Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 Erlendum gestum fjölgar FERÐAMENN: Svo virðist sem hátt gengi krónunnar, hægur hagvöxtur á heimsvísu og ótt- inn við lungnabólgufaraldur hafi enn a.m.k. ekki valdið samdrætti í ferðum erlendra ferðamanna hingað til lands að mati Greiningar fslands- banka. Svo virðist sem aðrir þættir vegi þetta upp og má þar nefna kynningarstarf á er- lendri grundu og að Island hefur þá ímynd að vera með öruggari áfangastöðum í heiminum í dag. Útlendingar gistu um 11% fleiri nætur á hótelum á fyrstu fimm mán- uðum ársins í ár samanborið við sama tíma í fyrra. Fjöldi ferðamanna til landsins á fyrstu fimm mánuðum ársins var um 85 þúsund. Húsnæðisverð hefur hækkað HÚSNÆÐI: Síðustu tólf mán- uði hefur húsnæðisverð hækk- að um 12% samkvæmt vísi- tölu neysluverðs. Þetta er mik- il hækkun og veldur talsverð- um eignaáhrifum í samfélag- inu. Hækkunin gerir það að verkum að heimili sem eiga sitt eigið húsnæði skynja sig betur stæð en áður og eink- um þar sem hækkunin hefur verið umfram almenna hækk- un neysluverðs á tímabilinu. Þá gefur hækkunin svigrúm til aukinnar skuldsetningar sem aftur kann að leiða til aukinn- ar neyslu. (nóvember sl. var fasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu um 1.150 milljarðar króna. Samkvæmt því hefur verðmæti íbúðarhúsnæðis hækkað um 135 milljarða. Flugleiðir misbeittu markaðsráðandi stöðu Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að lcelandair hafi brotið gegn samkeppnis- lögum þegar félagið lækkaði verð á flugfargjöldum til Kaup- mannahafnar og Evrópu, sömu borga og lceland Express flýgur til. Auk þess misnotaði lceland- air ráðandi markaðsstöðu sína, að því erfram kemur í úrskurðin- um. Samkvæmt úrskurði Samkeppn- isráðs brutu Flugleiðir samkeppnis- lög og misbeittu markaðsráðandi stöðu sinni þegar þær lækkuðu far- gjöld til sömu borga og Iceland Ex- press hafði þegar boðið upp á ódýr- ar ferðir til. Samkeppnisráð komst einnig að þeirri niðurstöðu að verð- lækkun félagsins á flugleiðum til London og Kaupmannahafnar hefði verið gerð til að koma í veg íyrir að Iceland Express næði fótfestu á markaði, enda náði lækkunin að- eins til sömu brottfarartíma og hjá keppinautnum. Vilja eðlilega og heiðarlega samkeppni Þegar Iceland Express hóf að bjóða upp á ódýr fargjöld til Kaup- mannahafnar og London brást Icelandair við með því að bjóða upp á svokallaða smelli til sömu borga. Forsvarsmenn Iceland Express sögðu það einungis vera gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að fyrir- tæki þeirra næði fótfestu á markað- inum og líklegt væri að fargjöldin myndu hækka aftur ef Iceland Ex- press hrökklaðist af markaðinum. Málið var því sent Samkeppnis- stofnun til athugunar og hún hefur nú gefið álit sitt. „Það var ljóst af okkar hálfu frá byrjun að Flugleiðir væru að mis- nota stöðu sína í því skyni að eyða mögulegri samkeppni. Þetta hefur Samkeppnisráð nú staðfest og við erum sátt við margt af því sem ffam Ólafur Hauksson. kemur í máli þess og vonum að þetta komi til með að treysta grund- völl fyrir lágum flugfargjöldum til og frá Islandi," segir Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, sem undraðist hversu langan tíma það tók Samkeppnisráð að komast að niðurstöðu í málinu. „Það sem við viljum fyrst og ffemst er að hér á landi fái eðlileg og heiðarleg samkeppni að ríkja. Okkur finnst það líka vera umhugsunarefni að Flugleiðir skuli ganga svona langt í að reyna að eyða samkeppni og um leið brjóta á hagsmunum neytenda.“ Samkeppnisráð komst að þeirrí niðurstöðu að verðlækkun lcelandair á flugleiðum til London og Kaupmannahafnar hafi verið gerð til að koma í veg fyrir að lceland Express næði fótfestu á markaði. Guðjón Arngrímsson. Iceiandair hyggst áfrýja „Við erum að sjálfsögðu ósam- mála úrskurði Samkeppnisráðs í grundvallaratriðum og munum áfrýja honum til úrskurðamefndar samkeppnismála," segir Guðjón Amgrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en lögmenn félagsins munu næstu daga skoða úrskurðinn vandlega. „Gmndvallaratriðið er að að und- anfömu hafa átt sér stað miklar breytingar á flugmarkaði og mörg flugfélög og ferðaskrifstofur keppa nú um hylli íslenskra ferðamanna. Samkeppnisumhverfið er orðið flók- ið og við þurfum að fá hreinar línur um hvað má og hvað ekki. Það er vissulega rétt að við bregðumst við samkeppni en það er eingöngu gert til þess að halda í viðskiptavini og til að auka frekar á viðskipti. Iceland Express hefúr auk þess sagt að því gangi vel og að neytendur njóti góðs af verðstríði. Það er því ansi hart fyr- ir okkur að geta ekki boðið upp á þau lágu fargjöld sem neytendur vilja,“ segir Guðjón og bætir því við að á ís- lenska markaðnum séu engar að- gangshindranir. „Það geta þess vegna komið stórir BRUTU SAMKEPPNISLÖG: Samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs misnotaði lcelandair ráð- andi markaðsstöðu sína og braut samkeppnislög þegar félagið lækkaði flugfargjöld til sömu borga og lceland Express var að bjóða upp á. Iceland Express segir úrskurðinn stað- festa það sem þeir hafi lengi haldið fram en lcelandair ætlar að áfrýja úrskurðinum. útlendir aðilar til landsins og hafið starfsemi strax á morgun, eins og t.d. Ryanair, og við verðum að hafa svig- rúm til þess að vera samkeppnishæf. Okkur er með þessum úrskurði skor- inn alltof þröngur stakkur,“ sagði Guðjón að lokum. agust@dv.is Hinn ákærði í Hafnarstrætismálinu: Fer frjáls ferða sinna í herstöðinni Varnarliðsmaðurinn, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps, var færður her- málayfirvöldum á Keflavíkur- flugvelli þar sem hann átti að sitja áfram í gæsluvarðhaldi. Hann hefur hins vegar notið ferðafrelsis innan herstöðvar- innar. Vamarliðsmaðurinn, sem ákærð- ur hefur verið fyrir manndrápstil- raun í miðborg Reykjavíkur, var af- hentur vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli gegn því að yfirlýsing yrði undirrituð um að hann yrði áfram vistaður í gæsluvarðhaldi. Nú hefur hins vegar komið í ljós að maðurinn hefur notið ferðafrelsis innan her- stöðvarinnar auk þess sem hann hefur fengið að stunda vinnu sína. Sendiherra Bandaríkjanna var kallaður á fund í utanríkisráðuneyt- inu í gær vegna þessa þar sem krafa var sett fram af íslenskum stjórn- völdum um að maðurinn yrði hafð- ur í varðhaldi. Sendiherrann sagðist hins vegar ekki geta sagt yfirmönn- um hermála á Keflavíkurflugvelli fyrir verkum en ítrekaði þá skoðun bandarískra stjórnvalda að með- höndlun fangans væri brot á varnar- samningnum sem segði að banda- rísk yfirvöld ætti að hafa lögsögu í málinu. Hæstiréttur hefur hins vegar úr- skurðað að ríkissaksóknari eigi að fara með lögsögu í málinu og nú hefur embættið farið formlega fram á það við Bandaríkjamenn að mað- urinn verði settur í gæsluvarðhald á Keflavíkurflugvelli. Að öðmm kosti verði gerð krafa um það að maður- inn verði afhentur íslenskum stjóm- völdum á nýjan leik. Svo virðist vera sem íslensk og bandarísk stjómvöld leggi ekki sömu túlkun í orðið gæsluvarðhald og því hafi þessi leið- indastaða komið upp. Það mun væntanlega skýrast í dag hvort maðurinn verður settur í gæsluvarðhald líkt og íslensk stjórn- völd töldu sig hafa samið um eða hvort gerð verður krafa um að mað- urinn verði aftur afhentur íslenskun stjórnvöldum til vörslu. agusmdv.is VETTVANGUR ÁRÁSARINNAR: Hafnarstræti í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.