Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 Ótengdum málum blandað saman í-yf^fií- '”í\V-:g i. -í .vfr \ • l M ’' L_____ Dapurlegt er að fylgjast með fréttum af máli varnarliðsmannsins sem játað hefur að hafa stungið mann í Reykjavík í sumarbyrjun. Sakamál þetta hefur leitt til ágreinings milli íslenskra ríkisstofnana, utanríksráðuneytis- ins annars vegar og ríkissaksóknara hins veg- ar, vegna deilna um lögsögu í málinu. Utan- ríkisráðuneytið vildi framselja manninn til Varnarliðsins vegna ákvæða í varnarsamn- ingi Islands og Bandaríkjanna en Héraðs- dömur Reykjavíkur úrskurðaði að ríkissak- sóknari færi með lögsögu í málinu. Málið hefur nú færst á annað stig; snúist í milliríkjadeilu. Maðurinn var afhentur Varn- arliðinu á föstudag enda skilningur íslenskra stjórnvalda að hann yrði áfram í gæsluvarð- haldi þar meðan rannsókn málsins færi fram. ® Því vakti það furðu þegar fréttir bárust af því að varnarliðsmanninum væri ekki haldið föngnum heldur hefði hann ferðafrelsi innan svæðisins, að vísu undir tryggu og öruggu eft- irliti, eins og aðmíráll Bandaríkjahers orðaði það. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari segir að með þessu hafi loforð og skriflegar yfirlýs- ingar um að maðurinn yrði áfram í fangelsi verið brotnar. Ríkissaksóknari, sem fer með ákæruvaidið, hafi treyst því að staðið yrði við loforðin. íslensk stjórnvöld hafa að vonum mótmælt þessari framkomu Bandaríkjamanna. Sendi- herra Bandaríkjanna var kallaður í utanríkis- ráðuneytið í gær þar sem þess var krafist að varnarliðsmaðurinn yrði í gæsluvarðhaldi í samræmi við úrskurð íslensks dómstóls. Þá fór dómsmálaráðuneytið fram á það við ut- anríkisráðuneytið að það sæi til þess að gæsluvarðhaldsúrskurðinum yrði framfylgt. Ólíðandi er að sakamálið, sem hlýt- ur að hafa sinn gang í íslensku rétt- arkerfi, blandist æ ofan í æ í varnar- viðræðurnar. Lágmark er að Bandaríkjamenn virði þess- ar sjálfsögðu kröfur íslendinga. Maður sem úrskurðaður er í gæsluvarðhald og hefur ver- ið ákærður fyrir manndrápstilraun á að sjálf- sögðu að vera í haldi. Breytir þar engu þótt ágreiningur sé milli þjóðanna um málsmeð- ferðina en Bandaríkjamenn telja að með- höndlun Islendinga á fanganum hafi verið brot á varnarsamningi þjóðanna. Rétt er hins vegar að undirstrika að rann- sókn og meðferð þessa sakamáls er ótengd viðræðum íslendinga og Bandaríkjamanna um framhald varnarsamstarfsins. Ólíðandi er að sakamálið, sem hlýtur að hafa sinn gang í íslensku réttarkerfi, blandist æ ofan í æ í varnarviðræðurnar, hvort heldur er af hálfu Varnarliðsins eða utanríkisráðuneytisins, eins og gerðist með bréfi ráðuneytisstjóra þess. Málin eru ótengd og verða bæði að fá að hafa sinn eðlilega gang. Alvarlegt þjóðarmein Hrollvekjandi er að lesa fréttir um það að rúmur helmingur íslenskra kvenna sem leita til kvennadeildar, eða 54,7%, hefur einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi. Ekki síst vekur það ugg um alvarlegt þjóðarmein að tölur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart ís- lenskum konum skera sig úr tölum um slíkt meðal kvenna annars staðar á Norðurlönd- um. I samnorrænni könnun kom fram að 33% íslenskra kvenna sögðust einhvern tíma á ævinni hafa orðið fýrir kynferðislegu of- beldi. Ekki síst vekurþað ugg um alvar- legt þjóðarmein að tölur um kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart íslensk- um konum skera sig úr. Fram kom grein í læknatímaritinu Lancet, þar sem sagt var frá þessari samnorrænu könnun, að um helmingur þeirra íslensku kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi hafi orð- ið fyrir langvarandi áhrifúm af þeirri reynslu. Það er eitthvað alvarlegt að í samfélagi þar sem slíkt viðgengst. Villst í upplýsingaþokum KJALLARI Árni Bergmann rithöfundur Fjölmiðlar eru nokkuð skelegg- ir við að miðla yndislega gagns- lausum upplýsingum. íg ias það í Fréttablaðinu, að á Gla- stonbury-popphátíðinni hefðu um 20% af 112 þúsund gestum sofið hjá og 58% tekið dóp. Ég las það í dönsku blaði, að á hverju ári brytu 20 Japanar á sér höfuðkúpuna vegna þess að þeir reiknuðu ekki rétt út fjarlægð frá hver öðrum þegar þeir hneigðu sig af kappsamri kurteisi. Allir í því sama Fjölmiðlar verða svo leiðinlega tafsamir og hringlandalegir þegar komið er að þeim frægu og voldugu sem þeir hoppa endalaust í kring- um eins og dópaðir unglingar í Gla- stonbury. Tökum dæmi af þindar- lausum fregnum um það hvenær og hve miklu menn halda að Tony Blair og Bush haFi logið um aðdrag- anda Iraksstríðsins, eða hver hafi helst hjálpað þeim til að mata heiminn á vafasömum heimildum. Nú sfðast er það aðalfrétt á forsíðu Morgunblaðsins að Condolezza Rice, öryggismálafulltrúi hjá Bush, sé viss um að forsetinn segi satt um að Saddam Hussein hafi viljað kaupa úran í Afríku. Þetta er vissulega antifrétt, núll- frétt: embættismaður heldur áfram því verkefni í starfl að bera blak af foringja sínum eins og Rice hefur alltaf gert, þetta er ekki frétt dags- í steikjandi hita Flosi Arnórsson, stýri- maður frá fsafirði, varð frægur á dögunum þegar hann var handtekinn með riffil f fórum sínum í Dubai í Sádi-Arabíu. Nýjustu fréttir herma að ekki verði réttað yfir Flosa f alríkisdómstól þar sem málið varði ekki þjóðaröryggi. Almennur c Xm o "O c (0 LO ins fyrir fimm aura. En það er í gangi í fjölmiðlaheiminum viss sjálfvirkni sem segir, að allt sem viðkemur Bandaríkjaforseta og kannski einum fimm mönnum öðrum á hverjum tíma sé frétt og stórfrétt og aðalfrétt. Meðan af- gangurinn af heiminum er varla til. Fjölmiðlaheimurinn er hæst- ánægður með sjálfan sig og gefur óspart til kynna að honum sé alltaf að fara fram, bæði hér og annars staðar. í rauninni eru íjölmiðlar sí- fellt að verða heimóttarlegri í þeim skilningi, að þeir eru á hverjum tíma allir að segja sömu tvær eða þrjár heimsfréttirnar (af stórhöfð- ingjunum fimm eða sex og af „Svo koma dagar og það kemur íIjós, að fyrirtæki sameinast ekki, heldur gleypir það sterkara það sem veikara er. “ tveimur helstu átakasvæðunum) - en að öðru leyti eltast þeir við ein- hvern tittlingaskít hver á sínu svæði. Útkoman er afar tættur heimur, engin yfirsýn, ekkert sam- hengi, enda er það líka í tísku að segja, að ekkert marktækt sam- hengi sé til, hvorki f samtíð né for- tíð. Það sem máli skiptir Við erum að sögn stödd í upplýs- ingaþjóðféiaginu miðju þar sem allir geti vitað ótrúlega mikið um ótrúlega margt. En þegar litið er upp úr spunanum þá átta sig von- Á GLASTONBURY-POPPHÁTfÐINNI: 20% af 112 þúsund gestum sváfu hjá og 58% tóku dóp. andi sem flestir á því, að þeir fá lít- ið sem ekkert að vita um margt af því sem mestu skiptir fyrir þá sjálfa, eða þá að þær upplýsingar sem eru gefnar eru verri en öngvar. Svo til hver einasti maður á vonir bundnar í lífeyrissjóði: en ekki veit neinn hvað verið að að gera við peningana hans á þessari stundu, er ekki eins víst að einhver djörf og ung athafnaskáld séu önnum kafin við að tapa þeim með lygilegum hraða? (í fyrra munu lífeyrissjóðir á Vesturlöndum hafa tapað 112000 milljörðum). Annað þekkt dæmi: fjölmiðlarar kjafta upp verð á hlutabréfum og fyrirtækjum og gíf- urlegur fjöldi trúir þeim - en eng- inn veit fyrr en um sejnan að þess- ar „upplýsingar" eru byggðar á bókhaldslygum sem eru í rauninni byggðar inn í það kerfi sem valið hefur verið til að hækka ofsatekjur stjómenda fyrirtækja. Enginn upplýsingadans er þó fá- ránlegri en sá sem fer af stað í hvert skipti sem sameina á fyrirtæki, eins og það heitir. Þá er fylgt einfaldri formúlu: allt í einu ganga forystu- menn tveggja fyrirtækja, sem fram til þess áttu í grimmri samkeppni, fram undir sviðsljós og kyssast. Þeir em glaðir og sælir: nú verða fram- farir, hagræðing, hagnaður, sam- legðaráhrif og sköpuð ný störf. Og fjölmiðlar taka undir með því að láta þessa höfðingja hjala sem mest um eigið ágæti og snilld og með því að dómstóll muni taka málið fyrir innan skamms. Flosi er, eins og kunnugt er, í far- banni á þessum framandi slóðum. í vef Bæjarins besta mátti lesa að hann gæti lítið aðhafst utandyra vegna hita en um 50 stiga hiti hefur ríkt þarna undan- farið. Gámngi lét þau orð falla að líklega slyppi Flosi án teljandi refsingar þar sem hitinn minnti orðið á loga vítis og væri næg refs- ing í sjálfu sér. Hrollur á Veðurstofu í nýrri úttekt Ríkisendur- skoðunar á Veðurstofunni kom fram að meginstyrkur hennar væri jákvæð ímynd og að hún hefði verið rekin í samræmi við fjárheimildir. Yfirstjóm Veðurstofunnar stofnunarinnar. Þykir ekki þótti hins vegar bæði veik vanþörf á að styrkja yfir- og ósamstiga og er það talið stjórn Veðurstoftinnar og koma niður á starfsemi efla samstöðu helstu stjórn- spyrja engra óþægilegra spurninga. Svo koma dagar og það kemur í ljós, að fyrirtæki sameinast ekki, heldur gleypir það sterkara það sem veikara er. Það kemur líka á daginn (í einni frétt, einu sinni á ári) að tveir þriðju af sameinuðum fyrirtækjum standa sig lakar en þau gerðu hvert í sínu lagi áður. Það kemur á daginn, að öll fyrirheit um að loka ekki vinnustöðum - t.d. fiskvinnslu í Hrísey eða Sandgerði, verða svikin. Það kemur líka á dag- inn, að það var aðalatriðið í sam- runanum svonefnda að leggja keppinaut niður. Og þetta geta allir vitað, það er hægt, ef menn nenna, að finna margt um slíkt í upplýsingastreym- inu. En fjölmiðlar hundsa yfirleitt svo óþægilega hluti níu vikur af hverjum tíu eða oftar. Þeir vilja ekki vera neikvæðir. Þeir vilja ekki tmfla ímyndarsmíðina, því þeir em part- ur af slíkum æfingum sjálfir. Vel- flestir. Að vísu koma svo hrikaleg tíðindi að eitthvað verður að segja. Stórsvikamál og starfslokaævintýri og kaupaukar sem verða of áber- andi til að hægt sé að horfa í aðra átt. En viðbrögðin em afar daufleg. Kannski ræskir einhver sig og segir kurteislega: gleymið því ekki, elsku vinir, að þegar til lengdar lætur borgar það sig að vera ærlegur og hófsamur og segja satt og sýna til- litssemi. Og það tekur enginn mark á ræskingunni. Og allir byrja enn á ný að fagna nýrri sameiningu og nýrri einkavæðingu, halda áfram ein- hverri sjálfvirkni í skrifum og frétta- flutningi sem væri skrýtin ef hún væri ekki yndislega áreynslulaus og um leið þægileg þeim sem löndin enda. Hvort þessi úttekt leiði til hrókeringa eða hreinsana á Veðurstofu- toppnum skal ósagt látið. En ef marka má veðrið síð- ustu daga og spána frægu sem brást mætti ætla að ekki veitti af einhverjum að- gerðum sem yrðu til þess að bæta áreiðanleika spánna og styrkja ímynd Veðurstof- unnar enn frekar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.