Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Qupperneq 32
36 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003
BARÁTRIMAÐURINN. HörðurTorfason hefur aldrei hikað við að segja skoðun sína. Hann hefur sungið fyrir þjóð-
ina í rúmlega 30 ár og er ekkert á leiðinni að hætta. DV-mynd ÞÖK
Hörður Torfason hefur sungið fyrir þjóð sína í
rúmiega 30 ár og aldrei hikað við að segja okk-
ur hvað honum finnst. Hann ræddi við DV um
nýjan geisladisk, nauðsyn þess að bjarga Aust-
urbæjarbíói frá niðurrifi og baráttu fyrir mann-
réttindum samkynhneigðra.
Ef það er hægt að lýsa Herði Torfasyni
söngvaskáldi þá mætti kannski segja að hann
hættir aldrei. Hörður er kominn á þann aldur
að hann er farinn að gera grín að því en það
er erfitt að trúa því þegar maður situr and-
spænis honum að hann sé degi eldri en fer-
tugur.
Samt hlýtur hann að vera eitthvað eldri því
það var 1970 sem hann söng sig inn í hjörtu
þjóðarinnar með ódauðlegum lögum eins og
Ég leitaði blárra blóma og Þú ert sjálfur Guð-
jón bak við tjöldin, svo aðeins tvö séu nefnd
af þeim aragrúa laga sem hann hefur flutt
okkur gegnum árin.
Hörður hefur verið búsettur í nokkrum
löndum en er alinn upp í Skólavörðuholtinu
og er löngu kominn heim og býr í litlu bak-
húsi í gamla hverfinu sínu. Það er óhætt að
segja að það sé iftið hús því að einbýlishús
sem er 49 fermetrar er óneitanlega lítið. Þar
innan dyra er samt nóg pláss enda sagt að þar
sem er hjartarúm þar sé húsrúm. Þar bauð
Hörður blaðamanni upp á heilsusamlegt te
úr bláum katli og þessi líka fínu vínarbrauð.
Við byrjuðum á því að tala um nýjan
hljómdisk sem Hörður er að gefa út og er sá
20. í röðinni á 33 ára ferli þessa skapheita
listamanns. Diskurinn heitir Elds saga og
Hörður gefúr hann sjálfur út en það er hið
nýbakaða útgáfufyrirtæki Óttars Felix Hauks-
sonar, Sonet sem dreifir gripnum í búðirnar.
„Nú er ég kominn á þann aldur að ég er far-
inn að vinna í ævisögunni, ef svo má segja,"
segir Hörður og hlær.
Húmorinn að eldast
„Það er húmor að eldast. Sumir óttast ald-
urinn og þegar maður var ungur þá gerði
maður svo mikið grín að þeim eldri en það
verður fyndið þegar maður kemur þangað
sjálfur. Fyrir nokkrum árum skissaði ég upp
verk um mann sem er að finna sjálfan sig og
kallaði Vitann. Ég skipti því niður í nokkra
hluta eins og frumefnin ijögur, eld, loft, jörð
og vatn. Úr þessu eiga að verða fimm plötur
sem hver um sig tengist því sem ég hef verið
að gera gegnum lífið.
Þetta er samt ekki sjálfsævisögulegt raup
heldur saga einstaklings sem litast af mínum
lífsviðhorfum og kveikjur laganna eru alltaf
stundir úr mínu eigin lífi.“
Silli og Valdi og Hörður
- Hörður tekur sem dæmi eina viku úr lífi
sínu þegar hann var 21 árs gamall og hafði
fengið fi'na vinnu hjá Silla og Valda og þar á
bæ vildu menn gera hann að verslunarstjóra
í fyrstu sjálfsafgreiðslubúðinni á íslandi. En
það átti ekki að verða.
„Það voru mikil umbrot í mér og mér gekk
vel í vinnunni og hækkaði hratt í tign en ég
var ekki viss. Þetta var mikil upphefð og Silli
lét mig vinna við hlið sér í vikutíma því hann
vildi kynnast manninum betur sem þeir ætl-
uðu að fela þetta hlutverk. í lok vikunnar
ræddum við saman og ég sagði honum eins
og var að hjartað stefndi annað og ég gæti
þetta ekki. Þá var ég byrjaður í Ieiklistarskól-
anum hjá Ævari Kvaran. Þetta varð svo
kveikjan að einu laginu.
„Auðvitað ætti ekki að þurfa
að vera starfandi félag um
samkynhneigð. Það að félagið
skuli vera tilsýnir að það er
nauðsynlegt en í fullkomnu
samfélagi væri þess ekki
þörf."
Annar söngur heitir Eldberinn. Ég var 21
árs og bjó í einu herbergi uppi á Ártúnshöfða
og var reiður ungur maður sem fékk
mælskuköst. Lagið fjallar um að maður verð-
ur að þora að stíga skrefin á vit ævintýranna
og standa við skoðanir sínar."
- Hörður hefur víða komið við í leikhúsi,
gefið út fjölda hljómplatna og verið óþreyt-
andi við að ferðast um landið og syngja fyrir
fólk og hefur ræktað þann akur lengur en
flestir aðrir. Hann hefur einnig fengist við að
gera vinsæla útvarpsþætti sem heita Sáð-
menn söngvanna sem hafa verið á dagskrá
RÚV í fimm ár og Hörður var í sfðustu viku að
ljúka gerð þáttar númer 200.
„Ég hafði ekki mikla reynslu af gerð út-
varpsþátta en Óskar Ingólfsson gaf mér ann-
að tækifæri til þess að þróa þessa hugmynd.
Ég segi sögur af fólki sem tengist tónlist en er
ekki endilega tónlistarfólk. Þetta eru allt sög-
ur af áhrifavöldum og ég reyni að segja sögur
af lífsbaráttu þessa fólks.“
Björgum Austurbæjarbíói
Hörður hefur haft það fyrir sið árum sam-
an að halda hausttónleika í Reykjavík og
stundum verið í Borgarleikhúsinu eða ís-
lensku óperunni en að þessu sinni verða
hausttónleikar Harðar haldnir í Austurbæ
eða Austurbæjarbíói eins og flestir eru van-
astir að kalla það merka hús.
„Þessir tónleikar verða 12. september og
fljótlega eftir það legg ég af stað með gítarinn
út á land. Með þessu staðarvali vil ég sérstak-
lega vekja athygli Reykvíkinga á því hve
nauðsynlegt er að forða Austurbæjarbíói frá
því að verða rifið eins og nú stendur til.
Ég vil safna saman listafólki og bjarga
þessu húsi. Borgin getur ekki skotið sér und-
an ábyrgð í þessu máli. Það er ekkert annað
hús eins og þetta í borginni. Þarna muna all-
ir eftir miðnætursýningum, leiksýningum.
tónleikum, bfósýningum og ég veit ekki hvað.
Ég man eftir mér þarna í þrjúbfóum á fram-
haldsmyndum, Frumskóga-Jim eða eitthvað
þess háttar, og ég man eftir mér baksviðs að
tala við Steinku Bjarnadóttur söngkonu,
mágkonu mömmu og Hallbjörgu systur
hennar og það hafði mikil áhrif á mig að hitta
þessa listamenn og komast í snertingu við
þetta andrúmsloft. Þarna sá ég Tommy
Steéle í bíó, hitti Frankie Lyman sem var
svartur bandarískur rokkari og marga fleiri.
Ég vil bjarga þessu húsi og þeim fína
hljómburði og ágætu aðstöðu sem þarna er
og stendur framar sumum þeim húsum sem
borgin er að styrkja í dag eins og Loftkastal-
anum.
Þarna mætti vera veitingastaður eins og
Silfurtunglið var í gamla daga og þama em
mörg kjörin tækifæri fyrir metnaðarfullt fólk.
Svo þarf í guðs bænum að taka málninguna
utan af því. Það var illa gert að klessa henni
á.“
Stundum bara þrír
-Hörður segir að það séu yfirleitt um 30
staðir utan Reykjavíkur sem hann heldur
tónleika á í hverju ferðalagi. Hann viður-
kennir að vera gríðarlega þrjóskur í sínu tón-
leikahaldi.
„Ég kom stundum í gamla daga einn með
gítarinn, átti ekkert söngkerfi og það mætti
kannski einn, svo við vomm þrír, ég, gítarinn
og einn hlustandi. Það var ekki alltaf gaman
en þá kemur maður bara aftur og aftur þang-
að til fleiri fara að mæta. í dag em það þús-
undir manna sem em fastagestir á öllum tón-
leikum sem þeir fá kost á.
„Það var oft erfitt í gamla
daga þegar það kom fyrir að
það var hrækt á mann og
manni hótað en þá sagðist ég
bara koma aftur og gerði það
alltaf."
Tilgangurinn í mínu starfi er að ræða við
fólk. Mfn listsköpun er samræða við
áheyrandann. Það var oft erfitt í gamla daga
þegar það kom fyrir að það var hrækt á mann
og manni hótað en þá sagðist ég bara koma
aftur og gerði það alltaf. Ég hef séð mikla
breytingu á jafnvel heilum bæjarfélögum í
gegnum tíðina. Ég vildi geta sagt að það væri
mér að þakka en svo er ekki."
Fjaðrafok í „frostpinnasamfélaginu"
- Hörður fer að rifja upp það sem hann
kallar „frostpinnasamfélag" fyrri ára. Þá var
allt sem ekki var sérstaklega leyft með þar til
gerðri reglugerð stranglega bannað. Samfé-
lagið var frosið og fábreytt og fáir þorðu að
hafa skoðanir sem stungu virkilega í stúf við
það viðurkennda.
Það var í þessu samfélagi sem Hörður
Torfason kvaddi sér hljóðs árið 1975 og kom
fram í umtöluðu tímamótaviðtali í Samúel og
talaði opinskátt um samkynhneigð sína. í
kjölfarið varð gríðarlegt fjaðrafok og uppi-
stand og er líklega sanngjarnt að segja að
Hörður hafi með þessu viðtali lagt feril sinn
sem leikara, söngvara og listamanns í rúst og
hafi verið mjög mörg ár að byggja hann upp á
ný og í kjölfarið flutti hann úr landi eða flúði
öllu heldur land.
„Það var óneitanlega erfitt og þetta var ekki
vel unnið viðtal ef út f það er farið. Næstu
þrjú ár á eftir voru í rauninni miklu erfiðari
en þau harkalegu viðbrögð sem það vakti en
þá var ég að leysa það verkefni að stofna
Samtökin ‘78 til þess að koma mannréttinda-
baráttu samkynhneigðra á rekspöl. Það var
mikil og erfið barátta. Ég held að það hafi
orðið samtökunum til happs að við völdum
okkur góðan formann í fyrstu sem var Guðni
Baldursson. Það er honum að þakka að sam-
tökin lifðu."
Að færa fórnir
- Þegar Hinsegin dagar voru haldnir í
Reykjavík á dögunum, með þátttöku tugþús-
unda, var Hörður fenginn til þess að setja
samkomuna og syngja tvo söngva. Var það
heiðursvottur vegna brautryðjendastarfs
hans á þessu sviði?
„Ég tek það þannig og er þakklátur fyrir að
fólk er að gera sér grein fyrir hversu miklu ég
þurfti að fórna á sínum tíma. Án þeirrar fóm-
ar væru málin ekki komin svona vel á veg.
Það var gleðilegt að virða fyrir sér tugþúsund-
ir manna sem komu til að sýna málstað okk-
ar samstöðu. Þetta sýnir mér og sannar að
fórn mín var ekki einskis virði.
Framtakið Hinsegin dagar er frábært fram-
lag þar sem baráttan er háð með gleði í
hjarta, söng á vör og öllum regnbogans litum
mannlífsins undir kröftugri stjórn Heimis
Más og alls hins stóra hóps ónefnds krafta-
verkafólks. Svona á lífið og baráttan að vera!
Og Samtökin ‘78 bjarga sér í dag vel undir
forystu mjög hæfra einstaklinga.
Hitt er svo aftur annað mál að þótt um-
burðarlyndi hafi aukist þá er mikið starf
óunnið í baráttunni fyrir mannréttindum
samkynhneigðra. En höfúm hugfast að frelsi
þýðir að við berum fulla ábyrgð á orðum okk-
ar og athöfnum í hvívetna." poUi@dv.is