Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR W. OKTÓBER 2003 Samkomulag í nótt PEUCEOT Ljón á veginum Peugeot 206 1.4i, 75 hestöfl, X-line innrétting, 5 gíra, 5 dyra, 4 loftpúðar, ABS, fjarstýrðar samlæsingar, rafmagn f rúðum, 5 þriggja punkta öryggisbelti, fjarstýrt útvarp og geislaspilari. Verð kr. 1.435.000 Rekstrarleiga'frá kr. 25.795 Peugeot 206 SW Station 1.4i, 75 hestöfl, X-line innrétting, 5 gfra, 4 loftpúðar,ABS, þakbogar, fjarstýrðar samlæsingar, rafmagn f rúðum, 5 þriggja punkta öryggisbelti, fjarstýrt útvarp og geislaspilari. Verð kr. 1.565.000 Rekstrarleiga* frá kr. 25.965 Peugeot 307 1.4i, 75 hestöfl, 5 glra, 5 dyra, 6 loftpúðar,ABS, fjarstýrðar samlæsingar, 5 þriggja punkta belti, rafmagn í rúðum, fjarstýrt útvarp og geislaspilari. Verðkr. 1.619.000 Rekstrarleiga* frá kr. 26.820 Peugeot 307 Station 1.6i, 110 hestöfl, 5 gíra, 6 loftpúðar, ABS.fjarstýrðar samlæsingar, rafmagn f rúðum og speglum, fjarstýrt útvarp og geislaspilari. Frábær fjölskyldublll! Verð kr. 1.779.000 Rekstrarleiga* frá kr. 29.800 Peugeot 406 1.8i, 117 hestörl, 5 glra, 4 loftpúðar, ABS, loftkæling, þokuljós, viðar- innrétting, rafmagn í rúðum og speglum, fjarstýrt útvarp og geisla- spilari. Einstaklega þægilegur f akstri! Verðkr. 1.959.000 Sjálfskiptur: 2.059.000 Rekstrarleiga*frá kr. 32.360 Peugeot 406 1.8i Station 117 hestöfl.5 gíra,4 loftpúpar, ABS, loftkæling, pokuljós, viðarinnrétting, rafmagn f rúðum og speglum.fjarstýrt útvarp og geislaspilari. Einstaklega þægilegur I akstri og með mikið farangurspláss! Verð kr. 2.059.000 Sjálfskiptur: 2.165.000 Rekstrarleiga* frá kr. 33.995 Peugeot 607 Þessi glæsilegi blll er væntanlegur I nóvember. Margar útfærslur í boði, eftir þfnum þörfum. Hafið samband við sölumenn til að fá frekari upplýsingar. Peugeot 807 Öruggasti bfllinn f sínum flokki.fékk 5 stjörnur af 5 mögulegum i Euro NCAP árekstrar-prófunum. Bfllinn væntanlegur til landsins I nóvember. ATH! Blllinn er 7 manna. 3|a ára ábyrgð • 12 ára ryðvarnarabyrgð • Utreikningur rekstrarleigu miðast við 36 mánuði. I rekstraríeigu eru innifaldar smur- og þjónustuskoðanir. Rekstraríeiga er háð breytingum á gengi eríendra mynta og vöxtum þeirra. Umbofisafiilar: Reykjanesbær,Bflavfk,slmi42l 7800 Akranes,Bnver,slmi43l I98S Akureyrí,H8ldur,s[ml46l 6020 Vestmannaeyjar, Bragglnn, slml481 1535 BERNHARD IMPREGILO: Samkomulag náðist í nótt milli ítalska verk- takafyrirtækisins Impregilo S.pA og landssambanda ASl sem aðild eiga að samráðs- nefnd virkjunarsamnings, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu aðila. Markmið þess er að skýra reglur og leysa þau ágreiningsefni sem uppi hafa verið um starfskjör erlendra starfsmanna sem hafa verið ráðnirtil starfa á virkjunarsvæðið við Kára- hnjúka. Það er sameiginlegt markmið samningsaðila að færa samskipti sín í eðlilegan og jákvæðan farveg og leit- ast við að finna lausn á úr- lausnarefnum, sem fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka kalla á. Nýr nauðasamn- ingur hugsanlegur aðmatistjórnarformannsMóa-Reykjagarðursagðurveraíkennitöluleik „Við munum leita allra leiða til að verja rekstur Móa til framtíð- ar litið. Það eru miklir hags- munir í húfi og mikil vonbrigði að nauðasamningur hafi fallið í Hæstarétti. Við teljum þó koma sterklega til greina að óska eftir nýjum nauðasamningi." Þetta segir Kristinn Gylfi Jónsson, stjórn- arformaður Móa hf., en Hæstiréttur hnekkti á þriðjudag dómi Héraðsdóms Reykjavíkur með því að fall- ast á kröfu lán- ? i Kristinn Gylfi Jónsson. ardrottna fiiglabúsins Móa hf. um að hafha staðfestingu nauðasamn- ings Móa við lánardrottnana. Var þetta gert að kröfu vélsmiðjunnar Hamars ehf. og Reykjagarðs. Kári Pálsson, annar framkvæmdastjóri Hamars, hefur sagt að fyllilega komi til greina að fara fram á gjaidþrot Móa, skili aðrar leiðir ekki árangri, en Móar skuldi vélsmiðjunni um 20 miljónir króna. í nauðasamningnum var gert ráð fyrir 70% eftírgjöf af samningskröf- um. Héraðsdómur Reykjavflcur hafði áður staðfest nauðasamninginn en Hæstiréttur taldi að frumvarp Móa að nauðasamningi hefði í raun verið fellt þegar það var borið upp á fundi með kröfuhöfum í júní. Þar hafi 30,5963% atkvæða verið andvíg en 70% atkvæða þurfti að samþykkja frumvarpið. Þarna munar því tæp- lega 0,6% atkvæða upp á að nauð- ungarsamningar væru samþykktir, að mati Hæstaréttar. Gylfi segir dóm Hæstaréttar vissu- lega vera áfall fyrir félagið en menn séu þó ekkert á því að gefast upp. „Hamar hlakkar yfir því að Móar stefhi í gjaJdþrot en um leið eru þeir að hlakka yfir því að almennir kröfu- hafar tapi rúmum 200 milljónum króna sem þeir hefðu annars fengið við nauðasamninginn." Kennitöluskipti á Reykjagarði Gylfi telur annarleg sjónarmið hjá Reykjagarði f þessu máli. Þar sé keppinautur í forsvari fyrir því að koma Móum frá en það séu augljós- ir hagsmunir Reykjagarðs. Þá bendir KJÚKLINGASLÁTRUN: Eftir áralanga hatursfulla baráttu kjúklingaframleiðenda og ásakanir á víxl um offramleiðslu og offjárfestingar í kjúklingasláturhúsum virðist sláturtlð vera runnin upp í fyrirtækjarekstrinum sjálfum. Þannig hefur Reykjagarður m.a. komið I veg fyr- ir Móar næðu fram nauðasamningum við sína kröfuhafa og gæti það leitt til gjaldþrots Móa. Gylfi á að Reykjagarður hafi sjálfur farið í kennitölu'skipti um mánaða- mótin. „Þeir stofhuð nýtt félag sem heitir Fjöður sem tók yfir valdar skuldir og eignir Reykjagarðs. Nafhinu Fjöður elrf. var sfðan breytt í Reykjagarð ehf. og nafni gamla félagsins var breytt í Túnfót ehf. Túnfótur var svo skilinn eftir með ákveðnar eignir og skuldir gamla Reykjagarðs. Síðan er það spurning hvað verður um það sem búið er að setja út í túnfótinn." Horfir fram á gjaldþrot Hjörtur Líndal, eigandi Háþrifs, er einn þeirra kröfuhafa sem studdu frumvarpið um nauðasamninga Móa. Hann segir þetta mál snúast um baráttuna um kjúklingamarkað- inn. „Á sama tíma og þessu var áfrýj- að til Hæstaréttar, þá er SS, eigandi Reykjagarðs, að selja sjálfu sér Reykjagarð aftur og skilur slaildirnar eftir. Þarna eru á ferðinni kennitölu- skipti sem er miklu meira siðleysi en nauðasamningar. Kröfuhafar geta ekkert gert og sitja eftir með sárt ennið en í dæmi Móa voru okkur þó boðin 30% af okkar kröfum." - Ef Móar fara í þrot, hvað þýðir það fyrir þig? „Þá fæ ég og aðrir kröfuhafar ekk- ert. Við áttum að fá 1/3 af þessum 30% 1. október. Við þessa afgreiðslu Hæstaréttar fáum við ekkert. Ég tapa 11 milljónum ef Móar fara f þrot og verð þá gjaldþrota. Ég er með mjög sérhæfða starfsemi við þrif og sótt- hreinsun í sambandi við kjúklinga- eldi og var um tíma að vinna fyrir Reykjagarð en hef ekki gert það í urri ár. Með því að drepa Móa, drepa þeir fullt af verktökum í leiðinni og m.a. bændur sem eiga allt sitt undir þessu." Hjörtur segir allt þetta mál lykta illa og ekki síst afskipti Búnaðar- bankans sem um tíma átti og rak Reykjagarð. Hann segir að málið snúist einfaldlega um að SS nái í framhaldinu einokunaraðstöðu á markaðnum með Reykjagarð og 30% eignarhlut sínum í Isfugli sem yrði eftir gjaldþrot Móa nánast eini samkeppnisaðili Reykjagarðs. Ekki hefur náðst í Steinþór Skúla- son, forstjóra SS, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. hkr@dv.is Arsskýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa 2002: Engin slys á mönnum Bernhard ehf. Vatnagaröar 24 - 26 Sími 520 1100 í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa kemur fram að árið 2002 skráði nefndin m'utíu og þrjú atvik í flugi íslenskra loftfara innan lands og utan svo og í flugi erlendra loft- fara á íslenska flugumferðasvæð- inu. í þrjátíu og átta tilfella voru at- vikin skilgreind sem flugslys eða al- varleg flugatvik og fóru í sérstaka rannsókn. Engin slys urðu á mönn- um í flugi skráðra íslenskra loftfara á árinu 2002. í skýrslunni kemur fram að Rannsóknamefnd flugslysa hafi átt töluvert samstarf við erlenda rann- sakendur vegna nokkurra atvika sem hentu erlendar flugvélar hér á landi á síðasta ári. Jafnframt því sem nefndin tók þátt rannsókn er- lendra aðila á átt atvikum sem hentu fslenskar flugvélar erlendis. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef Rannsóknarnefndar flugslysa www.rnf.is. kip@dv.is NlUTlU OG ÞRJÚ SKRÁÐ ATVIK: Iskýrslu Rannsóknamefndar flugslysa kemur fram að árið 2002 skráði nefndin níutíu og þrjú atvik (flugi íslenskra loftfara innan lands og utan svo og í flugi erlendra loftfara á ís- lenska flugumferðarsvæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.