Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Page 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 Fjármálaráðherra telur líkur á framlagningu þungaskattsfrumvarps í vetur: Hægt að sýna fram á Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segist hafa áhuga á að reyna að koma frumvarpi um breytingar á þungaskattslög- um í gegnum þingið. Ávinning- urinn af því sé meiri en kostn- aðurinn. - Árið 1995 voru samþykkt á Al- þingi lög um að taka upp olíugjald á dísilolíu í stað þungaskatts, en þau komust aldrei til framkvæmda. I fyrra var líka lagt fram frumvarp sem ekki var afgreitt. Hvers vegna hefur þetta ekki náðst fram þrátt fyrir að það virðist vera augljós meirihluti fyrir því á Alþingi og vilji í ríkisstjórn? Hvar stendur hnífur- inn í kúnni? „Ef þetta mál væri mjög einfalt þá væri það orðið að lögum. Ég held að það sé alveg rétt að það sé hægt að sýna fram á að það væri þjóðhagslegur ávinningur af því að gera þessa breytingu; þá mun olíu- reikningur þjóðarbúsins í heild lækka vegna þess að meira af notk- uninni mun flytjast úr bensíninu yfir í olíu sem er ódýrari í innkaup- um.“ Ávinningurinn meiri „Frumvarpið frá 2002 er í sjálfu sér enn í fullu gildi. Ég hef áhuga á því að reyna að koma því í gegn. Við höfum hins vegar ekki rætt það í ríkisstjórninni nýlega né i þing- flokkum. En í heildina tekið tel ég að ávinningurinn af þessu sé meiri en kostnaðurinn og við eigum þess vegna að reyna að koma þessu máli í gegn. ELDSNEYTI. Olíureikningur þjóðarbúsins í heild lækkar vegna þess að meira af notkuninni mun flytjast úr benslninu yfir I ollu. Ég tek innilega undir þær ábend- ingar sem hafa komið fram í blað- inu að undanförnu, að það er auð- vitað ekki vansalaust hvað þetta hefur tekið langan tíma. Endur- greiðslufyrirkomulagið, sem var lögfest 1995, þótti eftir á að hyggja tkki ganga upp. Þess vegna voru þáu lög afnumin og komu aldrei til framkvæmda. - Síðan hafa menn verið að velta fyrir sér litun olíu og öllu mögulegu öðru sem þessu tengist. Sumir segja að fram séu komnar tækniframfarir varðandi litun og það sé einfalt mál. Aðrir segja að þetta kalli á tvöfalt dreifingarkerfi og aukinn' kostnað: Það þarf að skoða þetta allt og vega ög meta, en mín niðurstaða á þessu stigi er sú að það sé rétt að reyna að fara út í þetta. Ég spái því hins vegar að það verði ákveðnir hópar sem myndu telja á Sig hallað í málinu." - Ertu fyrst og fremst að tala um olíufélögin í því sambandi? „J a, -það geta verið aðrir takmark- aðir hópar sem ekki verða ánægð- ir.“ Geir segir að í frumvarpinu sem lagt var fram 1995 hafi verið gert ráð fýrir endurgreiðslum til þeirra sem nota olíu í atvinnurekstri svo breytingin yrði ekki íþyngjandi frá því sem nú er. Það varðaði m.a. vinnuvélar, vélbáta og dráttarvélar. Vandinn sé að finna aðferð til þess að koma því til leiðar án þess að búa til of flókið kerfi og án þess að bjóða upp á misnotkun. Frumvarpið frá 2002 er í sjálfu sér enn í fullu gildi. Ég hefáhuga á því að reyna að koma því í gegn. Olíufélögin hafa líka bent á þennan þátt. Vörubílar með krana eyði t.d. oft mestum tíma sínum við hífingar í kyrrstöðu en nota samt gjaldskyldaolíu. Við hlið þeirra geti svo verið beltakranar að vinna sama verk, en þeir noti gjaldfría olíu eins og aðrar vinnuvélar. Núverandi kerfi óþægilegt „Sumir eru ntjög hlynntir þessu en aðrir eru andvígir vegna þess að þeir telja að þeirmuni bera skarðan hlut frá borði í þessu. Ef það á að gera þetta verður að tryggja að olí- an út úr dælunni verði ódýrari en bensínið. En ef það á aö gera þetta þannig að dísilolían verði ódýrari en ríkis- Geir H. Haarde fjármálaráðherra. sjóður fái eftir sem áður sömu tekj- ur, sem er ein forsenda í þessu, þá þarf eftir sem áður að viðhalda þungaskattinum á þyngstu bílun- um. Þar með er tekið tillit til sjónar- miða um að þeir sem slíta vegun- um mest borgi meira en aðrir.“ - Verður frumvarp um þetta lagt fram í vetur? „Það gæti alveg verið ef það næst samstaða á milli stjórnarflokkanna. Sumir telja að þetta hefði nei- kvæð áhrif varðandi flutnings- kostnað á landsbyggðina en það er ekki rétt. Það byggir á misskilningi og þetta hefði engin sérstök áhrif á það,“ segir Geir H. Haarde. olafur@dv.is/hkr@dv.is Einstætt tiiboð Grænfríðunga um markaðsátak fyrir hönd íslenskrar ferðaþjónustu: ■ • . - ’ / • • ' ’ ' . . •sama- tiátt Veroiv'tjékj'úi nár '26Ö tií 350 milljónir ef 0,1% félagstiiatmá' (um 2.800 manns) sækjá fsíarítl Grænfriðungar ætla ekki að hvetja til neinna mótmælaað- gerða vegna hvalveiða íslend- inga en hafa þess í stað gert stjórnvöldum einstætt tilboð um að hefja markaðsátak fyrir hönd íslenskrar ferðaþjónustu. Að sögn samtakanna á tilboðið sér enga hliðstæðu í sögu þeirra. í því felst að gestir á heimasíðu Grænfriðunga eru hvattir til að lýsa áhuga á að ferðast til fslands ef ís- lendingar hætta hvalveiðum. Sam- hliða því samþykkja þeir að fá sendar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu í tölvupósti. Tilmælin Samtökin fara fram á að stjórn- völd stöðvi tafarlaust veiðar á hrefnúm, lýsj því* ÞAKRENNUR veiðar verði aldrei teknar upp að nýju, dragi tafarlaust til baka fyrir- vara við alþjóðlegt hvalveiðibann og undirriti bann við verslun með hvalaafurðir. Verði stjórnvöld við þessu send út nokkurs konar auglýsing um íslenska ferðaþjónustu til þeirra sem hafa skráð sig á vef sam- takanna. Á blaðamannafundi sam- takanna í gær var sagt að íslending- um yrði afhentur listi með nöfnum og netföngum sem hægt yrði nota í markaðsskyni. Á vef friðunga segir hins vegar tökin sjálf myniúsenda fólki tölvu- póst einu sinni. Á hádegi í gær höfðu um 1.000 manns skráð sig en að sögn talsmanns Grænfriðunga heimsækja tugir þúsunda vefinn i viku hverri. nenn eru allsurn 2,fi núllj-./ n hafa reiknað út að (Tjieirra'jum 280 manns) ferðist til Islands megi gera ráð fyr- ir að tekjur íslendinga verði 26 til 35 Erl ir við út- eðjinm«har 111 á 'E3 MARLEY Frábært verð! 594 6000 www.merkur.is Bœjarflöt 4,112 R. ' BYQQINQAV Engin mótmæli Frode Pleym, talsmaður Græn- friðunga, lýsti í gær sérstakri ánægju með fund sem hann átti í gær með aðstoðarmanni sjávarút- vegsráðherra og embættismönn- um. Þótti honum talsvert til þess VIÐ KOMUM í FRIÐI: Talsmenn Graenfriðunga lögðu áherslu á að þeir vildu ekki deila við Islendinga og lýstu ánægju með að þeir hefðu ekki orðið fyrrir neinu aðkasti eftir komuna til landsins. Rainbów Warrior fer I hringferð um landið með Viðkomu á nokkrum þéttbýlis- stöðum næstshélfa mánuðinn eða svo. koma að stjórnvöld væru reiðubúin sta ámálstað Grænfriðunga. e ságði Grænfriðunga ekki mga til að rökræða um rétt- •Jtválveiða. Afstaða sarntak- ' atífírílægi fyrir bg væri í raun „ekki áhugaverð". Tilboðið um samstarf við að efla íslenska ferðaþjónusta væri það sem allt snerist um. Fram kom hjá Frode að Græn- friðungar myndu ekki hvetja fólk til að sniðganga ísland eða íslenskar vörur, heldur ekki þótt stjórnvöld höfnuðu tilboðinu strax í dag. Hins vegar væri ljóst að hvalveiðar myndu kalla á alþjóðleg viðbrögð, óháð afstöðu Grænfriðunga. að LEIÐIN SKIPULÖGÐ: Stýrimaður á Green- peace rýnir I sjókort vegna fyrirhugaðra siglinga við landið. Varfærin viðbrögð „Þetta erindi verður tekið fyrir eins og önnur erindi í ráðuneyt- inu," segir Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra. „Við hlustuðum á þeirra rök og það er athyglisvert að þeir virð- ast búnir að breyta um taktík og ætla ekki að hvetja til þess að ferða- menn komi ekki til Islánds eða að fólk sniögangi íslenskar vörur." Um tilboð samtakanna væri hins vegar ekkert að segja á þessu stigi. Erna Hauksdóttir, framlcvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist heldur ekkerthafa um tilboð- ið að segja enda 'hefðu samtökin ekki einu sinni séð það. Afstaða samtakanna til hvalveiða væri hins vegar ljós. Grænfriðungar segjast ekki komnir til að rök- ræða um hvalveiðar; afstaða þeirra liggi fyr- ir og sé „ekki áhuga- vert" umræðuefni. „Við höfum margítrekað varað stjórnvöld við því að fórna ekld meiri hagmunum fyrir minni," seg- ir Erna. „Það er deginum ljósara að mikil andstaða er við hvalveiðar á okkar helstu markaðssvæðum. Það fólk sem er áhugasamast um lifandi náttúru og kemur af þeirri ástæðu til íslands er helst það fólk sem er andvígt hvalveiðum." oiafur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.