Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 DVHELGARBLAO 19 LOKSINS Á ÞURRU: Það voru kátir ferðalangar sem þurrkuðu á sér tærnar í sólskininu undir Rauðhólum þegar Hverfisfljótið var að baki. Fossinn nafnlausi: Við uþptök Djúpár undan Síðujökli verður þessi tignarlegi foss í ánni en hann hefur ekkert nafn. íSKESSUTORFUM: Þar sem Núpsá rennur fram dalinn á leið í Núpsstaðarskógum fer hún um hrikaleg gljúfur sem heita Skessutorfugljúfur. Stórbrotið náttúrufyrir- bæri. blanda af varkámi, áræði og einbeittum ferða- vilja sem þarf til að leysa verkefni eins og þetta. Lýðræði og embætti Þótt hefðbundið lýðræði væri að sjáifsögðu viðurkennt stjómarform í þessum hóp var einn fararstjóri sem hafði öskorað vald þegar á reyndi og sá heitir Einar Ragnar Sigurðsson. Honum til halds og trausts var síðan ráðgjafahópur sem kaliaður var vaðavalsnefnd og var skipaður mis- jafnlega mörgum eftir aðstæðum. Siglingafræð- ingar, ömefnanördar, vekjarar og hagyrðingar em ómissandi í hópum eins og þessum og vom þessar stöður allar ágædega mannaðar. Það tók klukkutíma og fjöru- tíu mínútur fyrir þennan fjórt- án manna hóp að komast yfir Hverfisfljótið og þá voru 2,7 kílómetrar að baki samkvæmt GPS-mælingum og mestan þann tíma voru menn að busla íjökulvatni. Sólin skein og við bröltum áfram í austur. Dijúgan spöl fyrir austan Rauðhólana beygðum við í norður og tókum krók upp á Síðujökul tíi að losna við að vaða jökulkvíslar sem koma undan honum og falla ýmist í Brunná eða Djúpá en í þeim mun gæta sandbleytu. Ekki tókst okkur vel að velja greiða leið upp á jökulinn þar sem við hittum á gríðarlega aurbleym og sukku sumir allt í mið læri í efjuna og þóttí ekki gott. Sllkt landslag er algengt við jökulrendur og getur ver- ið göngumönnum skeinuhætt. Hin ófæra Djúpá Við tjölduðum á bakka Djúpár um kvöldið, eftir um 20 kílómetra göngu. Þama er allmikill foss í ánni en sýnt þóttí að hún væri algerlega óvæð. Samt bámm við steina í vatnsborðið til að mæla hæðina og skriðum svo í tjöld og að þessu sinni var vakið klukkan fimm um nóttina til að tryggja lága vatnsstöðu í ánni. Leiðangurinn var klár tíl göngu um hálfsjö daginn eftir þegar hátíðargestir hér og þar um landið hafa eflaust verið að ganga til hvílu sumir hverjir. Af steinunum góðu sást að h'tíð hafði lækkað í ánni og því var tekin stefiia aftur upp á jökul og gengið nokkra kilómetra í norður. Þar var komið upp fyrir stóran hfuta Djúpár og þar reyndist auðvelt að vaða yfir hana. Áffam var haldið í austur í steikjandi hita og sólskini og yfir FOSSAR í NÚPSÁ: Þessir fossar ofarlega í Núpsá hafa ekkert nafn enda eru þetta fáfarnar slóðir. f ósléttu landl: Vaskir göngumenn þurfa ekki endilega stíg og þarna er hópurinn f frekar ósléttu landi. FÓTABAÐ f MORGUNSÁRIÐ: Vestari-Bergvatnsá reyndist nokkurfarartálmi en þarna vasla menn yfir hana í morg- unsárið og þóttust góðir að standa í straumnum. okkur gnæfðu Hágöngur, Geirvörtur og fleiri ljöll sem standa upp úr jöklinum á þessum slóðum. Ekki fer allt sem ætlað er Um kl. 14 þennan dag, þegar farið er að halla niður í drög Núpsárdals, komum við að Vestari- Bergvamsá sem eflaust hefur verið nefnd svo vegna þess að í henni hefur verið bergvatn. Það breyttíst fýrir nokkrum ámm þegar jökulvatn, sem áður féll í Djúpá, fór að renna í hana. Áin rennur í gljúffum en á einum stað eru eyrar að henni og það er eini staðurinn sem einhver von er í að vaða hana. Skemmst er frá því að segja að í þessum hita og um hádag var áin í einum streng, flugakast í straumnum og ekki viðlit að komast yfir og varð því að ráði að leiðangurinn sló tjöldum á bakka árinnar og bakaði sig í sól- inni það sem eftir lifði dags. f bítið morguninn eftir, eða um klukkan sex, óðum við ána sem hafði lækkað um 20-30 sentí- metra yfir nóttina en var samt býsna stríð og ’braut straumurinn upp í mittí á lágvöxnustu leiðangursmönnum svo þótt áin væri ekki breið þóttumst við góð að komast klakklaust yfir. Þaðan lá leiðin niður tunguna milli Vestari- Bergvatnsár og Mið-Bergvatnsár sem saman verða að Núpsá. í þetta kerfi finnst manni vanta Eystri-Bergvatnsá en hún er víst engin til. Falleg- ir fossar og tílkomumiklir gleðja augað á þessari leið, bæði jökulvatnsfossar og tærir og falfegir fossar. Síðan liggur leiðin niður með Núpsá sem er aifmikið vamsfafl og er landslag aflt mjög hrikalegt. Sérstaklega em Skessutorfugljúfúr stórbrotin og væm áreiðanlega talin tíf merk- ustu náttúrufyrirbæra þessa lands ef þau væm í aifaraleið. Farið er um snarbratt gil niður úr Skessutorfunum og finnst göngumanni eins og stefnt sé fyrir björg en svo reyndist ekki vera en stór hlutí leiðangursmanna hafði farið um þess- ar tilteknu slóðir áður og rataði þokkalega. Fastir í skóginum Eftír göngu um skógarkjarr og fallega fossa er komið að hinum fræga Tvílitahyl þar sem tveir stórir fossar falla í sama hylinn. Önnur er Núpsá, kolmórautt jökulvam, en hin er Hvítá sem er blátær og falleg. Rétt þar fyrir neðan er farið nið- ur Kálfsklif þar sem reyndi á þor og áræði manna en handstyrkja þarf sig eftír keðju niður 10 metra háan klett. Þaðan liggur leiðin gegnum vöxtulegt skógarkjarr sem angaði í sólinni. Skógur er ekki hentugt gönguland fyrir menn með stóra bak- poka og máttí heyra skrautlegt safii blótsyrða bergmála í klettunum þegar menn sám fastír í stígnum og sannfærðir skógræktarmenn tif margra ára heyrðust hrópa á keðjusög eða eld- spýtur. Ferð okkar lauk eftír elfefu tíma göngu þenn- an dag á tjaldstæðinu í Núpsstaðarskógum í angandi kjarri undir bröttum klettum í logni og fögm veðri. Þar beið okkar matarsending og var slegið upp herlegri grillveislu og menn hressm sig á köldum bjór og rauðvíni og einhverjir ferðapelar birtust á kvöldvökunni enda var þetta búin að vera blaut helgi. Vötn á ferðalagi Náttúrufegurð Núpsstaðarskóga er rómuð og mögnuð. Sæmilega bílfært er fyrir flesta jeppa þangað inn eftir en ekið er eftír vamargörðunum frá brúnni á Núpsvötnum austan Lómagnúps. Aka þarf yfir vað á Núpsvötnum sem krefst var- úðar en er vel fært. Fyrir fáum árum féll Súla í Núpsvöm austan Lómagnúps svo ofarlega að öllum bílum var ófært inn eftír en Hannes Jóns- son á Hvoli, bamabam og alnafni hins fræga Hannesar á Núpsstað, ferjaði þá ferðamenn inn eftír á bát sem hann geymdi innra. Nú er Súla á austurleið og þegar Hannes sækir göngugarpana inn í „Skóga", eins og sagt er þar eystra, spáir hann því að fljótlega flytji Súla sig alla leið austur í Gígjukvísl og hættí að falla í Núpsvöm. Gangi sá spádómur eftír myndi verða þurrt milli vatnanna á sandinum og fært öllum bílum inn í fyrirheima landið í Núpsstaðarskóg- um. polli@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.