Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 25 DV-myndir E.ÓI. i Hákon snyrtir flakið af laxinum góða sem hann veiddi í Miðfjarðará. Þegar hann roðflettir vill hann ekki fara með hnífseggina alveg ofan í roðið. Soðnar gullaugakartöflurnar eru helmingaðar með hýðinu á, velt upp úr smjöri og fersku dilli og síðan er grófu sjávarsalti stráð yfir. Að síðustu er smjörsósa sett á diskinn en hún er gerð með því að þeyta saman lint smjör og örlítið hvítvín. ^AUCIO ni LA VEGA CsiANJA NAV\RRA Cap Royal Öordeaun Ferskt Bordeaux-hvítvín og fyllt spænskt rauðvín er val Ágústs Guðmundssonar hjá víndeild Globuss Þegar fiskrétt eins og hér má sjá ber á góma líður ekki á löngu áður en orðið hvítvín kemur í hugann. Þó að ýmsar þumalfingursreglur séu góðar og gildar þar sem vín er annars vegar gildir þar hið sama og á flestum öðrum sviðum, að rétthugsunarofstæki og annað andlegt harðlífi þrengir sjóndeildarhringinn og setur fólki skorður í löngun sinni til að upplifa spennandi hluti. Þess vegna er þetta nefnt hér að það er síður en svo goðgá að drekka rauðvín með fiski, andstætt því sem margir halda. Ágúst Guðmundsson, hjá vín- deild Globuss, er sér meðvitandi um þetta og þess vegna gefur hann fólki tvo möguleíka í vali á víni með uppskerulax- inum. Hann býður annars vegar upp á klassíska lausn, ferskt hvítvín, og hins vegar vandað spænskt rauðvín frá Navarra sem er í Baskalöndunum, norð- ur af Rioja. Hann hefur nefnilega á til- finningunni að fólk drekki oftar en áður rauðvín með fiskréttum. Nægir að nefna saltfiskrétti í því sambandi. Hvítvínið sem Ágúst mælir með að þessu sinni kemur frá Bordeaux, nefnist Cap Royal, og fellur undir Bordeaux Superieur-flokkunina. Vínið er unnið úr Semillon- og Sauvignon-vínþrúgunum sem eru ríkjandi við framleiðslu hvítvína í Bordeaux. Einnig er talsvert notað af Muscat-þrúgunni. f nefi má greina ilm af sítrusávöxtum í bland við nýja ffanska eik og aðlaðandi ferskan ávöxt í góðu jafnvægi. Cap Royal er vín sem best er að njóta á meðan það er ungt og ferskt, eins til tveggja ára gamalt. Við val á mat með þessu víni skal hafa í huga að þetta er ffekar létt vín sem best er að hafa með fersku hráefni eins og rauðsprettu (kola), karfa og bleikju. Einnig myndi vínið ganga vel með léttari kjúklinga- og kalkúnaréttum. Cap Royal er í reynslusölu ÍÁTVR (Heiðrún, Kringl- an, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Smára- lind og Akureyri) og kostar flaskan 1.290 krónur. Og þá að rauðvíninu. Palacio de La Vega er ungt fyrirtæki sem stofnað var 1991. Árið 1995 varð fyrirtækið svo part- ur af Pernod & Ricard samsteypunni. Vfnekrur fyrirtækisins eru staðsettar við lítinn bæ sem heitir Dicastillo. Auk rauðvína framleiðir fyrirtækið einnig vönduð rósavín og hvftyín. Vfnið sem Ágúst mælir með er Palacio de La Vega Crianza og er blanda af Cabemet Sauvignon (70%) og Tempranillo (30%). Vínið einkennist af dökkum og sætum berjum en einnig má greina myntu, mildan kryddaðan ávöxt, svartan pipar og nýja eik. Þetta er vín með góðri fyllingu. Palacio de La Vega Crianza fellur vel að flestu kjötmeti, ekki síst íslenska fjallalambinu sem Siggi Hall segir að sé besta lambakjöt í heimi. Einnig fellur hinn mjúki karakter vínsins vel að mörgu fiskmeti, þá sérstaklega bragð- meiri fiskréttum sem í er t.d. hvítlaukur, ætiþistlar, ólífúr og sólþurrkaðir tómat- ar, svo eitthvað sé nefnt. Geymsluþol vínsins er 3-4 ár. Palacio de La Vega Cri- anza fæst í áðurnefndum verslunum ÁTVR og kostar 1.190 krónur sem þykja afbragðskaup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.