Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Page 36
40 DVSPORT LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari gerirsérþó grein fyrirþví að verkefnið verðurerfitt íslenska landsliðið í knattspyrnu mæt- ir því þýska á Laugardalsvellinum í dag kl. 17.30 í undankeppni EM. Leik- urinn er einn sá mikilvægasti sem ís- lenskt landslið hefur leikið frá upphafi enda er liðið í efsta sæti riðilsins og getur með sigri í leiknum farið lang- leiðina með að tryggja sér eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum. DV Sport hitti Ásgeir Sigurvinsson lands- liðsþjálfara í gærmorgun og ræddi við hann um leikinn. „Ég verð að viðurkenna það að ég er orðinn verulega spenntur íyrir leiknum," sagði As- geir í gærmorgun þegar blaðamaður DV Sports settist niður með honum. „Trú mín á góðum úrslitum í leiknum hefur eiginlega aukist eftir því sem liðið hefur á vik- - una því að hópurinn virðist vera sér mjög vel meðvitandi um mikilvægi verkefnisins sem fram undan er. Það er góð stemning í hópn- um og andinn er jákvæður. Það er engin taugaveiklun í honum og mér finnst menn tækla þetta álag mjög vel.“1 Varkárir í byrjun Aðspurður sagði Ásgeir að hann myndi leggja leikinn upp á svipaðan hátt og gegn Lit- háum úti. „Það liggur ljóst fyrir að við munum ekki mæta Þjóðverjunum með neinni hápressu í byrjun. Ef við gerum það er hætta á því að Þjóðverjar refsi okkur grimmilega. Við þurf- um að véra þéttir fyrir og passa að það mynd- ist ekki svæði á miíli varnar, miðju og sóknar. Ef það tekst er ég mjög bjartsýnn. Ég hef reyndar sagt það áður að við þurfum að skerpa miðjuspilið mikið til að eiga mögu- leika í leiknum. Ég hef ekki verið ánægður með það í neinum af þessum þremurleikjum. Takturinn hefur einhvem veginn ekki verið til ^staðar og honum þurfum við að ná. Ég býst við því að gera einhverjar breytingar á miðj- unni en hverjar þær verða koma í ljós á morg- un [innsk. blm. í dag].“ Rúnar bestur gegn stórþjóðum Rúnar Kristinsson hefur ekki fundið sig í síðustu landsleikjum og Ásgeir sagði það vera mjög mikilvægt fyrir liðið að hann næði sér á strik f leiknum. „Ég get ekki tekið undir það að Rúnar hafi ekki sýnt sitt rétta andlit að undanförnu. Við höfum rætt saman og farið yflr þá hluti sem hafa misfarist og ég á von á Rúnari sterkum í þennan leik. Það hefur verið vani hans að spila vel á móti stórþjóðunum og ég trúi því að hann geri það," sagði Ásgeir. Breytt kerfi Ásgeir sagðist hafa trú á því að Þjóðverjar myndu breyta um leikkerfi íýrir leikinn. „Þeir hafa spilað 4:4:2 í undanförnum leikj- um en ég hef það á tilfinningunni að þeir muni spila 3:5:2, sama kerfi og við spilum. Ég er ekki frá því að það henti okkur betur því að þá eiga þeir erfiðara með að tvöfalda á vængmennina okkar. Það er í eðli Þjóðverja að byrja rólega og ég hef ekki trú á því að þeir „Okkur er ekki stætt á öðru en en að fara í þennan leik fyrir þrjú stig. Það væri gaman að standa sig loksins þegar þörfin ermest." mæti okkur í byrjun með einhverjum látum. Þeir eru þolinmóðir, halda boltanum ágæt- lega og bíða færis. Ég er eiginlega hræddastur við aukaspyrnunar hjá þeim því að þeir hafa frábæra skotmenn eins og [Michael] Ballack, [Sebastianl Deisler og [Bernd] Schneider. Vörnin er kannski helsti veikleiki þeirra því að hvorki Christian Wörns eða Frank Baumann, sem ég tel mjög líklegt að byrji inn á, eru fljót- ir. Miðjan er frábær hjá þeim og sóknarmenn- irnir er stórhættulegir. Þetta er frábært lið en langt frá því að vera ósigrandi," sagðiÁsgeir. Verja efsta sætið Ásgeir sagði að menn gerðu sér grein fyrir mikilvægi leiksins og þýðingu þess ef liðið færi með sigur af hólmi. „Það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að íslenska liðið vinni það þýska. Við verðum alltaf litla liðið en knattspyrnan er óútreiknanleg. Getumunurinn á liðunum er töluverður en það geta aðrir hlutir spilað inn í knattspyrnuleik. Okkur er ekki stætt á öðru en en að fara í þennan leik fyrir þrjú stig. Það væri gaman að standa sig loksins þegar þörfin er mest en hefðin er með Þjóðverjum og þeir hafa mun meiri reynslu af úrslitaleikjum heldur en við. Við mætum samt ekki með neina minnimáttarkennd í leikinn. Við erum í efsta sætinu og ætlum að reyna að verja það með kjafti og klóm," sagði Ásgeir Sigurvinsson. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.