Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 11 Það er leikrit að læra LAUGARDAGSPISTILL Kjartan Gunnar Kjartansson blaöamaður - kgk@dv.is Á haustin þegar skólabjöll- urnar taka að hringja til sinna tíða birtast gjarnan á forsíð- um biaðanna myndir af smá- börnum á leið í skólann í fyrsta sinn. Það er eitthvað við þessar myndir sem fær okkur flest til að hugsa sem svo:„Æ, æ, greyin litlu." Líklega er það augljós kvíðasvip- urinn á þessum krflum sem vekur samúðina eða allt of stór skólatask- an sem þau rogast með. Þessi stóra taska verður óhugnanlega táknræn fyrir þá byrði sem samfélagið er í þann mund að leggja á herðar þessara litlu sálna. „í skólanum, í skólanum ..." Það hefur löngum þótt sjáifsögð skemmtun að ljúga að börnum, s.s. um tilvist Grýlu, jólasveina, tann- álfa og Óla lokbrár, svo eitthvað sé nefnt. Vinsæl skröksaga, sem mjög er haldið að börnum við upphaf skólagöngu, kveður á um það hversu gaman sé í skólanum. Þessu til áréttingar er skólabarnagælan gamla og góða sem hefst á slagorð- inu: „f skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera.“ Þessi þula hefur verið margtugg- in kynslóð fram af kynslóð og ekki að ástæðulausu. Hún á að sjá til þess að þegar börnunum fer að leiðast í skólanum þá kenni þau ekki skólanum um heldur sjálfúm sér. Er ekki gaman í skólanum? Og ekki er nóg að gert. Til að hnykkja á þessum ljóta leik er blessað barnið gert meðsekt í sam- særinu með því að þvinga það til ósannsögli. Mér erenn minnisstætt frá fjölskylduboðum fyrsta skólaár- ið mitt hvernig sama spurningin dundi á manni úr öllum áttum frá skælbrosandi frænkum og frænd- konum: „Er ekki gaman í skólan- um?“ Áður en skólaárið var úti var maður búinn að ljúga að öfum og ömmum og öllum hugsanlegum frændum og frænkum að víst væri voða gaman í skólanum. - Og hvers vegna ekki? Ekki fór maður að koma sér í klandur með því að segja sannleikann. Musteri meðalmennskunnar Reyndar hefur mér löngum fundist flestir barna- og unglinga- skólar komast næst þvf að vera musteri meðalmennskunnar og hræsninnar þar sem undirgefni, ófrumleiki og smáborgaraháttur ræður oft ríkjum. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður og áreiðanlega erfitt um vik að breyta hér til betri vegar. Samnefnari samfélagsins Það sem kannski fyrst og fremst gerir skólastarfið flókið er fjöl- breytileiki nemenda og forráða- manna þeirra, með allar sínar sérþarfir, tilædunarsemi og ónot. Almenningsskóla - stjórnendum hans og öðru starfsfólki - er bráð- nauðsynlegt að halda uppi trúverð- ugleika gagnvart öllum þessum ólíku aðilum. í þeirri viðleitni sinni þarf skólafólk að setja sig í stelling- ar, sýna myndugheit og virðuleika, sem ekki er alltaf innstæða fyrir, og grípa til goðsagna um göfugt hlut- verk skólans og margþvældra slag- orða um menntun og manngildi. Skóli og leikhús Ég hlýddi eitt sinn á lærðan fyrir- lestur heimsfrægs réttarheimspek- ings um skyldleika réttarhalda og leikhússins. Ég held að skyldleikinn við leikhúsið eigi ekki síður við um skólastarf, einkum í barna- og ung- lingaskólum. Þegar öllu er á botninn hvolft er skólinn fyrst og fremst leikhús, kennarinn leikari og kennslustund- Þegar öllu er á botninn hvolft er skólinn fyrst og fremst leikhús, kennarinn leikari og kennslustundin leikrit... ... Skólastjórinn er líka leikari. Hann leikur dramahlutverk fyrir ein- staka nemanda efkenn- arinn dettur út úr rull- unni. in leikrit. Það sem skiptir mestu máli fyrir kennara er ekki undir- búningur hans, eða það hvernig hann kemur námsefninu til skila, heldur hitt, að halda andlitinu gagnvart nemendum sínum, hvað sem á dynur. Skólastjórinn er líka leikari. Hann leikur dramahlutverk fyrir einstaka nemanda ef kennarinn dettur út úr rullunni. En hið vanda- sama hlutverk skólastjórans er að leika fyrir tvo vandláta hópa, ann- ars vegar forráðamenn nemenda og hins vegar fræðsluyfirvöld. Hinn dæmigerði skólastjóri Þetta er ekki heiglum hent. Þess vegna hafa skólastjórar lengst af verið ráðnir á flokkspólitískum for- sendum. Þess vegna er hinn dæmi- gerði skólastjóri tungulipur sátta- semjari sem enginn skyldi treysta - síst fyrir barninu sínu. Það er sjaldn- ast meginhlutverk skólastjóra að sjá til þess að börnum líði vel í skólun- um eða börn séu að læra þar eitt- hvað uppbyggilegt á markvissan hátt. Ó nei - þeir eiga fyrst og fremst að halda friðinn, hvað sem það kostar. Þeir eiga a.m.k. að koma í veg fyrir að ófriður innan skólans, milli kennara, nemenda og forráða- manna, komist í fréttir fjölmiðl- anna. Þess vegna er hinn dæmigerði skólastjóri taugaveiklaður stuðari milli ólflcra aðila - milli steins og sleggju. Slíkum skólastjóra er best lýst í bók Péturs Gunnarssonar, Persónur og leikendur. Þar segir um gagn- fræðaskólastjóra Andra, aðalsögu- hetjunnar: „Skólastjórinn var svo stressaður að hann virtist fúllkom- lega rólegur." Skólagoðsögnin... En það koma fleiri hér við sögu. f rauninni tökum við öll þátt £ þessu forkostulega skólaleikriti. Okkur er öllum tamt að líta svo á að barna- og unglingaskólar séu eitthvað annað og meira en þeir ( rauninni eru. í umræðum um skólamál er nánast alltaf gengið að því sem vísu að skól- arnir séu fyrst og síðast mennta- stofnanir. ... og raunveruleikinn Þetta er auðvitað meginfirra. ís- lenskir barna- og unglingaskólar eru fyrst og fremst geymslustofnanir. Þeir gegna því meginhlutverki að safna saman þéttbýlisbörnum og halda þeim frá götunni svo að þau fari sér ekki að voða og séu ekki að þvælast fyrir hraðskreiðum bflum og vinnandi fólki. Auðvitað læra börn eitt og annað í skólum. En fyrr má nú vera, frá sex ára aldri og fram að samræmdum prófum. Börn eru hvort eð er alltaf að læra, hvar sem þau eru, og þarf síst kennara til. Þokkalega greindur unglingur getur undirbúið sig vel fyrir samræmd próf á einum og hálfum til tveimur vetrum þó hann gangi ekki í barnaskóla frá fimm eða sex ára aldri. Við skulum líka hafa í huga að bamaskólar eru sífellt að halda aftur af námfúsum bömum og þeim hef- ur oft tekist bærilega að gera greind börn endanlega afhuga námi því að í skólakerfinu okkar má helst eng- inn skara fram úr öðmm. í dreifbýlinu er þessi geymsluþörf ekki jafn brýn og oft ekki fýrir hendi. Þar hefur líka oft verið þörf fyrir vinnuframlag barna. Af þessum sökum var barnaskólahald og af- staða til þess lengi vel allt önnur til sveita, og kannski heilbrigðari - allt- ént hreinskilnari - en í þéttbýli. f sveitum tíðkaðist lengst af að börn væm f skóla nokkrar vikur á vetri og væm þar til að læra en ekki slæpast. Og stóðu sig bara vel. Auðvitað hafa skólarnir mennt- unarhlutverki að gegna. En það er ekki meginhlutverk þeirra, hvort sem kennurum og skólastjórum lík- ar það betur eða verr. En þó skólarnir séu fyrst og fremst geymslustofnanir er ekki þar með sagt að það sé slæmt - eða að skólarnir séu slæmir. Ég er þó nokk- uð viss um að íslenskir barna- og unglingaskólar geti verið miklu, miklu betri en þeir eru. Fyrsta skref okkar í þeirri viðleitni að bæta skólana felst í því að kalla hlutina.réttum nöfnum og hætta að ljúga að sjálfum okkur - og saklausum börnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.