Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Síða 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 Innritun í síma 561 5620 Safnaðarhsimill Háteigskirlcji Híteigsvegl • Simi 661 5620 Viljum forystuna aftur Rudi Völler sækist eftir sigri gegn Islendingum í dag Það var stór hópur blaðamanna sem heilsaði Rudi Völler á Nor- dica Hotel í hádeginu í gær. Flestir komu blaðamennirnir frá Þýskalandi en nokkrir ís- lenskir og jafnvel skoskir fylgd- ust með. Völler sagði að mark- miðið væri klárt - 6 stig í næstu tveimur leikjum. „Við vitum að verkefnið sem bíð- ur okkar verður erfitt," sagði Völler. „fslendingar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og hafa í sjálfu sér engu að tapa og mæta til leiks bein- ir í baki. Flestir voru reyndar búnir að afskrifa íslenska landsliðið eftir töp þess gegn Skotlandi en eftir að Skotar töpuðu í Litháen og íslend- ingar unnu aðra leiki er staða orðin önnur í dag. Þeir eru eftir í riðlinum - hafa að vísu leikið einum leik meira en við - og við viljum foryst- una aftur," sagði Völler. Skotland-Færeyjar Ísland-Þýskaland á risatjaldi Trúbadorinn Guðmundur spilar um kvöldið. Happy hour, kl. 21-23. ^ Áslákur Hann sagði ástand sinna manna ágætt, Paul Freier er sem kunnugt er fótbrotinn og verður frá fram í desember en enn er tvfsýnt um þá „Flestir voru reyndar búnir að afskrifa ís- lenska landsliðið eftir töp þess gegn Skotlandi en eftir að Skotar töpuðu í Litháen og íslendingar unnu aðra leiki er staða orð- in önnur í dag." Jens Jeremies og Bernd Schneider. Hvort þeir verða í byrjunarliðinu verður ekki ákveðið íýrr en á síð- ustu stundu en líklegt byrjunarlið er útskýrt hér að neðan. „Það er aldrei hægt að stilla upp óskabyrj- unarliði sínu, alltaf þarf maður að taka tillit til meiðsla og leikbanna," sagði Völler. Hann staðfesti við blaðamenn að liðsuppstillingin yrði 4-4-2 en Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari hefur heimildir fyrir öðru og telur að liðinu verði stillt upp sem 3-5-2, eins og sýnt er hér að neðan. ftarlegt viðtal er við Ásgeir á bls. 40. Hvorki Völler né Oliver Kahn, sem sátu fyrir svörum í gær, höfðu áhyggjur af veðurfarinu og sagði reyndar Völler að hann hefði notið sín best í rigningu og slagviðri og að öðruvísi hefði hann ekki getað þraukað í 5 ár í Werder Bremen, þar sem hann lék sem leikmaður. Báðir voru varkárir í yfirlýsingum sínum og sögðu að varast þyrfti ís- lenska landsliðið, sérstaklega Eið Smára, sem væri framherji í heimsklassa. eirikurst@dv.is Island: Líklegt byrjunarlið Eiður Smári Heiðar Rúnar Jóhannes Karl Indriði • • • Brynjar Björn • Þórður • Hermann Pétur Lárus Orri • • • Árni Gautur • Þýskaland: Líklegt byrjunarlið Oliver Neuville Miroslav Klose • • Bernd Schneider Michael Ballack ... 0 Sebastian Deisler • • JensJeremies Carsten Ramelow • • Arne Friedrich Frank Baumann Christian Wörns • • • Oliver Kahn •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.