Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Erlingur Kristensson og Kristinn Jón Arnarson Netfang: erlingur@dv.is/kja@dv.is Stmi: 550 5828 Hætta á þurrki VEÐURFAR: Stjórnvöld á Italíu vara við því að neyðarástand gæti verið yfirvofandi vegna þurrka í landinu.Talsverður vatnsskortur er nú í landinu norðanverðu og ekkert lát virð- ist vera á sumarhitanum þar í landi. Regnmagn í Feneyjum síðustu sex mánuði hefur verið 40% undir því sem gerist í meðalári á Ítalíu og Áin Pó hefur aldrei verið jafn vatnslítil, yfirborð hennar er næstum átta metrum undir eðlilegum mörkum. Ef ekki rignir innan tveggja vikna gæti þurft að grípa til ör- þrifaráða á borð við að tak- marka vatnsnotkun í landbún- aði og ýmiss konar öðrum iðn- aði. Flóð á Indlandi HAMFARIR: Mikil flóð eru nú á Indlandi og hafa að minnsta kosti 52 látist af völdum þeirra. Þar að auki hafa hamfarirnar gert næstum fjórar milljónir manna heimilislausar. Á mynd- inni hér til hliðar gengur mað- ur frá líki 13 ára pilts sem varð flóðinu að bráð. FJÖLMIÐLAFÁR: Danskir fjölmiðlamenn ráfa um fyrir utan réttinn í Ringsted þar sem morðingi MiuTeglgaard Sprotte varyfirheyrður ígærmorgun en fjölmiðlamenn fengu ekki að vera viðstaddir af ótta við að það myndi hindra yfir- heyrsiurnaryfir manninum. Hann játaði þar að hafa myrt stúlkuna og síðan svívirt lik hennar föstudaginn 27. júní síðastliðinn. Svo gróf hann lík hennar í jörðu en það fannst 30. júní. Málið hefur vakið mikla athygli og óhug í Dan- mörku og víðar. Morðinginn fannst meðal annars eftir ábendingar almennings og einnig eftir að foreldrar hans höfðu veitt upplýsingar sem leiddu til þess að húsleit var gerð og maðurinn handtekinn. DNA-rannsókn sannar sekt morðingjans, Steffens Kristensens, 22 ára: Skalf af ekkasogum þegar hann játaði morðið á Miu ( gær játaði 22 ára maður að hafa drepið dönsku telpuna Miu Teglgaard Sprotte og síðan svívirt lík hennar. Hann hafði verið handtekinn á mánudag vegna morðsins og játaði síðan fyrir rétti í Ringsted í gærmorg- un. DNA-rannsókn staðfesti síð- an sekt hans. Maðurinn, sem danska blaðið BT sagði í gær að héti Steffen Kristensen, var færður grátandi fyrir réttinn í gærmorgun og sögðu viðstaddir að hann hefði skolflð af ekkasogum ailan tímann yfir lestri dómarans. Þurfti dómar- inn mörgum sinnum að biðja hann um að fjarlægja vasaklút sem hann grét í svo sæist í andlit hans og hægt væri að skilja svör hans við spurningum réttarins. Hann var síðan dæmdur í fjög- urra vikna gæsluvarðhaid og gert að sæta geðrannsókn. Gult hjól veitti vísbendingar Fyrir rétti kom í ljós að lögreglan hafði komist á spor morðingjans vegna þess að margir höfðu séð mann hjóla um á gulu hjóli nálægt þeim stað sem Mia hvarf á þann 27. júní síðastliðinn. Maðurinn sem játaði í gær á einmitt gult hjól. Jafnframt hafði hann þvegið föt sín kvöldið sem Mia hvarf en for- eldrum hans þótti það mjög óvenjulegt. Þær upplýsingar leiddu síðan til þess að tekin var blóðprufa af manninum á mánu- daginn jafnframt því sem húsleit var gerð heima hjá foreldrum hans. Við yfirheyrslur mannsins í gær kom í ljós að lögreglan hafði fundið smokk með sæði í sem Jafnframt hafði hann þvegið fötsín kvöldið sem Mia hvarfen for- eldrum hans þótti það mjög óvenjulegt. svaraði til sæðis sem fundist hafði á líki stúlkunnar. Síðar í gær fékk lögreglan niðurstöður úr DNA- greiningu á blóði úr manninum sem staðfesti að hann hafði kom- ist í snertingu við stúlkuna. 1 vistarverum mannsins fundust stúlkuundirföt og klámmynd sem stúlkuandlit hafði verið límt á. Jafnframt hafði lögreglan á brott með sér tölvu mannsins en enn er ekki komið í ljós hvort hún hafði einhverjar vísbendingar að geyma. Maðurinn var þegar í stað hand- tekinn eftir húsleitina á mánudag. Lýsti hann þá yfir sakleysi sínu. Á þriðjudagsmorgun játaði hann hins vegar á sig morðið eins og fýrr segir. Nýkominn af meðferðarheimili Steffen Kristensen hafði áður komið við sögu lögreglunnar í Ringsted fyrir innbrot og aðra smáglæpi og sögðu nágrannar hans að þeir hefðu lengið vitað að hann væri svartur sauður í mann- lífi Benlose. Hann hafði nýverið snúið aftur til foreldrahúsa eftir að hafa verið sendur burt til að taka þátt í meðferðarverkefni í hálft ár í tilraun til að gera hann að nýtum þjóðfélagsþegn. Því miður fyrir Miu Teglgaard

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.