Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16.JÚÚ2003 Samgöngunefnd fundar í dag Sveitarstjórnarkosningar ÁÆTLANIR: Samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fund- ar í dag að beiðni fulltrúa Sam- fylkingarinnar í nefndinni. Ætl- unin er að ræða þar um stöðu samgönguáætlunarinnar sem sumir telja að kunni að vera í uppnámi eftir að ákvörðun var tekin af ríkisstjórninni um að fresta framkvæmdum við Héð- insfjarðargöng. Auk sam- gönguráðherra, vegamála- stjóra og nefndarmanna sitja fundinn aðilarfrá Samtökum iðnaðarins og íslenskum aðal- verktökum. Það er Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður nefndarinnar sem boðar til fundarins í fjarveru formanns, Guðmundar Hallvarðssonar. KOSNINGAR: Nýtt sameinað sveitarfélag Búðahrepps og Stöðvarhrepps verður til þann 1. október nk. Kosið verður í nýja 7 manna sveitarstjórn laugardaginn 20. september nk. íbúar þessara sveitarfélaga samþykktu sameiningu þess- ara sveitarfélaga samhliða al- þingiskosningunum sl. vor. Nafn hefur ekki verið ákveðið en auglýst var eftir hugmynd- um um nafn á nýja sveitarfé- lagið og áttu þær að berast fyr- ir 1. júlí sl. Nefnd á vegum sveitarfélaganna tveggja mun fara yfir tillögurnar og senda þær til umsagnar Örnefna- nefndar en síðan leggja fram tillögur sem kosið verður um, væntanlega samhliða sveitar- stjórnarkosningunum. Féll af baki SLYS: Kona slasaðist lítillega þegar hún féll af hestbaki í Mosfellsdalnum laust fyrir mið- nætti í gærkvöld. Senda þurfti sérútbúinn sjúkrabíl á staðinn þar sem erfitt reyndist að kom- ast að konunni þar sem hún lá á illfærum slóðum. Hún fann til eymsla í baki og var að lokum flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Umræða um hrókeríngar innan Samfylkingar: Ingibjörgu Sólrúnu verður tryggt þingsæti Sterkur orðrómur er uppi um hugsanlegar hrókeringar innan Samfylkingarinnar vegna stöðu ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur. Þar er rætt um að Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, komi að hugsanlegri nýrri jafnréttis- stofu í Reykjavík eða taki við af Valgerði Bjarnadóttur hjá Jafn- réttisstofu á Akureyri. Guðrún sagði ekkert hæft í þessu í samtali við DV í morgun. „Ég er ekkert á leið úr mfnu þingsæti. Það er þó margt sem verið er að ræða í NÝTTSTARF: Verður Guðrúnu Ögmunds- dóttur útvegað nýtt starf til þess að rýma fyrir Ingibjörgu Sólrúnu? þessum jafnréttismálum. Við erum alltaf að skoða nýjar hugmyndir og ný vinnubrögð." Guðrún sagði þetta þó ekki hafa verið formlega uppi á borði Samfylkingarinnar og sagðist heldur ekki vera á leið til Akureyrar til að taka við af Valgerði Bjarnadóttur. Innan Samfylkingar- innar errætt um möguleika þess að Guðrún Ögmundsdóttir láti af þingmennsku; standi upp fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, talsmanni flokksins. Staðfest hefur verið að ýmsar leiðir hafi verið ræddar um að hliðra til fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgar- stjóra, sem ekki náði kjöri á þing í vor. Þar hefur m.a. verið í umræð- unni að breyta og útvíkka hlutverk jafréttisfulltrúa í Reykjavík sem nú er í höndum Hildar Jónsdóttur. Jafnréttisfulltrúi hefúr sinnt málum er varða jafnrétti kynjanna, en um- ræðan hefur verið um að víkka út hlutverkið og taka undir þann hatt m.a. mál nýbúa, fatlaðra, aldraðra, samkynhneigðra og hugsanlega fleiri minnihlutahópa. Þar hefur Guðrún einmitt beitt sér og nú síð- ast er hún gagnrýndi ákvörðun rík- isvafdsins um stofnun á embætti umboðsmanns hestsins þegar þessir hópar fengju engan um- boðsmann. Hefur þetta mál verið rætt í hópi samfylkingarfólks, og vísað til þess að þegar hefur verið tekin ákvörðun um breytingar á slíku embætti í Hafnarfirði. Um- ræðan í Reykjavík mun þó ekki vera komin á neitt ákvörðunarstig sam- kvæmt upplýsingum DV. Óvíst er einnig hvort samstaða næðist um slíkt meðal samstarfsflokka Sam- fýlkingarinnar í Reykjavíkurlistan- um. Vísa samfylkingarmenn til þess að mikil reiði ríki enn innan Framsóknarflokksins vegna brott- hvarfs Ingibjargar úr borgarmálun- um. Varðandi embætti framkvæmda- stýru Jafnréttisstofu á Akureyri er talið að erfltt yrði að ganga fram hjá Guðrúnu ef Valgerður hætti. Hún hefur óneitanfega mikfa reynslu af þessum málum og sterka stöðu sem umsækjandi. Vandinn er þó sá að embættið heyrir undir Árna Magnússon félagsmálaráðherra sem er framsóknarmaður. hkr@dv.is Á ÞING: Samfylkingarmenn leita nú allra leiða til þess að tryggja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þingsæti þegar Alþingi kemur saman í haust. Hún er nú varaþingmaður. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu sagði afsér formennsku í LA: Ræðir við ráðherra um stöðu sína Valgerður H. Bjarnadótti, sagði af sér i gær sem formaður Leik- félags Akureyrar, en hún er jafnframt framkvæmdastýra Jafnréttisstofu sem starfrækt er á Akureyri. Kemur þetta í kjöl- far niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra í fyrradag um að Valgerður hafi brotið jafnréttislög sem formaður LA við ráðningu leikhússtjóra. Málið þykir ekki hvað síst vand- ræðalegt af þeim sökum að Val- gerður var bæði formaður 1A sam- hliða embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. Þetta mál þykir hafa veikt stöðu Valgerðar hjá Jafnréttis- stofu. Valgerður segist þó ekkert geta sagt um hvaða áhrif málið hef- ur á þá stöðu. „Ég mun eiga fund með ráðherra á næstu dögum." „Ég mun eiga fund með ráðherra á næstu dögum. Ég get því í raun ekkert tjáð mig um hvaða áhrif þetta máf hefur á mína stöðu eða jafnréttismálin fyrr en að þeim fundi loknum," sagði Valgerður í samtali við DV í morgun. Auk þessa embættis þá er Valgerður einnig bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Ak- ureyri. Fjárhagsskaði Leikfélag Akureyrar var dæmt til að greiða Hrafnhildi Hafberg, um- sækjanda um leikhússtjórastöðu, Valgerður H. Bjarnadóttir. tæplega eina milljón króna í skaða- bætur ásamt dráttarvöxtum vegna brots á jafnréttislögum þegar Þor- steinn Bachmann var ráðinn leik- hússtjóri í fyrra. Samkvæmt dómi héraðsdóms þarf leikfélagið einnig að greiða máls- og lögfræðikostnað og getur upphæðin ríflega numið um 1,4 milljónum króna. Leikfélag- ið hefur verið illa statt fjárhagslega og ljóst er að þetta mun ekki bæta þá stöðu. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.