Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Page 30
30 DV HELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003
Refu ri n n
er mættur
MIKKI REFUR. Þröstur Leó Gunnarsson fer meí
og Sigurðar Sigurjónssonar sem báðir hafa tek
mér mikið þá hefði ég helst viljað
vera laus við að lenda í þessu."
- Er sjómannsferill þinn þá á enda?
„Ég reyndi aðeins í sumar og get
staðið á trillu á handfærum en það er
það eina.“
Bíldudalur engu líkur
- Þröstur ólst upp í flæðarmálinu á
Bíldudal og þar búa foreldrar hans og
nú hefur hann, ásamt bræðrum sín-
um, gert upp sitt eigið hús svo ljóst er
Bíldudalur togar alltaf í hann en þó
misjafnlega fast. Það sannast á Þresti
sem sagt er að það er hægt að taka
Það er Sigurður Sigurjónsson, einn
af íslandsmeisturunum í fyndni, sem
leikstýrir „Dýrunum" og það liggur
beinast við að spyrja hvort nokkuð
megi hreyfa við þessu leikriti til þess
að trufla ekki minningar leikhúsgesta
af eldri uppfærslum:
„Það er gaman að þessu en þetta er
djöfull erfltt, mikil hiaup og príl. Við
gerum þetta á okkar hátt, án þess að
vera að herma eftir gömlu sýning-
unni,“ segir Þröstur.
Hann lýkur sérstöku lofsorði á leik-
mynd Brians Pilkingtons, sem hefur
verið eftirsóttur og vinsæll teiknari en
gerir nú leikmynd í Þjóðleikhúsinu í
fyrsta sinn.
„Þarna birtist mikill ævintýraheim-
ur þegar tjaldið fer frá.“
Hélt ég væri of gamall
- Er slegist um þessi frægu hlutverk
í leikhúsinu þegar verk eins og þetta
er fært upp?
„Það eru kannski ekki beinlínis
slagsmái en það eru alltaf nokkrir
sem koma til greina. Ég varð hissa og
glaður þegar ég fékk refmn því ég hélt
ég væri orðinn of gamall í þetta. Ég
vona að ég komist í gegnum þetta."
„Ég var skammaður mjög
mikið þegar ég fór í frí í
fyrra skiptið og fólk sagði
að ég kæmist aldrei inn í
leikhúsið aftur. En ég
sagðistþá bara fara á sjó-
inn aftur."
Þröstur Leó var af sumum talinn
hálfgert undrabarn þegar hann mætti
í Leiklistarskólann beint af bryggj-
unni á Bíldudal með slorið í hárinu.
Hann útskrifaðist 1986 og segist
reyndar hafa verið staðráðinn í því að
verða gamanleikari. Það fór á annan
veg því árið eftir að hann útskrifaðist
lék hann titilhlutverkið í Hamlet og
seinna eitt aðalhlutverkið í Degi von-
ar eftir Birgi Sigurðsson og mörg fleiri
dramatísk hlutverk fylgdu í kjölfarið.
Það var ekki fyrr en í Þjóðleikhúsinu á
síðasta ári sem hann fékk fyrsta hiut-
verkið í alvörufarsa sem sviðsstjórinn
taugaveiklaði í Allir á svið, sem hann
fékk góða dóma fyrir, og má hverjum
ljóst vera sem sá að hann lék hlut-
verkið af fádæma krafti og innlifun.
- En er Mikki refur ekki kómískt
hlutverk?
„Jú, og við höfum verið að leggja
inn mikið af gríni sem bæði foreldr-
amir og börnin geta hlegið að. Ég
held að við séum með nóg af gríni fyr-
ir alla þama. Mér finnst hlutverkið
liggja betur fyrir mér en ég bjóst við."
- Varstu gerður að stjörnu í upp-
hafi ferilsins?
„Ég fékk mjög gott start en leit ekki
endilega á mig sem stjörnu. Svo
komu tímar sem ég fékk algerlega
nóg af leikhúsinu og hef tvisvar tekið
mér löng frí. Fyrst fór ég heilt ár vest-
ur á Bíldudal á sjóinn 1991, og svo
aftur 1999, og ætlaði þá að vera í ann-
að ár en þau urðu tvö áður en ég sneri
aftur."
- Hvers vegna fékkstu leiða á leik-
listinni?
„Mér fannst þetta vera of mikið
umstang og fyrirhöfn en fyrst og
fremst langaði mig aftur á sjóinn, aft-
ur til einfaldleikans og þessa kyrrláta
lífs sem er lifað á Bfldudal."
- Er þetta ekki áhættusamt að taka
sér frí þegar atvinnulausir leikarar
standa í röðum fyrir utan stóru leik-
húsin?
„Það stressar mig ekkert. Ég var
skammaður mjög mikið þegar ég fór í
frí í fyrra skiptið og fólk sagði að ég
kæmist aldrei inn í leikhúsið aftur. En
ég sagðist þá bara fara á sjóinn aftur
og ég var svo heppinn að ég fékk strax
nóg að gera þegar ég kom aftur."
Ferillinn á enda?
- Það er dálítið dramatísk saga bak
við það hvers vegna seinna frí Þrastar
varð lengra en til stóð.
„Ég var að leika í sýningu vestur í
Loftkastala, sem hét Trainspotting,
og sleit krossband í hnénu á mér dag-
inn fyrir aðalæfingu. Það kostaði að
breyta öllum stöðum og hreyfingum í
sýningunni daginn fyrir frumsýningu
sem var svakalega erfitt. Ég var settur
í spelkur og sprautaður fyrir hverja
sýningu.
Svo tók ég mér frí, fór vestur og réð
mig á sjóinn og var búinn að vera um
borð í eina þrjá mánuði þegar ég fékk
kar á hnéð og sleit hitt krossbandið.
Þá var ég frá vinnu í heilt ár og gat ná-
kvæmlega ekkert gert. Það var rosa-
lega erfiður tími," segir Þröstur.
- Hvað gerðir þú í heilt ár?
„Ég var bara fýrir vestan og hékk í
tölvunni og barðist við Trygginga-
stofnun og lögfræðinga, fór í upp-
skurði til að reyna að laga þetta. Það
tókst ekki nema að litlu leyti. Ég finn
það núna, þegar ég er farinn að
hlaupa á sviðinu, að þetta er ekki
nógu gott. Ég var ansi liðugur hér
áður en fyrr en ég get ekki nema
helminginn af því sem ég gat gert
áður. Þetta var ansi hreint erfiður
tími."
- Verða menn ekki hræddir um fer-
ilinn þegar svona lagað kemur fyrir?
„Að sjálfsögðu. Ég missti fullt af
verkefnum út af þessu. Ég átti að leika
stórt hlutverk í Monsters, amerískri
bfómynd sem var tekin upp hérna, en
fékk bara eitthvað örlítið í sárabætur.
Það munar miklu ef þetta er ekki í
lagi.
Ég hef alltaf verið mikið í veiði og
því fylgja miklar göngur. Ég get ekki
gengið nema einn kílómetra í dag án
þess að þurfa að hvfla löppina. Svo
var baráttan við tryggingafélögin og
allt það batterí algjör frumskógur.
Þetta eru alger skrímsli. Ég var að
leigja hús fyrir 35 þúsund á mánuði á
Bfldudal og Tryggingastofnun henti í
mann 20 þúsundum á mánuði. Það
var ekki fyrr en ég fékk aðstoð lög-
fræðings sem þetta varð nokkurn
veginn í lagi á endanum.
En miðað við það hvað þetta háir
Þröstur Leó Gunnarsson leikari
hefur átt í ástar- haturssam-
bandi við leikhúsið frá því hann
útskrifaðist fyrir 17 árum. Þrátt
fyrir að vera eftirsóttur og vin-
sæll leikari hefur hann tvisvar
tekið sér frí og snúið baki við
heimsins glaumi vestur á Bíldu-
dal. Þröstur Leó leikur Mikka ref
í Dýrunum í Hálsaskógi sem
verða frumsýnd í Þjóðleikhúsinu
eftir viku.
Allar atvinnugreinar eiga sitt slang-
ur og innanhússmál sem aðeins inn-
vígðir skilja. Óperusöngvarar tala um
„Flautuna" þegar þeir eiga við
Töfraflautu Mozarts og í leikhúsinu
er talað um „Dýrin" og þá er átt við
Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn
Egner.
Eftir rétta viku verða Dýrin í Hálsa-
skógi frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og
enn ein kynslóð barna mun hrífast af
þessari hjartnæmu og einföldu sögu,
þar sem hið góða og hið illa takast á,
en boðskapurinn er svo skýr og ein-
faldur.
„Öll dýrin í skóginum eiga að vera
vinir."
Þetta er ekki flókið en þetta er ekki
eini boðskapur „Dýranna" því þar er
líka talað mikið um heilbrigt matar-
æði og nauðsyn þess. Kannski voru
„Dýrin" Latibær síns tíma, hið full-
komna uppeldis- og áróðursleikrit
fýrir börn og alla aldurshópa.
Þetta mun vera í íjórða sinn sem
„Dýrin" eru sýnd í Þjóðleikhúsinu og
það eru nýir leikarar í nær öllum
hlutverkum. Margir muna sjálfsagt
eftir túlkun Bessa Bjarnasonar á
Mikka ref og Árna Tryggvasonar á
Lilla klifurmús en þessir kumpánar
eru höfuðandstæðingar í verkinu.
Bessi Bjarnason lék Mikka ref í tveim-
ur uppfærslum svo það er ljóst að það
hnoss er ekki farandbikar heldur er
hægt að vinna hann til eignar.
Að þessu sinni er það Atli Rafn Sig-
urðarson sem leikur klifurmúsina
ráðagóðu, sem stöðugt sleppur und-
an refnum, en hinn slóttuga Mikka
ref leikur Þröstur Leó Gunnarsson.
Refur á mótorhjóli
Blaðamaður DV settist niður með
Þresti eftir æfingu á „Dýrunum" í
búningsherbergi sem refurinn deilir
með Hérastubb bakara og fleiri dýr-
um úr skóginum. Þar er fátt innan-
stokksmuna, utan dívan allgóður, og
þar liggur mótorhjólagalli refsins.
Þröstur ekur um á torfærumótorhjóli,
KTM 520 endurohjóli, og glottir fyrir-
litlega þegar spurt er um götuhjól.
Hann er búinn að eiga fjöldann allan
af mótorhjólum en alltaf torfæruhjól
því hann segir að það sé skemmtileg-
ast að komast á hjólinu upp á fjöll.
NÝR MIKKI. Þröstur er þriðji leikarinn sem spreytir sig á hlutverki Mikka en áður hafa Bessi
Bjarnason og Sigurður Sigurjónsson tekist á við þann slóttuga skúrk.