Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 22
22 TILVEM MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLI2003 Tilvera Fólk ■ Heímílið • Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sfmi: 550 5824 -550 5810 Harmónikugleði heila helgi GLEÐIGJAFAR: Harmónikuhátíð Reykjavíkur 2003 verður haldin um næstu helgi, 18.-20. júlí. Hún hefst í Norræna húsinu á föstudag kl. 21 og á laugardagskvöld verða hátíðatónleikar og dansleikur í Iðnó sem hefst kl. 21. Lokatónleikar verða út um allt í Árbæj- arsafni á sunnudag og hefjast kl. 13. Helstu stjörnur hátíðarinnar eru Igor Zavadsky frá Úkraínu, fyrrum heims- meistari og margfaldurgullverðlauna- hafi í harmónikuleik. Hann var valinn þjóðarlistamaður Úkraínu árið 2000. Síðan má nefna hollenska parið Accor- déon Mélancolique, sem er að koma til (slands í annað sinn, og norsk- kanadísku hljómsveitina Killingberg's Orkester. Þar fyrir utan eru margir hópar og ein- leikarar hvaðanæva af landinu, meðal annars Karl Jónatansson sem hér sést á mynd. Verðum að nýta jurtirnar með gætni ogafkunnáttu segir Ásthildur Einarsdóttir grasalæknir Maríustakkur, baldursbrá, gul- maðra og fleiri blóm sem gleðja okkur á sumrin úti um holt og haga eru ekki aðeins augna- konfekt. Þau eru líka góð fyrir munn okkar og maga því seyði af þeim hafa bætandi áhrif á heilsuna. Farið var í grasaferð á vegum Náttúrulækninga- félags íslands nýlega, þar sem leiðbeinandi var Ásthildur Einars- dóttir grasalæknir. Þar var líka boðið upp á bragðgott te úr ís- lenskum jurtum, búið til af heilsu- stofnun Náttúru- lækningafélagsins. Það inniheldur mjað urt, maríustakk, blóð- - berg, birki, gul- möðru, hlaðkollu og piparmyntu. Ekki spilltu brauðin úr bakaríinu í Gríms- bæ, bökuð úr rænt ræktuðu korni og borðuð með smjöri og hummus, sem er jafningur úr kjúklingabaun- um. Gefin voru góð ráð við tínslu, þurrkun og geymslu jurta. Þar kom fram að tína á grös í þurru veðri og þurrka strax. Gott að setja þau í léreftspoka eða koddaver og leggja á borð úti þar sem loft leik- ur um eða jafnvel Ihengja upp á snúru. Þurrkunar- tíminn er samt misjafn eftir jurtum. Síðan er best að geyma jurtirnar í dökkum, lok- f uðum ílátum á köldum og dimmum stað. Illgresi til lækninga Áhuginn á grasafræðun- um er greini- lega mikill því margir voru mættir í ferðina og þó komust færri að en vildu. Ekið var áleiðis út á Álftanes og gengið þar út í hraunið eftir smáfyrirlestur og fræðslu. Allir höfðu fengið úthlutað pokum fyrir Það sem einum hentar, það hentar ekki öllum. Til dæmis mega ófrískar konur ekki borða hvönn. Ekki heldur þeir sem þjást af sykursýki. jurtirnar og möppu með upplýs- ingum um helstu tegundir sem mælt var með. Skæri þurftu menn að skaffa sér sjálfir. Flestir fylgdu Ásthildi eftir, enda hafði hún mikl- um fróðleik að miðla þar sem grasalækningar eru sérgrein í hennar ætt. Hún benti m.a. á að ýmsar jurtir sem taldar væru óalandi, eins og t.d. heimulanjóli, elfting og fífill, hefðu heilmikinn lækningamátt. „Þetta eru jurtir sem flestir vilja útrýma úr sínu nánasta umhverfi en ættu betra skilið," sagði hún. Þó tók hún fólki vara fyrir því að tína þessar eða aðrar jurtir í görðum sem eitri hefði verið úðað á. „Farið út f nátt- úruna þar sem minni hætta er á mengun," sagði hún, og það gefur augaleið að þar er ólíkt skemmti- legra að ganga um og afla grasa. Njólablöð utan um kjötfarsið Aðeins meira um „illgresið." Njólablöðin sagði Ásthildur upp- lögð í salöt og einnig kjörin til að vefja utan um kjötfars og sjóða. Te af þeim væri styrkjandi fyrir GRASATÍNSLA: Hanna H. Jónsdóttir leitar sér góðra grasa hjá móður jörð. Samstiga mágkonur Mágkonurnar þrjár, Erla Geirs- dóttir, Linda Símonsen og Emilía Sigursteinsdóttir, keyptu sér allar eins bfia sama daginn hjá Ingvari Helgasyni. Bifreiðirnar eru af tegundinni Nissan Maxima en hver með sínum lit. Greinilega er mikil samstaða innan fjölskyld- unnar, enda eru Erla og Emilía giftar tvíburum og þær segja MÁGKONURNAR: Erla Geirsdóttir, Linda Símonsen og Emilía Sigursteinsdóttir með nýju bílana. Linda á þann græna, Erla þann svarta og Emilía þann silfur- lita. DV-mynd E. Ól. mikinn samgang milli heimil- anna. Þær voru spurðar hvort sú væri aðalástæðan fyrir því að þær keyptu sér eins bfla. Erla varð fyrir svörum: „Já, það má segja það. Ég er búin að eiga tvær Maximur áður og Linda eina. Okkur líkuðu þær svo vel að við ákváðum að halda okkur við þá tegund þegar við endurnýjuðum og hvöttum Emilíu til að prófa.“ Sigurlaug Hrafnkelsdóttir afhenti þeim bflana fyrir hönd umboðs- ins og leysti þær út með blómum og súkkulaði. gun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.