Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 VARNAÐARORÐ: Benedikt Jóhannesson, fráfarandi stjórnar- formaður Eimskips, var gagnrýninn á þá sem vilja kljúfa félagið upp. Hann sagðist vara við því að viðskiptabankar ættu leiðandi hlut í fyrirtækjum líkt og Landsbankinn ætti í Eimskip. STJÓRNARMAÐUR: Ný stjórn var kjörin á hluthafafund- inum. Þór Kristjánsson, aðstoðarforstjóri Pharmaco og náinn samverkamaður Björgólfs Guðmundssonar, er einn þeirra sem setjast í stjórn Eimskips. FORMAÐURINN: Magnús Gunnarsson er nýr stjórnar- formaður Eimskips. Hann var um skeið fram- kvæmdastjóri Hafskips. Magnúsar bíða mörg erfið verkefni á næstu mánuðum. Á GÓÐUM NÓTUM: Björgólfur Guðmundsson heilsar Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Eimskips, fyrir hluthafafundinn. Björgólfur ræður ferðinni hjá félaginu. Fyrrum framkvæmdastjóri Haf- skips orðinn formaður Eimskips FJÖR: Björgólfur Guðmundsson lék við hvern sinn fingur á hluthafafundi Eimskips í gær. Við hlið hans situr Magnús Gunnarsson, nýr stjórnarformaður Eimskips. Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, er á hægri hönd Magnúsar en Sindri Sindrason, fyrrum forstjóri Pharmaco og samstarfsmaður Björgólfs, er lengst til vinstri. Sindri er einn nýrra stjórnarmanna í Eimskip. DV-myndir Pjetur Magnús Gunnarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins, er eng- inn nýgræðingur í þessum geira. Hann hefur komið víða við í viðskiptalífinu og var m.a. framkvæmdastjóri Hafskips hf. Ný stjórn Eimskipafélags ís- lands var kosin í gær í kjölfar eignauppstokkunar á hluta- bréfum í félaginu á undanförn- um vikum þar sem Samsonhóp- urinn, Landsbankinn og fyrir- tæki tengd Björgólfi Guð- mundssyni náðu yfirhöndinni í félaginu. Skipt var um alla stjórnarmenn. Listi Samsonhópsins var einn í framboði til stjórnar. Var listinn- samþykktur og Magnús Gunnars- son, fyrrverandi formaður banka- ráðs Búnaðarbankans og fyrrver- andi framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, var kosin for- maður stjórnar. Samkqmulag Landsbanka og Islandsbanka um skiptingu eigna sín á milli frá 19. september var borið undir hlut- hafafundinn. Það var samþykkt með tæpum 90% atkvæða. Auk tillögu um stjórnarkjör og laun fráfarandi stjórnarmanna var tillaga um samþykki rammasamn- ings og fjögurra íylgisamninga um kaup og sölu hlutabréfa í eigu Burðaráss ehf. Þá var tillaga um lækkun hlutafjár að nafnverði krónur 712.154.232 í tengslum við samninga samkvæmt 1. tölulið dagskrárinnar þar sem félagið mun eignast eigin hluti sem færðir verða niður sem nemur framangreindri fjárhæð. Tillaga Vilhjálms Bjarnasonar um að fundurinn beini því til stjórnar félagsins að hún hlutist til um að fram fari opinber rannsókn á viðskiptum með hlutabréf í félag- inu og hlutabréf í eigu félagsins, var dregin til baka. Einnig var tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin bréfum allt að 10% af nafn- verði hlutafjár félagsins. NÝ STJÓRN EIMSKIPS Stjórnarformaður: Magnús Gunn- arsson, fyrrverandi formaður banka- ráðs Búnaðarbankans. Auk hans setjast í stjórnina Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, Sindri Sindrason, fyrrverandi forstjóri Pharmaco, Baldur Guðnason í Sjöfn og Þór Kristjánsson, aðstoðarfor- stjóri Pharmaco. Fulltrúar almennra hluthafa eru samkvæmt tillögunni Þórður Magn- ússon, sem var fjármálastjóri Eim- skips til margra ára, og Pálmi Har- aldsson, framkvæmdastjóri Fengs. Nýi stjórnarformaðurinn Nýr stjórnarformaður Eimskips, Magnús Gunnarsson, fyrrverandi ffamkyæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, er enginn nýgræðing- ur í þessum geira. Hann hefur komið víða við í viðskiptalífinu og var m.a. Benedikt Jóhannesson, fráfar- andi stjórnarformaður Hf. Eim- skipafélags íslands, váraði nýja stjórnendur félagsins á hluthafa- fundi í gær við að leysa það upp í einingar. Benedikt hóf ræðu sína á að lýsa til- gangi fundarins sem var þríþættur. í fyrsta lagi umfjöllun um aðild Burðar- áss, dótturfélags Eimskipafélagsins, að viðamiklum samingi um kaup og sölu eigna, í öðm lagi tillaga um niður- færslu hlutafjár í félaginu og í þriðja lagi kosning stjómar. Síðan lýsti hann skipulagi Eimskips, gagnrýni á félagið og stöðu Brims, útgerðararms Eim- sldps, sem er eitt öflugasta útgerðarfé- lag landsins. Síðan sagði Benedikt: „Nú er Eimskipafélagið auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni, en sú umræða sem verið hefur í fjölmiðlum undan- framkvæmdastjóri Hafskips hf., skipafélags Björgólfs Guðmundsson- ar, sem ýmsir telja að hafi að ósekju verið rekiö í þrot 1989, m.a. fýrir til- stuðlan Eimskips. Magnús er fæddur í Reykjavík 6. september 1946 og er sonur Gunnars fama mánuði getur engan veginn talist sanngjöm eða málefnaleg. Það er ljóst að ákveðnir aðilar hafa séð sér hag í því að koma neikvæðu umtali um félagið af stað, en það er mikill ábyrgðarhluti að hefja umræðu af því tagi, einkum þegar hún hefur verið jafn einhliða og raun ber vitni. Það er líka ábyrgðarhluti af hálfu fjölmiðla að birta slík viðhorf gagnrýnislaust." Benedikt greindi ffá því að í sumar hefði honum farið að berast hringing- ar ffá aðilum sem hann tæki mark á, um að hugmyndir væru uppi í við- skiptalífinu að upplagt væri að skipta Eimskipafélaginu upp í margar smærri einingar sem og dóttúrfélög- um Eimskips. „Ég hafði samband við ýmsa vegna þessa máls, meðal annars Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, og sagði honum frá Magnússonar skipstjóra og Kristínar Valdimarsdóttur húsffeyju á Sel- tjarnamesi. Magnús gifdst Gunn- hildi Gunnarsdóttur 5. júlí 1968, en hún er Reykvíkingur og Þingeyingur að uppruna. Þau eiga tvö börn, Aðal- heiði og Gunnar Krisdn. áhyggjum mínum vegna málsins. Kjartan hefur öðmm mönnum betri yf- irsýn yfir viðskiptalífið og það pólitíska umhverfi sem það starfar í. Ég hef stundum rætt viðkvæm mál við Kjartan og notið þekkingar hans og góðra ráða. I samtali okkar talaði ég um að menn yrðu að gæta sín vel varðandi Brim, en gáleysislegur leikur með það gætí haft mikil pólitísk áhrif, bæði á byggðir um landið, en ekki síður á sjálfa undirstöðu félagsins, kvótakerfið." Síðar í ræðu sinni lýsir Benedikt samskipmm sínum við Björgólf Guð- mundsson, formann bankaráðs Landsbankans. Hann sagði að sér væm minnisstæð orð forsætisráð- herra, þegar hann afhentí Björgólfs- feðgum viðurkenningar Frjálsrar verslunar sem úmefndi þá menn árs- ins í viðskiptalífinu 2002. Hann hafi haft orð á hve ánægjulegt það væri Magnús er stúdent frá Verslunar- skóla-íslands 1967 og cand. oecon. frá-HSskóla Islands 1971. Auk þess hefur liann tekið námskeið um al- þjóðlega skipaútgerð frá Ósióarhá- skóla l970 og námskeið um rekstur flugfélaga við Massachusetts Institute of Technology f Boston 1980. Hann var kennari í hagfræði við Verslunarskóla íslands og fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- manna í hlutastarfi 1971 til 1972. Þá var hann skrifstofustjóri Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, 1972 til 1973. Magnús var framkvæmdastjóri Hafskips hf. á árunum 1973 til 1974. Á ámnum 1974 til 1976 rak hann bókhalds- og rekstrarráðgjafarskrifstofu með- fram kennslu við Verslunarskóla fs- lands. Þá var hann framkvæmda- stjóri Arnarflugs hf. 1976 til 1981. Á ámnum 1983 til 1986 var hann framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands og fram- kvæmdastjóri SÍF á árunum 1986 til 1994. Hann var síðan formaður Vinnuveitendasambands íslands 1992 til 1995 en stofnaði ráðgjafar- þjónustuna Capital hf. árið 1994. Magnús hefur sömuleiðis komið mjög víða við á félagsmálasviðinu og gegnt fjölda trúnaðarstarfa á vegum Sjálfstæðisflokksins, ýmissa félaga- samtaka og fyrirtækja og m.a. verið formaður bankaráðs Búnaðarbank- ans. Þá hefur hann ritað fjölda greina um þjóðfélags- og sjávarútvegsmál í blöð og tímarit. hkr@dv.is þegar Björgólfur, sem orðið hafi fýrir miklu mótlæti, kæmi nú heim með fullar hendur fjár, ekki í hefndarhug, heldur hygðist nota peningana með uppbyggilegum hætti, en um þær mundir stóðu einmitt yfir lokaviðræð- ur um kaup þeirra félaga á hlut ríkisins í Landsbanka Islands. Síðan lýstí Benedikt þeim svipting- um sem átt hafa sér stað um eignar- hlutina í Eimskip. Hann varaði m.a. við að miklar og skyndilegar breyting- ar á eiginfjárhlutfalli félagsins gætu valdið miklum óróa meðal lánar- drotma þannig að lánskjör verði óhag- stæðari en áður. Hann lýstí einnig ótta sínum vegna þeirra samninga sem bankamir, Landsbanki og Islands- banki, gerðu að næturþeli um viða- miklar eignatilfærslur. Með þeim gætu þeir verið að spilla íslenskum hluta- bréfamarkaði. hkr@dv.is Fráfarandi stjórnarformaður Eimskips: Varar við skiptingu félagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.