Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Page 40
f 44 OVHtlMAimiAU LAUGARDAGUR 6. september2003 Prag í haust fra kr. 29.950 Fimmtudaga og mánudaga í október og nóvember 3,4 eða 7 nætur iBókaflu meflan enn er laust Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 3. nóvember, með 8.000.- kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 13. nóv. M.v. 2 í herbergi á Quaiity Hotel. Skattar innifaldir Ferðir tii og frá flugveili kr. 1.800,- Fegursta borg Evrópu og eftirlæti íslendinga sem fara nú hingað í þúsundatali á hvetju ári með Heimsferðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og hcillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, ffábærir veitinga- og skemmtistaðir. Hvenær 25. sept. - 28. sept. - 2. okt. - 6. okt. - 9. okt. - 13. okt. - 16. okt. - 20. okt. - 23. okt. - 27. okt. - 30. okt. - 3. nov. - 6. nov. - er laust - 19 sæti - laust - uppselt - laust - 11 sæti - laust uppselt - 22 sæti - 32 sæti - laust - 25 sæti - laust uppselt Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is L TIL S0LU<<<<<< Tiiboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 9. september 2003 kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar. 2000 2000 1999 2000 1998 2003 1999 1999 1996/1999 1994 1999 1995 1990 1998 1998 1999/2000 1995 1995/1996 1998 1988 1980 1 stk. BMW, 5 línan 4x2 bensín 1 stk. Opel Omega-B 4x2 bensín 1 stk. Opel Vectra-B 4x2 bensín 1 stk. Opel Corsa 4x2 bensín 1 stk. Volkswagen Passat 4x2 bensín 1 stk. Ford Ranger DC (skemmdur eftir umferöaróhapp) 4x4 dísil 1 stk. Isuzu Trooper 4x4 dísil 1 stk. Isuzu DLX crew cab 4x4 dfsil 2 stk. Toyota Hi Lux double cab 4x4 dísll 1 stk. Jeep Grand Cherokee 4x4 bensín 1 stk. Nissan double cab 4x4 dísil 2 stk. Nissan Patrol 4x4 dísil 1 stk. Nissan Terrano 4x4 bensín 1 stk. Volkswagen Caravella Syncro 4x4 disil 1 stk. Volkswagen Caravella Syncro 4x4 bensín 2 stk. Subaru Legacy 4x4 bensín 1 stk. Toyota Corolla station 4x4 bensín 2 stk. Mazda 323 wagon 4x4 bensín 1 stk. Mitsubishi L-200 double cab 4x4 dísil 1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1 stk. Mercedes Benz 1626 vörubifreið 4x4 dísil 1 stk. Palfinger bílkrani 20 tm, m/þráðlausri fjarstýringu 1994 Til sýnis hjá Rarik Egilsstöðum: l.stk. Man 26.321 dráttarbíll með palli og krana 6x6 dísil Til sýnis hjá Skógrækt rikisins, Tumastöðum í Fljótshlíð: 1 stk. Deutz 4,7 dráttarvél 4x4 disil Til sýnis hjá Vegagerðinni, Stórhöfða 34—40, Reykjavík: 1 stk. snjótönn á vörubíl Smith MF 3,6 1 stk. snjótönn á vörubíl 1 stk. snjótönn á vörubíl 1 stk. snjótönn á vörubíl 1 stk . snjótönn á vörubíl Smith MF 3,6 Överaasen SS-360 Smith Vector S 36 Överaasen EP-4 1984 1987 1987 1989 1989 1992 1997 Til sýnis hjá Bflaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki: 1 stk. Nissan King cab ( bilaður girkassi) 4x4 bensín 1994 Til sýnis hjá Flugmálastjórn, Höfn í Hornafirði: 1 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1988 Vakin er athygli á myndum af bílum og tækjum á vefsfðu Rikiskaupa. www.rikiskaup.is Ihmé •![ 11■ érmmgrll Borgartúni 7,105 Reykjavlk Sfmi 5301400 Fax. 5301414 (ATH. Inngangur I port frá Stelntúnl.) Smáauglýsingar byssur, feröalög, feröaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður... tómstundir 550 5000 I #■ Umsjón: Sævar Bjarnason Sl <ákþing íslanc s: Oruggur sigur Hannesar Lenka Ptacniková (2.215) sigraði á íslandsmóti kvenna í skák sem lauk á miðvikudagskvöld. Hún hlaut 8,5 vinninga af 10. Hún tefldi sem gestur á mótinu en Guðfríður Lilja Grétars- dóttir (2.058), alþjóðlegur meistari kvenna, varð f öðru sæti með 7,5 vinninga og hreppti jafnframt titilinn fslandsmeistari kvenna í skák 2003. Þetta var í ellefta sinn sem Lilja vinn- ur þennan titil. Harpa Ingólfsdóttir (2.057) varð þriðja með 6,5 vinninga. Þessar þrjár konur voru í sérflokki. I 4.-5. sæti urðu Anna Björg Þorgríms- dóttir og Hallgerður Þorsteinsdóttir með 3,5 vinninga og í 6. sæti Elsa María Þorfinnsdóttir með 0,5 v. Lenka er eiginkona Helga Áss Grétarssonar og það var mágkona hennar sem hreppti titilinn. Lenka, sem hefur teflt fýrir Tékkland á nokkrum Ólympíumótum í skák, hefur lýst áhuga á að tefla undir merkjum íslands og er það mikill fengur fyrir kvennaskákina. Ef Lenka og Guðlaug Þorsteinsdóttir tefla með liðinu verður það firnasterkt og ætti að geta náð góðu sæti. Vonandi verð- ur svo á Ólympíuskákmótinu á næsta ári. Hallgerður Þorsteinsdótt- ir, tíu ára, vakti töluverða athygli fyr- ir þroskaða taflmennsku og er þar óneitanlega mikið efni á ferðinni. Hannes Hlífar Stefánsson (2.560) bætti enn einum sigrinum við í loka- umferð landsliðsflokks á Skákþingi Islands. Hannes hlaut því samtals 10 vinninga af 11 og varð tveimur vinn- ingum á undan næsta manni, stór- meistaranum Þresti Þórhallssyni (2.444). Félagarnir og bókarhöfund- arnir Stefán Kristjánsson (2.404) og Ingvar Þór Jóhannesson (2.247) deildu þriðja sætinu með Sævari Bjamasyni (2.269). Ingvar, sem var stigalægstur keppenda á mótinu, hefði getað tryggt sér áfanga að AM- titli með sigri í lokaumferðinni en skák hans við nafna hans Ásmunds- son lauk með jafntefli. f 6. sæti varð Róbert Harðarson með 6 v. f 7.-8. urðu Jón Viktor Gunnarsson og Davfð Kjartansson með 4,5 v. Sjálfsagt eru úrslitin mikil vonbrigði fyrir Jón Viktor sem varð íslandsmeistari árið 2000. Sennilega er ítarleg sjálfsskoðun nauðsynleg dl að bæta árangurinn. I 9. sætí varð aldursforsetinn, Ingvar Ásmunds- son, með 4 v. f 10.-11. sætí urðu Björn Þorfinnsson og Guðmundur Halldórsson með 3,5 v. og í 12. sæti varð Sigurður Daði Sigfússon með 2,5 v. Mótið var Hafnfirðingum til mikils sóma og þótt sumir hafi verið óá- nægðir með taflmennsku sína eru mörg mót á döfinni þar sem hægt er bæta sig. Skák Stefáns og Ingvars Skák þessi skipti miklu um loka- röðina. Ingvar Þór var nýbúinn að tapa fyrir stórmeisturunum Hannes og Þresti og áfangi að alþjóðlegum titíi virtist íjarlægur en skák vinanna úr Hróknum varð æsispennandi og svo fór í miklu tímahraki að Ingvar sneri á Stefán. Staðan var þó enn nokkuð flókin en lítum á hvað gerð- ist. Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Ingvar Þdr Jdhannesson SUdleyjarvöm (8), 31. ágúst 2003 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxfB 10. Rd5 £ 11. c3 Bg7 12. Bd3 Be6 13. Dh5 f4 Ungu mennirnir em báðir mikil „teoríu- hross" og fylgjast vel með. Næsti leikur er nýlegur en Judit Polgar lék honum á móti fýrir skemmstu. 14. g3 Re7 15. 0-0-0 Bxd5 16. exd5 Rg6 17. Rc2 Db6 18. Hd2 a5 Þetta er spennustaða og mikið kapphlaup fer fram, sitt á hvomm væng. Stefán finnur sérstakan leik til að sporna við svörtu sókninni en 19. a3 er einnig ágætur leikur. 19. a4?! bxa4 20. h4 0-0 21. DS Hab8 22. Ra3 e4?! Hér missir Ingvar af góðum leik, 22. -fxg3, sem hefði fært honum góða stöðu. Hótunin er Bh6 og hvítur verð- ur að varast svörtu sóknina ef það er þá hægt?! 23. Dxe4 Hfe8 24. Dxa4 &g3 Svartur dettur ofan á réttu hugmynd- ina en það er ráðgáta af hverju hann seinkar Bh6 leiknum. Tímahraksráð- gáta? 25. Rc4 Dc5 26. Dc6 Da7 27. Bxg6 hxg6 28. Rxd6 g2 29. Hgl Nú kemur loksins margumræddur leikur. 29. -Bh6 30. Hxg2 Bxd2+ 31. Kxd2 Hxb2+ 32. Kd3 Hel 33. Rxf7 Hdl+ 34. Kc4 Svartur vinnur nú drottninguna á skemmtilegan hátt! 34. -Hb4+ 35.cxb4 Hcl+ 36. Kb5 Hxc6 37. dxc6 Kxf7 38. bxa5 Dd4 39. Hg5 Db2+ 0-1 A 1 A4> , s wm,. jm Á * .jl A ■ ® m ■' ■ ■ Hér fraus Stefán og féU á tíma. Menn em ekki á eitt sáttir um þessa stöðu. Hvítu frípeðin em kominn langleiðina upp í borð en svartur hefúr drottningu meira. Líklegasta niðurstaðan er jafntefli en svartur vann á tíma og því verður ekki breytt! Skák Hörpu og Guðfríðar Hvítt: Harpa Ingólfsdóttir Svart: Guðfríður Lilja Grétarsdóttfr Sildleyjarvöm 4), 27. ágúst 2003 1. e4 c5 2. RÖ a6 Óvenjulegur leik- ur sem ekki er gott að svara með leiknum sem Harpa lék. 3. c3 eða 3. c4 er best. 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rffi 5. Rc3 e5 6. Rb3 Bb4 7. Bd3 Bxc3+ Hér mæla gömul fræði með 7. d5 og svartur stendur betur en það gerir hann einnig í skákinni. 8. bxc3 Dc7 9. c4 d6 10.0-0 Be611. De2 Rbd7 12. f4 Hc8 13. fxe5 dxe5 14. Rd2 Rb6 15. Hbl 0-0 16. Khl Hfd8 17. h3 Hd7 18. Hb4 Re8 19. Bb2 Dc5 20. a3 Dc7 21. Hbl Ra8 22. Bal b6 23. RÖ ffi 24. Rel Rd6 25. Hlb3 a5 26. Ha4 Svartur hefur yfirspilað hvítan og vinnur nú skiptamun. 26. -Dc6 27. c5 Bxb3 28. cxb3 Dxc5 29. Dg4 Hcd8 30. De6+ Kh8 31. Bc4 Rc7 32. Dg4 b5 33. Hxa5 Db6 34. Bxb5 Rdxb5 35. b4 Svartur yinnur nú enn meira lið. Harpa heldur þó ótrauð áfram í mát- ið! 35. -Hdl 36. Kh2 Hxel 37. Bb2 Df2 38. a4 Dxb2 39. axb5 Dxb4 40. Ha7 Dc5 41. Hb7 Hbl 42. Dd7 Hg8 43. Hxc7 Dxb5 44. De6 Db6 45. Dd7 h5 46. Dffi g6 47. Dd7 Dgl+ 48. Kg3 Hb3+ 49. Kh4 Dfi2+ 50. g3 Dxg3+ og mát. 0-1 MA Norðurlandameistarar Menntaskólinn á Akureyri varð Norðurlandameistari ffamhalds- skóla f skák 2003 um síðustu helgi í Reykjavík eftír æsispennandi úrslita- viðureign við Wenströmska Gymnasiet frá Svíþjóð. Akureyringar urðu að vinna Svíana í síðustu um- ferð. Á 1. borði hafði Halldór Brynjar Haildórsson hvítt gegn Johan Nor- berg og sigraði ömgglega. Á 4. borði tefldu Jakob Sævar Sigurðsson og Andreas Backman og sigraði Svíinn eftír misheppnaða mannsfórn Jak- obs. Þá var staðan orðin 1-1 og ljóst að MA þyrfti einn og hálfan vinning úr þeim tveimur skálcum sem eftír voru. Á 2. borði tefldi Bjöm ívar Karlsson við Erik Norbeg og á þriðja borði tefldi Stefán Bergsson við Anders Ylönen. Þær skákir vom nokkuð jafn- teflislegar en eftir misheppnaða kóngssókn Svíans náði Stefán óverj- andi mátsókn og sigraði. Þegar þetta var ljóst tók Bjöm Ivar jafríteflisboði ffá sfnum andstæðingi og sigurinn var í höfn. ísland hefur nú sigrað í 18 mótum af 30 sem er auðvitað ffábær árang- ur. MH hefur unnið 14 sinnum MR tvisvar, Verzlunarskólinn einu sinni og nú sigrar sveit utan Reykjavíkur, Menntaskólinn á Akureyri, í fyrsta sinn á Norðurlandamótí. Það er ekki bara í Reykjavík sem gróska er í skák- lffinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.