Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 DVHELGAR8LAÐ 37 J Miðað við tölur annarra þjóða má reikna með því að um 2-4% íslensku þjöð- arinnar séu grænmetisætur. Nú hafa nokkrir aðilar úr þessum minnihlutahópi tekið sig saman og ákveðið að stofna félag grænmetisætna á íslandi. Maðurinn á bak við hugmyndina, Einar Örn Jónsson, fræddi helgarblaðið um málið. Græn- metisætur landsins sameinast „Svona samtök eru til í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við og mér fannst skrýtið að það væru engin slík hér á landi," segir Einar öm Jónsson sem má segja að sé potturinn og pannan í væntanlegu félagi grænmetisætna á Islandi. Hann og tvær jurtaætur aðr- ar vinna nú að því að fá áhugasama til þess að skrá sig í fyrirhugað félag en áætlað er að halda stofnfund um leið og nægur mannskapur sýnir hugmyndinni áhuga en auk auglýs- inga á Netínu hafa auglýsingar verið hengdar upp víða um bæinn. „Það sem við sjáum meðal annars fyrir okkur er fræðslu- og kynningar- starf," segir Einar, spurður um hvað félagið hyggist gera. Hann vill þó ekki vera með of miklar yfirlýsingar varðandi starfsemi félagsins því að hún muni fyrst og fremst mótast af því fólki sem í félaginu verður. Grænmetisfæði með möguleika Einar Örn telur fulla þörf á félags- skap sem þessum, ekki síst þar sem margra ranghugmynda og fordóma virðist gæta gagnvart grænmetísæt- um sem ekki veitir af að uppræta. „Grænmetisætur eru náttúrlega minnihlutahópur en á meðan ekki þykir fi'nt að tala illa um minnihluta- hópa eins og samkynhneigða eða útlendinga virðist í góðu lagi að gera grín að grænmetisætum. Það yrði tvímælalaust eitt af markmiðum samtakanna að stuðla að málefna- legri umræðu um viðhorf okkar og lífsstíl," upplýsir Einar. Sem dæmi um þær ranghugmyndir sem við- gangast segir Einar að margir haldi að jurtaætur þjáist aflar af næringar- skortí og fái ekki rétt magn af prótíni. Einnig segir hann að margir telji að grænmetisfæði sé mjög óspennandi og bragðlaus fæða. „Maður áttar sig ekki sjáffur á því fyrr en maður hættir að borða kjöt hvað grænmetísfæði býður upp á mikla möguleika, t.d varðandi krydd og annað. Grænmetisætur eru alls ekki meinlætafólk sem afneitar líf- inu af því að það kýs að sleppa því að borða kjöt, fisk og aðrar dýraafurðir. Maður fær oft að heyra að græn- metísætur séu sérvitringar sem pína ofan í sig gras með góðu eða illu." Hagsmunagæsla og neytendavernd Sjáffur hefur Einar Örn, sem er 28 ára gamall, verið grænmetisæta í rúm tvö ár en hann segir þá ákvörð- un sína að skipta um mataræði hafa þróast smátt og smátt. „Eftir að ég flutti úr foreldrahúsum eldaði ég aldrei kjöt eða fisk og hafði enga sér- staka löngun til þess. Ég vann líka lengi á austurienskum veitingastað og þar uppgötvaði ég hvað er hægt að gera margt með góðu hráefni úr jurtaríkinu og kryddi og segja má að áhuginn haf! vaknað þar. Sfðan ég fékk mig fullsaddan á dýraátí hef ég alveg haldið mig við jurtafæði og ekki haft nokkra löngun tíl þess að snúa tif baka,“ segir Einar. Ekki reyn- ist öllum eins auðvelt að skipta um lífsstfl. „Það var ekki erfitt í mínu til- viki því að mig langaði ekkert í kjöt en aftur á mótí fannst mér skorta upplýsingar og vettvang þar sem grænmetísætur gætu komið saman og skipst á skoðunum, reynslusög- um, uppskriftum eða hverju sem er og stutt svolítið við bakið hver á annarri." Einar sér einnig fyrir sér að væntanlegt félag gæti gefið þeim sem ekki eru grænmetisætur en eiga t.d. von á grænmetísætu í mat góð . ráð en margar grænmetisætur finna „Á meðan það þykir ekki fínt að tala illa um minni- hlutahópa eins og sam- kynhneigða eða útlend- inga virðist í góðu lagi að gera grín að græn- metisætum. Það yrði tví- mælalaust eitt afmark- miðum samtakanna að stuðla að málefnalegri umræðu um viðhorfokk- ar og lífsstíl." fyrir því að fólk veigrar sér við að bjóða þeim í mat þar sem það kann ekki að elda neina góða grænmetis- rétti. „Við erum náttúrlega veiði- mannaþjóðfélag og höfum lifað á fiski og sauðkind mjög lengi. Dýraát er mjög innbyggt í okkar menningu eins og sést á öllum stórhátíðum þar sem við borðum lamb á páskum, skötu á Þorláksmessu, rjúpu eða hamborgarhrygg á jólunum, skell- um svo kótelettum á grillið á sumr- in, að ekki sé minnst á þorraviðbjóð- inn," segir Einar og bendir á að við- brigðin, þegar fólk ákveður að skipta um fæði, getí verið töluverð bæði líkamlega og félagslega. „Fjölskylda og vinir taka þessu oft misvel og menn reka sig víða á veggi. Það geta t.d. verið töfuverð viðbrigði að standa frammi fyrir mun minna úrvali í matvöruverslunum, hvað þá á veitingastöðum þar sem maður flettír í gegnum margar síður af kjöt- og fiskréttum áður en maður kemur að grænmetínu sem er oft bara einn réttur." Einar segir að þjónustan við grænmetísætur á veitingastöðum sé ansi misjöfn. Oft virðist bara boðið upp á eitthvert frosið jukk sem soðið hefur verið í mauk. „Eitt af mark- miðum félagsins gætí einmitt orðið hagsmunagæsla og neytendavernd. Þannig gætí félagið t.d. barist fyrir lægra verði á grænmeti og betri þjónustu á veitingastöðum. Þá mætti fá skráða þá staðla sem Evr- ópusamtök grænmetisætna nota sem sitt vottunarmerki, græna vaffið svokallaða, en veitingahús, mat- vælaframleiðendur og aðrir þurfa að uppfylla staðla samtakanna tíl þess að geta notað merkið á vörur sínar og þjónustu. Samtök græn- metísætna erlendis eru misróttæk en það sem ég hef í huga eru eins konar heildarsamtök, regnhlífar- samtök, sem allar jurtaætur geta fundið sig í án tillits tíl þess hvort þær hafna dýraátí af heilbrigðis- ástæðum, vegna trúarskoðana, af siðferðiskennd eða öðrum ástæð- um. Þó að við séum öll misjöfn eru grundvallarhagsmunirnir þeir sömu," segir Einar Örn að lokum og bendir áhugasömum grænmetísæt- um að senda sér póst á einarjons- son@simnet.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.