Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Síða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson
AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan augiys-
ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, -
fax: 462 5001
Setnlng og umbrat Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Vonir um hærra kjötverð
með nýrri tækni
- frétt bls. 4
Ávinningur af breyttum
lögum um þungaskatt
- frétt bls. 6
Vöðvabúnt í kosninga-
baráttu
- frétt bls. 14
Virkilega blaut helgi
- Helgarblað bls. 18-19
Gullnu reglur Feng Shui
- Helgarblað bls. 26-27
Kubb leikið hérlendis
- Helgarblað bls. 28
Fara í leikinn fyrir 3 stig
- DV Sport bls. 40
Verðsprengja
FASTEIGNIR: ÁvefFjarða-
byggðar segir að fasteignaverð
hafi rokið upp og skortur sé á
leiguhúsnæði. Mikil fasteigna-
sala hefur leitt til þess að sölu-
verð er um 60% hærra en fast-
eignamatið. Hafa bæjaryfirvöld
vakið athygli Fasteignamatsins
á þessu og vonast eftir leiðrétt-
ingu. Hefur leiguverð íbúða
hækkað við aukna eftirspurn.
Banaslys
BANASLYS: Karlmaður, 24
ára, beið bana í fjórhjólaslysi
á Arnarvatnsheiði upp úr
hádegi á fimmtudag. Virðist
maðurinn hafa misst stjórn á
fjórhjólinu, lent út fyrir veg
og kastastaf hjólinu.
Maðurinn sem lést hét Skúli
Már Níelsson, búsettur að
Laugarbakka. Hann var 24 ára
og lætur eftir sig unnustu.
Hrefnugrill
ÖGRUN: Nokkrir ungir menn
tóku sig til og settu upp
einnota grill á hafnarbakkan-
um þar sem Rainbow Warrior,
skip Grænfriðunga, liggur
bundið við bryggju. Skelltu
þeir hrefnukjöti á grillið í von
um að hrekkja skipverjana.
Þeirgrilluðu hins vegar
óáreittirog gerðu kjötinu
ágæt skil.
Fyrsta kvennablaðið á grænlensku - íslenskur ritstjóri:
Tvær erfiðar
fæðingar
Hún er við nám í Blaðamanna-
skóla Grænlands, er ritstjóri
fyrsta kvennablaðsins á græn-
lensku og nýbökuð móðir. Inga
Dóra Guðmundsdóttir er íslensk
í föðurætt.
í fyrsta blaðinu væri m.a. fjallað
um innréttingar íbúða, bækur, fbt,
stjömuspá o.fl. Þá væri meginþema í
blaðinu, þar sem fjallað væri um
hinn illvíga sjúkdóm krabbamein og
sorgina í kringum hann.
„Þetta vom tvær erfiðar en yndis-
legar fæðingar," sagði Inga Dóra
Guðmundsdóttir Markussen, rit-
stjóri nýs grænlensks kvennablaðs
sem kom í fyrsta sinn út þar í landi í
gær. Sl. mánudag ól Inga Dóra svo
son, sem var 57 sentímetra langur og
4 kg og 385 grömm. Myndarlegur
piltur það.
Nýja blaðið er 56 síður að stærð og
hefur hlotið heitið „Arnanut" sem
þýðir einfaldlega: „Fyrir konur“.
Þetta er í fyrsta skipti í blaðasögu
landsins sem slfkt blað kemur út á
grænlensku. Hingað til hafa Græn-
lendingar einungis keypt dönsk blöð
af þessu tagi. Það er fréttablaðið
„Sermitsiaq" sem gefur nýja blaðið
út.
Inga Dóra sagði í spjalli við DV í
gær að blaðið kæmi út á þriggja
mánaða fresti til að byrja með. Það
væri mjög litrfkt, með mörgum
myndum - blanda af hinum ýmsu
blöðum sem þegar væm á markaði.
Helst mætti bera það saman við Nýtt
líf eða Mannlíf hér á landi og Alt for
Dameme og Femina, svo dæmi
væm nefnd.
Nemur í blaðamannaskóla
Inga Dóra er nú að hefja nám á
síðasta misseri í Blaðamannaskóla
Grænlands, sem er til húsa í Nuuk,
þar sem hún er raunar búsett. Hún
býst við að ljúka námi f janúar næst-
komandi. Inga Dóra er dóttir hjón-
anna Benediktu og Guðmundar Þor-
steinssonar, sem búa í Hafn-
arfirði. Sjálf hefur hún búið í
Grænlandi síðan 1984.
„Móðir mín er grænlensk
svo ég er hálfur Grænlend-
ingur," sagði hún við DV og
bætti við að hún væri gift
grænlenskum manni og
ætti nú tvö lítil böm.
Það er því ljóst að
brautryðjandinn Inga
Dóra hefur mörg jám
eldinum: námið, barna-
uppeldi og ritstjóm
nýja blaðsins. Enda
segist hún ekki vera á
leiðinni til íslands.
„Það er svo margt skemmtilegt að
gerast og lífið er satt að segja þræl-
spennandi," sagði hún og bað fyrir
bestu kveðjur heim. jss@d.is
KIIblJUKI IUNNUM: Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritstjóri nýja kvennablaðsins,
með son sinn, taeplega vikugamlan, (fanginu. Á innfelldu myndinni er forsíða fyrsta
kvennablaðsins I sögunni sem kemur út á grænlensku.
Vopnaðir þjófar
stálu kanarífugli
Vopnaðir ræningjar réðust
að manni í Rio de Janeiro f
Brasilíu á dögunum og
hrifsuðu af honum kanarífugl-
inn hans. Fuglseigandinn, Sil-
vio Luis Pereira, hefur boðið
rúmlega hundrað þúsund
krónur þeim sem getur upplýst
um vemstað fúglsins.
„Fuglinn minn er ómetan-
legur. Hann söng 238 sinnum í
keppni og það er met,“ sagði
Pereira.
Lögreglan rannsakar þjófn-
aðinn. „Þetta er allt saman
hálffáránlegt en við verðum að
taka það alvarlega," sagði tals-
maður yfirvaldsins.
Par svarar til saka fyrir dómi:
Ákært fyrir vændi
fslenskt par sem býr í Dan-
mörku mun mæta fyrir dóm í
Hafnarfirði í næstu viku og
svara til saka í óvenjulegu
sakamáli þar sem þau eru bæði
ákærð fyrir að hafa haft fram-
færslu af því að konan, sem er
25 ára, seldi líkama sinn. Þetta
er því með öðrum orðum
vændismál eins og það hefur
gjarnan verið kallað manna á
milli.
HVERJIR ERU 0DYRASTIR?
Svartar-Bláar-Dökkgraar-Ljósgráar
SKOLABUXUR
KR. 490
Opnurtarlími:
Virkirdagar kl. 10-18
Laugardagar kl. 11-16
Sunnudagar kl. 12-16
FATALAND
Fákafeni 9 • Reykjavík
Dalshraun 11 • Hafnarfirðf
Eftir rannsókn lögreglu og
ákærumeðferð ríkissaksóknara
þykir yfirvöldum ljóst að parið hafi
haft 9 milljónir króna í brúttótekjur
upp úr krafsinu. Þarna er um að
ræða tímabilið frá 5. júní á síðasta
ári fram til 27. febrúar síðastliðins,
eða tæpa níu mánuði. Konan var
ekkert að fara í launkofa með þjón-
ustu sína - auglýsti hana á vefsíðu -
erótískt nudd, samfarir og munn-
gælur.
Ríkissaksóknari ákærir konuna
fyrir að hafa veitt „fjölda karl-
manna" kynlífsþjónustu á heimili
sínu í Hafnarfirði, á gistiheimili þar
í bæ en einnig í bílskúr við íbúðar-
hús í bænum.
Konan fór ekki í laun-
kofa með þjónustu sína
- auglýsti erótískt
nudd, samfarir og
munngælur á Netinu.
Maðurinn er 37 ára. Hann er
ákærður fyrir að hafa haft viður-
væri sitt af þeim tekjum sem konan
aflaði með því að stunda vændið.
Þarna er átt við síðari hluta árs
2002 og til febrúarloka. Hann að-
stoðaði konuna við starfsemi
hennar með því að uppfæra vefsíð-
una, taka af henni ljósmyndir sem
þar birtust og leggja hluta af tekj-
um ýmist inn á eigin bankareikn-
ing eða reikning hennar en einnig
að færa fé á milli reikninga, segir í
ákæru.
Hún játar, hann neitar
Þegar réttur verður settur í Hér-
aðsdómi Reykjaness í næstu viku
Talin hafa
stundað vændi
Frétt DV frá 20. júní
verða þinghöldin haldin fyrir lukt-
um dyrum. Sumum kann að leika
forvitni á að vita hvort karlmenn -
viðskiptavinir konunnar - verði
leiddir sem vitni. Svo verður hins
vegar ekki - að minnsta kosri að svo
stöddu. Ástæðan er sú að konan
viðurkennir vændið. Það er því eng-
inn ágreiningur milli hennar og
ákæruvaldsins um að hún hafi
stundað þá iðju sem henni er gefin
að sök. Konan neitar því að hafa
haft það sem aðalframfærslu að
selja líkama sinn og þjónustu,
tengda því. Þremur dómurum í
málinu kann því að leika forvitni á
að vita hvernig fólk getur fengið 9
milljónir króna á tæplega níu mán-
aða tímabili - og það án þess að
hafa viðkomandi iðju sem aðal-
framfærslu.
Þetta mun væntanlega allt skýr-
ast þegar réttarhöldin fara fram. Þá
mun einnig koma í ljós hvers vegna
konan heldur því fram að hún álíti
ekki að hún hafi framið lögbrot með
starfsemi sinni, en því hefur hún
haldið fram til þessa. Maðurinn
neitar alfarið að viðurkenna það
sem honum er gefið að sök.
Fjórir lögreglumenn sem komu
að rannsókninni verða spurðir út í
ýmsa hluti, tengda málinu, þegar
réttur verður settur. onar@dv.is