeir hafa til umráða. Mennta- málaráðherra ber lflca að fylgjast með þessum þætti í sínu ráð- herraumdæmi. Hann á að sjá að hér er verið að henda peningum út um gluggann með því að neyða Sjónvarpið til að halda úti sending- um, þótt það hafi í raun engin efni á því, og enga dagskrárlega burði „Fáir myndu kippa sér upp við það þótt Sjón- varpið hætti útsending- um yfír sumartímann. Þótt ekki væri nema í sparnaðarskyni." heldur. Sumarlangt frí Sjónvarpsins er því ekki bara æskilegt heldur björg- unartilraun stofnunarinnar til þess að geta þá boðið betri dagskrá þeg- ar hún fer f gang að nýju með haustinu. En það er líklega sem fyrr eins og að tala við steininn að benda ráðamönnum á möguleik- ann. Þeir fara sínu fram - og ávallt í trássi við neytendur, þá sem borga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.