Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR10.OKTÓBER2003 Brúarsmíði í takt við laxveiði VEGABÆTUR: Einbreiðum brúm á hringveginum fækkar en heldur hægt að margra mati. Þæreru enn 14 á Suður- landi, 6 á Norðurlandi vestra, 4 á Norðurlandi eystra en hvorki meira né minna en 53 á Austur- landi, eða alls 77 brýr. Nýlega var lokið við gerð tvíbreiðrar 70 metra langrar brúar yfir Vatns- dalsá, eða Hnausakvísl. Það óvenjulega við þessa brúar- smíði var að hún var að mestu framkvæmd að hausti og vetri. Ástæðan var sú að menn vildu ekki að framkvæmdir væru í gangi á þessum stað meðan veiðitíminn stendur en Vatns- dalsá er, eins og kunnugt er, ein af bestu og dýrustu laxveiðiám landsins. Nýja brúin er jafnlöng þeirri gömlu. Evrópusamtökin funda ¦¦ -" HrwusAKvfSHwywmfwmimrrmmi i. noikun íiumar Rekjur.haustlegt er oiöíöa Nciðurlandi eins og glðgqlega má sjá ALÞJÓÐASAMNINGAR: Erum við sterkari ein? Hver er staða smáríkja við alþjóða viðskipta- samninga? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleiri á hádegisverðarfundi Evr- ópusamtakanna í Kornhlöð- unni við Bankastræti fimmtu- daginn 9. október kl. 12.05 um alþjóðasamninga og stöðu smáríkja. Frummælandi verður Árni Páll Árnason lögmaður og fyrrverandi starfsmaður ís- lensku utanríkisþjónustunnar. Hann mun fjalla um viðskipta- samninga og hvort ávinningur sé af því fyrir fsland að semja eitt um viðskiptakjör og hvaða ávinningar séu af því að vera innan stærri heilda. Allir eru velkomnir á fund Evrópusam- takanna. Leyniskjölbreska sendiráðsins fullafpalladómum um íslendinga: Töldu Halldór Laxness hættulegan FRÆGASTUR: GunnarGunnarsson rithöfundur var sagður hafa verið víð- frægastur (slenskra rithöfunda og sé lík- lega enn þrátt fyrir auknar vinsældir Halldórs Laxness. KlALPLEGUR: Bretar töldu Svein Björnsson hafa verið hjálplegan enda beitt áhrifum sínurn til að stuðla að góðu sambandi við Bretland. HÆFILEIKAR: Benjamin J.S. Eiríksson var sagður „einstaklega hæfur ungur maður" sem yrði fyrir stöðugum árásum frá kommúnistum. Sleggjudómar, gróusögur og skapgerðarlýsingar. Allt þetta og meira til er að finna í kostu- legum lýsingum á helstu for- ystu- og áhrifamönnum í ís- lensku samfélagi sem sendi- herra Breta á fslandi tók saman fyrir bresku utanríkisþjónust- una um miðja síðustu öld. Breskur sagnfræðingur, velunn- ari DV, rakst á persónulýsingarnar í Þjóðskjalasafni Breta og sendi þær blaðinu. Um er að ræða hluta af nokkurs konar ritröð breska utan- rfkisráðuneytisins sem kölluð var „Confidential Print" og var gefín út alit frá 1711 fram til 1960. I ritun- um, sem voru flokkuð ýmist eftir löndum eða málaflokkum, var safnað saman margvíslegum skjöl- um og skýrslum úr utanrfkisþjón- ustunni, meðal annars frá sendi- ráðum Breta víða um heim. Þetta voru leynileg rit, ætluð eingöngu starfsmönnum utanríkisþjónust- unnar og ríkisstjórn. Leynd hvílir yfir ritunum í 50 ár frá útgáfu sam- kvæmt upplýsingum á vef Þjóð- skjalasafnsins. Letingjar og kvennabósar Skýrslan sem um ræðir heitir „Leading Personalities in Iceland" og er frá 1951. Þá var John Dee Greenway sendiherra Breta á ís- landi og má gera ráð fyrir að hann hafi sjálfur skrifað flestar persónu- lýsingarnar þótt hann hafl sjálfsagt „erft" nokkrar frá forverum sínum í starfi. „Hann hefur orð á sér fýrir að gæta fyrst og fremst eigin hags- muna - jafnvel þegar hann kemur fram sem fulltrúi þjóðar sinnar á erlendum vettvangi." „Þrjóskur og óbilgjarn. Er mikið upp á kvenhöndina. Átti ágæt sam- skipti við breska herinn í hernám- inu." „Hefur talsverð áhrif í heimahér- aði sínu. Fremur litlaus persónu- leiki. Einlægur í stuðningi sínum við Breta." „Heillandi, vingjarnlegur og lat- ur. Þekkir alla og allir þekkja hann. Af sumum talinn vinstrisinnaður en óvíst er að hann hafi nokkra pólitíska sannfæringu." „Þekktur fyrir skrif sín til stuðn- ings Bretum sem því miður hafa hins vegar verið skaðleg ef eitthvað er vegna þess hve hann er fráhrind- andi maður sem ofbýður gjarnan löndum sínum með skefjalausum og ónærgætnislegum málflutn- ingi." „Hann er svo sem nógu viðkunn- anlegur en virðist ekki búinn nein- um sérstökum hæfileikum og hefur engin merki sýnt um að vera viðun- andi arftaki [forvera síns]." Þetta eru dæmi um lýsingar á landsþekktum og í sumum tilvik- um áhrifamiklum íslendingum um „Hann hefur orð á sér fyrir að gæta fyrst og fremst eigin hagsmuna - jafnvel þegar hann kemur fram sem fulltrúi þjóðar sinnar á erlend- um vettvangi," segir um tiltekinn íslenskan ráðamann. miðja síðustu öld sem ástæðulaust er að nafngreina. Sagnfræðingar sem DV hafa rætt við segja að taka beri þessum lýsingum með fyrir- vara þar sem bæjarslúður og gróu- sögur hafi þarna verið látnar flakka næsta gagnrýnislaust. Þór Whitehead prófessor birti hluta úr sambærilegum skjölum frá Bretum í bók sinní, Bretarnir koma, þ.e. lýsingar á Bjarna Benediktssyni og Hermanni Jónassyni, en ekki hefur verið fjallað um þær sérstak- lega áður svo vitað sé. Halldór hættulegur Um Halldór Laxness segir í sam- antektinni að hann sé kommúnisti sem sumir íslendingar telji mesta núlifandi rithöfund þjóðarinnar en aðrir hættulega róttækan í stíl og efnisvali. Halldór er sagður fær í ensku og viðkunnanlegur. Sann- færing hans sem kommúnista er dregin í efa, enda „virðist venjuleg- um Islendingi sem tilkomumikið hús hans, bílar og tekjur af bóksölu í Bandaríkjunum séu ekki merki um sannan kommúnista". Hins vegar sé ljóst að skilningur hans og sýn á heiminn utan fslands gætu fært honum talsverð áhrif ef „kommúnísk krísa" kæmi upp; þess vegna sé enginn vafi að Hall- dór „gæti reynst hættulegur" (e. certainly rnakes him potentially dangerous). Gunnar einangraður Um Gunnar Gunnarsson segir að hann hafi verið víðfrægastur ís- lenskra rithöfunda og sé lfklega enn, þrátt fyrir auknar vinsældir Halldórs Laxness. Fram kemur að „alkunna" sé að Gunnar hafi verið hallur undir nasista og það hafi kynt undir „orðróm og grunsemd- ir" á stríðsárunum. Nú lifi hann hins vegar einangruðu lífi og skipti sér að því er virðist ekkert af stjórn- málum. Forsetinn hjálplegur Um Svein Björnsson for- seta segir, að hann hafi sem sem ráðgjafi stjórnvalda í ut- anríkismálum frá 1940 ætíð beitt áhrifum sínum til þess að stuðla að gtíðu sambandi við Bretíand. Seinna hafi hann verið „afar hjálplegur" við að sannfæra íslendinga um að bjóða Banda- ríkjamönnum að taka við vörnum landsins. Um Benjamfn Eiríksson segir að hann sé „einstaklega hæfur ungur maður" sem verði fyrir stöðugum árásum frá kommúnistum, meðal annars vegna þess að hann hafi „læknast" af hrifningu sinni af kommúnisma. Gildi skýrslnanna „Það er mjög líklegt að breskir ráðamenn, t.d. forsætis- og utan- rfkisráðherra, hafi fengið sinn fróð- leik um íslenska áhrifamenn upp úr skýrslum af þessu tagi," segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur. Um heimildagildi þeirra segir hann að þær geti verið ágæt heimild um afstöðu breskra sendifulltrúa hverju sinni. „Þær geta líka veitt mik ilvægar upplýsingar um íslenska áhrifa menn sem getur verið erfitt að nálgast annars staðar. Því mið- ur er það þannig að við verðum oft að sækja Is- lands- söguna til út- landa vegna þess að erlendar heimildir eru miklu ríkari um afstöðu ís- lenskra ráðamanna heldur en þær heimildir sem hægt er að nálgast hér heima," segir Guðni. Hann bætir hins vegar við: „Á hinn bóginn verður að taka þessum skýrslum um íslenska áhrifamenn með varúð. Þetta eru oft mismerki- legir palladómar, sumt satt, annað ekki, og svo er það nú lfka svo að stundum má satt kyrrt liggja." Þess má geta að John Dee Greenway sendiherra var líklega þekktastur fyrir að vera maðurinn sem flúði úr Höfða vegna meintra reimleika sem höfðu gert honum lífið óbærilegt. Bretar seldu Höfða fyrir hans tilstilli. Skömmu eftir það kom í ljós laus bárujárnsplata und- ir þaki hússins og töldu sumir að þar væri komin skýringin á meint- um draugagangi. olafur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.