Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003
............... .................
Biskup víkur sæti
Fornleifastofnun stækkar
KIRKJAN: Herra Karl Sigur-
bjömsson víkur sæti við skip-
an Islandsprests í Lundúnum.
Tveir umsækjendur eru um
embættið, þau sr. Sigríður
Guðmarsdóttir og sr. Sigurður
Arnarson. Hann ertengdason-
ur Karls biskups og víkur hann
af þeirri ástæðu. Sr. Sigurður
Sigurðarson, vígslubiskup í
Skálholti, fer með málið. Sér-
stök hæfisnefnd fjallar um fer-
il umsækjenda og leggur mat
á þá, en á grundvelli matsins
verður gerð tillaga um hvor-
um þeirra skuli veitt embætt-
ið. I hæfisnefnd sitja fulltrúar
Biskupsstofu,Tryggingastofn-
unar ríkisins og utanríkisráðu-
neytis, sem eru þær stofnanir
sem sameiginlega standa að
embættinu í London.
FORNLEIFAR: Fornleifastofnun
Islands hefur ákveðið að stofna
tvær dótturstofnanir, á Akureyri
og Isafirði. Auglýst hefur verið
staða framkvæmdastjóra Forn-
leifastofnunar Norðurlands og
verkefnastjóra Fornleifastofn-
unar Vesturlands. Á síðustu
misserum hefur stofnunin haft í
undirbúningi að fiytja hluta
starfseminnar út á landsbyggð-
ina í nokkrum áföngum, enda
fer rannsóknarstarfið jafnan að
verulegu leyti fram utan höfuð-
borgarsvæðisins. Verkefnum
stofnunarinnar hefur fjölgað
síðari ár og eru nú reknar um-
svifamiklar rannsóknir m.a. í
Eyjafirði, Mývatnssveit og á
Vestfjörðum. I sumar verða
rúmlega 50 manns við vísinda-
störfá Norðurlandi.
Með 13 rétta
GETRAUNIR: Tveir íslenskir
tipparar voru með 13 rétta í
Brassaboltanum um helgina
en þar er tippað á úrslit leikja í
brasilíska og sænska fótbolt-
anum. Þetta er í fyrsta skipti
sem tveir (slendingar giska á
alla leikina rétta en enginn
Svíi og fá Islendingarnir hvor
um sig rúmar fjórar milljónir
króna í verðlaun.
Einbreiðum brúm á þjóðvegunum fækkar um 21 í ár:
Slysagildrum fækkar
Einbreiðum brúm á hringvegin-
um fækkar um sjö á þessu ári,
en víða er nú unnið að slíkum
vegaframkvæmdum. Ræðir þá
annaðhvort um breikkun brúa
en í flestum tilvikum byggingu
nýrra eða sett sé ræsi.
Þá eru svoná framkvæmdir á fjöl-
förnum vegum víða annars staðar.
Alls verður 21 brú tekin fyrir í ár.
Þessu fagna margir en mannvirki
þessi eru flöskuhálsar í vegakerfinu
- og slysagildrur eins og fjölmörg
dæmi sanna.
Stuttar eru hættulegastar
Umfangsmesta framkvæmdin af
þessum toga er bygging nýrrar
Þjórsárbrúar. Hún verður tekin í
notkun í haust og framkvæmdir eru
langt komnar. Austur í Mýrdal
verður byggð ný brú yfir Klifanda
og sömuleiðis yfir Skaftá við Kirkju-
bæjarklaustur.
Okkar reynsla er sú að
mjög stuttar einbreiðar
brýr á fjölförnum veg-
um séu hættulegastar.
Ýmist eru brýrnar breikkaðar en
oftast byggðar nýjar
SUÐURLAND
Hringvegur - Skaftá við Kirkjubæjar-
klaustur.
Hringvegur - KJrfandi við Pétursey.
Hringvegur - Þjórsá.
Hringvegur - Krossá (Fljótshverfi
(raesi).
37 Laugarvatnsvegur - Brúará viö
Efstadal.
VESTURLAND
54 Snæfellsnesvegur - Staðará (Stað-
arsveit.
VESTFIRÐIR
60 Vestfjarðavegur - Eyrará f Kolla-
firði (ræsi).
60 Vestfjarðavegur - Múlaá (Kolla-
firði.
60 Vestfjarðavegur - Ausuá (Dýra-
firði (ræsi).
NORÐURLAND VESTRA
1 Hringvegur-Vatnsdalsá.
76 Siglufjarðarvegur- Hofsá (ræsi).
744 Þverárfjallsvegur - Laxá hjá
Skrapatungu.
NORÐURLAND EYSTRA
Hringvegur - Hrúteyjarkvlsl hjá Bárö-
ardalsvegi eystri.
Hringvegur - Reykjadalsá (Reykjadal.
807 Skíðadalsvegur - Hofsá I Svarfað-
ardal (ræsl).
802 Garðsvegur - Ólafsfjarðarós I
Ólafsfirði.
AUSTURLAND
1 Hringvegur-Víðidalsá.
1 Hringvegur - Hvítá í Berufirði.
85 Norðausturvegur - Hölkná á
Sandvíkurheiði (ræsi).
85 Norðausturvegur - Skálafjallalæk-
ur á Sandvíkurheiði.
91 Hafnarvegur - Hafnará í Bakka-
firði.
„Við horfum ekki sérstaklega á
hringveginn hvað varðar svona
framkvæmdir. Okkar viðmið er að
leggja áherslu á þær brýr þar sem
umferð er að meðaltali 300 bílar á
dag eða meira. Okkar reynsla er sú
að mjög stuttar einbreiðar brýr á
fjölförnum vegum séu hættulegast-
ar. Lengri brýrnar eru sýnilegri og
aðvörunarmerki um leið. Til dæmis
brúin yfir Jökulsá á Fjöllum hjá
Grímsstöðum fer ekki fram hjá
neinum," sagði Viktor A. Ingólfsson
hjá Vegagerðinni í samtali við DV.
Ein af lengri brúm landsins er yfir
Hornaijarðarfljót. Hún verður ekki
breikkuð að svo komnu máli, en í
þeirri samgönguáætíun sem nú
VIÐ KLIFANDA- „Sem betur fer hafa ekki mörg alvarleg slys orðið við þessa brú,“ sagði Sveinn Þórðarson brúarsmiður. Þar eystra í Mýr-
dalnum er byggð ný brú yfir ána f stað annarrar eldri sem var orðin 40 ára gömul. DV-myndirSKH
Þá hafa verið breikkaðar nokkrar
brýr undir Eyjafjöllum og byggð ný
yfir Skógaá, en allar voru þær stutt-
ar og einbreiðar og reyndust mörg-
um skeinuhættar.
Mannslíf skipta öllu
„Einbreiðar brýr á þjóðveginum
eru miklar slysagildrur og ég vil sjá
þeim fækka enn hraðar en nú er
raunin," segir Ragnheiður Davíðs-
dóttir, forvarnafulltrúi hjá VÍS og
baráttumaður fyrir bættu umferð-
aröryggi.
„Ég hefði talið að leggja ætti
þunga áherslu á þessar fram-
kvæmdir. Samkvæmt upplýsingum
sem ég hef fengið frá Vegagerðinni
eru þessar brýr á öllum þjóðvegum
landsins ríflega 900 talsins. Og væri
ekki arðbærara fyrir þjóðfélagið að
fækka þeim, heldur en fara til
dæmis í umdeildar jarðgangafram-
kvæmdir sem skipta þó miklu máli
fyrir einstök byggðarlög. Allt er
þetta þó spurning um forgangsröð-
un og í hvað stjómvöld vilja verja
þeim peningum sem em til skipt-
anna í vegamálum. í þeirri for-
gangsröðun finnst mér mannslíf
skipta öllu.“ sigbogi&dv.is
BRÚ YFIR BOÐAFÖLUN: Þar sem einbreiðar brýr víkja eru (flestum tilvikum byggðar nýjar brýr, svo sem við Þjórsá, Skaftá og Klifanda þar
sem þessi mynd er tekin.
gildir er áformað að breyta
vegstæði þar eystra og smíða nýja
brú þannig að hringvegurinn ætti
að styttast um ellefu kílómetra.
Breikkað í Mýrdal
Eins og segir hér að framan er nú
unnið að byggingu nýrrar brúar yfir
Kilfanda í Mýrdal. Hún er 65 metra
löng og em framkvæmdir langt
komnar. Þeim á að ljúka síðla í
ágúst, að sögn Sveins Þórðarsonar
brúarverkstjóra. Þessi brú kemur í
stað annarrar eldri frá 1962. Burð-
arbiti hennar gaf sig í fyrasumar og
var þá afráðið að fara í smíði nýrrar
brúar, ári fyrr en upphaflegar áætl-
anir gerðu ráð fyrir.
„Blessunarlega hafa ekki mörg
alvarleg slys orðið við þessa brú,“
sagði Sveinn við DV. Brúarvinnu-
flokkur hans hefur síðustu árin
sinnt fjölmörgum verkefiium; svo
sem í fyrra þegar byggð var ný brú
yfir Þverá, skammt austan við
Hvolsvöll.
„Einbreiðar brýr á þjóð-
veginum eru miklar
slysagildrur og ég vil sjá
þeim fækka enn hraðar
en nú er raunin."
BREIKKAÐAR BRÝR 2003