Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Side 14
14 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 Schwarzenegger og kosningabaráttan: Batnandivöðva- búnti er best að lifa FRÉTTAUÓS Erlingur Kristensson erlingur@dv.is Vöðvabúntið og Hollywoodleik- arinn Arnold Schwarzenegger, sem nú býður sig fram til emb- ættis ríkisstjóra í Kaliforníu, hef- ur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, eftir að gömlu blaðaviðtali, sem tekið var við kappann árið 1977 og birt í full- orðinstímaritinu Oui, var laumað inn á vefsíður vestanhafs en í viðtalinu gortar þessi frægasti frambjóðandi til ríkisstjóraemb- ættisins meðal annars af vafa- samri kynlífsreynslu sinni og við- urkennir að hafa notað fíkniefni. Þetta gamla glappaskot repú- blikanans Amolds Schwarzeneggers hefur að vonum farið fyrir brjóstið á viðkvæmum og siðavöndum kjós- endum og kallað fram efasemdir um að hann sé hæfur til þess að gegna svo mikilvægu embætti sem ríkis- stjóraembætti Kaliforníu sé. Meira að segja sumir liðsmenn Repúblikanaflokksins, sem harðast börðust fyrir því að fá kosningar end- urteknar í ríkinu til þess að losna við hinn óvinsæla demókrata Gray Dav- Þetta gamla glappa- skot repúblikanans Arnolds Schwarzen- eggers hefur að vonum farið fyrir brjóstið á viðkvæmum og siða- vöndum kjósendum. is úr stól ríkisstjóra hafa lýst hneykslan sinni þótt þeir kalli ekki allt ömmu sína á siðferðissviðinu frekar en andstæðingar þeirra, demókratar. Ríki smjörs og hunangs Davis, sem var fyrst kosinn ríkis- stjóri í Kaliforníu árið 1998, náði endurkjöri í fyrra með aðeins 47 pró- senta stuðningi, sem er slakasti ár- angur kjörins ríksistjóra í Kaliforníu til þessa, enda fjárhagur ríkisins í molum eftir fjögurra ára stjórnartíð hans svo jaðraði við algjört gjaldþrot. Ekki tók betra við í upphafí nýs kjör- tímabils og stefnir nú í mesta fjár- lagahalla í sögu ríkisins sem löngum hefur verið kallað „ríki smjörs og hunangs". f kjölfarið varð Davis auðvitað fyr- ir aukinni gagnrýni, sem varð til þess að andstæðingar hans hófu undir- skriftasöfnun þar sem krafist var endurkosninga um það hvort svipta eigi hann embætti og þá hver eigi að taka við. . Til þfess þurfti hátt f níu hundruð þúsund undirskriftir atkvæðisbærra Kaliforníubúa og tókst að sögn emb- ættismanna að safna hátt í milljón undirskriftum. Þar með voru endur- kosningar tryggðar og fara þær fram þann 7. október nk., þær fyrstu f Bandaríkjunum síðan árið 1921 þeg- ar rfkisstjóri Norður-Dakóta fékk reisupassann. Auk Schwarzeneggers hafa kjós- endur úr 133 frambjóðendum að velja en í upphafi sóttust 247 eftir að komast í framboð en 112 var hafnað auk þess sem einn heltist úr lestinni. Strengjabrúða Bush? Samkvæmt skoðanakönnunum þykir líklegt að Davis fái að líta rauð spjaldið, en sá sem þykir líklegastur til að taka við er demókratinn og vararíkisstjórinn Cruz Bustamante sem þessa daga mælist með gott for- skot á Schwarzenegger sem er í öðru sætinu. Aðrir frambjóðendur komast ekki með tærnar þar sem þeir hafa hæl- ana en þeir sem koma næstir eru repúblikaninn og öldungadeildar- þingmaðurinn Tom McClintock, sem nú mælist í þriðja sætinu, dálkahöfundurinn Arianna Huffing- ton, sem býður sig fram óháð, fyrr- um hafnaboltaumboðsmaðurinn Peter Ueberroth, sem einnig er óháður, og græninginn Peter Camejo. Öllum hefur þeim verið boðið að taka þátt í þriggja þátta sjónvarps- kappræðum sem hófust í fyrrakvöld og þáðu þau það öll nema Szhwarz- enegger sem segist frekar vilja eyða dýrmætum tíma sfnum í meiri ná- lægð við kjósendur. Hann þáði þó að koma fram í síð- asta þættinum, en þar fá frambjóð- endur að sjá spurningarnar fyrir fram. Þykir það sýna hræðslu Schwarzeneggers við að mæta keppinautum sínum þar sem tekist er á um málefnin í rullulausum kappræðum, en einnar línu frasar þykja hafa einkennt kosningabar- áttu hans til þessa og honum jafnvel núið um nasir að vera ekkert annað en strengjabrúða Bush Bandaríkja- forseta. Fljúgandi start Eftir að hafa fengið fljúgandi start í kosningabaráttunni, þar sem hann mældist með yfir fjörutfu prósent, hefur Schwarzenegger þurft að glíma við hvern fortíðardrauginn á fætur öðrum. Áðurnefnt viðtal við fullorðins- blaðið Oui er aðeins eitt þeirra, en þykir þó það vandræðalegasta. Þar lýsir Schwarzenegger óábyrgu lífs- mynstri sínu á líkamsræktarárunum þegar hann hnyklaði vöðvana fyrir gesti og gangandi. „Líkamsræktarmenn eru miklir partíkarlar og einu sinni gekk svört nakin stúlka í salinn. Allir hópuðust að henni og fengu hana með sér upp á loft þar sem við vorum öll saman," segir Schwarzenegger meðal annars í viðtalinu. Þegar hann er spurður hvort hann hafi notað fíkniefni, svarar hann. „Já, gras og hass en aldrei hörð efni." Fyrstu viðbrögð Schwarzeneggers við spurningum fréttamanna þegar þeir spurðu hann út í viðtalið var að segja að hann myndi lítið eftir því sem gerst hefði fyrir tuttugu eða þrjá- tfu árum. Hann reyndi að hlæja sig út úr vandanum og sagði að auðvitað hefði hann oft verið með fáránlegar og hneykslanlegar yfirlýsingar á þess- um árum. „Þannig var ég og þetta var mín að- ferð til þess að ná athygli. Öðruvísi hefði ég aldrei komist þangað sem ég ætfaði mér, fyrst í líkamsræktinni og svo í skemmtanabransanum. Ég reyndi allt sem ég gat,“ sagði Schwarzenegger þegar fréttamenn gengu á hann. Vill heyra leynilegar skoðanir Schwarzenegger tókst þó ekki að sannfæra alla um sakleysi sitt og meðal þeirra eru flokksmenn og ýms- ir áhrifamiklir siðapostular sent heimtað hafa nánari skýringar. „Við höfum áhyggjur af þessu um- tali um fjöllyndi frambjóðandans og viljum að hann komi fram fyrir skjöldu og segi okkur hvort hann hafi hætt þessu þegar hann var 29 ára eða haldið því áfram," sagði einn þeirra. Aðrir hafa sýnt þessum vandræða- gangi Schwarzeneggers minni áhuga og meðal þeirra er áðurnefndur mót- frambjóðandi hans, öldungadeildar- þingmaðurinn Tom McClintock. „Ég hef engan áhuga á kynlífi Schwarzeneggers. Það sem ég hef áhuga á að heyra eru leynilegar stjórnmálaskoðanir hans,“ sagði Mc- Clintock. Þegar Schwarzenegger hafði sofið á vandræðunum reyndi hann að krafsa yfir hneykslið með því að segja að hann hefði aldrei lifað lífinu með það í huga að gerast stjórnmálamað- ur. Hvað þá heldur ríkisstjóri í Kali- forníu. Innblástur frá Nixon Umrætt viðtal við Oui-tímaritið er ekki það eina sem íþyngir Schwarz- enegger í kosningabaráttunni þvf í nýlegu viðtali sagðist hann hafa orðið fyrir innblæstri frá hinum smánaða forseta Bandaríkjanna, Richard M. Nixon. Þar sagðist Schwarzenegger hafa stutt Repúblikanaflokkinn alveg frá því hann hlustaði á ræðu Nixons árið 1968, nokkrum árum áður en hann varð að segja af sér forsetaembætti eftir Watergate-hneykslið. „Ég hlustaði á Nixon forseta tala um írjálst framtak, lækkun skatta og eflingu hersins," sagði Schwarzen- egger og bætti við hann hann hefði þá snúið sér að félaga sínum og sagt: „Ég er sannur repúblikani. Þetta er sú stefna sem ég hef trú á.“ „Líkamsræktarmenn eru miklir partíkarlar og einu sinni gekk svört nakin stúlka í salinn. Allir hópuðust að henni og fengu hana með sér uppáloft." Þarna þykir Schwarzenegger hafa skotið yfir markið í þeirri trú að hann væri að höfða til íhaldssamra kjós- enda en virðist þó hafa misreiknað sig vegna vafasams orðspors Nixons. Varði aðskilnaðarstefnuna Schwarzenegger hefur einnig verið nuddað upp úr því að hafa á yngri ár- um verið haldinn kynþáttafordóm- um en það var Rick Wayne, líkams- ræktarfélagi Schwarzeneggers til margra ára, sem nýlega hélt því fram í viðtali við bandaríska fréttablaðið San Jose Mercury. Wayne, sem er svartur á hörund, sagði að Schwarzenegger hefði varið aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku og sagt að með því að afhenda svört- um stjórn landsins væru hvítir að steypa þjóðinni i glötun. „Á þeim tíma hélt ég að hann væri algjör kyn- þáttahatari," segirWayne íviðtalinu. Á meðan helstu mótframbjóðend- ur Schwarzeneggers tókust á f sjón- varpssal á miðvikudaginn hélt hann sjálfur kosningafund á skólalóð Kali- forníu-háskóla þar sem einn nem- andinn, væntanlega andstæðingur Schwarzeneggers, kastaði í hann eggi- Schwarzenegger sló á létta strengi og sagði að nú vantaði bara beikonið. Síðan tók hann til við frasana og byrjaði að spyrja sjálfa sig: „Arnold, nú hefur þú lifað svo frábæru lífi. Þú hefur þénað milljónir dollara á kvikmyndunum og mörgu öðru. - Af hverju viltu þetta? Og hann hét áfram: „Allt þetta, frægðin, pening- arnir, fjölskyldan og allt það sem ég hef eignast og afrekað er Kaliforníu að þakka," sagði Schwarzenegger, sem segist bjóða sig fram í nafni fólksins. „Ég vil að draumar þess verði að veruleika." HELSTU KEPPINAUTAR SCHWARZENEGGERS: Helstu kepppinautar Schwarzeneggers um ríkisstjóraembættið mættir til kappræðna í sjón- varpssal á miðvikudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.