Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Side 22
22 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003
Umsjón:
Snæfrfður Ingauóuir, snac,usr—
iJTí; /
ar
:ch u
um a
Er niðurfallið í sturtunni alltaf stíflað af hárflækjum? Er sófinn orðin
kafloðinn vegna hárloss? Er þérfarið að líða eins og ketti sem fer sífellt
úr hárum? Þá áttu líklega við alvarlegt hárlos að stríða.
Að meðaltali eru 100 til 160 þúsund hár á
höfði meðalmanneskju. Hvert hár vex í allt að
5-6 ár en hættir síðan að vaxa og dettur að lok-
um af og er talið að um 100 hár detti að meðal-
tali af höfði manns á dag. Það er manneskjunni
sem sagt eðlilegt að fara úr hárum. Venjulegast
gerist þetta jafnt og þétt og fólk verður varla vart
við þessa endurnýjun hársins nema ef vera
skyldi vegna eins og eins hárs í hárburstanum.
Sumir lenda hins vegar í þeirri óskemmtilegu
upplifun að hárið fer að detta af í hrönnum og
liggur við að það verði að vera með ryksugu á
eftir þeim, þar sem þeir skilja hár eftir út um
allt. Slíkur hármissir getur stafað af ýmsum en
gengur sem betur fer yfirleitt yfír á nokkrum
mánuðum og hárið þynnist sjaldnast til fram-
búðar.
Stress og veikindi
Meðal þess sem getur. haft áhrif á hárlos er
t.d. slæm dagleg meðferð á hárinu við litun,
þurrkun eða umhirðu, slæmur vani eins og hár-
tog og slíkt, sem og erfðir og aldur. Mikil veik-
indi, álag og stress getur einnig haft áhrif á hár-
los og konur sem eru nýbúnar að eignast börn
verða oft varar við að hár þeirra þynnist veru-
lega eftir barnsburð. Hárlos af völdum líkam-
legs eða andlegs álags verður þó ekki fyrr en 3-6
mánuðum eftir fæðinguna en ekki strax í kjöl-
farið.
Járnskortur
Járnskortur er talinn geta valdið hárlosi og
HÁR ER HÖFUÐPRÝÐI: Það er gaman að hafa fallegt hár en hundleiðinlegt að fara úr hárum eins og
hundur og skilja hár eftir sig um allt. Stress, veikindi, járnskortur og barneignir - allt þetta getur haft áhrif
á hárið og valdið hárlosi.
einnig hefur verið talað um að sumar konur missi
hár þegar þær byrja eða hætta á getnaðarvarn-
arpillunni. Til að ná upp járninu í líkamanum er
hægt að taka inn járntöflur en einnig borða meira
af dökku kjöti. Fiskur, grænmeti og ávextir eru líka
góður kostur. B12-vítamín er sérstaklega nauðsyn-
legt vegna þess að það hjálpar til við framleiðslu á
rauðum blóðkornum. Hvort sem fólk tekur inn
járntöflur eða borðar járnríka fæðu verður það að
vera þolinmótt því að allt að fjóra mánuði tekur að
ná jafnvægi aftur.
Hárkúrar og hárnæringar
Sjaldan er um einhvern sjúkdóm að ræða þegar
hár losnar jafnt og þétt af öllu höfðinu. Ef hins veg-
ar er um að ræða hárlos á ákveðnum stöðum ætti
maður að láta athuga málið nánar, sérstaklega ef
maður er kona og virðist vera að fá há kollvik eða
blettaskalla því að þá gæti eitthvað verið að
hormnastarfseminni. Ef maður er á einhverjum
lyflum ætti maður að athuga hvort hárlosið geti
hugsanlega stafað af aukaverkunum af lyfjunufn
en við hárlosi sem á rætur að rekja til lyfja, geislá-
meðferðar eða sjúkdóma er Iítið hægt að gera,
enda tekur hárið venjulega að vaxa aftur þegar
meðferð lýkur. í apótekum er hægt að kaupa ýms-
ar vörur ætlaðar til þess að koma í veg fyrir hários,
allt frá hárnæringu til vítamínhárkúra í töflúformi
en oft er nóg að horfa á heildarlífsstílinn til að
finna hvað það er sem líkamann vantar og veldur
hugsanlega hárlosinu.
(Heimildir: doktor.is, lyfja.is, hair.is)
kíkt
Söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir hefur haft í nógu að snúast í sumar. Auk
pess að hafa sungið í mjög mörgum brúðkaupum er hún nýkomin frá Portúgal
þar sem hún var í vikufríi. í vetur tekur svo við stúdíóvinna og mun hún einnig
kenna krökkum að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lítið endiiega inn á
heimasíðu Regínu (www.regina.gagarin.is) og fyigist með þvíhvað er á seyði
hjáhenni. .
* rs
L
Á
fjim
l r£b
■HKI
■w i ---m
• v • í.. -A E»2eíI«~'
i
w
Maskari frá Loréal
„Vinkona mín, Margrét Eir söng-
kona, kynnti mér þennan maskara
sem hún hefur alltaf keypt í Bandarikj-
unum. Þennan keypti ég mér í Portúgal
í sumar en förðunarvörur Loréal fást ekki
enn hér á landi, bara hárvörurnar. Þessi
maskari er ótrúlega góður og gerir eitt-
hvert undur við augnhárin sem enginn
annar maskari gerir."
Varir með dem-
antaáferð
„Ég á nokkra „Wat-
ershine Diamonds“
varaliti frá Mabybelline
en bleiki varaliturinn
„lolita dream“, sem er nr.
108, hefur verið í uppá-
haldi hjá mér í sumar.
Þessir varalitir eru eiginlega
eins og gloss í varalitaformi
með glimmeri í. Þeir skilja
eftir dementaáferð á vörun-
um og passa bæði við hátíðleg
og hversdagsleg tækifæri."
Sólarpúður til skygginga
„Ég nota sólarpúður frá Max
Factor á kinnar, nef og enni til
að skerpa línurnar í andlitinu.
Það er ótrúlegt hvað skygg-
l ingar geta gert mikið fyrir
útlitið, sérstaklega þegar
þarf að koma fram í miklum
Ijósum. Vegna starfsins hef
ég oft verið förðuð fyrir ýms-
ar sýningar og sjónvarpsupp-
tökur og hef þá tínt upp ýmis
trix hjá förðunarfræðingum, m.a.
þessa visku um skyggingar."
Kryddaður ilmur
„Ég hef notað sama
ilmvatnið, Jean Paul
Gaultier, í sex ár og sé
ekki fram á að það breyt-
ist í bráð. Ég er alltaf að fá
hrós fyrir þessa lykt sem
er frekar krydduð og ekki
spilla umbúðirnar heldur
fyrir.“
Silkimjúk húð
„Ég fékk þetta ólífu-
bodybutter frá Body Shop
jólagjöf í fyrra. Þá var
ég nýbúin að eign-
ast barn og allir
voru mjög
duglegir við
að gefa mér
eitthvað til
að bera á
líkamann.
Þetta
bodybutt-
er er alveg
æðislegt og
gerir húðina
silkimjúka."