Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 DVSPORT 39 Fylkir hefur ekkert heyrt frá Norrköping Franskt lið á Reykjavík Open Guðbjörg heim HANDBOLTI: Landsliðskonan Guðbjörg Guðmannsdóttir, sem leikið hefur með Víkingi sl. þrjú ár, hefur ákveðið að snúa aftur á heimaslóðir og ganga til liðs við ÍBV. Ljóst er að Guð- björg, sem hélt til Reykjavíkur vegna náms rétt eftir að hafa orðið (slandsmeistari með Eyjastúlkum árið 2000, mun styrkja lið ÍBV til mikilla muna. KNATTSPYRNA: Fylkismenn hafa ekkert heyrt frá forráðamönn- um Norrköping varðandi hugs- anleg kaup á Helga Val Daníels- syni, sem gekk til liðs við Fylki fyrir sumarið eftir að hafa leikið með Peterborough síðustu árin. Eins og DV-Sport greindi frá á mánudag ætla útsendarar sænska liðsins að fylgjast vel með Helga Val þegar Fylkis- menn leika gegn sænska liðinu AIK í for- keppni Evrópu- keppni félags- liða í ágúst. Helgi Valur Amundi Hall- Daníelsson. dórssoafor. maður Fylkis, sagði að félagið myndi gera allt sem í þess valdi stæði til að missa Helga Val ekki á miðri leiktíð. „Engu að síður er samkomulagmilli Fylkis og leik- mannsins sem gefur honum heimild að ræða við erlend lið. En við viljum ekki missa hann," sagði Ámundi en Helgi Valur skrifaði undir þriggja ára samn- ing við Árbæjarliðið í byrjun sumars og má gera ráð fyrir að Fylkir vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð fari leikmaðurinn á brott. HANDBOLTl: Franska 1. deildar- liðið Pontault Combault hefur samþykkt að taka þátt í Reykja- vík Open sem fram fer helgina 28.-31. ágúst. Það er Hand- knattleiksráð Reykjavíkur sem stendur að mótinu í samvinnu við Úrval-Útsýn og hafa samn- ingar þegar náðst við þýska lið- ið Magdeburg, sem Alfreð Gísla- son stjórnar, um þátttöku á mótinu. Með liðinu leikur Litháinn Gintas Galkauskas * sem er okkur íslendingum vel kunnugur, Gintas enda lék hann Galkauskas. með Aftureld- ingu við góðan orðstír árin 1998-2001. Glæsiárangur Fram 5. flokkur stúlkna spilaði til úrslita á Partille Cup í Svíþjóð í byrjun mánaðarins fór fram hið árlega Partille Cup í Svíþjóð en það er alþjóðlegt handbolta- mót barna og unglinga. Alls tóku 12 þúsund þátt í ár, þar af um 300 íslendingar. Besta ár- angrinum náðu 12-13 ára stúlk- ur úr Fram sem spiluðu til úr- slita í sínum flokki gegn norska liðinu Nordstrand en töpuðu í framlengingu á gullmarki. „Við unnum alla okkar leiki sannfærandi fram að úrslitaleikn- um og vorum í raun klaufar að hafa ekki náð að klára þann leik. Við fór- um illa með 3 víti og 2 hraðaupp- hlaup í leiknum og vorum þar að auki miklu betri," sagði þjálfari Fram-stúlknanna, Einar Jónsson. „En þær stóðu sig frábærlega vel og ekki á hverjum degi sem þessar stúlkur fá að spila í risahöll fúllri af áhorfendum. Þetta var einstök lífs- reynsla." Úrslitaleikurinn fór fram í Lisebergshall í Gautaborg sem þyk- ir með þeim stærri í landinu. Öll skipulagning til fyrirmyndar Einar segir mótið hafa allt farið mjög vel fram enda sé það mikið ,"/ ■); mm Pm jWdj Æ l • \’f * nm\ fpsíi 1 f . f f KjML, lii flw j.X ■- 'i tilhlökkunarefni hjá krökkunum að fara á mótið. Það sé í raun há- punktur ársins. „Framkvæmd mótsins er í alla staði til fyrirmyndar. Þarna keppa um 800 lið en engu að síður stand- ast allar tímasetningar á leikjum sem er í raun ótrúlegt," segir Einar. Úrslitaleikur Fram og Nord- strand var æsispennandi. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 6-6 og var því gripið til framleng- ingar. Þar voru norsku stúlkumar fyrri til að skora og unnu þær því leikinn á gullmarksreglunni. Viður- eignin var æsispennandi og var minnst á leikinn á forsíðum flestra sænsku dagblaðanna sem fjölluðu um mótið. Alls sendu 8 íslensk félög fjölda- mörg lið til keppni og náðu þó- nokkur þeirra ansi langt í keppn- inni. Helst ber að nefna lið Fjölnis í flokki 16 ára drengja en liðið komst alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir þýska liðinu Bad Schwartau. Þjóðverjarnir unnu svo Savehof frá Sviþjóð í úrslitum. V „Þær stóðu sig frábær- lega vel og ekki á hverj- um degi sem þessar stúlkur fá að spila í risahöll fullri afáhorf- endum." í flokki 14 ára pilta komst lið Gróttu í 8-liða úrslit en þar lutu þeir í lægra hald fyrir sænska liðinu Li- dingö SK. Þá komust stúlkurnar f lá’* ára liði Gróttu í 8-liða úrslit í sínum flokki þar sem þær töpuðu einmitt fyrir Nordström, hinu sama og Fram-stúlkumar kepptu við í úr- slitum. Þá var einnig keppt í B-úrslitum og komust Selfyssingar þar lengst en í flokki 16 ára drengja töpuðu þeir naumlega í úrslitaleiknum fyr- ir Njárd, 12-11. eirikurst@dv.is 211 laxar á sex döqum Lífog fjör við Húseyjarkvísl í Skagafírði Laxveiðin er í fínu lagi þessa dagana, fiskurinn er að skila sér á hverju flóði og jafnvel meira en það. Auðvitað eru til laxveiðiár sem eru mjög vatnslitlar og fiskurinn hefur varla látið sjá sig, en það stendur allt til bóta. Gangurinn er góður í stóm veiðiánum eins og Laxá í Kjós. „Það er mjög góður gangur í veiðinni hjá okkur, en það em komnir yfir 400 laxar og síðasta hoU veiddi 211 laxa, aUa á fluguna , enda ekki leyft neitt annað héma í Laxá,“ sagði Ásgeir Heiðar, er við spurðum um stöðuna í Laxá í Kjós. „Það er kominn fiskur víða um svæðið en stærsti fiskurinn sem hefur veiðast ennþá er 18 pund," sagði Ásgeir Heiðar í lokin. „Héma við Húseyjarkvísl hefur verið h'f og Qör og veiðimenn verið að setja í fiska, 8 til 10 punda fiskur slapp í morgun og hann fór með megnið af h'nunni út af hljólinu, mikil barátta," sagði Einar Bárðarson, en hann var við Húseyjarkvísl í Skagafirði f góðum félagsskap. „Góður gangur hefur verið í Laxá í Kjós, yfir 400 laxar eru komnir og síðasta holl veiddi 211 laxa." „Það em komnir 6 laxar á land úr ánni og við höfum veitt nokkra urriða en sleppt þeim aftur, það er gaman að veiða hérna,, sagði Einar ennfremur. G. Bender Elmar Jens Dav- fðsson með stærsta laxlnn úr Langadalsá f fsa- fjarðardjúpi, en fiskurinnvar17 pund og veiddist á maðkinn f Efri- Bólsfljóti. Efri myndin sýnir vænar bleikjur sem hafa veriö að veiðast f ánni. DV-mynd Guð- mundur Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.