Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson
AÐALRITSTJÓHI: Óli lljörn Kárason
AÐSTOÐARRITSTJÖRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fæc Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglys-
ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Nýr nauðasamningur
Móa hugsanlegur
- frétt bls. 4
Fyrrum Hafskipsstjóri
stýrir Eímskip
- frétt bls. 6
Heppinn að vera á lífi
- fréttir bls. 8
Laxness talinn
hættulegur
- Fréttbls. 10
„Okkar besta kannski
ekki nóg"
- Eiður Smári í viðtali við DV
Sport bls. 38-39
Barinn til dauða
fyrir limastuid
Baba Jallow, 28 ára gamall
Gambíubúí, var barinn til dauða
í gær en honum var gefið að sök
að hafa „stolið" limi manns með
því að beita göldrum.
Atburðurinn átti sér stað í
bænum Serekunda, skammt frá
höfuðborginni Banjil. Talsmaður
lögreglunnar staðfesti dánaror-
sök mannsins en ásakanir um
„limastuld" munu ekki óalgeng-
aríVestur-Afríku.
Hinir meintu galdramenn eru
sagðir snerta fórnarlömb sfns og
við það minnkar limur viðkom-
andi niður úr öllu valdi. Galdra-
mennirnir bjóða síðan lækningu
fyrir fúlgu fjár. Karlmenn í Ser-
ekunda eru að sögn lögreglu
óttaslegnir vegna málsins og
veigra sér mjög við að heilsa fólki
með handabandi.
AT-GEIR BER NAFN
MEÐ RENTU!
Ár í fangelsi fyrir tvö bankarán
RÁN: Héraðsdómur Reykjaness
hefur dæmt nítján ára pilt í eins
árs fangelsi fyrir tvö bankarán.
Pilturinn var dæmdur fyrir að
ráðast inn í Sparisjóð Hafnar-
fjarðar í apríl á þessu ári og hafa
með sér á brott tæpar tvær millj-
ónir. Seinna ránið átti sér stað í
útibúi Landsbankans í Grindavík
en þar hafði hann rúmar níu
hundruð þúsund krónur upp úr
krafsinu. (dómnum segir að pilt-
urinn hafi sýnt mikla ófyrirleitni
og bíræfni með brotunum og að
þau væru stórfelld. Pilturinn
kvaðst hafa framið brotin vegna
peningaskorts en aðeins hluti
peninganna komst til skila aftur.
Auk fangelsisdóms var honum
gert að greiða Sjává-Almennum
tryggingum hf. átta hundruð og
tuttugu þúsund í bætur.
Tvö ár fyrir kynferðisbrot
DÓMUR- Maðuráfertugsaldri
var dæmdur í tveggja ára fang-
elsi í Hæstarétti, fyrir kynferðis-
brot gegn sextán ára stúlku árið
2001. Dómur Hæstaréttar er níu
mánuðum þyngri en sá dómur
sem maðurinn hlaut í héraðs-
dómi. Auk fangelsisvistar er
maðurinn dæmdurtil að greiða
stúlkunni sjö hundruð þúsund
krónur í miskabætur. Brotið,
sem átti sér stað á tjaldstæði,
taldist gróft og hafði í för með
sértalsverða líkamlega áverka á
kynfærum, bjósti og hálsi
stúlkunnar. Eftir atburðinn leit-
aði stúlkan aðstoðar neyðar-
móttöku og var maðurinn hand-
tekinn í kjölfar þess. Hann neit-
aði sakargiftum í fyrstu en DNA-
rannsókn leiddi í Ijós að hann
hafði ráðist á stúlkuna.
Ríkisútgjöld á mann hafa hækkað samfellt frá 7 997:
Næstum meðalmánaðar-
laun á hvern íslending
Á þessu ári stefnir í næstmestu
raunhækkun ríkisútgjalda á
mann sem orðið hefur frá 1989.
Útgjöldin eru nú að raungildi
181 þúsund krónum hærri á
hvern einstakling á ári en árið
1997, eða 725 þúsund krónum
hærri á hverja fjögurra manna
fjölskyldu.
Áætlanir benda til að ríkissjóður
eyði - á verðlagi ársins 2002 - tæp-
lega 882 þúsund krónum á hvern
einstakling á þessu ári. Þetta er
hvorki meira né minna en 25,9%
raunhækkun frá 1997 en frá því ári
hafa útgjöldin hækkað samfellt.
Nærri lætur að hækkunin jafngildi
meðalmánaðarlaunum á hvern
einasta fslending en samkvæmt
staðtölum Ríkisskattstjóra voru
meðallaun í fyrra 192 þúsund krón-
ur á mánuði.
Fjöguraf tólf
Frá 1991 hafa rflcisstjórnir undir
forystu Sjálfstæðisflokksins fjórum
sinnum lækkað ríkisútgjöld á mann
á milli ára en átta sinnum hækkað
þau. Mest varð hækkunin 1999, eða
7,1%. í ár stefnir í 5,6% hækkun.
Leita þarf allt aftur til ársins 1988 til
að finna meiri hækkun en varð
þessi tvö ár.
Þessar ríkisstjórnir hafa þó ekki
náð jafn „glæsilegum" árangri og
þær sem á undan fóru því að árið
1988 hækkuðu úgjöldin að raungildi
um tæp 12% og árið 1986 um 13%.
1000000
800000
600000
400000
200000
Ríkisútgjöld á mann á verðlagi 2002
1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
Gjöld á mann á verðlagi 2002, kr.
Tekjurámannáverðlagi2002,kr. — Gjöld%afVLF
MEIRA OG MEIRA OG MEIRA: Framan af 9. ératug skiptust stjórnvöld á að hækka og lækka raunútgjöld ríkissjóðs á milli ára en frá 1997
hafa þau hins vegar hækkað samfellt. -Tölurfrá 1985-2002 eru frá Hagstofunni.Tölur um tekjur og gjöld 2003 (áætlun) og 2004 (fjárlaga-
frumvarp)eru úr Þjóðarbúskapnum, riti fjármálaráðuneytisins, en DVfærði þæryfir á verðlag ársins 2002 og deildi niðurá mannfjölda
samkvæmt spám Hagstofunnar.
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga
næsta árs, sem nýlega var lagt fram,
verður raunlækkun í fyrsta sinn f
sjö ár en sá árangur er vitanlega
ekki í höfn.
Athygli vekur að frá 1985 (sem
hér er valið sem upphafsár af
handahófi) höfðu raunútgjöld rík-
isins á mann aldrei hækkað oftar en
tvö ár í röð þar til samfelld bylgja
hækkana fór af stað 1997.
Samanburðarhæft
Athygli skal vakin á því að hér er
stuðst við aðferðafræði þjóðhags-
reikninga, sem Hagstofan byggir á.
Það þýðir að hagnaður af sölu
eigna er ekki færður rfkissjóði til
tekna. Á gjaldahliðinni er aðeins sá
hluti lífeyrisskuldbindinga gjald-
færður sem tengist launagreiðslum
ársins, ekki uppreiknuð skuldbind-
ing fram í tímann. Afskrifaðar
skattakröfur eru heldur ekki gjald-
færðar. Þetta þýðir að verulegur
munur er á þjóðhagsreikningum og
framsetningu í fjárlögum, en Hag-
stofan fylgir þjóðhagsreikninga-
staðfi Evrópusambandsins.
Þá skal áréttað að tölurnar eru á
föstu verðlagi og leiðrétt er fyrir
fólksfjolgun. Þær eiga því að vera
fyllilega samanburðarhæfar.
olafur@dv.is
Hundrað þúsundasti farþeginn
Tímamót urðu hjá lceland Ex-
press um liðna helgi þegar hund-
rað þúsundasti farþeginn kom
með vél félagins frá London
hingað til lands.
Þarna reyndist á ferðinni Evelyn
Davis sem var á leið hingað til lands
ásamt Robert eiginmanni sínum.
Hjónin ætla að dvelja hérlendis í
vikutíma og skoða náttúru fslands.
Sigurborg M. Guðmundsdóttir,
þjónustustjóri Iceland Express, af-
henti þeim hjónum blómvönd af
þessu tílefni, svo og farmiða fyrir tvo
hingað til lands. Robert og Evelyn
sögðust ákveðin í að koma aftur í
júní næstkomandi til að njóta fs-
lenskrar náttúrufegurðar að sumar-
lagi.
Samkvæmt upplýsingum Iceland
Express tók það félagið sjö mánuði
og sex daga að flytja fyrstu 100 þús-
und farþegana og segir félagið sæta-
nýtingu hafa verið 78% að meðaltali;
nýtingin fór hæst í rúm 93% í sumar.
í september var sætanýtíngin 72%.
Þá segja forráðamenn Iceland Ex-
press að farþegum sem fara um
Keflavíkurflugvöll hafi fjölgað um
16% á árinu - og að frá því félagið hóf
rekstur í lok febrúar hafi hlutdeild fé-
lagsins í þessari fjölgun verið 84%.
-aþ
i GJAFIR: Farþegi númer hundrað þúsund, Evelyn Davis, tekur á móti blómum
og'farseðlum úr hendi þjónustustjóra lceland Express, Sigurborgar M. Guðmundsdóttur.
Helgarblað DV
100%kynlíf
Helga Braga Jónsdóttir ætíar að
sýna landsmönnum hvernig á að
sicemmta sér í rúminu í sérstæð-
um kabarett sem er að fara af stað.
Allt um málið í Helgarblaði DV.
Trúnaðarbréf Hlínar
Hlín Agnarsdóttir hefur skrifað
bók sem hún kallar trúnaðarbréf
til lesenda þar sem hún lýsir sext-
án ára ástarsambandi sínu við
Þorvald Ragnarsson lögfræðing
sem lést fyrir fáum árum. Hlín
ræðir um fíkn og þjáningar við
Helgarblað DV
Þau misstu allt
Baldur Svavarsson og Sóley
Sævarsdóttir misstu einkadóttur
sína
Hrafn-
hildi Lff
úr bráðri
heila-
himnu-
bólgu í
maí í vor.
Þau telja
lækna
hafa gert
mistök og
leita rétt-
ar síns. Þau segja Helgarblaði DV
sögu sína.
Lífið í þögninni
Sigurlín Margrét Sigurðardóttír er
fyrsti heyrnarlausi þingmaðurinn sem
situr á Alþingi íslendinga. Hún segir
Helgarblaði DV frá lífinu í þögninni.
Handknúin tónlist
Valgeir Guðjónsson hefur sent frá
sér nýja plötu. Hann ræðir við Helgar-
blað DV um plötuna þar sem Diddú
syngur lög Valgeirs og segir frá draum-
um sínum um skáldsögu, óþoli gagn-
vart frægðinni og hvers vegna hann
hætti í Stuðmönnum fyrir 15 árum.